Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 40
40 DV. MANUDAGUR 20. MAl 1985. Valgerður Hinrlksdóttir frá Eskifirði lést 8. maí sL Hún fæddist á Eskifirði þann 18. febrúar árið 1901. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Arnadóttir og Hinrik Hallgrímsson. Valgerður giftist Brynjólfi Þórðarsyni, en hann lést árið 1964. Þeim varð ekki bama auðið. Utför Valgerðar var gerð frá Fossvogskirkju í morgun. Margrét Einarsdóttir lést 9. maí sl. Hún var fædd á Grænhóli, Alftanesi, 24. nóvember 1899. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson og Guðfinna Bjarnadóttir. Margrét var aldrei gift en eignaðist einn son. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Bergþór Vigfússon, fyrrum trésmíða- meistari, andaðist að Droplaugarstöð- um 17. maí. Guðmundur Albert Þórarinsson, Stangarholti 36, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. maíkl. 13.30. Guðmundur Magnússon, Dalbraut 23, verður jarðsunginn frá Laugarnes- kirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 13.30. Sesselja Guðrún Sveinsdóttir frá Pat- reksfirði, er lést á Hrafnistu 11. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 21. maí kl. 10.30. Arnþrúður Daníelsdóttir frá Hallgils- stöðum lést 11. maí. Otför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21.maí kl. 15. (Guðjónia) Þóra Kristinsdóttir, Boga- hlíð 7, andaöist í Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund aö morgni 16. maí. Þórður Magnússon, Sólvallagötu 53 lést á uppstigningardag, 16. maí. Jón Einarsson bóndi, Vestri- Garðsauka, lést fimmtudaginn 16. maí. Þuríður Arnadóttir frá Hurðarbaki andaðist í Ljósheimum Selfossi 15. maí si. Jóna Bjarney Jónsdóttir, ekkja Valdi- mars össurarsonar kennara, lést í Hafnarbúðum fimmtudaginn 9. maí 1985. Jarðarförin hefur farið fram. Margrét Gissurardóttir ljósmóðir and- aðist í Landspítalanum að morgni 17. maí. Viftureimar, piatínur, kveikju- hamar og þéttir, bremsuvökvi, varahjólbarði, tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpaö mörgum á neyðarstundum. «IX FERÐAR Um helgina Um helgina Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona: Verðum að standa vörð um menningu okkar Það er mest ágætt um útvarpiö að segja. Sérstaklega vil ég nefna morgun- og síðdegisútvarp á rás 1. Þú spyrð mig hvað ég gerði ef ég sæti í stól útvarpsstjóra. Eg byði út verk á vegum útvarps og sjónvarps, leikrit og þætti ýmiss konar. Við eigum mik- iö af hæfileikafólki, innan sem utan ríkisútvarpsins, sem full ástæða er til að nýta betur. Ég er viss um að með þess konar fyrirkomulagi feng- ist bæði meira og fjölbreyttara efni. Þó við viljum auðvitað ekki einangrast þá verðum viö aö standa vörö um menningu okkar svo að við getum áfram haft eitthvað að segja á þeim vettvangi. Við verðum líka að átta okkur á því sjálf hve við stönd- um höllum fæti, sérstaklega í seiiini tíð, þegar fjölþjóðamenning streym- ir yfir okkur úr öllum áttum. Þaö er auðvitaö auðveldara og ódýrara að kaupa tilbúnar kvikmyndir erlendis frá og halda úti heilli rás hjá ríkisút- varpinu sem spilar svo til eingöngu erlenda tónlist en við verðum að passa okkur á þessari sefjun. Hún gæti þýtt að viö týndum niður því semviðeigumsjálf. Flosi er týndur Fresskötturinn Flosi hvarf fimmtudags- kvöldið 16. maí frá heimiii sínu aðFreyjugötu 38. Hann er alsvartur og ólarlaus. Þeir sem eitthvað vita um