Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Qupperneq 35
35
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985.
idinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
Örnólfur Thorlacius, rektor MH: „Prófsvindl er alls staflar til. En miflafl vifl
þá reynslu sem ég hef úr öflrum skólum þé er slikt frekar fétitt hér."
Guðni Guðmundsson, rektor MR:
„Ég veit ekki til þess afl hór sé
svindlað í prófum, a.m.k. hefur
enginn orflifl uppvis að slíku sl.
4-5 ár".
tíma í aðkrota út einhverja svindlmiða
þá geti það rétt eins notað þann tíma í
aö lesa námsbækumar.
Annars hefur maður tilefni til aö
ætla að prófsvindl sé orðið úrelt fyrir-
brigði. Við verðum ekkert varir við
þetta. Nemendur sjá líka sjálfir að
svona nokkuð borgar sig einfaldlega
ekki.”
Flóttalegt augnatillit
— Kanntu ekki einhverjar sögur af
prófsvindli?
„Jú, eflaust kann maður einhverjar
slíkar frá því í gamla daga. Einu sinni
fyrirmörgumárumþegarégsat yfiri
prófi, fannst mér einn nemandinn vera
mjög flóttalegur til augnanna. Eg
stend upp, labba til hans og sé að riss-
blaðabunkinn hans er óeðlilega þykk-
ur. Þá kom í ljós að hann var með blöð
yfir óreglulegar sagnir neðst í
bunkanum. Þetta var í upphafi prófs
svo að ég gerði ekkert í þessu. Sleppti
stráksameðþetta.
Siðan segir sagan af kennara nokkr-
um hér við skólann sem þótti mjög
naskur við að sjá út svindl. Eitt sinn er
hann sat yfir í prófi á hann aö hafa
hlaupiö út á gang á efstu hæðinni og
kallaö niður til umsjónarmannsins:
„Drífðu þig strax út í leikfimihús, þeir
eru að svindla þar.” En þessi saga er
nú gömul og ég sel hana ekki dýrari en
ég keyptihana.”
Er framtíðin
svindltölvur?
„Þetta er eins og með afbrot, það
kemst ekki allt upp,” sagði ömólfur
Thorlacius, rektor Menntaskólans við
Hamrahlíð, þegar hann var spurður
um tíðni prófsvindla í skólanum.
„Þetta er alls staðar til en við höfum
ekki orðið mikið varir við þetta hér.
Við höfum staðið menn að svindli
endrum og eins en miðað við þá
reynslu sem ég hef af slíku úr öðrum
skólum þá er þetta frekar fátítt.
Hafsteinn Stefénsson, skólastjóri
FÁ: „Prófsvindi er ekki algengt
hór. Ég held afl sllkt só alveg
komifl úr tisku."
DV-mynd Kristján Ari.
Eg held að í því sambandi komi aðal-
lega tvennt til. I fyrsta lagi erum við
með stuttan próftíma. Nemendur hafa
nóg að gera við að svara spurningum
meðan á prófi stendur. I öðm lagi er
nemendum ekki hleypt inn í stofumar
fyrr en próf hefst. Þetta útilokar það
að hægt sé að koma fyrir svindlmiðum
eða krota á borð. Annars held ég að
þessir gömlu svindlmiðar f ari að verða
úreltir. Maður bíður eftir því að
nemendur fari að koma með þessar
litlu vasatölvur sem hægt er að forrita
ipróf.”
Sjálfsbjargarviðleitini
..Einhverjar svindlsögur? Eg man
eftir einni þegar ég var kennari við
MR. Þá var ég með skyndipróf í efna-
fræði og vissi að margir af nemendun-
um höföu hugsaö sér að reyna að
svindla. Ég hirti margar bækur undan
borðum í upphafi prófsins en einn
strákurinn slapp. Hann skrifaði nokkr-
ar byggingafonmúlur í prófinu svo ná-
kvæmlega að ég var alveg viss um að
þær væru beint upp úr bókinni. Eg
kunni þær ekki einu sinni!
Svo ég ákveð að ná mér niðri á
stráknum með því aö kaDa hann upp að
töflu í næsta tíma og láta hann skrifa
upp formúlurnar. En þá kunni kauöi
allt saman. Hann hafði lagt á sig að
læra allar formúlumar utanbókar.
Mér fannst þetta svo mikil sjálfs-
bjargarviðleitni að ég fyrirgaf honum
allt saman. Hann viðurkenndi líka
fyrir mér nokkm síðar að hafa notað
bókinaíprófinu.”
— Hefur þú einhvem tímann
svindlaðáprófi?
