Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Síða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 20. MAl 1985. Grunnskóli Eskifjarðar Tvær kennarastöður eru lausar við skólann. Um er að' ræða kennslu í tungumálum, íslensku og líffræði í eldri deildum, auk almennrar kennslu. Kennt er í nýju skólahús- næði, gpð vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar hjá for- manni skólanefndar, sími 97-6299, og skólastjóra, sími 97-6472 og heimasími 97-6182. Skólanefnd. BLINDRAFÉLAGIÐ Dregið var í happdrætti Blindrafélagsins 7. maí. Vinnings- númer eru: 1.13818 2.17199 3.39938 Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlfð17. LAN DSVIRKJUN Hrauneyjafoss — Útboö Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í stækkun starfsmanna- húss við Hrauneyjafossvirkjun í samræmi við útboðsgögn 1401. Verkið felur í sér gröft, fyllingu, uppsteypu og fullnaðar- frágang utanhúss og innan. Helstu magntölur eru áætlaðar: Gröftur Steypa Mót Bendistál 700 m3 270 m3 1250 m2 780 kg Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með fimmtudeg- inum 23. maí 1985 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000,-. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 14.00 föstudaginn 7. júní 1985, en sama dag kl. 14.00 verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 17. maí 1985, Landsvirkjun Húsnæðismálaslofnun rikisins uuúmcúí 77 Útboó Stjórnir verkamannabústaða á eftirtöldum stöðum óska eftir tilboðum í byggingu íbúðarhúsa. íbúðunum skal skila fullfrágengnum samkvæmt nánari dagsetningu i út- boðsgögnum. Afhending útboðsgagna er á viðkomandi bæjarstjórnar- skrifstofum og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins gegnkr. 10.000,-skilatryggingum. Tilboðum skal skila á sömu staði, samkvæmt nánari dag- setningum, og verða opnuð að viðstöddum bjóðendum. Sauðárkrókur: 14 íbúðir í fjölbýlishúsi; húsið verður 445 m2 5500 m3. Afhending útboðsgagna er frá 21. maí til 7. júní nk. Opnun tilboða: 11. júní nk. kl. 11.00. Siglufjörður: 2 íbúðir í einbýlishúsum; hvort hús verður 63 m2 330 m3. Afhending útboðsgagna er frá 21. maí til 7. júní nk. Opnun tilboða: 11. júní nk. kl. 13.30. F.h. Stjórna verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Tvífrysting: Borgar sig ef vel er að henni staðið — segir Hjalti Einarsson hjá SH og spáir þvíað tvifryst verði í einhverjum mæli þegar í haust „Akureyin er aðeins með prufur fyrir okkur, þetta er lítið magn, gert í tilraunaskyni, ég held samt að tví- frysting eigi eftir aö verða stunduð í einhverjum mæli, en það þarf aö standa vel að henni.” Þetta sagði Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöövar hraðfrystihúsanna, um tilraunir frystitogarans Akureyjar frá Akur- eyri á tvífrystingu. „Það er ljóst að tvífrysting er kostnaðarsöm, það er mikil orka notuð viö slíka vinnslu, en ef vel er að þessu staðið, tel ég að tvífrysting borgi sig f járhagslega. ’ ’ Hjatti sagði ennfremur að tvífryst- ing væri ný af nálinni, til dæmis hefði komiö út skýrsla í kringum 1967 þar sem fjallað var um tvífrystingu. Til að útskýra hinn feikilega orku- kostnaö við tvífrystingu, þá er fisk- urinn fyrst frystur um borð í togur- unum, síðan er hann þíddur í landi, unninn, og aftur frystur. „Það fer jafnmikil orka í að þíða fiskinn eins og að frysta hann,” sagði Hjalti. Frystitogararnir íslensku full- vinna aflann nú um borð og selja beint á erlendu markaðina. „Ég held að svona verði þetta aö mestu áfram hjá togurunum, tvífrystingin verði því aukaverkefni. ” Hjatti sagöi að lokum að ekki yrði farið hratt í það að tvífrysta. „Eg á samt von á aö tvífryst verði í ein- hverjummæli seinna á þessu ári.” -JGH CELAND TÆ EXOTC NORTH Eskf irðingar fá mjólkurhristing Frá Regínu, Eskiflrði: Guðmundur Auðbjömsson, málara- meistari Eskifirði, tók við rekstri Shellskálans að Strandgötu 13, Eski- firði 1. október 1984 sl. Starfsemin hef- ur gengið ljómandi vel, enda frábærir starfskraftar sem eru á vöktum frá átta til tólf á kvöldin. Þar sem fólk kann til starfa við þjónustufyrirtæki ganga þau alltaf vel og gefa góðan arð. Hér á Eskifirði hefur það ekki þekkst fyrr að um leið og bíll