ferðir Flosa hringi vinsamlegast í síma 12016. Minning Jónasar Jónssonar heiðruð Bæjarráð Húsavíkur og sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu komu saman til funda hinn 30. apríl sl. A fundum þess- um var samþykkt í tilefni aldarafmæl- is Jónasar Jónssonar frá Hriflu hinn 1. maí að heiðra minningu hans með því aö gefa annars vegar Héraðsbóka- safninu á Húsavík og hins vegar Lestrarfélaginu í Kinn í Ljósavatns- hreppi peningafjárhæðir til bóka- kaupa. Opnunartfmi sundstaða A fundi borgarráös 30. apríl voru samþykktar tillögur um breyttan opnunartima sundstaöa i Reykjavík. I sumar verða sundstaðimir opnir sem hér SUNDHÖLLIN. Mánudaga — föstudaga (virka daga) 7.00-20.30. Laugardaga 7.30—17.30. Sunnudaga 8.00—14.30. Sumartimi frá 1. júni—1. september. Morgunopnun tekur gildi 2. maí. SUNDLAUGARNAR ILAUGARDAL Mánudaga—föstudaga (virka daga) 7.00-20.30. Laugardaga 7.30-17.30. Sunnudaga 8.00-17.30. Sumartimi frá 2. mai —15. september. SUNDLAUG VESTURBÆJAR. Mánudaga—föstudaga (virkadaga) 7.00-20.30. Laugardaga 7.30-17.30. Sunnudaga SUNDLAUG FB IBREIÐHOLTI. Mánudaga—föstudaga 8.00-17.30. (virka daga) 7.20-20.30. Laugardaga 7.30-17.30. Sunnudaga 8.00-17.30. Sumartimi frá 2. maí—31. ágúst. Sérstök athygli er vakin á að opnað verður kl. 7.00 á morgnana í Sundhöllinni, Sundlaug vesturbsjar og i Sundlaugunum i Laugardal. Sundlaugamar í Laugardal, Sundlaug vestur- bæjar og Sundlaug FB i Breiðholti verða opnar til kl. 17.30 á laugardögum og sunnu- dögum. Sundhöllin verður opin til kl. 17.30 á laugardögum og kl. 14.30 á sunnudögum. Lokunartimi er miðaður við þegar sölu er hætt en þá hafa gestir 30 minútur áður en visaðeruppúrlaug. Opið hús hjá Samhjálp kvenna Samhjálp kvenna hefur „opið hús” mánudag- inn 20. maí kl. 20.30 í húsi Krabbameinsfélags- insviðSkógarhlíð. Gestur fundarlns er Ami Bjömsson, sér- fræðingur í lýtalsknlngum. Mun hann fjalla um brjóstaaðgerðir. Kaffiveitingar. Frá Rannsóknastofnun uppeldismála Þriðjudaginn 21. mai flytur Einar Guðmunds- son Úffræðingur erindi um HEILASTARF OG ,, Leiðinlegt, að ég skuli ekki vera vinkona nýja sölustjórans, þá hefði hann kannski hringt í mig... Maríanna Friðjónsdóttir, Alþýðuflokki: „Enga trú á að þetta séu raunverulegar tölur” „Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en fólk sé ánægt með stjórn sjálfstæðismanna í borgarmálum,” sagði Maríanna Friðjónsdóttir hjá Alþýðuflokknum í morgun, kannski Islendingar séu svona mikið fyrir einræðisstjóm?” „Auðvitað er alltaf leiðinlegt þegar flokkurinn dettur svona niður en samt hef ég nú enga trú á því að þetta séu raunverulegar tölur. Þið hafið kannski óvart hitt í sjálfstæðishverfið í borg- inni,” sagði Maríanna Friðjónsdóttir aðlokum. Ekki tókst að ná í borgarfulltrúa né varaborgarfulltrúa Alþýðuflokksins í morgun né heldur formann hans og varaformann. -hhei. Gjöf til augndeildar St. Jósef sspítala, Landakoti Oddfellow stúkan „Þórsteinn” nr. 5 átti 50 ára afmæli 14. febrúar 1985. Stúkubræður minntust afmælisins með rausnarlegri gjöf til augndeildarSt. Jósefsspítala, Landakoti. Gjöfin er skurötæki sem gerir kleift að framkvæma, meö aðstoð smásjár, aðgerð inni i auga, sem ekki var hægt áöur en þessi tæki komu til sögunnar. A þetta einkum við þegar blætt hefur í glervökva augans. Einnig til að skera á samvexti og strengi inni i auga, sem valda blindu ef ekki er að gert. Algeng- asta