Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Qupperneq 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985.
DVíBelfast:
Tveir breskir hermenn ganga varkárir um strœti í bæ fyrir utan Belfast þar sem bæði búa kaþólikkar og mótmælendur. DV-mynd ÞÓG.
Breskar hríðskotabyssur
gæta f riðarins í Belfast
Götur Belfastborgar eru auðar á
grámóskulegum sunnudagsmorgni í
apríl. Hið eina sem rýfur kyrrð helgi-
dagsins eru drunumar í gráum
herjeppum sem þjóta á milli 19. aldar
bygginganna í miðbænum. I jeppunum
sitja hermenn með stórar og klunna-
legar hríðskotabyssur og stara út,
viðbúnir ónotayrðum, steinum eða
kúlum.
Það er sunnudagsmorgun í Belfast.
AUt er hljótt. Jámhlið mikil loka
götum þar sem em mikilvægar stjórn-
arskrifstofur og uppáhaldsskotmörk
hryðjuverkamanna hins kaþólska
Irska lýðveldishers. Jafnvel í kringum
einstaka kirkju má sjá háar gadda-
vírsgirðingar. Jafnvel guðshús sleppa
ekki við árásir í þessu eUífa stríði sem
kennt er við trúarstríö miUi kaþólikka
og mótmælenda á Norður-írlandi.
A sunnudagsmorgni vakna menn í
úthverfum Belfast til lífsins, kaþóUkk-
ar í sínum húsum, í sínum hverfum;
mótmælendur í sínum.
Sprengihætta
Þegar kaþólikkar vakna þennan
sunnudagsmorgun, sem reyndar er
páskadagur, fara þeir að undirbúa
kirkjuferð. Eftir messuna er farið í
skrúðgöngu tU að minnast páska-
uppreisnarinnar 1916, þegar hópur
bjartsýnna Ira reyndi að bylta stjóm
Breta á Irlandi, árangurslaust.
Mótmælendur fara í kirkju en síðan
heim.
Hermennirnir koma sér fyrir á
stöðum þar sem kunna að verða
vandræði. Byssumar em mundaðar.
AndUtin eru svipbrigöalaus og augun
leita varkár að einhverju
grunsamlegu.
Þegar blaöamaöur DV leggur bíl
sínum á stað þar sem ekki má yfirgefa
bíla kallar hermaður á hann úr jeppa
og útskýrir kurteislega að þarna megi
ekki skilja bíla eftir. Hvers vegna?
Vegna sprengihættu, svarar her-
maðurinn undrandi en með skUningi
þegar hann heyrir að bílstjórinn talar
ekki með írskum hreim. En honum
hafði greinilega ekkert Utist á bU-
númerið sem var frá hinu kaþólska
írska lýðveldi í suðri.
Þumallinn niður
Þeir vom fleiri sem leist Utið á það
númer. Blaðamaður var rétt
nýkominn yfir landamærin tU Noröur-
Irlands er bíU, sem á eftir keyrði,
blikkaði hann meö ljósunum. Þegar
blaðamaöur hægði ferðina, í þeirri trú
að þetta væri lögregla eða herjeppi
fyrir aftan, lagðist blikkarinn á
flautuna og brunaði fram úr. I aftur-
glugganum sást unglingur beina
þumalfingrinum niður aö bíl blaöa-
manns með suöur-írska númerinu.
Mótmælendur í meirihluta
Afstaða mótmælenda á Norður-
Irlandi gagnvart lýðveldinu í suðri
byggist á innflytjendahugarfari
minnUilutahóps sem vill allt gera til að
afstýra því að hann verði kaþólska
meirihiutanum aö bráð. I Norður-
Irlandi em mótmælendur í meirihluta
og því hafa þeir litinn áhuga á
sameiningu viö ríki þar sem þeir yrðu
minnihluti.
Hugsun kaþólikkanna er einmitt
andstaðan við þetta. Þeir vilja
sameinast trúbræðrum sínum í suðri
og losna þannig við yfirgang mót-
mælenda sem láta hatur sitt á suörinu
oftbitnaáþeim.
Trúarstríð?
