Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985.
13
STOR=STERKUR?
»,, Alþýðuflokkurinn hefur mikið
fylgi nú. Alþýðuflokkurinn fékk
mikið fylgi 1978. Þá seldi hann kosn-
ingaloforð sín fyrir setu í
Framsóknarst jórn. ’ ’
Kjallarinn
... Hvers vegna er ágreiningur BJ
og Alþýðuflokks ekki bara smá-
ágreiningur? Báðir vilja breytt og
bætt skattkerfi, tryggingakerfi, hús-
næðislánakerfi o.s.frv. Stóri ágrein-
ingurinn felst í því atriði að Alþýðu-
flokkurínn trúir því eins og Fram-
sóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokk-
urínn og Alþýðubandalagið, að hér sé
hægt að breyta og bæta án þess að
breyta þeim gömlu stjórntækjum,
sem við búum við. Hvaða stjórntækj-
um? Jú, samsteypustjórnum þing-
ræðisins eins og við höfum lifað þær
eina af annarri og ætlum þó varla að
lifa þessa núverandi af. Við í BJ
segjum að það eina sem næsta sam-
steypustjóm geti sameinast um af
viti sé að breyta stjómkerfinu frá því
sem nú er til þeirrar áttar að meiri-
hluti þjóðarinnar kjósi forsætisráð-
herra með skýra stjórnarstefnu og
að kosið sé síðan til Alþingis þannig
að landið sé eitt kjördæmi. B J er ekki
Alþýðuflokkurinn, ekki af því að BJ
sé andsnúið jafnaðarmennskunni
heldur vegna þess að Alþýðuflokkur-
inn vill ekki viðurkenna að stjóm-
skipan okkar meinar stjómmála-
mönnum að standa við hugsjónir
sínar. Stjórnarþátttaka þýðir í dag
það sama og að selja hugsjónir sínar
fyrir ráðherrastóla. Alþýðuflokkur-
inn hefur mikið fylgi nú. Alþýðu-
flokkurinn fékk mikið fylgi 1978. Þá
seldi hann kosningaloforð sín fyrir
setu í Framsóknarstjórn.
BJ hefur eindregnar skoðanir á því
hvemig eigi að bæta kjör fólks í
þessu Landi. Með því að gera stjórn-
málamönnum kleift að standa við
gefin loforð er hægt að stjórna þessu
landi vel eða illa eftir því hvað þjóðin
kýs. BJ telur að nýsköpun í atvinnu-
lífi sé ekki möguleg nema dregið
verði úr ríkisafskiptum. BJ vill ný-
sköpun í tryggingakerfi, nýsköpun í
heilbrigöiskerfi og nýsköpun í
menntakerfi. En okkar gamla stjórn-
kerfi er ónýtt til nýsköpunarverka.
Hvers vegna eru íslenskir stjórn-
málamenn hræddir við nýsköpun
stjórnkerfisins? Hvað er orðið af
norrænu landnemunum, hvað er orð-
ið af vormönnum íslensks sjálf-
stæðis, hvað er orðið af baráttu-
mönnum íslenskrar launastéttar?
Erfingjar þessara manna þora ekki
að hreyfa sig lengur af þeim
landskikum, sem þeir hafa slegið
eign sinni á. Það er sama hvort sá
landskiki heitir vinnuveitendasam-
band, verkalýðshreyfing eða sam-
bandiö, viðhorfin eru þau sömu. Það
er allt í besta lagi hjá mér, en það
þarf að snyrta svolítið til hjá hinum.
Stjórnarráðið og Alþingi eru svo hjá-
leigur hjá þeim til skiptis eftir því
hver er í stjórn. Stjómarráðið heitir
þá ríkisstjórnardeild SLS, VSI eða
ASI, allt eftir því hver á í hlut. Sú
„sterka” stjóm, sem nú situr með37
þingmanna meirihluta sýnir, að afl
nægir ekki til að stjórna þessu landi,
f
STEFÁN
BENEDIKTSSON,
MNGMAÐUR BANDA-
LAGS JAFNAÐARMANNA
hvorki vel né illa. Þess vegna skiptir
það ekki öllu máli hvort jafnaðar-
menn era stór flokkur ef þeir ekki
hafa þor til, að nema nýtt land, nýtt
Island. Það nær enginn árangri sem
hræðist hið ókunna. Með breyttri
stjómskipan má ná þeim markmið-
um frelsis og réttlætis sem íslensk
þjóð vill og þarfnast.
Stefán Benediktsson.
STEF í ÚTFARARSÁLMI
A . hafi raunvaxtastefna Þor-
steins reynst hinum ungu dýr-
keypt, hvað hafa mistök Steingríms
kostað?”
Þingflokkar stjórnarandstöðunnar
hafa í sameiginingu varað rikis-
stjórn og þingmeirihluta við þvi að
slita þingi, án þess að leysa ríkjandi
neyðarástand i húsnæðismálum.
Taka stjórnarliðar mark á þeirri
viðvörun? Ekki nema íbúða-
kaupendur og húsbyggjendur geri
stjómarþingmönnum ljóst, hversu
alvarlegt ástandið er. Hringið í
stjórnarþingmenn, skrifið þeim,
látið rígna inn á boröin hjá þeim
réttum upplýsingum um fjárhags-
vanda og sálarháska þeirra fjöl-
skyldna, sem nú eiga eignir sínar
undir uppboðshamrinum.
