Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 10
10 DV. MANUDÁGim 20. MAI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Borgaraflokkamir sænsku hafa hylli yngri kjósendanna —fylgi sósíaldemókrata dvínandi og verkfallið gaeti riðið baggamuninn í þingkosningunum í september Ulf Adelsohn, leiðtogi Moderataflokksins I Svíþjóð, hefur I stjórnarand- stöðunni hvergi gefið stjóm Palme grið, þegar hún hefur legið við höggi. — Flokkur hans tekur í stefnu sinni mikið miö af thatcherisman- um sem breska ihaldsstjómin hefur aö leiðarljósi. 1 mörg ár hefur ekki orðið annað eins rask á daglegu lífi Svía eins og í verkfalli opinberra starfsmanna þessa dagana og verkbanninu. Um 20 þúsund opinberir starfsmenn eru í verkfalli, allir flugvellir eru lokaðir, langar biðraðir við landamæri, inn- flutningur og útflutningur hefur stöövast, kjöt, ávextir og grænmeti voru orðin af skomum skammti í síð- ustu viku og stórfyrirtæki eins og Volvo voru alvarlega að hugsa um að senda starfsliðið heim. Til aö mótmæla verkbanni hjá opinberum stofnunum lögðu um 80 þúsund til viöbótar niður vinnu fyrir viku. Margir skólar lokuðust þá, skattheimtan, lögreglan ( að hluta) og póstmenn hættu störfum og allt þjóðlifiö var meira og minna komið úrskorðum. Bitnaöi á öllum Þetta hefur bitnað á öllum lands- mönnum. Tómatar, sem Svíum finn- ast ómissandi ofan á brauð, fjórföld- uðust í verði. Enginn gat fengiö skráöan nýjan bil eöa umskráö vegna sölu því að bifreiðaeftirlitið var lokaö. Bændur kvarta undan því að kýmar þeirra séu famar að fitna um of á meðan sláturhúsin standa lokuö, og svínin farin að éta hvert annað. Isbrjótar Svía á Eystrasalti liggja bundnir en ennþá ríkir vetur norður frá og strandferðaskip eru föst í ís. Og þótt það standi kannski ekki í neinu sambandi við verkföllin þá herjar um þessar mundir einhver plága á elgdýrin svo aö þau hrynja niður eins og flugur sem þykir tákn- rænt fyrir að óhamingju Svíþjóðar verðialltaðvopni. Svíar hafa tekiö þessu öUu með töluverðu jafnaðargeði þótt þoUn- mæði þeirra sé farin aöminnka. Verkfallsdeilan mælist illa fyrir Opinberir starfsmenn undirrituöu launasamning við fjármálaráðu- neytið í fy rra en f jármálaráðherrann var á meðan staddur í orlofi í ÁstraUu og sagði þann samning gerðan að sér forspuröum. Þegar hann kom heim og frétti af máUnu kaUaöi hann báða aöila „bjána” og boðaði að samkomulagið mundi raska verðbólguáætlunum hans og því mundi hann ekki greiða um- samdar launahækkanir. Launþega- samtök boðuðu því til þessa verkfaUs í mótmælaskyni. VerkfalUð mæUst annars fremur iUa fyrir meðal almennings í Svíþjóð og njóta opinberir starfsmenn ekki mikiUar samúðar. Þeir hafa ekki fengið önnur launþegasamtök til Uðs við sig og er búist við að þeir neyðist tU að snúa aftur tU starfa. Þeir hafa séð sitt óvænna og veitt æði margar undanþágur frá verkfaUinu. A meðan hefur samt hlotist af máUnu æði mikiU pólitískur skaði. Kannanir benda til falls Palme Þetta verkfall, ásamt deUum um leyniáætlanir SviarUcis um kjarn- orkuvopn frá því fyrir fimmtán ár- um, hefur orðið tU þess að draga úr fylgi ríkisstjórnar Olofs PaUne for- sætisráðherra og sósíaldemókrata. Nýlegar skoðanakannanir þykja benda tU þess að stjórnin gæti faUið í kosningunum sem væntanlega verða um miðjan september. Hugsanlega kæmi í staðinn samsteypustjórn borgaralegu flokkanna, Miðflokksins og Frjálslynda flokksins með Moder- ataflokkinn í broddi fylkingar. Moderatar eru hægrimenn þrátt fyrir nafnið og stefnu þeirra hefur vaxiö fylgi meðal kjósenda. Þeir fara ekki dult með aðdáun sína á thatcherismanum, stefnu sem kennd er við Margaret Thatcher, leiðtoga breska Ihaldsflokksins. Þeir vUja lækkun skatta, niöurskurð á útgjöld- umtUfélagsmála.hækkun framlaga til vamarmála og minnkun kerfis- bákns þess opinbera. Frjálshyggjan gengur í augu unga fólksins Nær helmingur yngstu kjósenda Svía fylgir moderötunum. Hinir ungu íhaldsmenn eru klipptir og klæddir samkvæmt hefðbundinni tísku en slá taktinn í diskóhljóðfaUi meö baráttusöng sinum „Move over to the right”. Þeirra fylgi er um aUt land og þeir sækja fast á atkvæðamið ungs fóUts sem er nýútskrifaö úr skólum og komið út á