Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Qupperneq 26
* 26 DV. MANUDAGUR 20. MAI1985. íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Enn möguleiki Coventry að halda sæti í 1. deild Celtic bikar- meistari Celtic varö skoskur bikarmeist- ari í 27. sinn á iaugardag þegar liö- iö sigraði Dundee Utd. 2—1, í úr- slitaleiknum á Hampden Park í Glasgow. 100. úrslitaleikurinn í skosku bikarkeppninni og áhorf- endurvoru 60.346. Lengi vel stefndi i sigur Dundee- Uðsins. Stuart Beedie skoraöi á 54. min. en þaö snerist heldur betur á síðustu 13. mínútunum. Þá skoraði Celtic tvívegis. Davie Provan jafn- aöi á 77. mín. og Frank McGarvey skoraði sigurmarkið á 84. mín. Leikurinn var lengi vel heldur slak- ur og það var ekki fyrr en eftir fyrsta markið að talsvert lif færðist í hann. hsím. Gott hlaup Erlings Grlingur Jóhannsson, Kópavogi, landsliðsmaöur i spretthlaupum, hljóp síöastliöinn þriðjudag 800 m á 1:54,1 min. i Osló. Erlingur bætti Kópavogsmet Þórðar Guðmunds- sonar 1:57,8 mín. frá 1968. 1 fyrra setti hann Kópavogsmet i 100 m 11,0 sek., og 400 m, 49,09 sek. Er- lingur er kominn i hóp 25 bestu 800 m hlaupara landsins frá upphafi. Um páskana æfði hann með íþróttafélaginu Tjavle i Osló í Portúgal. Hann keppir væntanlega í sumar á norska meistaramótinu. j — sigraði Stoke á föstudagskvöld og þarf að sigra í tveimur síðustu leikjum sínum. Liverpool stef nir á annað sætið Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi: Coventry heldur enn i vonina að halda sér i 1. deild í ensku knattspyrn- unni eftir 0—1 sigur i Stoke á föstu- dagskvöld en til þess þarf liðið að sigra í báðum leikjunum sem það á eftir — gegn Everton og Luton í Coventry. Ekkert nema sigrar i þessum leikjum bjargar Coventry. Liðið er fimm stig- um á eftir Norwich sem hefur lokið leikjum sínum. Það er Stuart Pearce sem skoraði mark Coventry í Stoke úr vítaspyrnu á 65. min. Eftir leikinn var írska landsliðsmanninum Sammy Mc- Ilroy gefin frjáls sala frá Stoke. Man. City hefur þegar sett sig i samband við hann en Mcllroy býr enn við Manchest- er þar sem hann lék um langt árabil með Man.Utd. — Mcllroy var af að- dáendum Stoke kjörinn besti leikmað- ur liðsins á þessu leiktímabili. Liöið hlaut aðeins 17 stlg sem er minnsti stigafjöldi sem lið hefur fengið í 1. deild. West Ham bjargaði sér frá fallinu á föstudag með sigri í Ipswich. Tony Cottee skoraöi eina mark leiksins. Úr- slit á föstudagskvöld urðu þessi. l.deild Ipswich-WestHam 0—1 Liverpool-Watford 4—3 Stoke-Coventry 0—1 Tottenham—Nottm.For 1—0 3. deild Gillingham—Wigan Swansea-Bristol City 4. deild Aldershot-Rochdale 5-1 0-0 5-0 Swansea hélt sæti sínu í 3. deild með stiginu gegn Bristol City. Burnley féll. John Bond var rekinn frá Burnley í vetur og tók þá við stjórninni hjá Swan- sea í nær vonlausri stöðu. Sjömörká Anfield Aðalleikurinn á föstudagskvöld var í Liverpool. Watford skoraði tvö fyrstu mörkin, sjálfsmark Beglin og síðan Colin West. Þá fóru Liverpool-vélin í gang á Anfield. Liðiö skoraði næstu m Sammy McDroy — til Man. City? fjögur mörk. Rush og Dalghlish jöfn- uðu í 2—2, á 59. mín. náði Rush svo for- ustu fyrir Liverpool. John Wark skor- aöi f jórða mark liðsins úr vítaspyrnu. John Bames þriðja mark Watford. Mark Falco skoraði eina markið í leik Tottenham og Forest og við sigur- inn komst Tottenham upp fyrir Man. Utd. hefur 78 stig en United 77 stig. Liverpool getur enn hæglega náð öðru sætinu. Hefur 73 stig. hsím. Tveggja stiga forskot Bayem 3 leikir eftir Það leit ekki vel út hjá Bayern Mun- chen í leik liðsins gegn Bayer Lever- mikil spenna á toppi Bundesligunnar í vestur-þýsku knattspymunni. Lárus Guðmundsson skoraði fyrir Uerdingen i Stærðir: 27 — 38. Litir: blár rauður. Verð kr. 990,- Rio. leðurskór. Stærðir: 31 —43. || Litir: hvitur/blár. Verð kr. 890-990,- ® ASTUflD ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40 æ-? Austurver kusen í vesturþýsku Bundesligunnl í knattspyrnu á laugardag. Norbert Nachtweih mlsnotaði vítaspyrnu á 26. mínútu og tólf minútum síðar skoraði Bayer Leverkusen. Norbert Eder jafn- aði fyrir Bayern og Holger Willmer skoraði síðan