„Já og nei. Eg reyndi það einu sinni í
prófi í þýsku hjá Jóni Magnússyni.
Hann sá hins vegar strax í gegnum
mig. Hafði meira að segja á orði að
þetta hefði verið mjög viðvaningslega
gert hjá mér. Þá gafst ég upp á að
svindla.”
Minna prófstress
„Prófsvindl er ekki algengt hér. Eg
held að þetta sé alveg komiö úr tísku,”
sagði Hafsteinn Stefánsson, skóla- -
meistari Fjölbrautaskólans viö
Armúla. „Það sem skiptir mestu máli í
þessu sambandi er hvað próftíminn er
stuttur. Nemendur hafa einfaldlega
ekki tíma til að svindla. Hér áður fyrr
var próftíminn oft á tíðum 3 tímar. Það
bókstaflega bauð upp á að fólk reyndi
svindL
Þaö hefur lika mikið að segja að
prófstress er minna en áður var. I f jöl-
brautakerfinu t.d. eiga nemendur það
ekki á hættu að falla á heilum vetri. Ef
viðkomandi fellur í einhverju prófi get-
ur hann tekið það upp aftur. Að falla á
prófi er því ekkert stórmál lengur.”
Komið úr tísku
I svipaðan streng tók Erling ■
Tómasson, skólastjóri Langholtsskól-
ans. „Það hefur dregið mikið úr
spennu í kringum próf. Við verðum
nánast ekkert varir við að nemendur
reyni að svindla í prófum. Þessir hlutir
hafa breyst mikið frá því sem áður var
þegar skrifað var á lófa og handleggi,
jafnvel læri. Þetta er einfaldlega ekki í
tískulengur.”
Hörð viðurlög
„Fyrirkomulag prófanna er orðið
þannig að það borgar sig ekki fyrir
nemendur að reyna að svindla,” sagði
Jóhann Sigurjónsson, yfirkennari
Menntaskólans á Akureyri.
„Nemendur sitja dreifðir í stofunum
og gæslan er ströng. Próftíminn er
stuttur og býður ekki upp á að það sé
eitthvað veriö aö drolla.
Eg hef verið aö spyrja krakkana út í
þessa hluti. Þeir eru alls ófeimnir við
að ræða þetta og mér virðist á þeim aö
það sé alveg sáralítið um þetta, ef þá
nokkuð. Eg held að nemendur almennt
geri sér fulla grein fyrir því að það
borgi sig ekki að svindla á prófum.
Viöurlög við slíku athæfi eru hörð.”
Lófasvindl. Þetta hafa örugglega margir reynt é sínum prófferli.
þess var að einn nemandinn horfði
mikiö út um gluggann. Þessum ágæta
manni fannst þetta nokkuð undarleg
hegðun þar sem allir aðrir i prófinu
kepptust við. Hann stendur því upp og
fer að athuga máliö nánar. Þá kom í
ljós að nemandinn var með segul-
bandstæki á sér. Heymartækissnúran
var hins vegar glær sem girni og sást
ekki úr fjarlægð. Upplýst og rekinn úr
skólanum.
Þetta eru allt dæmi um meiriháttar
svindl. Hér hefur ekki verið minnst á
minni spámenn, þá sem gera svindl-
miöa og krota í lófa. Slíkt telst vart í
frásögur færandi enda nokkuð sem
flestir hafa einhvem tíma reynt á
skólagöngu sinni.
Endum þessa upprifjun engu að
síður með einni sögu um lófakrot.
Þetta var hér í gamla daga meðan
munnlegu prófin tíðkuðust enn.
Nemandinn var að koma upp í sögu og
hafði skrifað hjá sér minnispunkta í
lófann. Kennarinn fer að spyrja og
innan skamms stendur nemandinn á
Gamla svindlmiðann þekkja nú allir. Margir þora hins vegar ekki afl hafa hann uppi é borfii hjé sér. Þafi er
lika í mörgum tilfellum óþarfi þvi viflkomandi kann yfirleitt utanbókar þafl sem é mifianum stendur.
DV-myndir— Kristjén Ari.
gati. Hann þorir samt ekki að líta í
lófann. Nema hvaö kennarinn gerist
óþolinmóöur og segir loks: „Hvað er
þetta, maður, sérðu þetta ekki í hendi
þér?” Nemandanum féllust gjörsam-
lega hendur viö þessa athugasemd og
kom hann ekki upp eina einasta orði.
Það skemmtilegasta við þetta allt
saman var þó aö kennarinn hafði ekki
hugmynd um að nemandinn hafði
skrifaö minnispunkta í lófann. Þar
rataðist því kjöftugum satt á munn.