Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Qupperneq 12
12 DV. MIÐVKUDAGUR 26. JUNI1985. Frjálst.óháó dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjérnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFU.R P.STEINSSON. I rítstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14.SÍMI 684611. Áuglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla.áskriftir.smáauglýsingar.skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SlMJ 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverð á mánuöi360kr. Verð í lausasölu 35 kr. HelgarblaðáOkr. DV Þannig féll bjórinn Bjórinn féll á Alþingi af tveimur ástæöum. 1 fyrsta lagi voru margir þingmenn alls ekki eins hlynntir honum og þeir höföu látiö í veðri vaka. f öðru lagi sundruðust þeir í ýmsar áttir, meöan andstæðingar bjórsins greiddu jafnan atkvæði á sem tæknilega áhrifamestan hátt. Neðri deild fór fyrst af stað með því að hafna þjóðarat- kvæðagreiðslu og taka sjálf þá efnislegu afstöðu að sam- þykkja bjórinn beint. Á þeirri stundu virtust hlutföllin á Alþingi endurspegla nokkurn veginn meirihlutaviljann, sem hafði komið fram í skoðanakönnunum. f efri deild byrjaði hins vegar ballið. Ef meirihluti hennar hefði í raun viljað bjórinn, hefði hann fallizt á nið- urstöðu neðri deildar og bjórinn orðið að lögum. En þá neitaði deildin að taka afstöðu til bjórsins og samþykkti í staðinn svokallaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þetta hefði verið fyrri deild, væri ekkert við niður- stöðuna að athuga. Bæði sjónarmiðin eru gild, að Alþingi eigi sjálft að skera úr málinu og að það eigi að vísa því til þjóðarinnar. Að vísu átti þjóðaratkvæðagreiðslan aðeins að vera ráðgefandi, ekki bindandi. En efri deild var síðari deild. Hún samþykkti málsmeð- ferð, þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fyrri deild var búin að hafna. Hún neitaði bjór, sem fyrri deild var búin að sam- þykkja. Hvort tveggja var auðvitað harðvítug gagnrýni á neðri deild og ögrun við hana. Þeir, sem studdu þjóðaratkvæðagreiðsluna í efri deild, voru vitandi vits að búa til stöðu, sem neðri deild ætti auð- vitað erfitt með að kyngja. Þeir voru beinlínis að tefla bjórmálinu í tímahrak og þá óskastöðu, að bjórinn færi aftur í efri deild og loks í sameinað Alþingi. Engar líkur voru á, að þetta tækist í ringulreiðinni, sem einkenndi störf Alþingis síðustu dagana. Þar að auki hefði bjórinn þurft tvo þriðju hluta atkvæða í sameinuðu þingi. Svo miklum meirihluta hefði hann ekki náð. Þannig hálf- drap efri deild bjórinn. Ekki tók betra við, þegar málið fór aftur til neðri deild- ar. Þar tókst engin samvinna meðal stuðningsmanna bjórsins. Ef þeir hefðu allir verið ákveðnir í að ýta bjóm- um áfram, hefðu þeir brotið odd af oflæti sínu og fallizt á þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fyrst voru greidd atkvæði um upphaflega ákvörðun neðri deildar um heimilan bjór og hún var felld. Síðan voru greidd atkvæði um eins konar málamiðlun milli sjónarmiða neðri og efri deildar. Hún var einnig felld. Þá var ekki annað eftir en að fylgja efri deild. En þá kom í ljós, að einungis tólf þingmanna voru reiðubúnir að ganga svo langt í stuðningi við bjórinn að tryggja honum framhaldslíf í formi þjóðaratkvæða- greiðslu og hugsanlega síðari staðfestingar Alþingis á þeirri niðurstöðu. Þannig féll bjórinn endanlega. Athyglisvert er, að bjórmálið féll ekki á tíma, eins og andstæðingarnir höfðu teflt upp