Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 23
DV. MANUDAGUR 20. MAl 1985. 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Martröð nýliðanna - sjö mörk á Akranesi — íslandsmeistarar ÍA tóku Víði í kennslustund og sigruðu, 7:0. Skagamenn hefðu getað skorað mun fleiri mörk Frá Sigþóri Elríkssyni, fréttamanni DV ó Akranesi: tslandsmeistarar Akraness tóku ný- liðana, Viði frá Garði, i algera kennslu- stund á Skaganum þegar liöin léku i 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á föstudagskvöld. Þrátt fyrir að langt sé liðið frá áramótum voru Skagamenn með mikla flugeldasýningu og sigruðu með sjö mörkum gegn engu. Yfirburð- ir Skagamanna voru miklir og ef smá- heppni hefði verið með meisturunum hefði tveggja stafa taia litið dagsins ljós. Þrátt fyrir yfirburði Skagamanna skoruðu þeir ekki mark fyrr en á 28. mínútu leiksins. Arni Sveinsson skor- aði markið með föstu skoti frá víta- teigshorni. Fjórum mínútum síðar gaf Karl Þórðarson þvert fyrir mark Víðis og Sveinbjörn Hákonarson átti ekki í neinum vandræðum með að renna knettinum í netið, 2—0. Þriöja markið var skorað þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Sveinbjörn var aftur á ferðinni eftir fyrirgjöf Arna Sveinsson- ar. Staðan 3—0 í leikhléi. Víðismenn héldu aðeins í við and- stæöinga sína fyrstu mínútur síðari hálfleiks en síðan kom skriðan. Skaga- menn skoruöu f jögur mörk á aðeins sjö mínútum. Fallegasta mark leiksins var númer f jögur hjá Islandsmeisturunum. Horn- spyrna Arna Sveinssonar rataði beint á koll Sigurðar Lárussonar og þrumu- skalli hans hafnaði í netinu. Minútu síðar, á 70. mínútu, vippaði Július Ing- ólfsson knettinum yfir Gísla í Víðis- markinu eftir fyrirgjöf frá Olafi Þórð- arsyni. A 73. minútu kom sjötta mark- ið. Karl Þórðarson lék þá á þrjá varn- armenn Víðis og gaf fyrir á Hörð Jó- hannesson sem átti ekki í neinum vandræðum með að skora frá mark- teig. Og þremur mínútum síðar kom síðasta mark leiksins. Guöjón Þórðar- son gaf þá fyrir á Hörð sem skoraði án mikillar fyrirhafnar af markteig. Stað- an7—0. Þeir Sveinbjörn Hákonarson, Arni Sveinsson og Olafur Þórðarson voru bestir hjá Akranesi en Vilberg einna skástur hjá slöku VikingsIiðL Leikinn dæmdi Kjartan Olafsson og var góður. Ahorfendur 1.060. Liöin voru þannig skipuð: Akranes: Birkir Kristinsson, Guðjón Þorsteinsson, Heimir Guðmundsson, Sigurður Lárusson, Jón Askelsson, Karl Þórðarson, Sveinbjörn Hákonar- son, Júlíus Pétur Ingólfsson, Hörður Jóhannesson, Arni Sveinsson, Oiafur Þórðarson. Víöir: Gísli Heiðarsson, Helgi Sigur- björnsson, Rúnar Georgsson, Einar Asbjörn Olafsson, Olafur Róbertsson, Sigurður Magnússon, Guðjón Guð- mundsson, Vilberg Þorvaldsson, Sæv- ar Júliusson, Grétar Einarsson og Gísli Eyjólfsson. Maður leiksins: Sveinbjörn Hákon- arson, IA. -SK. • Frakklandsmeistarar Bordeaux 1984 og 1985. Fremsta röð frá vinstri. Hanini, Lippini, Lacombe, Giresse, fyrir- liði, Muller, Martinez og Audrain. önnur röð. Michelena, þjálfari, Delachet, Tigana, Bourdoncle, Girard, Mémér- ing, Zenier, Ruffier og Jacquet, þjáifari. Efsta röð. Rohr, Thouvenel, Specht, Trésor, Battiston, Domenech og Tuss- eau. A myndina vantar Portúgalann Chalana en hann lék fáa leiki á leiktimabilinu vegna meiðsla. Nice aftur í fyrstu deild í Frakklandi — Bordeaux hefur hug á breskum miðherja í stað Dieter Miiller Frá Arna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi. Nice, sem Albert Guðmundsson gerði garðinn frægan hjá hér á árum áður og varð bæði franskur meistari og bikarmeistari með, liefur unnið sér sæti í 1. deildinni frönsku á ný. Sigraði uýlega í 2. deild. St. Etienne varð í öðru sæti í sínum rlðll og þarf að leika um sæti í 1. deild. Liðið er