Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Page 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Nýsköpun í portúgölskum útvegi vegna EBE-aöildar Hinir litriku fiskibátar í sjávar- þorpi eins og Sesimbra taka sig svo sem nógu vel út á póstkorti, sem ferðamenn senda heim, en tré- skrokkar þeirra og flagnandi málning felur um leið í sér aöra mynd af því hvernig aldraður báta- floti Portúgals hefur dregist aftur úr. EBE-aðildin knýr á Með tilliti tU þess aö aöild Portúgals að Efnahagsbandalagi Evrópu tekur sennUega gildi á næsta ári hefur Portúgalsstjórn áhyggjur af því hve portúgalski fiskveiði- flotinn, um ellefu þúsund bátar og skip, er bæði orðinn úreltur og getur sótt stutt. Ljóslega getur hann Utt att kappi við nútímalegri flota annarra EBE-landa. „Portúgal hefur miöin en ekki flotann tU aö nytja þau,” sagði Rui Machete, aöstoðarforsætisráðherra Portúgals, fyrir skemmstu. Þorp á borð við til dæmis Sesimbra, sem aö ofan var getið og Uggur viö Atlantshafsströndina um 30 km suður af Lissabon, hefur um 150 báta flota en flestir eru þeir Utlir og Ula búnir tækjum. Enda sækja þeir ekki út fyrir tólf mUna land- helgina og eru þó gjöfulU miðin þar fyrir utan á dýpra vatni. „Við verðum að herða okkur til þess bæði að geta orðið samkeppnis- færir og eins tU þess að okkur haldist á fiskimiðum okkar,” sagði Carlos Pimenta í s jávarútvegsráðuneytmu í viðtaU við Reuter. Margir fiskimenn svartsýnir Þótt Portúgalsstjórn vænti sér góðs af aðUd landsins að efnahags- bandalaginu þá eru forystumenn út- vegsins ekki eins upprifnir. Stjórnin samdi um tíu ára aðlögunartíma fyrir sjávarútveginn eftir formlega inngöngu. Á þeim tíma veröa veiöi- skip frá EBE-löndunum, sem ætla að fiska á svæðinu frá tólf mílna mörkunum út að 200 mUna-Unu efna- hagslögsögunnar, að sækja um sér- stök veiöUeyfi sem sjálfsagt verða háð aflahámarki. Endumýjun portúgalska fiskveiði- flotans krefst mikils átaks og tíu ár virðast ekki lengur tími til slíks verkefnis. MeirUiluti flotans er smá- bátar sem halda sig aöallega á grunnmiöum og notast enn viö gam- aldags veiðiaðferðir. Yfir 20 ára gömul fiskiskip Fiskimannasamtökin, en Uman þeú-ra teljast vera um 90% þeirra sem vinna á einhvern hátt við fisk, veiðar eða verkun, segja að um helmingur flotans sé oröinn yfU- tuttugu ára gamaU en 85% séu um fimmtán ára. Portúgölskum er ljóst að geti þeir ekki sjálfir veitt fiskinn á miðum súium muni aðrir verða til þess því aö djúpmiðin verða eftir aölögunar- tímann hluti af efnahagslögsögu EBE. Þeir hafa því gert áætlanir um endumýjun skipastólsins, endur- bætur á yngri skipunum og áætlanir um að innleiða nýja tækni og nýjan tækjakost ásamt þjálfun í meðferð nýju veiðitækjanna. Annars sjá þeir fram á það eftir tíu ár að þeir borði fisk fluttan Uin frá öðrum löndum, fisk sem þó hefur verið veiddur á þeU-ra fiskislóðum. Óttast mest Spánver jana FiskUnannasambandið er svart- sýnt á að þessi tíu ár endist til slíkrar tæknibyltmgar. Einn aðaltalsmaður þeura, Fredrico Perreita, er í hópi þeirra, sem óánægðU- eru með samn- inga sem stjómrn í Lissabon náði. En mest kvíða þeir þó innrás spænska fiskiveiðiflotans. Eftir að Spánn hefur gengið í EBE um leið og Portúgal verður þeirra fiskveiðifloti stærstur aðildarríkjanna tólf. Spánn gerði millU-íkjasammng við Portúgal um leyfi til handa spænskum fiskiskipum að veiða innan efnahagslögsögu Portúgals og stendur sá samningur utan við EBE- samningana. Minnkandi aflabrögð Bátaformenn era margir hverjir ekki ems svartsýnU- á framtíðina innan EBE, eins og forystumenn samtaka þeirra hafa verið í tali. Flestum þykú- vandséö fyrir, hvað af hlýst en vænta sér fremur góðs af. Þeir, sem róa fyrU- eigin útgerð, hafa fremur komist vel af þótt stutt sé sótt og veiðiaðferðir gamaldags og ekki afkastamiklar. Upp á síðkastið hefur þrengt að þeim vegna hækkandi elds- neytiskostnaðar og hærri vaxta af ríkislánum. Samkvæmt opUiberum skýrslum nam heUdarveiði Portúgala í fyrra 225.341 smálest, en var 297.298 smálestir árið 1974. Nær