Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Qupperneq 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1985.
5
Forstjórinn og flugmaðurinn Fostar „MacEagla" við þristinn sinn á Reykja-
vikurflugvelli i gœr. i dag eða ó morgun flýgur hann með kunningja sinum
heim til Bandarikjanna eftir sex vikna stopp á íslandi vegna vólarbilana.
DV-myndir: S.
UF» ER AB FUUGA
ÞRIST1UM HEIMINN
Eftir aö hafa veriö strandaglópur á
Islandi í sex vikur sér Foster Mac-
Edward nú loksins fram á að geta
flogið þristinum sínum heim til
Vermont í Bandaríkjunum.
Þann 16. maí síðastliðinn henti
MacEdward það óhapp að annar
hreyfill DC-3 véiar hans bilaði þegar
flugvélin var að nálgast landið. Hinum
þrautreynda flugmanni tókst að koma
vélinni til Reykjavíkur og lenda henni
þar.
Nýr hreyfill var pantaöur erlendis
frá og settur í. Svo illa vildi til að. í
fyrsta reynslufluginu bilaði nýi
hreyfillinn. Þristurinn var vart kom-
inn í loftið af Reykjavíkurflugvelli
þegar sá nýi gaf sig. Aftur varð að
nauðlenda á einum hreyfli.
Annar hreyfill var pantaður. I gær
var flugvélinni svo reynsluflogið. Allt
gekk vel. Foster MacEdward sér því
fram á að geta haldið för sinni áfram.
Hann áætlar aö leggja af stað í dag eða
á morgun.
Þessi 63 ára gamli milljónamæring-
ur og húmoristi er alls ekki búinn að fá
nóg af íslandi, eins og einhverjir gætu
haldið eftir slíka óhappareynslu. Þvert
á móti kveðst hann hafa notið hvers
einasta dags. Hann hefur f eröast mikið
um suðvesturhornið. Hann notar stei k
lýsingarorð til að tjá hrifningu sína á
landinu.
MacEdward hefur reyndar ekki
dvalist alveg samfellt á Islandi undan-
famar sex vikur. Hann skrapp heim í
eina viku til að gifta eldri dóttur sína,
Jackie.
Einn lesandi blaösins hringdi og
benti okkur á að gaman væri að spjalla
við „kallinn”. Við þökkuðum ábend-
inguna og drifum okkur út á flugvöll.
í stjórnklefanum hefur „úrninn"
sórstakt kortaborð. Þar á hann flug-
kort af allri jörðinni.
Er kenndur við örninn
Þaö fyrsta sem blaðamaðurinn tók
eftir var að hann var klæddur í ná-
kvæmlega eins peysu og Foster
MacEdward, rauöa meö gylltum emi
ísaumuðum. Fyrsta umræðuefnið var
því peysur.
Foster MacEdward kvaðst ekki
aðeins hafa keypt peysuna vegna
uppáhaldslitar síns heldur einnig
vegna arnarins.
„Gælunafn mitt er MacEagle,”
sagði Foster. Svo við köllum hann hér
eftir í greininni einfaldlega öminn.
örninn lærði að fljúga í síðari heims-
styrjöldinni, nánar tiltekið árið 1943.
Hann flaug í bandaríska hernum. I
stríðinu átti hann nokkmm sinnum leið
um Island en var þó aldrei staðsettur
hérlendis.
„Ég hef flogiö nánast öllu sem flogið
getur, líka þotum,” segir örninn. Hann
kveðst fljúga 500 til 700 flugstundir á
ári, bæði sér til ánægju svo og vegna
starfsins. Segist hann sameina starfið
og ánægjuna.
Peningarnir
koma af skóvélum
Tekjur fær hann frá fyrirtæki sínu
sem framleiðir vélar sem búa til skó.
Arður af rekstrinum gerir honum
kleift að lifa því sem margur myndi
kalla draumálífi, sérstaklega margur
flugáhugamaöurinn.
örninn á tvær flugvélar. Auk þrists-
ins á hann sexu eða DC-6 sem er f jög-
urra hreyfla. Flugvélamar hefur hann
innréttað þannig að vel fari um hann,
þó án íburðar. Hann virðist vera hóg-
vær maður og lætur lítið yfir velgengni
sinni.