sigurmarkið. Bayem hefur því tveggja stiga forystu í deild- inni á næsta lið, Werder Bremen. Aðalkeppinautar Bayern Munchen, Werder Bremen, léku á föstudags- kvöld og tóku þá Kaiserslautern í kennslustund, sigraði 6—1, og eru að- eins tveimur stigum frá efsta sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir. FC Köln er í þriöja sæti með 39 stig en úrslit í öðrum leikjum um helgina urðu þessi: Mannheim — Hamburger Dortmund — Frankfurt Bielefeld — Braunsweig Bayer Uerdingen — Karlsruhe Stuttgart — Mönchengladbach Köln — Bochum Diisseldorf — Schalke 3-1 2-1 3-2 3-0 2-3 2-1 1-2 A þessum úrslitum má sjá að frammistaða Islendingaliðanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. Aðeins Lárus Guðmundsson og félagar hans hjá Bayer Uerdingen unnu sigur. Lár- us Guðmundsson lék allan leikinn og skoraöi fyrsta markið fyrir Uerdingen. Staöan í deildinni er þannig eftir leiki helgarinnar: Bayern Munchen WerderBremen Cologne Borussia Mönchengladbach BayerUerdingen Hamburg Waldhof Mannheim Schalke Bochum Stuttgart Bayer Leverkusen Eintracht Frankfurt Borussia Dortmund Kaiserslautern Fortuna Dusseldorf Arminia Bielefeld Karlsruhe Eintracht Braunsweig 31 18 8 5 31 16 10 5 31 18 3 10 31 14 8 31 14 8 31 13 9 9 31 12 11 8 31 12 7 12 30 10 10 10 31 13 4 14 31 8 12 11 31 9 10 12 31 12 4 15 30 8 11 11 31 8 9 14 31 6 13 12 31 4 11 16 31 8 2 21 71 38 44 83 48 42 62 52 39 I 70 48 36 l 55 43 36 55 46 35 44 45 35 59 58 31 47 46 30 73 55 30 45 45 28 57 63 28 47 59 28 39 54 27 49 63 25 41 58 25 42 80 19 37 75 18 -SK. Glæsimark Sævars tryggði Val sigur 1 skemmtilegum sóknarleik Vals og Þróttar í 1. deild á föstudagskvöld í Laugardalnum fór Valur með sanngjarnan sigur af hólmi, 2—1, eftir að Þróttur hafði lengi haft forustu í leiknum. Valsliðið var talsvert breytt frá 1. umferðinni, Hilmar Sighvatsson með á ný og heildarsvipur á leik liðsins var mun betri. Hins vegar gekk Vals- mönnum lengi vel illa að brjóta niður mjög öfluga vörn Þróttar. Það var talsvert um færi í leiknum en fyrstu tvö mörkin voru skoruð eftir mikil vamarmistök. A16. mín. skoraði Þróttur, þegar engin hætta virtist til staöar. Langspyrna fram völlinn. Guð- mundur Kjartansson virtist eiga auðvelt með að ná knettinum en missti hann klaufalega framhjá sér. Páll Olafsson fylgdi á eftir og skoraði örugglega h já Stefáni Arnarssyni. Þróttur varð fyrir því áfalli að missa tvo snjalla leikmenn út af vegna meiðsla, fyrst Pétur Arnþórsson og síðan Jóhann Hreiðarsson á 59. mín. Aðeins fjórum mínútum síðar fékk Þróttur á sig mark. Kristján Jónsson, sem hafði komið inn á sem varamaður, hitti knöttinn illa og hann barst inn í vítateiginn. Þar kom Guðmundur Þor- bjömsson á fullri ferð og skoraöi. Þróttur var þrisvar nærri því að ná forustu á ný á næstu mínútum. Páll tvívegis við að sleppa í gegn en bjargað frá honum í horn og Jóhannes Eðvaldsson átti skalla framhjá. Það var dýrt fyrir Þrótt því á 76. mín. skoraöi Sævar Jónsson sigurmark Vals — gull af marki — eftir hornspymu Hilmars. Þrumufleygur. Eftir markið opnaðist vörn Þróttar illa, þegar leik- menn liðsins reyndu að rétta sinn hlut. Valur Valsson og Hilmar fóm þá illa með opin færi við Valsmarkiö. 1 heild nokkuö skemmtilegur leikur. Guömundur Þorbjömsson, Hilmar, Guðni Bergsson og Magni Pétursson (sem bakvörður) góðir í liði Vals en hjá Þrótti vom vamarmennimir lengstum bestir. Arsæll Kristjánsson besti maður á vellinum, Jóhann góður meðan hann var inni á, og Búbbi þétti mjög vömina lengstum þó að hann léki sem framvöröur. Mikiö í honum ennþá. Páll alltaf hættulegur þó æflngin í knattspyrnunni sé ekki mikil. Liðin vom þannig skipuð. Valur. Stefán, Öm Guömundsson, Þorgrímur Þráinsson, Guðmundur Kjartansson, Sævar Jónsson, Magni, Guðni, Hilmar, Guðmundur Þor- björnsson, Valur og Ingvar Guömunds- son. Þróttur. Guðmundur Erlingsson, Nikulás Jónsson, Loftur Olafsson, Ar- sæll, Pétur (Amar Friöriksson 28. mín.) Jóhann (Kristján 59. mín.), Jóhannes, Páll, Daði Harðarson, Sverrir Pétursson og Birgir Sigurðsson. Dómari BaldurScheving. Maður leiksins. Ársæll Kristjáns- son, Þrótti. -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.