kemur að bensín- tönkunum er kominn maður til að setja bensínábílinn. Eskfirðingar hafa van- ist því að starfsfólk á viðkomandi bens- ínstöðvum, en þær eru þrjár hér á Eskifirði, sé inni aö selja sælgæti eða lesa blööin með hangandi hendi. Segir starfsfólkið ferðamönnum að þeir verði bara að afgreiöa sig sjálfir ann- ars fái þeir ekki bensín. I áðurgreind- um Shellskála er alveg frábær þjón- usta og þjónustufólkiö kann alla mannasiði. Fjórir vinna í skálanum: hjónin Amar Valdimarsson og Helga Hauksdóttir og feðgarnir Auðbjörn Guðmundsson og framkvæmdastjór- inn G. Auðbjörnsson. Þama er gott þvottaplan og söluskáli og allt bensín afgreitt af tölvudælum. Eskfiröingar eru mjög ánægðir með hina frábæru þjónustu sem þeir hafa ekki fyrr kynnst nema þegar þeir eru á ferð um Suðurlandiö. Þama er selt mikið af nýjum drykkjum, svo sem mjólkur- hristingur, sem fólk hérna hefur ekki kynnstfyrr. Shellskálinn á Eskifirði veitir góða þjónustu. DV-mynd Emil. 24 f engu fimmtíu þúsund Tuttugu og fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutun úr Rithöfundasjóöi Is- lands. Hver um sig fékk 50 þúsund krónur. Þeir hamingjusömu eru: Álfrún Gunnlaugsdóttir, Andrés Kristjáns- son, Arni Bergmann, Ami Ibsen, Björn Bjarman, Bjöm Th. Björnsson, Elías Mar, Erlendur Jónsson, Gréta Sigfús- dóttir, Guömundur Ingi Kristjánsson, Guðmundur Steinsson, Guðrún Helga- dóttir, Gunnar Dal, Gunnar Harðar- son, Gyrðir Elíasson, Hallberg Hall- mundsson, Isak Harðarson, Jón Dan, Jónas E. Svafár, Magnea frá Kleifum, Olga Guðrún Arnadóttir, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Róbertsson, Sveinn Einarsson. Verkið vann stjóm sjóðsins, skipuð Arna Gunnarssyni, Asu Sólveigu og Birgi Sigurðssyni. HERB max scmm Hin nýja íslandsbók, sem lceland Review hefur gefifl út er mefl Ijós- myndum eftir svissnoska Ijósmynd- arann Max Schmid. Ný íslandsbók lceland Review Iceland Review hefur gefiö út bók með ljósmyndum frá Islandi eftir svissneska ljósmyndarann Max Schmid. Bókin er gefin út á tveimur tungumálum. A ensku heitir hún Ice- land — The Exotic North én á þýsku — Island — Exotik des Nordens. I bókinni, sem er 96 bls. að stærð, eru nær 100 ljósmyndir í litum, sem Max Schmid hefur tekiö á ferðum sínum um landiö í meira en áratug, ásamt hug- leiðingum hans um íslenska náttúru eins og hún kemur ljósmyndara fyrir sjónir. Max Schmid hefur tekið ljósmyndir á Islandi síðan 1968 og hafa margar þeirra birst í Iceland Review, Atlant- ica og Storð. I fyrra gáfu Iceland Re- view og Bókaforlag Odds Björnssonar út bók meö ljósmyndum Max Schmid frá Akureyri. Lítur hann nú á Island sem sitt annað heimili. Max Schmid er í Islandsmyndum sínum ekki að skrásetja landslag, heid- ur miklu frekar að uppgötva listrænan áhrifamátt þess og festa á filmu. I ljós- myndum hans erum við i heimi hreinna forma og samræmdra lita, engu síður en í skauti náttúrunnar. Iceland — The Exotic North og Is- land — Exotik des Nordens eru hann- aðar af Gísla B. Bjömssyni og Fann- eyju Valgarðsdóttur, setning var unnin á Auglýsingastofunni hf. og litgrein- ingar á Prentmyndastofunni. Bókin er prentuöíHollandi. Ferðaáætlun Ferðamiðstöðvarinnar Meö hverju árinu sem líður verða ferðamöguleikar fyrir Islendinga er- lendis fleiri og aðgengilegri. Ferða- miðstööin gaf nýlega út ferðabækling sinn og kennir þar margra grasa. Sem fyrr er Benidorm á Costa Blanca ströndinni á Spáni ofarlega á blaði sem vænlegur kostur fyrir alla fjölskyld- una. Þar gefst líka færi á að gera ýmis- legt auk þess að liggja í sólskininu; bömin hafa tækifæri til aö komast i vatnsrennibrautir, leiktækjasali, tí- volí, dýragarð og á burtreiðar en hinna eldri bíður f jörugt næturlíf, íþróttaiök- un og margvíslegar skoðunarferðir. Ferðamiöstöðin hefur líka upp á f jöl- margt annað að bjóða svo sem ferðir í sumarhús í Þýskalandi, flug og bíl í Evrópu, sólarstrandardvöl á frönsku Rívíerunni, grísku eyjunum, Itaiíu, Marokko, Israel eða Flórída í Banda- ríkjunum. Auk þess má nefna ævin- týraferð til Suður-Ameríku, ensku- námskeiö i Bretlandi, ferö með kanó niöur lengstu ár Danmerkur og margt fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.