þriðjungur þessa afla eru sardínur, en þorskur, makríU og lýsa era einnig stór hluti hans. — Með meiri sókn, vegna fyrir- hugaörar nýsköpunar, má búast við aö aflinn aukist aö minnsta kosti fyrst í stað. Samtímis eru uppi áætlanir um endurbætur fiskmóttökunnar í landi og dreifUcerfisins fyrU- innanlands- maritaðinn. Sömuleiðis era áætlanir um fiskeldi og þá aðallega á kola og skelfiski. Fiskiskipafloti Portúgals samanstendur aðallega af minni bátum eins og hór sést í vörinni hjá þorpinu Nazaré. Fílamir harðskeyttir á Súmatra Þeir hafa orðið mannsbani og eyðilagt nýrœkt nýbyggjanna á Súmatra. Glorsoltnir fUar hafa valdiö ógnar- öld á eyjunni Súmatra. Áður hröktust þeir af bithögum sínum undan landnemum frá Jövu. En nú hafa þeir snúið aftur og hefnt srn rækilega: úðað 1 sig uppskerunni, drepiö nokkra menn og traðkað undir fótum sér mannvirkin. Frá Jövu hafa streymt til Súmatra landnemar sem flýja undan þrengslunum og mannmergðinni og freista þess aö brjóta land, ryðja skóga, byggja upp plantekrur og rækta hrísgrjónaakra. Þeir hafa þrengt mjög að heimkynnum hinna viUtu fíla á Súmatra og hefur nú hlotist af stórvandi. Þungar búsifjar I marslok gengu sautján fílar í einni hjörð berserksgang nærri þorpinu Sekincau á Suður-Súmatra. Uröu þeir sautján ára stúlku að bana. I nóvember í vetur komst í heims- fréttimar þegar hjörð fUnmtíu og fUnm fíla undir forystu hvítmgja, eintennts albínó-fíls, fór með ófriði um þorpin á norðurströnd Súmötru. Rústuðu þeir þorpskofana og gleyptu í sig ávexti, hrísgrjón, kókoshnetur og annað sem þorpsbúar ræktuöu sér til viöurværis. Akramir urðu eins og flög en um eitt þúsund manns voru hraktir á flótta frá heimilum sUium. — Hviti fíllinn traökaði til bana búandkarl sem brugöið hafði hnífi gegn honum og særði annan með því að slá honum við trjástofn. Fílarekstur Landnemamir, sem líta á sig sem útherja siðmenningarinnar, sáu að við svo búið mátti ekki standa og söfnuðu liöi til þess að reka þessa fjendur af höndum sér. Yfir tvö hundrað skógarverðir, stjómarher- menn og þorpsbúar héldu í herförina vopnaði þyrlum, hrossabrestum, vélsögum, trommum og hagla- byssum til þess að flæma dýrin út úr byggðinni. FílamU- era lögfriðaðir á Súmötra. Rudd var slóð í gegnum frumskóginn alla leið frá þorpinu Alue Glem Bukit Rata til þjóögarðsUis við Leuser-fjall í Aceh- héraði, sextíu kílómetra vegalengd. Achmad Rachmadi, yfirmaöur skógarvörslunnar á þessum slóðum, sagði í viðtaU á dögunum að það hefði ekki verið neinn bamaleikur að fá fílana til að fylgja slóðmni eða yfir höfuð talað rekast. — „Við börðum trumbur, skutum út í loftið og góluðum en þeir voru hvergi smeykir við okkur. Yfirleitt er ekki svo auðvelt að hræða fíla.” EUium ljósmyndara tókst það þó í ógáti þegar hann reyndi að ná blossamynd af hvíta fUatuddanum. Rann þá berserksgangur á hjörðma sem óð áfram um skógrnn og stöðv- aðist ekki fyrr en eftir tíu kílómetra hlaup. Seint og um siðir hafðist þaö af að smala hjörðmni inn í þjóðgarðinn en áður en margar vikur Uðu höföu nokkrir fílar rölt alla leið tU baka og varð að reka þá á ný tU þjóðgarðsins. Byggðavandamál Það eru milU tvö og þrjú þúsund fUar á Indónesíu, nær alUr á Súmötru. I anda umhverfisvemdar- stefnunnar eru þeir lögfriðaðir þótt ljóst þyki að þeir eigi eftir að valda nýbyggjum þungum búsif jum. Emil Salim, byggða- og umhverfis- verndarráðherra, sagði frétta- mönnum Reuters i viðtaU út af fUunum að vandinn hefði vaxið þegar landsyfirvöld gripu tU þess að flytja fólk frá Jövu til hinna eyjanna þar sem fólksmergðin er ekki enn eins mikU. Landnemamir á Súmötru hafa margsinnis gripið tU fUarekstra. Sá stærsti var 1982 þegar herflokkar og skógarverðir ráku um 230 viUta fUa fimmtíu kUómetra vegalengd. Var sú framkvæmd kennd við Ganesha, fUaguðinn i goöafræði hindúa. I þeim rekstri var gripið tU þess að selflytja fæhia yngri ffla hangandi neðan í þyrlum yfir eitt stórfljót. Hjörðin var á endanum rekin í afskekktan þjóð- garð. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.