Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 16
16 DV. MANUDAGUR 20. MAI1985. Spurningin Hver er uppáhaldsávöxtur- inn þinn? Herdis J6nsd6ttir, hjúkrunarfræðing- ur og húsmöðlr: Mér hafa alltaf þótt eplin best. Stefán Rögnvaldsson verkstjóri: Eg segi appelsínur. Eg borða lítið af á vöxtum en aðallega appelsínur. Valdimar Helgason kennari: Epli. Eg borða yfirleitt eitt epli ó dag og lika eplakökur. Sigurður Vlggósson jórnsmiður: Perur. Eg borða mikið af perum ef ekki er búið að boröa þær frá mér. Krakkamir eru vitlausir í þetta. Kolbrún Sigurðardóttir, vlnnur í Hag- kaupl: Kiwi. Hann er brúnn og loöinn ogmjöggóður. Pétur Helgi Frfðrfksson smiður: Ban- anar eru í uppáhaldi hjó mér. Ég borða svona einn banana á ári. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Olæti við Grettisgötu Slgurlaug Vllhjálmsdóttir og Guðrún Björgvinsdóttir höfðu samband: „Við búum við Grettisgötuna og hingað flutti inn fólk í október sl. Síð- an hefur ekki verið líft hér í húsinu fyrir hávaöa og látum jafnt um helg- ar sem í miðri viku. Aðfaranótt mánudagsins kölluðum við á lögregl- una enn einu sinni en þá stóð partiiö til klukkan hálfátta um morguninn. Það bætir ekki úr skák að þrátt fyrir að lögreglan hafi komið hér margoft og tekið skýrslur þá finnst hvorki tangur né tetur af þeim niðri á stöð. Við viljum að sjálfsögðu hafa eitthvað í höndunum ef þetta heldur svona áfram og við förum með málið í lögfræðing. DV hafði samband við Guðmund Hermannsson yfirlögregluþjón og sagði hann að það eina sem lögregl- an gæti gert í svona málum væri að votta um hávaöann með skýrslutöku. Heimilisvanda gætu þeir ekki leyst. „Við erum með nokkrar skýrslur vegna kvartana íbúanna við Grettis- götu. Skýrslurnar eru hins vegar ekki eins margar og íbúarnir þar halda fram og fjarskipti lögreglunn- ar staðfesta það,” sagði Guðmundur. Lána- málin „Gramir” höfðu samband: Maður getur farið í vont skap við að lesa greinar eins og þessa sem f jaliaði um lánamál Jónu Sigurðardóttur í DV fyrir skömmu. Steingrímur Her- mannsson er sagður hafa tekið til at- hugunar lánabeiðni hennar hjá Hús- næöisstofnun eftir að Jóna talaði við hann á beinni línu DV. Svona fólk segir að „kerfið” sé að setja sig á hausinn. Þó svo að þaö sé langt í að „kerfið” sé eitthvað til að hrópa húrra fyrir þá er manni spum hvort þetta fólk geti ekki kennt sjálfu sér svolítið mikið um hvernig komið er fyrir því. Fjöldi gesta á vínveit- inga- húsum Borgari skrifar: Starfsfólk Isbjarnarins fór sér til skemmtunar í Broadway sl. laugar- dagskvöld, sem ekki er í frásögur fær- andi. Snæddi þar kvöldverð, fylgdist með skemmtiatriðum og dansaði eins og gengur. Var allt gott um það að segja en hins vegar blöskraði mér og vinnufélögum mínum sá ofboðslegi fjöldi fólks sem troðið var inn í húsið þegar leið á kvöldiö. Mér er spum: er ekkert eftirlit með því hversu mörgu fólki er hleypt inn eða hvað margt fólk má vera á sUkum skemmtistað? Mér þætti vænt um ef blaðið.vildt'fá svör.við þessum spurningum .mínum í hjá lögreglu, öpinbgru eftirliti eðá við- komanöiýfitv^láum.j | í f 1 * * f ? -Í • '» 1 \ i I \ I f ( ? í 5 i . sj « f i •; < * | r ? 4 I 5 '5 1 * Samkvæmt þeim upþlýsingum sem • fengust á' skrifstofu lögreglustjóra þá * era tveir lögreglumenn alltaf á neyðar- vakt i Broadway á föstudags- og laug- ardagskvöldum og hafa eftirlit með því aö ekki séu fleiri í húsinu i einu en þrettán hundraö manns. Tveir fbúar við Grettisgötu eru óhressir með skemmtanafíkn nógranna sinna. Magnús segir aðþað só þröngt í vólumFlugleiða. Magnús Skúlason hringdl: Ég var að koma úr flugvél og mér finnst reginhneyksli hvemig Flug- leiðir troða sætum í vélar sínar. Það er svo þröngt að venjulegt fólk kemst ekki fyrir. Eg hef flogið erlendis með vélum af sömu gerð og það kom mér á óvart að þetta geta verið þægilegir farkostir. Mér finnst ekki hægt að bjóöa þjóðinni upp á þetta. FlUgleiðir sitja einar aö fjölmörgum leiðum og fyrirtækinu ber að þjóna farþegun- um eins og fólki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.