Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Qupperneq 6
í
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Höfundar Íslensku lyfjabókarinnar og útgefandi kynntu bókina á blaðamannafundi. Bessi Gíslason lyfja-
fræðingur, Helgi Kristbjarnarson læknir, útgefandinn, Ólafur Ragnarsson i Vöku, og Magnús Jóhannsson
læknir. Ljósm. Kristján Ari.
Réttur þinn
sem lyfjaæta
Lengi vel þótti þaö sjálfsagður
hlutur aö læknar héldu leyndum
ákveönum upplýsingum um heilsufar
sjúklinga sinna, einkum ef viðkomandi
sjúklingur var haldinn banvænum
sjúkdómi. Þá var þaö ákveðið talið
hlutverk læknisins að ákvarða hvað
sjúklingnum hentaði að vita um fram-
gang mála og líklega má finna þess
fleiri en eitt dæmi að fólk yfirgæfi
þennan heim án þess nokkru sinni að
hafa rennt grun í að sjúkdómur eins og
krabbamein væri farínn aö grafa um
sig í líkamanum. Hvaö þá að dauða-
stundin nálgaðist óðum.
Eins þótti ekki rétt aö hafa hátt um
aukaverkanir lyfja sem fólk var aö
innbyrða og margir tóku árum saman
einhver lyf við magaverkjum og öðru
álíka án þess nokkru sinni að kynna sér
hvaða efni væru í lyfjunum og þá
meðfylgjandi verkun. Sumir
sjúklingar höfðu á orði að engu líkara
vsri en allar spumingar færu illilega
fyrir brjóstið á lækninum. Honum
þætti þeir með puttana í einkamálum
læknastéttarinnar, um leið og
skrokkurinn væri kominn á skrá teldist
hann tilfelli í eign ákveðins læknis.
Afleiðing af þessu hefur svo verið alls
kyns misskilningur og bagaleg fáfræði
fólks um heilbrigðismál yfirleitt.
Ekkert einkamál lækna
Breytt viðhorf í þjóðfélaginu
varðandi upplýsingastreymi til
almennings á hinum ýmsu sviðum
hefur svo gjörbreytt öllum starfsað-
ferðum margra stétta í opinberri
þjónustu. Læknastéttin er þar engin
undantekning og nú þykir þaö ekkert
einkamál einhvers læknis hvort
sjúklingur er með krabbamein eöa
annan hættulegan sjúkdóm, í flestum
tilvikum talið sjálfsagt að skýra fólki
satt og rétt frá staðreyndum.
I samræmi við þessar breytingar
hefur aukin umræða um lyf, verkanir
þeirra og upplýsingaskyldu til
almennings leitt til þess að á Norður-
löndunum og víðar hafa komið út hand-
hægar upplýsingabækur um lyf
ætlaöar almenningi. Talað er um
byltingu í upplýsingaþjónustu til fólks
á sviði heilbrigðismála og víst er að
almenningur hefur ekki haft aðgang að
slíku efni fram að þessu — aöeins
einstaka starfsmenn heilbrigðis-
stéttanna.
A Islandi eru komnar út tvær bækur
með skömmu millibili sem fjalla um
þessi mál, Islenska lyfjabókin fró
bókaútgáfunni Vöku og Lyfjabókin frá
Isafold. Sú fyrri er samin af læknunum
Helga Kristbjarnarsyni og Magnúsi
Jóhannssyni og lyfjafræðingnum
Bessa Gíslasyni. Lyfjabókin er hins
vegar eftir Danann Niels Bjömdal og
þýðingin unnin af Finnboga Rúti Hálf-
dánarsyni og Guðrúnu Eddu
Guðmundsdóttur lyfjafræðingum.
Gulrófur hafa ágætt geymsluþol. Rófurnar sem eru á boðstólum núna
eru frá þvi i fyrra og eru enn góðar.
Hollar og hita-
einingasnauðar
„Gulrófur með öllum mat,” nefnist
uppskriftarbæklingur sem Félag
gulrófnabænda hefur látið útbúa.
Verður honum dreift í verslanir sem
selja rófur.