á. Bjórinn var hreinlega felldur, því að allar þrjár útgáfumar voru felldar í neðri deild. Ef bjórinn hefði verið felldur á tíma, hefði verið auðveldara að taka hann upp í haust. Nú stendur Alþingi andspænis því að hafa fellt bjórinn. Það verður því erfiðara að taka máliö upp að nýju. And- stæðingar bjórsins, sem nú hrósa frækilegum sigri, munu þá vekja athygli á, að Alþingi sé þegar búið að fella bjór- inn. Og hver getur mótmælt því? Jónas Kristjánsson „Þingmenn Bandalagsins hafa ítrekað flutt á Alþingi tillögur um stuðning við ný fyrirtœki, hvetjandi opinberar aðgerðir í stað letjandi, án nokkurra skilyrða um staðsetningu eða gerð." sglpl m - ■ Sveitarstjórinn og Bandalagið I tveimur blaðagreinum hefur Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gert sér það ómak að útskýra stefnu Bandalags jafnaöarmanna og ályktun lands- fundar þess frá í vetur. Stjórnmála- starf og stjómmálaumræða eru vafalaust einhverjir mikilvægustu homsteinar opins og þróttmikils lýðræðis. Þess vegna ber að fagna allri umræðu hvort sem hún byggist á „prinsippum” eða beinist að því fóDci sem útfærir þau. Mér er þaö, allra hluta vegna, ákaflega ljúft að gera eina tilraun enn til þess að út- skýra nokkur atriði í stefnu Banda- lagsins fyrir sveitarstjóranum. Þeg- ar gagniýndir eru pólkískir atburðir, sem tengjast tíma, stað og einstakl- ingum, er þeim sem gagnrýnir vork- unn að beina athygli sinni að einstakl- ingunum enda eru þeir alla jafna áhrifameiri en staður eða stund. Hvemig svo sem á það er litið þá eru það einstaklingar, margir eða fáir, sem aðlaga „prinsippin” stað og stund. Langlífi skoðana og „prins- ippa” veltur hvaö mest á þessari aðlögun eða útfærslu. Gildi grund- vallarstefnu byggist þá á því að aðlögunarhæfni hennar sé umtals- verð, að hún gangi upp við f jölbreyti- legar aðstæður í mannlegu samfé- lagi. Sú stefna sem ekki stenst þess- ar kröfur er vafalítið ekki þess virði aö í hana sé haldið. Þaö er mis- skilningur að málefnaleg umræða einkennist af því að í henni séu persónur aukaatriöi. Hún hlýtur frekar að bera þess merki að þeir sem taka þátt í henni gera það af einurð og heiðarleika. Þess verður varla krafist að allt sem sett er fram verði sannaö, vegið eða mælt. Póli- tísk umræða er huglæg íþrótt og allar tilraunir til að gera hana eitthvaö annaö fara út í mgl um prósentur og milljarða sem koma pólitik ekkert við. Bandalaginu er borið á brýn að í stjórnmálaályktun þess felist árás á landsbyggðina. Þegar svo er fuUyrt er verið að leggja landsbyggðina og fulltrúa hennar á þingi aö jöfnu. Gagnrýni á Stefán Valgeirsson er þá gagnrýni á íbúa í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Þegar amast er við vafstri alþingismanna á borð við Friðjón Þórðarson og Valdimar Indriöason í bankaráðum þá er verið aö amast við íbúum Vesturlands- kjördæmis. Ég fæ ekki séð, eins og framboðum og kosningum er háttað hérlendis, að þetta samband sé svo ótvírættogbeint. Kjallarinn KRISTÓFER MÁR KRISTINSSON FORMAÐUR LANDSNEFNDAR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA Færam valdið heim í héruðin Fullyrt er að ásakanir um kjör- dæmapot jafngildi „árásum á lands- byggðina og þá menn sem staðið hafa í ströngu við að tryggja stööu byggðanna”. Það er gott þegar til þess kemur að menn eru ósammála um grundvallaratriöi. Sturla Böðvarsson telur framtíð byggðar best borgiö í höndum ósérhlífinna þingmanna með skömmtunarvald. Við bandalagsmenn erum hins vegar þeirrar