Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Side 48
FR ETTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
efia vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
MÁNUDAGUR 20. MAÍ1985.
Sigurjón Pétursson,
Alþýðubandalagi:
LÍTIÐ RÚM í
FJÖLMIÐLUM
ÁSTÆÐAN
Skoðanakannanir sem voru gerðar
stuttu fyrir síðustu borgarstjómar-
kosningar voru svipaöar þessum
niðurstöðum,” sagði Sigurjón Péturs-
son, borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins, um niðurstööurnar.
,,Það er erfitt aðleggja dóm á skoð-
anakannanir og auðvitað eru þær aö
mörgu leyti marktækar. Mín skoðun
eru sú aö sérstaklega Alþýðubandalag-
ið komi alltaf lakar út í skoðanakönn-
unum en í kosningum. ’ ’
„Ástæðan er að Alþýðubandalagið
fær lítið rúm í fjölmiðlum nema fyrir
kosningar þegar lögskipað jafnrétti er
í ríkisfjölmiðlunum og viö komum okk-
ar skoðunum á framfæri. Þegar við
fáum að njóta jafnréttis á við aðra í
fjölmiölum þá hafa okkar skoðanir
unnið á. Eg hygg að svo verði líka
raunin áfram,” sagði Sigurjón Péturs-
son. -ÞG
Stefán Benediktsson,
Bandalagi
jafnaðarmanna:
„ÝTIRKANNSKI
UNDIR FRAMB0D”
„Ég segi það nú ekki að menn takist
á flug á 1,7 prósenti,” sagði Stefán
Benediktsson, þingmaður Bandalags
jafnaöarmanna, um niðurstöður skoð-
anakönnunar DV. Bandalag jafnaöar-
manna hefur ekki boðiö fram í borgar-
stjórnarkosningum og að sögn Stefáns
hefur ekki verið tekin ákvörðun um
framboö Bandalagsins í bogarstjórn-
arkosningum. „Það ræðst væntanlega
í sumar,” sagði hann. Bandalagið
hefur ekki tekið þátt í viöræðum um
sameiginlegt framboð með vinstri
flokkunum í borgarstjóm.
„Það kemur á óvart að við fáum
eitthvert fylgi þegar ekki er vitað
hvort við bjóðum fram eða ekki en
þessar niöurstöður ýta kannski undir
framboð Bandalags jafnaöarmanna í
næstu borgarstjómarkosningum,”
sagði Stefán Benediktsson, þingmaður
Bandalagsins í Reykjavík.
-ÞG
LOKI
Það þarf ekki að kjósa í
borg Davíðs!
Afgreiðsla lánsfjárlaganna:
EKKIFYRR EN
IVIKUL0KIN
Fjármálaráðherra sagöi í viðtali í.
DV í fyrradag aö hann vonaðist til að
lánsfjárlög yrðu afgreidd á Alþingi í
vikunni.
Sú óvenjulega staða blasir við að
liönir em tæpir fimm mánuðir af
þeim tíma sem lánsfjárlögin ná yfir.
Frá haustdögum þegar þau vom
samin hefur margt breyst og eins
síðan fjármálaráðherra mælti fyrir
lánsfjárlögum 6. febr. sl. í efri deild.
Lánsfjárlög voru fýrir skömmu af-
greidd í fyrri þingdeildinni en eru nú
til umfjöllunar í fjárhags- og við-
skiptanefnd neðri deildar.
„Ég á ekki von á því að við af-
greiðum málið fyrr en um miöja
viku,” sagði Friðrik Sophusson,
varaformaður þeirrar nefndar, er
hann var spurður um gang málsins.
Eitt þeirra mála sem gerir mönn-
um erfitt fyrir með að afgreiða láns-
fjárlög er hin mikla fjárþörf til hús-
byggjenda. Af þremur fjármögn-
unarleiðum sem hægt er að fara til
aö mæta þeirri fjárþörf er að taka
erlend lán. Virðist sá kosturinn helst
blasa við.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
mun taka þetta mál fyrir á fundi sin-
um í dag.
-ÞG
Komið með slasafla sjómanninn ð Borgarspitalann i gær.
DV-mynd S.
Þyrla sótti slasaðan Rússa
Um kl. 2 í fyrrinótt barst Slysavama-
félaginu hjálparbeiðni frá rússneska
skipinu Ostrys. Skipið, sem var statt
240 sjómílur suðvestur af Reykjanesi,
var með slasaðan mann um borð.
Þyria vamarliðsins hélt áleiöis að
skipinu en þegar þangað kom var
skollin á svarta þoka svo hún varð frá
að hverfa. Rétt fyrir hádegi í gær fór
þyrla aftur á staöinn og tókst að ná hin-
um slasaöa um borð í hana. Var lent
við Borgarspítalann um kl. hálfþrjú í
SENDIHERRA
KEMURILAX
Bandaríkjamenn
útnefna íslandsvin
tilaðtakaviðaf
Brement
Ronald Reagan Bandarfkjaforseti
hefur útnefnt Nicholas Rowe sendi-
herra á Islandi. Hann á að taka við af
Marshall Brement.