1 bæklingnum er að finna tíu
uppskriftir að réttum sem eru búnir
til aðmiklu leyti úr gulrófum.
Þarsegir .a.:
„Gulrófur eru einn af okkar allra
ódýrustu vítamíngjöfum. Það sem
fyrst og fremst einkennir næringar-
gildi gulrófna er hve þær eru C-víta-
mínauðugar. Vegna þess hefur
gulrófan oft veriö kölluð „sítróna
Norðurlanda”.
Gulrófur eru einnig tilvaldar sem
megrunarfæði. Það eru ekki nema 38
hitaeiningar í 100 g af rófum.
Gulrófur er hægt aö nota hvort sem
er hráar eða soðnar með öllum mat.
Hér er uppskrift úr bæklingnum að
salati sem virðist fljótlagað og hollt
og ekki fitandi:
200 g gulrófur
250 g hvitkál
1 meðalstórt, grænt epli
Rífið gulrófuna og eplið og skeriö
hvítkálið í þunnar ræmur. Blandið
vel saman. Hentar vel með kjöti og
fiski.
Kg af rófum kostar nú um 19 kr. í
stórmarkaði í Reykjavík.
A. Bj.
fSLENSKA
LYFJA
BOKIN
VAKA
íslenska lyfjabókin. . .
Niels Bjamdal
LYFJABÓKIN
ÍSAFOLD
. . . og Lyfjabókin eftir danska
lækninn og lyfjafræðinginn Niels
Björndal. Lifseigar gróusögur um
hneigfl lækna til aö ávisa lyfjum til
sjúklinga i róttu hlutfalli vifl dugnað
lyfjaframleiöenda að bjóða læknum
í kokkteilboð og utanlandsreisur
ættu nú að hverfa með öllu.
Útkoma lyfjabóka handa al-
menningi gerir sjúklingum fært að
fylgjast með þvi sjálfir hvort þeim
er ráðlagt að taka dýr lyf við hinum
ýmsu krankleikum þegar annað og
ódýrara lyf kæmi aö sama gagni.
Rétt er aö taka fram að i flestum til-
vikum eru íslensk lyf mun ódýrari
en erlend.
DV-Ljósm. Vilhjálmur.
Lyfjabækurnar tvær
Islenska lyfjabókin hefur verið í
vinnslu hátt á annað ár og er hugsuð
sem handbók fyrir almenning um öll
þau lyf sem skráö hafa verið á Islandi
miöað viö 1. janúar 1985. Lyfin eru
flokkuð í stafrófsröð, getið um fram-
leiöanda, innihaldsefni, form og gerð,
notkun, algengustu skammtastærðir,
þekktar aukaverkanir, ráð varðandi
geymslu og aðrar ábendingar og
vamarorð. Sérstaklega er tekiö fram í
hverju tilviki hvort lyfið hefur sérstök
áhrif á konur á meðgöngutíma og
einnig hættur varðandi br jóstagjöf.
Að auki er í þessari bók almennur
fróðleikur um lyf, framleiöslu þeirra
og mismunandi gerðir. Fjallað er um
líkamann og starfsemi hans, hvaö
verður um lyfin í Iíkamanum, eitranir
af völdum lyfja og rétt viðbrögð í
slíkum tilvikum. I lokin er skrá um
flokkun lyfja eftir verkun og listi yfir
framleiðendur.
Lyfjabókin frá Isafoldarprentsmiðju
er öðruvísi upp byggö og ekki endilega
farið eftir lyfjaskránni sjálfri. I
bókinni er einnig fjallaö um mörg lyf
sem gerð eru í lyfjabúðunum eftir
fyrirsögn lækna, hún greinir frá
algengustu lyfjum og lyfjasamsetn-
ingum á Islandi. I upphafi eru
almennar upplýsingar um lyf, notkun
þeirra og geymslu, reglur um af-
greiðslu lyfja og síðan eru þeim gerð
skil hverju og einu. Hvað þarna er á
feröinni, til hvers þau eru notuð,
hverjar hugsanlegar aukaverkanir eru
og svo framvegis.