Hann sýndi okkur DV-mönnum um
borð í þristinn. Þar gat fyrst að líta eld-
hús með örbylgjuofni aftast í vélinni
við hliðina á salerninu. Næst stjórn-
klefanum voru tvö rúm sem hægt var
að breyta í farþegasæti fyrir sex. I
farþegarýminu vora einnig sex djúpir
hægindastólar og fótaiýmið ekki
skorið við nögl. Þar voru og tvö sjón-
vörp, videotæki og sími, svo eitthvað sé
nefnt.
Þarf ekki að flýta sér
Hann kærir sig ekkert um þotu.
„Ef ég ætti þotu þyrfti ég að fljúga í
30 þúsund fetum og hafa stöðugar
áhyggjur af bönkunum. 1 flugvél eins
og þessari er hins vegar engin fjár-
festing. Auk þess er miklu skemmti-
legra að fljúga svona vél þó að hún fari
hægar og sé kannski ekki eins öragg.
Eg hef nógan tíma og mér liggur
ekkert á. Eg þarf ekki að flýta mér.
Auk þess gæti ég ekki lent á íslensku
malarflugvöllunum á þotu né á ökrum
heima eins og ég get á þessari flugvél.
Og á þessari nýt ég þess að fljúga lágt
og skoða landslagið,” sagði Öminn.
A samtalinu heyrum við að trúlega
þekkir hann meira til Islands en marg-
ur Islendingurinn gerir. Hann hefur
margoft komið hingaö undanfarin
fjöratíu ár, oftar en hann hefur töiu á.
Hann hefur eignast vini og kunning ja á
Islandi.
Flýgur um heiminn
Hann á sér meira að segja sína uppá-
haldsflugleið um Island. Hún Uggur f rá
Reykjavík um Reykjanesskaga fram-
hjá Kleifarvatni og KeiU. Síðan beygir
hann og fylgir fjaUgarðinum tU norð-
austurs, flýgur mUU Hveragerðis og
HengUs og yfir ÞingveUi. Hann flýgur
síðan yfir Geysi og GuUfoss og tekur
stefnuna á Kjöl. Hann flýgur yfir
Hvítárvatn, í gegnum skarðið miUi
Hrútafells og Langjökuis og tekur
stefnuna norður fyrir Hofsjökul. Hann
flýgur um fjallgarðinn mUU Skaga-
fjarðar og Eyjafjarðar og miUUendir
kannski á Akureyri. Hann þræöir
áfram norðlenska hálendið inn af
Svarfaðardal og tekur síðan stefnuna
suður. Hann flýgur yfir Arnarvatns-
heiði, Reykholt í Borgarfiröi og Akra-
nes áður en aftur er lent í Reykjavík.
Hann nýtur þess aö fljúga um heim-
inn. I fyrra fór hann á sexunni um
Kyrrahafið, þræddi Kyrrahafs-
eyjamar og dvaldi á Ha waii. Hann hélt
— Bandaríkja-
maðurinn Foster
MacEdward
hefurverið
strandaglópurá
Íslandiísexvikur
áfram tU FiUppseyj:., Kina og Japans.
Þetta er hans líf og yndi, að fljúga um
heiminn.
„Eitt af því fyrsta sem ég geri aUtaf
þegar ég kem tU Reykjavíkur er að gá
hvernig gengur hjá ykkur aö byggja
kirkjuna þama,” segir örninn og hlær
um leiö og hann bendir á HaUgríms-
kirkju.
„Undanfarin 20—30 ár hefur þaö
verið tilhlökkunarefni aö sjá hvað
kirkjubyggingunni hefur miðaö áfram.
Eg vona að ykkur takist aö ljúka
byggingunni einhvern tímann í fram-
tíðinni,” segir hann.
-KMU.
Farrýmið er likara venjulegri ibúð en farrými farþegaflugvéla.
MYNDBANDALEIGA
til sölu á besta staö í bænum, hagstæð húsaleiga. Verð aðeins kr. 500.000, engin útborgun nauðsynleg.
Greiða má með fasteignatryggðum skuldabréfum til margra ára. Upplagt fyrir fjölskyldu eða aðra mynd-
bandaleigu sem myndi þá reka tvær leigur með betri nýtingu á myndum og tækjum. Áhugasamir vinsam-
lega sendi nöfn og símanúmer til smáauglýsingadeildar DV, Þverholti 11, í síðasta lagi fyrir fimmtudaginn
27. júní merkt „Myndbandaleiga 1000". Öllum bréfum svarað.