Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Side 2
2 DV. MIÐVÖCtlDAGUR 22. MAI1985. FYRSTA GISTIHUS- IÐ Á DJÚPUVÍK Á Djúpuvík á Ströndum veröur opn- aö gistiheimili 17. júní. Eru þaö húsa- kynni Kvennabraggans, gömlu ver- stöðvarinnar þar í bæ, sem dubbuð hafa veriö upp. Það er Hlutafélagið Magnús Hanni- balsson á Djúpuvík sem staöið hefur í framkvæmdum þessum við Kvenna- braggann. Húsiö er 400 fermetrar aö stærð á tveimur hæöum. Er gistirými fyrir 18 manns. A síldarárunum var hins vegar þrengra setinn bekkurinn, en i húsinu bjuggu 115 konur þegar best lét. „ Viö höf um sett mikið rými undir nú- tímaþægindi alls konar sem þóttu óþörf á þessum árum, svo sem setustofur, klósett og böð,” sagöi Asbjöm Þorgils- son, framkvæmdastjóri Magnúsar Hannibalssonar, í samtali viö DV. Þetta verður fyrsta gistihúsið á Djúpuvik og mun það bæta úr mikilii þörf fyrir gistirými á staönum en aU- nokkur ferðamannastraumur er þang- að á sumrin. -KÞ Banedikt Ragnarsson sparisjóðsstjóri kíkir út úr einni lestarstiunni ó Valdimar VE 22. DV-mynd Grímur Fró undirritun samningsins. Hitaveita Suðumesja: Alhliða orkufyrirtæki Bankastjóri í netaróðri Hitaveita Suðurnesja hefur keypt raforkudreifikerfi Rafmagnsveitna ríkisins á Suðurnesjum, svo og há- spennuUnur í eigu Rafmagnsveitna ríkisins frá spennistöð við ElUðaár til Njarðvíkur. Er kaupverðið 991 miUjón króna miöað við verðlag í janúar 1985. I kaupunum var og lagður grund- vöUur að því að Hita veita Suðumes ja yrði alhUða orkufyrirtæki á svæðinu og yfirtæki, auk hitaveitustarfsemi, raforkudreifingu á Suðumesjum. Gert er ráð fyrir að samningur þessi taki gUdi 1. júU næstkomandi. Frá Grimi Gislasyni Vestmanna- eyjum: Það er ekki á hverjum degi sem bankastjórar eða aðrir menn í áUka stöðum bregöa sér á sjó til þess aö afla þjóöinni tekna og komast í takt við þá atvinnugrein, þar sem rótina að vel- megun okkar er að finna og þeir pen- ingar, sem ráöamenn peningastofn- anna halda síðan um og sjá um aö út- deila, verða til. Þetta gerði þó hann Benedikt Ragnarsson, sparisjóösstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja, nú um daginn en þá brá hann sér í róður með netabátnum Valdimar Sveinssyni VE 22. Ekki var afli dagsins mikill og komu þeir snemma að landi með bUað stýri úr þeim róðrinum. Strákarnir um borð höfðu þaö á orði að karlinn væri hálf gerð f iskifæla en hann væri þó ekki búinn að gleyma handtökunum við úr- greiðsluna ennþá, þó aö líklega stæði hann nú í annars konar úrgreiðslum svona dags daglega. En hvað um það, ekki var annað að sjá en Benni væri al- vanur í lönduninni þegar blaðamenn DV bar að garði þar sem þeir á Valdi- mar voru aö landa og djöflaöist hann við að róta úr stíunum í löndunarmál- in. Húsnæðismál: Ríkisstjórnin vill afla fjár — hafnar erlendri lántöku Á ríkisstjórnarfundi í gær var sam- þykkt að afla þyrfti aukins fjármagns vegna húsnæCásmála. Rikisstjómin ætl- ar ekki að taka erlent lán vegna þess- arar fjárþurftar. Steingrímur Her- mannsson vildi ekki tjá sig um hversu stór upphæð þetta væri. Hins vegar hefur verið talað um að Húsnæðisstofn- un verði bættar upp 300 milljónir vegna þeirra 200 milljóna sem fara í viðbótar- lán vegna ráðgjafarþjónustunnar og 100 mill jónanna sem búist er við að fari í greiðslujöfnun húsnæðismála. Hvaða leiðir verða valdar til að afla þessa fjár hefur ekki endanlega verið ák veðið. -APH Þjóðgarður skipulagður Tveimur landslagsarkitektum, Ein- ari E. Sæmundsen og Reyni Vilhjálms- syni, hefur verið falið að vinna aðal- skipulag fýrir þjóðgaröinn á Þingvöll- um. Við síðustu fjárlagaafgreiðslu voru veittar 500 þúsund krónur til að hefja þetta verk. Skipulagsstjórn ríkisins hefur falið skipulagsstjóra að hafa forgöngu um skipulag á svæðinu í Þingvalla- Gríms- nes- og Grafningshreppum. Þingvalla- nefnd og Skipulagsstjóm hafa því ákveðið að sérstakri samráðsnefnd verði komið á fót til að trygg ja samráð viö þessa skipulagsvinnu. A fundi Þingvallanefndar í maíbyrj- un var lögö fram skýrsla sem þjóð- garðsvörður, sr. Heimir Steinsson, vann á vegum nefndarinnar. Þar er yfirlit yfir helstu verkefni sem unnin hafa verið á vegum nefndarinnar und- anfarin ár, en þau eru allmörg. Má þar nefna vegamál, ferðamanna- þjónustu, endumýjun á húsakosti og náttúravemd. Stefnt er að því að aðalskipulag fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum verði tilbúið innantveggjaára. -ÞG HJÁ AGLI EV-KJÖR - OPIN-KJÖR VORIÐ ER KOMIÐ. . . ? Buick Skylark 1981 Ford Futura 1978 Rat Rittno '85 Range Rover 1976 Fiat UNO '451984 og. . . EV-VILDARKJÖR Skoda 1984 ■:f,T Lada Sport 1980 Rat 132 2000 1979 Lada 1600 1979 Alfa Sud 1978 Á NOTUÐUM BÍLUM HJÁ AGLI. 1929 EGILL notaðir bílar í eigu umboðsins VILHJALMSSON HF FRÁ DEGITIL DAGS Smiðjuvegi 4c - Kópavogi - Simi 79944-79775 1985 MUNIÐ EV-KJÖRIN VINSÆLU, AÐ OGLEYMDRI SKIPTIVERSLUNINNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.