Þessar tvær bækur eru að mörgu
leyti talsvert ólíkar að gerð og grunn-
hugsunin að baki ekki alveg sú sama. I
Lyf jabókinni er flokkun aftast þar sem
bæði er hægt að fletta upp lyfjaheiti og
einnig heiti sjúkdómsins. Nýrna-
sjúkdómar til dæmis eru í N-inu og þar
stendur valið milli margra möguleika.
Niöurröðun í Islensku lyfjabókinni er
hins vegar eftir heiti lyfsins og þannig
getur reynst erfitt að fletta upp á
nýrum eða maga og panta lyf hjá
lækninum samkvæmt eigin hyggjuviti.
Sem var kannski alls ekki ætlunin
heldur með þessu aukna upplýsinga-
streymi. Reyndar hlýtur að reyna
núna meira á þol læknanna að standast
pillusuð þeirra sem „vita” alveg hvað
er að þeim í maganum og öðrum
likamshlutum.
Ekkert krabbamein til?
Einn reginmunur er á þessum
tveimur bókum — í þeirri dönsku er
ekkert undir k-inu sem heitir Krabba-
mein. Sá sjúkdómur fyrirfinnst þar
alls ekki og sýnist því að höfundur hafi
ákveðið að halda sig við gömul viðhorf
varðandi vald læknisins til að halda
óþægilegum upplýsingum leyndum
fyrir sjúklingnum. Ef hins vegar er
leitað að heitum krabbameinslyfja í
þeirri íslensku — lyfjum eins og
Oncovin, Laukeran og Endoxan kemur
í ljós að þau eru til þar líka. Og
óþægilegar staðreyndir tíundaöar —
Endoxan sagt notað við illkynja
sjúkdómum, einkum eitlaæxlum,
Hodkinssjúkdómi og hvítblæði. Einnig
við æxlum í eggjastokkum, brjóstum
og lungum. Um aukaverkanir segir að
Endoxan valdi lystarleysi, ógleöi og
tímabundnu hárlosi. Að auki er ýmis-
legt talið upp, svo sem töluverð hætta á
fósturskemmdum.
Réttur sjúklings
sem neytanda
Þama er tekið miö af nýrri
viðhorfum — rétti sjúklingsins sem
neytanda til þess að fræðast um efnin
sem honum er sagt að gleypa —
kannski svo mánuðum og árum
skiptir. Að sjálfsögðu er alltaf hægt að
spyrja lækninn blákalt að þessu en það
jafnast samt ekki á við að geta kynnt
sér staðreyndimar sjálfur í ró og næði
eftir að heim er komið. Fæstir vita svo
mikið um lyf og verkanir þeirra að
slíkar upplýsingar festist vel eftir eina
læknisheimsókn.
Báðar bækurnar eru vandaðar að
allri gerð, fallegar í útliti og ekki frá-
leitt aö nota þær saman sem
uppsláttarrit. Uppbyggingin er svo
ólík að í mörgum tilvikum bæta þær
hvor aðra upp. Islenska lyfjabókin
kostar 788 en Lyfjabókin 598 krónur.
baj.
Könnun á af-
borgunarkaupum
Neytendafélag Reykjavíkur og ná-
grennis kannar þessa dagana
hvemig er háttaö afborgunar-
kaupum. Hringt verður í þúsund
heimili og bornar fram nokkrar
spurningar, m.a. um hvort einhver
heimilismanna hafi keypt eitthvað
með afborgunum sl. tólf mánuði.
Reynt verður að fá fram hvort
munur hafi verið á staðgreiðsluverði
og afborgunarverði. Einnig verður
spurt hvort einhver hlutur yfir
ákveðnu verðmæti hafi verið keyptur
á þessu tímabili gegn staögreiðslu.
Neytendafélag Reykjavíkur fer
þess á leit við íbúa höfuðborgar-
svæðisins, sem hringt verður í, að
taka þeim sem annast könnun þessa
með skilningi og þolinmæöi. Fyllsta
trúnaðar verður gætt. Nánari
upplýsingar eru veittar í síma
Neytendasamtakanna, 21666, kl. 10—
12.30 virkadaga.
A.Bj.