Er þetta þá trúarstríö? Nei, fyrst og
fremst stendur styrinn á milli
afkomenda innfluttra Breta og þeirra
Ira sem gengu í lið meö þeim og svo
írskra frumbyggja sem neituðu að
gangast undir bresk yfirráð og trúar-
skiptin sem því fylgdu.
Trúardeilumar koma til sögunnar
aðallega sem tákn hvors hópsins fyrir
sig; mótmælendatrúin sem sam-
einingartákn Bretasinna og kaþólskan
lýðveldissinnanna. Þessi trúartákn
hafa svo magnað deilurnar upp í hatur
og ofstæki — og blindu á málstað and-
stæðingsins.
Þessa blindu sá ég þegar ég hlustaði
á mótmælanda segja mér frá
ástandinu í Dublin, höfuðborg írska
lýðveldisins. Hann sá þar ekkert
jákvætt. Glæpir tröllriðu þar öllu. Ekki
mætti skilja þar eftir bíl án þess að
koma svo að honum ónýtum.
Mótmælendaprestur
hrakinn burt
Blindan kom einnig fram í þessum
mánuöi þegar mótmælendaprestur var
hrakinn burt úr sókn sinni eftir að
hann predikaöi í kaþólskri kirkju. En
sú saga gefur þó líka vonarglætu um að
ekki séu sættir óhugsandi.
Sagan hefst árið 1981 þegar sprengja
skaddaði kaþólska kirkju í Limavadi á
Norður-Irlandi. Talsverð andstaða
hafði verið meðal mótmælenda í
þessum 11.000 manna bæ.
Mótmælendapresturinn David
Armstrong lýsti yfir samúö með
kaþólikkum í bænum og kom fram í
sjónvarpi með kaþólskum biskupi.
Hann sagði að ef sprengingin hefði
verið gerð í nafni mótmælenda-
trúarinnar, þá skammaðist hann sín.
„Þessu var ekki tekið vel,” segir
Kevin Mullen, presturinn við kaþólska
kirkju í Limavadi. „Svona nokkuð
bara gerir maður ekki í þessum heims-
hluta.”
En um jólin áriö 1983 ákvað Mullen
að gera sitt til að stuöla að sáttum
trúarhópanna tveggja. Hann gekk yfir
að kirkju mótmælenda til að hlýða á
messu. Honum var strax boðiö aö
halda ræðu sem var mjög vel tekið.
Eftir messuna fór svo mótmælenda-
presturinn Armstrong og talaði til
kaþólikka. Þeir tóku honum jafnvel og
mótmælendur höfðu tekiö kaþólska
prestinum þeirra.
Áflog
En þegar prestarnir tveir ákváðu að
endurtaka þetta á jólunum í fyrra voru
harðlínumenn mótmælenda viðbúnir.
Þeir mættu 40 saman og stóðu vörð
fyrir utan mótmælendakirkju
Armstrongs. Þegar kaþólikka-
presturinn Mullen kom að var honum
hleypt í gegn. En þegar hann hóf að
tala voru þrír menn meö frammíköll
og læti. Aflog brutust út og messan var
eyðilögð.
Fyrirliði óeirðaseggjanna var séra
Wesley MacDowell, úr hópi Irans
Paisley. „Þegar kaþólikkar tala um
sættir þá eiga þeir raunverulega við að
snúa mótmælendum aftur til sín,”
sagði MacDowell.
Eftir þessa atburði var farið að gera
aðkast að mótmælendaprestinum
Armstrong. Börn hans sluppu ekki
einu sinni og voru lögð í einelti.
Armstrong flúði og er nú prestur í Ox-
fordáEnglandi.
Studdu Armstrong
Söfnuði hans í Limavadi fannst hann
hafa yfirgefið sig. „Við vissum ekki við
hvílíkan þrýsting hann mátti búa fyrr
en vikuna sem hann fór. Og þá var það
of seint,” segir kona sem sagði sig úr
kirkjustjórninni vegna þess hvernig
fariö var með sáttaprestinn. Hún segir
aö 70 prósent safnaðarmeðlima
hafi stutí Armstrong.