Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Side 6
6
DV. MANUDAGUR 20. MAl 1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Sá á
kvölina...
Hvertáfjölskylda
neytendasíðunnar aö fara?
Upphaflega hugmyndin var aö senda
fjölskyldu neytendasíðunnar í langt
leyfi utanlands — ekki veitir henni af
eftir allan sparnaðinn og vinnuna við
heimilisbókhaldið á árinu. En þaö
sæmir samt ekki grandvörum lesend-
um að stunda neinn fjáraustur í slíku
leyfi og því höföum viö samband við
helstu ferðaskrifstofurnar og báöum
um aöstoð viö að finna ódýrustu leiðina
til þess að koma fjölskyldunni út. En
þar sannaðist hiö fornkveðna að sá á
völina sem á kvölina — möguleikamir
eru fjölmargir og erfitt að finna hið
eina rétta.
Fjölskyldan okkar er fjögurra
manna — venjulegir launþegar — hjón
með tvö böm á aldrinum frá rúmlega
tveggja ára til tæplega tólf ára. Ætlun-
in er að hvíla þau alveg frá amstri
hversdagsins — svo sem gluggaum-
slögum, hreingemingum, innkaupum,
eldamennsku og lestri neytendasíöu.
Þrjár vikur er vonandi hæfilegur tími
til þess að finna aftur fyrra þrek og því
var gert ráð fyrir að f jölskyldan dveldi
svo lengi ytra í góöu yf irlæti.
Sólarlandaferð var þaö fyrsta sem
starfsfólki ferðaskrifstofanna flaug í
hug að myndi henta og við tókum það
fram að hún mætti ekki vera í anda
fyrstu ferða af þeirri gerðinni. Þá var
ákveðið að spara við sig matinn og lagt
upp með fiskbolludósir, harðfisk,
hangikjöt og fleira til þess aö eyöa ekki
of miklu af dýrmætum gjaldeyri í út-
landinu. Eða til þess að gera langa
sögu stutta: Viö báðum um hóteldvöl
með hálfu fæði allan tímann. En það
var þrautin þyngri að finna út verð á
slíkri dvöl því flestar f jölskyldur kjósa
núna fremur að búa í íbúð þegar um
svo langan tíma er aö ræða. I samræmi
við þær óskir em til dæmis sumarhúsa-
dvalir í Danmörku. Þó kom í ljós að
sums staðar var hægt að fá hóteldvöl
með hálfu fæði og er nauðsynlegt að
lesa sundurgreiningu á ferðatilboðum
til þess að átta sig á því hvað raunveru-
lega er innifalið í pakkanum. Einnig
að gera sér grein fyrir að ef ferðin er
án fæðis er ýmislegt eftir í útreikningi
á heildarverði dvalarinnar. Sums stað-
ar er ódýrt að borða á veitingastöðum
og hægt að fá fæði þannig fyrirhafnar-
laust fyrir fjölskylduna. I öðrum lönd-
um er það rándýrt og getur hleypt
veröinu verulega upp. Og þaö jafnvel
þótt eldamennskan falii í hlut feröa-
langanna sjálfra. Þannig er margt að
athuga þegar draumaferðin er valin en
vefst þó varla lengi fyrir þeim hagsýnu
úr heimilisbókhaldinu.
baj
Jón og Gunna okkar á Neytendasíðunni að leggja af stað f langþráð leyfi með Siggu litlu og Palla. Ljósm: GVA.
Italía: Italska Rívíeran: 75.150,00 —Terra Travel
Við Gardavatniö: 79,150,00 —Terra Travel
Lignano: 94.700,00 —Utsýn
Rimini: 87.600,00 —Samvinnuf.-Landsýn
Rimini-Hotel VA 131,600,00 —Samvinnuf.-Landsýn
Grikkland: Rhodos: 120,900,00 —Samvinnuf.-Landsýn
Júgóslavía: Dubrovnik: 109.200,00 —Samvinnuf.-Landsýn
Spánn: Ibiza: 70,440,00 —Urval
Mallorca: 79,550,00 —Atlantik
Mallorca: 74,760,00 —Flugferðir-Sólarflug
Mallorca: 81,560 —Flugferðir-Sólarflug
Austurríki: Týról: 74,688,00 —Farandi
Danmörk: Sumarhús: 65,600,00 —Samvinnuf.-Landsýn
Helsinger: 95,900,00 —Utsýn
Tekiö skal fram að viö samanburð á verði í töflunni vísast tU nánari útUstunar í meðfylgjandi pistlum. Ekki er
alltaf það sama í boði þótt grunnhugmyndin hafi verið sú sama og því betra að kynna sér vel hvað aö baki til-
boðanna liggur.
Úrval:
Hótelíbúð á Ibiza
Þriggja vikna júlíferð fyrir hjónin
okkar með börnin tvö, liggur til Ibiza á
vegum ferðaskrifstofunnar Urvals.
Fyrir ferðina þurfa hjónin aö greiða
70.440 kr. (flugvallarskattur innifal-
inn).
Gist er á Hótel Arlanza í hótelíbúð en
ekki er um að ræöa aö kaupa fæði á hót-
elinu. Samkvæmt upplýsingum Urvals
er sáraódýrt að borða í sólarlöndum og
var nefnt sem dæmi, að fjögurra
manna fjölskylda fengi ágæta máltíð
með víni fyrir sem svarar 500 ísl. kr.,
eða um 2000 peseta. Matvöruverslanir
eru í næsta nágrenni hótelanna og hafa
langflestir þann háttinn á að þeir eru
sjálfum sér nógir í morgunmat en
borða aörar máltíðir á veitingastöð-
um.