„Eg vissi fyrst af þessu þegar
Reagan forseti hringdi í mig þegar
ég var í frii á Florida fyrir fjórum
vikum,” sagði Rowe í samtali við DV
frá Washington.
„Eg tel þetta mikinn heiður og er
mjög ánægður. Eg hef komið til Is-
lands á hverju ári í aldarfjórðung til
að veiða lax og er vinur og nágranni
íslenska sendiherrans í Washington.
Þetta var min fyrsta ósk í samræð-
um við Hvíta húsið og utanríkisráðu-
ney tið að f á að f ara til Islands. ’ ’
Rowe (borið fram ráí) var starfs-
mannastjóri Nixons, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, frá 1980 til 1984
en það er opinber staða því allir fyrr-
verandi forsetar fá að halda starfs-
mannastjóra sem ríkið borgar.
Sendiherrann tilvonandi býr nú í
höfuðborginni Washington D.C.
Hann situr um þessar mundir marga
fundi í utanríkisráðuneytinu bandar-
íska þar sem verið er að kynna
honum verkefnin sem hann mun tak-
astáviðhérálandi.
Nicholas Rowe vann áður hjá utan-
ríkisráðuneytinu, frá 1969 til 1975,
sem aðstoðarprotokollstjóri. Sem
slíkur kom hann til Islands í sendi-
nefnd Bandaríkjanna til útfarar
Bjarna Benediktssonar forsætisráð-
herra.
Rowe segist hlakka til að koma til
Islands, ekki síst með tilliti til lax-
veiðanna. Hann hefur undanfarin tvö
sumur veitt í Laxá í AöaldaL
-Þ6G
Davíð Oddsson,
Sjálfstæðisflokki:
„Virðast hag-
stæðartölur”
„Ég legg aðaláherslu á að vinna
kosningar, tel minna um vert að vinna
skoðanakannanir,” sagði Davíð
Oddsson, borgarstjóri og oddviti Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, er niður-
stöður skoðanakönnunar DV voru
bornarundirhann.
„Ot af fýrir sig eru þetta jákvæðar
tölur þó að athygli veki hve margir eru
óákveðnir. Þetta virðast hagstæðar
tölur.”
„Eg held að Reykvíkingar vilji að
málin séu tekin föstum tökum og
flokkapólitik látin lönd og leið, sem er
skynsamlegt. Það er mikið að gerast í
Reykjavík nú og margt í farvatninu,”
sagðiborgarstjórinn. -ÞG.
Krístján Benediktsson,
Framsóknarflokki:
„Bervottum
hægri sveiflu”
„Þessi skoðanakönnun ber greini-
lega vott um mikla hægri sveiflu,”
sagði Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins.
„Við vorum reyndar með 9% í könn-
un sem gerö var fyrir tveimur mán-
uðum og erfitt að leggja mat á þá
breytingu sem veröur í þessa átt á
sama tíma og ekkert hefur gerst í
borgarmálunum.
„Eg hef enga trú á öðru en Fram-
sóknarflokkurinn sé öruggur með
1—2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Að
vísu, ef fram koma ný framboð á
vinstri vængum, þá koma þau til með
að taka hvert frá öðru,” sagði Kristján
Benediktssonaölokum. hhei.
IngibjörgSólrún
Gísladóttir,
Kvennaframboði:
„Okkartap
ekki sláandi”
gærdag.
Maðurinn var með áverka á brjóst-
og kviðarholi. Hann mun hafa orðið
undir fiskikössum í lest. Líðan hans er
góðeftir atvikum.
-ÞJV
„Það er auövitaö erfitt að túlka
þessar niðurstöður svona við fyrstu
sýn, en óneitanlega er sláandi hvaö
fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins er
mikil,” sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, borgarfulltrúi Kvennafram-
boðsins.
„Hluti óákveðinna og þeirra er ekki
vildu taka afstöðu er stór í könnuninni
og líklegt að það fólk hafi ekki enn gert
upp sinn hug gagnvart minnihluta-
flokkunum og þeim stefnumun er á
milli þeirra ríkir, annars er okkar tap
ekki sláandi miðað við gífurlega fylgis-
aukningu Sjálfstæðisflokksins. Eg á
bágt með að trúa því að borgarbúar
taki svona afstöðu, meirihlutinn
verðskuldar þetta ekki ef þessi er
raunin,” sagöi Ingibjörg Sólrún að
lokum. -hhei.
Malaga-
fanginn laus
,
i
i
Islenski pilturinn, sem setið hefur
inni í fangelsi á Malaga á Spáni um níu
mánaða skeið, er nú laus. Honum var
sleppt úr fangelsinu á laugardagseftir-
miðdag án nánari skýringa eða frekari
eftirmála. Að sögn Marin Guðrúnar
Briand de Crvecoerur, ræðismanns Is-
lands á Malaga, var hann hjá henni all-
an gærdaginn en dvelur á hóteli rétt
við íbúð hennar. Pilturinn vill komast
hingaðheimtillslands. -JKH
i
i
4