aðgerðin á augndeildinni er svonefnd drer aðgerð, en hún er fóigin í því að nema burt ógagnsæjan augastein. A slN ári voru gerðar 210 sh'kar aðgerðir á augndeild Landa- kotsspftala. Eru þessi tæki mikið notuð viö sllkar aðgerðir. St jórn spítalans þakkar veglega g jöf sem er stórt framlag til sjónvemdaimála í landinu. Myndin er tekin er Oddfellow bræðumir Gunnar Petersen, Ottar Oktosson, Grétar Hjartarson, Olafur Jónsson og Sveinn Kragh afhentu yfirlækni augndeildar St. Jósefsspít- ala, dr. med. Guðmundi Bjömssyni, skurðtækin. Grófar-rall: Bjarmi og Birgir unnu Bjarmi Sigurgarðarsson og Birgir Halldórsson sigruðu í Grófar-rallinu sem fram fór á Suðurnesjum um helg- ina. Þeir kepptu á Talbot-Lotus bíl. Bræðurnir Omar og Jón Ragnarssynir urðuíöðrusæti. -JH. HUGSUN í gamla Kennaraskólahúsinu við Laufásveg kl. 16.30. Kynntar verða nokkrar hugmyndir um heilastarf mannsins. Fjallað verður um skólastarf í ljósi þessara hugmynda. öllum heimill aðgangur. Trúnaðarbréf afhent Hinn 29. apríl 1985 afhenti Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra Erich Honecker for- seta þýska alþýöulýðveldisins trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í þýska alþýðulýð- veldinu meðaðsetur íMoskvu. Kiwanisklúbburinn Setberg 10 ára Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ er 10 ára um þessar mundir. Klúbburinn bauð í til- efni afmælisins öldruðum Garðbæingum á Hryllingsbúðina og fór 50 manna hópur á sýn- inguna. Meginverkefni klúbbsins, sem ann- arra kiwanisklúbba landsins, er að stuðla og styrkja félagsstarfeemi og vinna að bættu sam- félagi í bæjarfélagi sinu. Setberg hefur aöal- lega styrkt æskulýösstarfsemi í sínum heima- bæ á starfsferli sínum. Klúbburinn fékk til af- nota fyrir nokkrum árum gamlan leikskóla við Faxatún. Félagar hafa lagt mikla vinnu í stækkun og endurbætur á húsnæðlnu en þar fer öll starfcemi klúbbsins fram. Núverandi forseti Setbergs í Garðabæ er Þórir Bjöms- son. Tilkynningar Tapað - fundið Bikarinn í traustum höndum Dagskrá ríkisfjölmiðlanna er all- stööluð um helgar. Þó breytist dag- skráin öðru hverju, til dæmis þegar gullmola eins og beinar útsendingar frá knattspymuleikjum rekur á fjör- ur áhugamanna um knattspymu. Að þessu sinni var það „dramatískur” leikur Everton gegn Manchester United þar sem United sigraði glæsi- lega eftir frekar misheppnað sóló hjá dómaranum er hann rak Moran af leikvelli. Ég hef þá skoðun að meirihluti þjóðarinnar fylgist með slíkum leikj- um þó að það hafi komið f ram í skoð- anakönnun að ekki nema 12% þjóðar- innar hafi fylgst með íþróttum er sú ákveðna skoðanakönnun var gerð. Þegar maður sér slíka firru fara skoðanakannanir að vera tortryggi- legar. Með hækkandi sól minnkar fjöl- miðlanotkun Islendinga. Farið er að velja úr áhugaverða þætti. Hótel Tindastóll er auðvitaö á listanum svo og ýmislegt annað. A laugardaginn var þáttur með gestum Bryndísar. Að þessu sinni frekar litlaus þáttur ef undan er skilinn fatnaður Dóm Einarsdóttur sem lifgaöi þáttinn upp. Kvikmyndin var áfallalaus og óspennandi en gaman aö sjá þessa frægu gömlu leikara troða upp. Utvarpið er með hressilegan fréttaflutning um þessar mundir, enda margt að gerast í þjóðlífinu. Fréttaritarar hafa verið virkjaöir á landinu og er það vel. Nauðsynlegt að raddir landsbyggðarinnar heyrist líka. EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.