SvokaUaöar fjölskylduferðir eru á
boðstólum hjá Urvali frá því í maí og
fram í september. I þeim ferðum er
veittur talsverður afsláttur fyrir fjöl-
skyldufóUi. T.d. fær annað bam hjón-
anna okkar ferðina fría en hitt barnið
greiöir hálft fuUorðinsfargjald. A. Bj.
Farandi:
A f jallahóteli í Týról
Þrjár vikur á fjaUahóteU í Týról er
hægt að fá hjá ferðaskrifstofunni Far-
anda fyrir 73.938 kr. fyrir hjón með tvö
böm.
Þá er flogið til Salzburgar og farið
meö lest á ákvörðunarstaö. Dvalið er á
fjaUahóteU í Týról. Hótelíbúðirnar,
sem boöið er upp á, eru með baðher-
berbergi, eldunaraðstöðu, ísskáp og
svölum. Sundlaug er á staðnum.
Þetta er eins konar meðalverö,
þ.e. bæði er hægt aö fá ódýrari ferðir
en einnig dýrari ferðir.
Inni í þessari töluerekki reiknaður
flugvallarskattur en hann er fyrir
þessi hjón okkar 750 kr.
Þessi ferð er farin, eins og í hinum
dæmunum, í júlímánuði.
-A.Bj.
Flugferðir — Sólarflug:
Hótel eða stúdíó
á Mallorca
Sólarlandaferðir er sívinsælar og
sumar löngu orðnar aö þjóðsögu. Flug-
ferðir-Sólarflug bjóða fjölskyldunni
tvenns konar möguleika á þriggja
vikna dvölinni og hvort tveggja á
þeirri sögufrægu eyju Mallorca. Þar
hafa ófáir Islendingar dvalist síðan
sólarlandaferðimar hófust og sumir á
hverju sumri árum saman. Valið
stendur á milli hóteldvalar og búsetu í
stúdióíbúð. Hótelið kostar 81.560 með
hálfu fæði og er þá dvalið hvort sem
fólk vill úti á Arenal-strönd eða inni í
Palma.
Ef íbúð verður fyrir valinu er verðið
74.760 fyrir stúdíóíbúð á Arenalströnd.
Þá er fæði ekki innifalið eins og jafnan
þegardvaliðeriíbúðum. baj
Útsýn:
Atlantik:
r TerraTravel:
Italska Rívferan
eða Gardavatnið
Hvort viltu stúdíó-
íbúð á Lignano
eða í Helsingör?
Þriggja vikna dvöl á ítölsku Rívíer-
unni fyrir hjónin okkar og bömin
þeirra tvö á vegum ferðaskrifstofunn-
ar Terra Travel kostar 87.950 kr. í júlí.
(flugvallarskattur innifalinn).
I veröinu er innifaliö flug, akstur
milli flugvaUar og gististaðar, gisting í
íbúð sem er eitt svefnherbergi, stofa,
bað og eldhús. Séð er um ræstingu á
meðan á dvöUnni stendur. tbúðin er
200—250 m frá ströndinni. Einnig er
sundlaug við íbúðina og leikaðstaöa
fyrir bömin.
Terra Travel gaf einnig upp mögu-
leika á íbúöardvöl við Gardavatnið á
Italíu. Það myndi kosta fjölskylduna
okkar 87.550 kr. í júlímánuði.
Hægt væri að fá báðar þessar ferðir
mun ódýrari ef þær eru famar í maí,
sem er ódýrasti tíminn. Þá kostaði
fyrri ferðin 75.100 kr. og sú síðari 79.150
kr. fyrir hjón með tvö böm.
Sigríður Magnúsdóttir hjá Terra
sagði að fjölskyldufólk kysi frekar að
búa í íbúð en á hóteli. Þá hefur fjöl-
skyldan meira svigrúm tU athafna og
aðstaða fyrir börnin er mun betri.
A. Bj.
Hjá Utsýn stendur vaUð hjá
fjölskyldunni miUi þess aö dvelja í
stúdíóibúö á Lignano eða Helsingja-
eyri sem sagt ItaUa eða Danmörk.
A Italíu er íbúöin á OIipo, hálft fæöi
innifaUð og verðið 123.980 krónur. I
Danmörku er íbúðin í Hótel Marien-
lyst og þar er hálft fæði líka innifaUð í
verði sem er 124.200 krónur. Farar-
stjóm og ferðir til og frá flugvelU inni-
faliö í báðum tUvikum. Verðið er svip-
að í báðum dæmunum svo líklega er þá
bara að gera eitt upp við sig — hvort
viltu norrænt umhverfi eða suðrænt í
þessusumarleyfi?
Rétt er að það komi fram að hjá Ut-
sýn er hægt að fá ferðir tU fjölda
annarra staða og á svipuðu verði. Af
suðrænum stöðum mætti nefna Spán
og Portúgal en norðar England og Mið-
Evrópu.
baj
Á íbúðar-
hóteli á
Mallorca
Þriggja vikna dvöl í júlí fyrir hjónin
okkar á Mallorca á vegum ferðaskrif-
stofunnar Atlantik Travel er fáanleg
fyrir kr. 79.500,- (flugvaUarskattur
innifaUnn).
DvaUð er á íbúðarhótelinu Royal
Jardin del Mar. Boðið er upp á svefn-
stofu, svefnherbergi, eldhús og baðher-
bergi. Hægt er að fá hálft fæði á hótel-
inu og kostar það 200 kr. á mann á dag
og lOOkr. fyrir böm.