vinnu- markaðinn. Slagorð þeirra „veit oss frjálsari Svíþjóð” fær æ meiri hljóm- grunn. „Ríkið hefur of lengi sagt okkur fyrir verkum,” segir Maria Stock- haus, einn starfandi félaga úr flokki moderata. „RQtið ákveður kjör okk- ar, segir okkur hvernig viö skulum Ufa lífi okkar, tekur laun okkar aftur í sköttum og hefur okkur öU í taum- haldi. — En við vUjum lifa eins og okkur sjálfum sýnist, ráðstafa tekj- um okkár eins og okkur sjálfum sýn- ist. Við viljum fá persónufrelsi okkar og einkalíf aftur.” Kynntu sér breskar aðferðir Nokkrir þingmanna Moderata- flokksins voru ekki alls fyrir löngu í Bretlandi þar sem þeir kynntu sér sparnaðarráðstafanir Uialdsstjórn- arinnar og niðurskurð rUtisútgjalda. Einkanlega voru þeir uppnumdir af aðgerðum Thatcherstjórnarinnar tU að koma ríkisfyrirtækjum aftur í einkarekstur. Leiðtogi Moderataflokksins, Ulf Adelsohn, hefur verið skeleggur tals- maður stjórnarandstöðunnar og hvergi gefið stjórn Palmes grið þeg- ar hún hefur legið við höggi. Annars komst hann sjálfur í heimsfréttimar á öðrum vettvangi fyrir skemmstu þegar blaöaljósmyndari náði af hon- um mynd þar sem hann dansaði í strápilsi á kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro. Vilja lækka skatta Adelsohn og moderatarnir heita því að lækka tekjuskatt úr 80% niður í 40% komist þeir í stjóm. Þeir ætla að lækka sjúkradagpeninga úr 90% niður í 60%, hækka sjúkravitjunar- gjald lækna úr 200 krónum i 250 krónur, lækka atvinnuleysisstyrki og koma hluta símaþjónustunnar og raforkuiðnaöarins í einkarekstur. Grípa tíl kvikmynda- áróðurs Jafnaðarmennimir hafa brugðist við atlögum stjórnarandstöðunnar af meiri hörku en áður eru dæmi um úr sænskum stjórnmálum. Um þessar mundir er sýnd í öllum kvikmynda- húsum kvikmynd sem kostaði 1.250.000 krónur að gera en í henni er úthellt svíðandi háði yfir stefnu moderatanna. Myndin á að sýna lík- legustu afleiðingar þess ef hróflað verður við velferöarkerfinu: Bam, sem ekki hefur efni á aö borga skóla- nesti sitt, sætir barsmið og verður að svelta. Móður sem ekki getur greitt fyrir læknisþjónustuna og verður frá að snúa með son sinn veinandi af höf- uðkvölum. Eldra fólki er smalað eins og búpeningi inn í skítugar og van- hirtar stofnanir. Verksmiðjur spú- andi eitri eftirlitslaust og for- stjórarnir einir með gasgrímur á meðan verkafólkið andar ofan í sig eiturgufunum. — Áróður þessi er æði hrár og þykir moderötum sem sósía- listar slái þar fyrir neöan belti en gera sér vonir um aö þeir hitti þar sjálfa sig fyrir aftur ef kjósendum þyki áróðurinn of yfirgengilegur. Dvínandi persónufylgi Olof Palme Persónufylgi Olof Palme þykir aldrei fyrr hafa veriö í jafnmikilli lægð á fimmtán ára ferli hans sem leiðtogi jafnaöarmanna. Það hefur mikiö vatn mnnið til sjávar síðan á hann var litið sem undrabamið í stjómmálum á Norðurlöndunum. Hann er nú kominn fast að sextugu. Ýmsum þykir sem hann hafi misst sín fyrri tök á hlutunum, að hann sé of einráður, skorti umburðarlyndi og hafi beitt klókindum um of svo að það hitti hann sjálfan fyrir. Hægri stjórn raunverulegur valkostur Áf Ulf Adelsohn hafa menn minni reynslu í þjóðarforystu, en síðast þegar borgaralegu flokkarnir kom- ust til valda, sem var 1976, þóttu þeir klúðra stjóm sinni. Þá fór miðflokk- urinn með forystu en nú er ljóst að moderatamir mundu verða forystu- aflið í slikri hægri samsteypustjóm sem gæti haft meirihluta yfir jafnaðarmenn og kommúnista samanlagða. A því hamra moderatarnir og kalla septemberkosningamar fram- undan tækifæri til breytinga, þar sem moderatar og borgaralegu flokkarnir séu raunverulegur val- kostur til umbóta. Verkfallið spillir síður en svo fýrir kosningahorfum hægri flokkanna sem boða aö þeir muni gera róttækar breytingar á sænsku þjóðlífi svo að Svíþjóð verði aldrei söm aftur. Niðurstöður skoðana- kannana í aprílmánuði Þannig hefflu Sviar kosið, ef til atkvæða hefði verið gengið I apríl- mánuði, þegar þessi könnun var gerð: Almennt fylgi Kjósendur 18-21 ðrs Sósíaldemókratar 42,2% 35,8% Moderatar 29,6% 43,3% Miðflokkur 14,0% 11,9% Frjálslyndir 5,7% 3,0% Kommúnistar 5,5% 1,5% Græningjar 2,8% 1,5%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.