skoöunar að skömmtunar- vald eigi að færa heim í héruðin, framtíð byggðar sé best borgiö í höndum heimamanna. Vaxandi fá- tækt hérlendis er fyrst og fremst sök manna sem kunna ekki aö fara meö það vald sem þeim er fengið. Þessi vaxandi fátækt birtist ekki í versn- andi viðurværi heldur í aukinni skuldasöfnun erlendis. Þar liggur fá- tækt isiensku þjóðarinnar. „Mannvinir” á Alþingi, sem úthluta lifsgæðum og raða verkefnum í for- gangsröð eftir flokksskírteinum eða búsetu, munu aldrei vinna bug á þessari fátækt. Stjórnmáiaafl eins og Bandalag jafnaðarmanna, sem berst fyrir rót- tækum kerfisbreytingum og mótun nýrrar samfélagsgerðar, hlýtur á- vallt að standa frammi fyrir marg- víslegum þversögnum. Við banda- lagsmenn erum þegnar þessa samfé- lags og viljum vera það af fullri ábyrgö þó svo okkur sé það leitt. Bandalag jafnaðarmanna er ekki niðurrifsafl. Við litum á okkur sem fulltrúa nýrra viðhorfa í íslenskri pólitik og við erum sannfærðir um að framtíðin sé okkar. Atvinnuuppbyggmg í sveitum og fyrirgreiðslur Sveitarstjórinn segist hafa heyrt mig tala um nauðsyn atvinnuupp- byggingar í sveitum. Eg verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hver kórvilla af minni hálfu er þar á ferð. Þingmenn Bandalagsins hafa ítrekað flutt á Alþingi tillögur um stuðning við ný fyrirtæki, hvetjandi opinberar aðgerðir í stað letjandi, án nokkurra skilyrða um staðsetningu eða gerð. Sömuleiðis upplýsir sveitarstjórinn að hann hafi vitað af mér í bæjarferð á vit kerfisins í leit að fyrirgreiðslu við atvinnufyrirtæki og stofnanir. Þarna telur sveitar- stjórinn greinilega að ég sé kominn í vont mál. Burtséð frá því að ég er ekki alþingismaður þá hef ég engan áhuga á að skjóta mér undan þeirri ábyrgð sem fylgir kosningu í sveitar- stjórn. Á þegnum lýðræðisríkis hvílir mikil ábyrgð, hana vil ég gjarna axla en fer ekki í neinar grafgötur með þá fyrirætlun mína að hafa endaskipti á stjórnkerfinu. Niðurstaða sveitarstjórans er sú að allur minn hugsanaferill einkenn- ist af því „að árinni kennir illur ræö- ari”. Hér á hann efiaust við að mér hefur engan veginn tekist stjórn þessa lands og þess vegna kenni ég kerfinu um. Undan þessari ásökun sviði eflaust hefði ég einhvem tíma „róiö” hjá þessari útgerð. Samt sem áður er ég á þeirri skoðun að árarnar séu vondar. Þær hljóta að vera vondar vegna þess að engin fleyta getur verið svo rangskeið, engir ræð- arar svo ósamtaka sem séð verður af kjölfari þjóðarskútunnar. Sveitarstjórinn telur sennilegt að „gamli bamaskólakennarinn” eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum með framtíðarsýn sína. Af öllu samhengi greinarinnar verður ekki annað séð en aö „gamli barnaskólakennarinn” sé háösglósa eða nánast skammar- yrði. Eg verð að viðurkenna að sá skilningur Sturlu kemur mér mjög á óvart. Að því slepptu að ég hef aldrei verið barnaskólakennari þá eru flestar mínar bestu bemskuminning- ar tengdar þeirri stétt. En í bernsku naut ég þeirrar gæfu að nema hvort tveggja, lestur og skilning á því sem ég las, af hjartahlýjum og fórnfúsum bamakennara. Ef til vill er reynsla sveitarstjórans önnur sem óneitan- lega skýrir ýmislegt, s.s. skilnings- tregðu hans á ritaö mál og val hans á háðsglósum. Kristófer Már Kristiusson. A „Viö bandalagsmenn erum hins vegar þeirrar skoðunar að skömmtunarvald eigi að færa heim í héruðin, framtíð byggðar sé best borgið í höndum heimamanna.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.