Orsök og afleiðing
Umræða um húsnæðisfá-
ránleikann er mikil og vaxandi. Að
stærstum hluta snýst hún þó um af-
leiðingar fremur en orsök vandans.
I ályktun sinni um seinustu helgi
minnti flokksstjórn Alþýðuflokksins
formenn stjórnarflokkanna réttilega
á, aö tvær helztu orsakir ríkjandi
neyöarástands eru:
— skert greiðslugeta vegna afnáms
vísitölubindingar launa en ekki
lána, sem forsætisráðherra hefur
kallað mistök, en hét áður
stjórnarstefnan.
— Hækkun rauavaxta í kjö'ifar
„vaxtafrelsis”, sem formaður
Sjálfstæðisflokksins kallaði á
sínum tíma „tímamótaákvörðun”
í hagstjórn lýðveldisins.
Það má til sanns vegar færa.
I fyrsta sinn í sögu lýðveldisins
hefur heilli kynslóð ungs fólks verið
úthýst af húsnæðismarkaðinum.
Var það kannske tilgangurinn?
Er það kannske stjórnarstefnan?
Að sögn eins sérfræðings ríkis-
stjórnarinnar í húsnæðismálum má
merkja áhrif vaxtastefnunnar á því,
að árið 1985 hefði greiðslubyrði láns,
sem tekið var 1982, verið 33,3%
hærri en upphaflegar forsendur
gerðu ráð fyrir, þótt lánskjara-
vísitala og laun hefðu haldist í
hendur.
Fyrir kosningar sögöu sjálfstæðis-
menn: Eign fyrir alla og 80% lá.i til
þeirra sem byggja í fyrsta sinn.
Eftir kosningar er reynslan: Borg-
arfógetaembættiö stiiigur í vasann
rausnarlegum umboöslaunum af
18.000 uppboöum og smám saman
hafa hinir ungu og eignalausu
hrakizt af fasteignamarkaðinum og
sæta nú afarkostum leigumarkaöar-
ins.
Undanfarin 4—5 ár hefur yngstu
kaupendum fasteigna fækkað um
fimmtung.
Slagorðið um eign fyrir alla er að
snúast upp í öfugmæli um forréttindi
hinna fáu og riku.
í vinnustundum talið
En hafi raunvaxtastefna Þorsteins
reynzt hinum ungu dýrkeypt, hvað
hafa mistök Steingrims kostaö?
Árið 1984 þurfti launþegi að vinna
tæplega 35% lengri tíma en áður til
þess eins að geta staðið undir mis-
gengi lánskjaravísitölu og
kaupgjaldsvísitölu. Á nýbyrjuðu ári
verður hann sennilega að eyða
rúmlega 40% lengri tíma af sömu
sökum.
A undanförnum árum hafa
raunvextir miðað við laun hækkað á
bilinu20—30%.
Mistök Steingríms (og félaga,
hafa því kostað húsbyggjandann 40%
lengri vinnutíma fyrir sama magni
af steinsteypu. Og reikningur Þor-
steins bætir 33% þar við.
Þetta kemur heim og saman við
reynslu húsbyggjandans, sem
byrjaði að byggja 1982 á þeirri for-
sendu, að það tæki hann 2 1/2—3
mánuði að standa undir afborgunum
og vöxtum af lánum. I ár duga 11
mánaða laun ekki til þess. Þess
vegna er hann undir hamrinum.
Hvað á að gera?
Það er ekki nóg að lengja henging-
arólina með ráðgjöf, biðreikningum
og vangaveltum a la Alexander. Það
er aðeins frestun á gjaldþroti
húsbyggjenda.
Það er ekki nóg að fleyta lána-
Kjallarinn
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON,
FORMAÐUR
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Vinstra megin
við miðju
kerfinu á milli útborgunardaga með
viðbótarlánsfé, sérstöku lánsfé,
bráðabirgðalánsfé og þaðan af siður
erlendu lánsfé.
Þetta eru bara stef í útfararsálm
húsnæðislánakerfisins, því að nú
koma til sögunnar stórkostleg
gengistöp til viðbótar viö vaxtatöp
byggingarsjóðanna.
Við jafnaðarmenn leggjum til, að
3,5 milljörðum króna verði varið
árlega til húsnæðismála af fjárlög-
um á næstu árum.
Við leggjum til að tekna verði aflað
með:
— launaskatti, sem verði skilað til
byggingars j óðanna,
— stighækkandi eignarskattsauka
næstu tvö ár, á skattsvikinn
verðbólgugróða stóreignafyrir-
tækja og stóreignamanna,
— 5% af bindiféSeðlabankans,
— hagnaði Seðlabankans og refsi-
vaxtafé verði varið til húsnæðis-
mála,
— veltuskatti af verzlun og þjónustu
verði varið til húsnæðismála.
Þessir tekjustofnar myndu nægja
til að endurreisa fjárhag húsnæðis-
lánakerfisins og til að standa undir
útlánastefnu og lánskjörum, sem
væru mönnum bjóðandi. Stærsta
hagsmunamál ungu kynslóðarinnar í
landinu er að hrinda þessari félags-
legu húsnæðislánastefnu jafnaðar-
manna í framkvæmd.
Jón Baldvin.