nú að fá snjallan leikmann, Tony Kurbos, sem skoraði þrjú mörk fyrir Metz í Evrópuleiknum við Barcelona á Spáni þegar franska liöið sló Barcclona út. Frönsku meistararnir, Bordeaux, eru nú að leita að nýjum leikmanni í stað Þjóðverjans Dieter Miiller sem vill hætta hjá félaginu. Aldurinn farinn að segja til sín. Bordeaux hefur mest- an áhuga á breskum miðherja og er aö þreifa fyrir sér með Gary Lineker, Leicester, Garth Crooks, Tottenham, og Mark McGhee hjá Hamborg. Einnig er annar leikmaður Hamborgar undir smásjá Frakkanna, — Wiittke. Þá hef- ur Bordeaux einnig fylgst náið með Da Silva, landsliðsmanni í Uruguay, sem leikur heima fyrir. Það voru mikil vonbrigði fyrir Paris Saint Germain að fá ekki franska landsliðsmanninn Bossis frá Nantes til sín. Hann valdi Racing Paris frekar en að fara til þessa ríkasta félags Frakk- lands. Paris SG hefur hins vegar feng- ið tvo franka landsliðsmenn, mark- vörðinn Bats frá Auxerre og Biard frá Nantes. Fyrrum landshðsþjálfari Frakklands, Michel Hidalgo, sem hef-' ur tekið við stjórninni hjá Paris SG hef- ur hug á að gjörbreyta liði félagsins. Auk þeirra tveggja, sem hann hefur fengið, er hann að reyna að fá þrjá aðra fræga kappa, Le Roux frá mónakó, Poullain frá Nantes og Lowitz frá Metz. hsím. Valdi Leeds f rekar en WBA Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. Leeds Utd. keypti nýlega Ian Snodin, frá Doncaster Rovers í 3. deild, fyrir 200 þúsund sterlingspund. Það kom talsvert á óvart að Snodin valdi Leeds því Johnny Giles, stjóri WBA og fyrr- um leikmaður Leeds, reyndi mjög að fá hann til sín. Billy Bremner, fyrrum fyrirliði Leeds, er stjóri Doncaster og hefur eflaust haft áhrif á ákvörðun leikmannsins auk þess sem Doncaster er skammt frá Leeds í Yorkshire. Hins vegar er hinn snjalli skoski landsliðsmaður hér áður fyrr, Frank Gray, á förum frá Leeds. Stjóri Leeds er enginn annar en bróðir hans, Eddie, og þeir náðu ekki samkomulagi um kaupgreiðslur Franks. Annar kunnur kappi er einnig að skipta um félag — David Moss og hefur fengið frjálsa sölu frá Luton Town þar sem hann hefur leikið við góðan orðstír mörg undanfarin ár. hsím. Gáfu bæði út plötur — og lag Everton var vinsælla Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. Úrslitaliðin í ensku bikarkeppninni, Everton og Man. Utd., gáfu bæði út hljómplötu fyrir úrslitaleikinn sem leikmenn Ilðanna sungu inn á. 'PIata Everton bar nafnið Here we go en plata Man. Utd. nefndist We all follow Man. Utd. Þær urðu strax mjög vinsæl- ar. A vinsældalistanum breska í síð- ustu viku var lag Everton í 32. sæti — lag Man. U td. í 35. sæ ti. hsim. LAUGAVEGI49 S,Ml 23876. ^ TILKYNNA Um helgina háðum við heil- mikla orrustu við pappakassa og innréttingar: fluttum heila búð og allt tilheyrandi á 2 dögum. Nánar tiltekið þá fluttum við Spörtu úr Ingólfsstræti 8 og sameinuðum hana Spörtu á Laugavegi 49. Þannig er nú öll okkar starfsemi á einum stað, Laugavegi 49. Við viljum þakka fjölmörgum, vonandi ánægðum viðskiptavinum, sem hafa, í gegnum tíðina, lagt leið sína til okkar í Ingólfsstræti 8 og bjóðum ykkur öll velkomin i Spörtu, Laugavegi 49, og vonumst til þess að sjá ykkur sem oftast í framtíð- inni. Þjónustan verður áfram sem hingað til ekkert vandamál. Vöru- valið verður áfram jafngott og enn betra og meira á næstunni. Við bjóðum öll vinsælustu vörumerkin á markaðnum: Adidas, Don Cano, Henson, Hummel, H20, Krazle, Patrick, Select, Speedo, Tigero.fl. Sömu símanúmerin, 12024 og 23610 og sama búðin, nú á einum stað. Ævinlega innilega velkomin. VASA EUROCARD Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIH Laugavegur 49, simi 23610. 12024 OPIÐ LAUGARDAGA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.