Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Qupperneq 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1985. 13 Þegar borgarstjórinn lokaði sambandið inni Þar sem þaö er um þessar mundir sem skoöanakannanir DV og ann- arra lýöræöisunnenda sýna að Reyk- víkingar mega vart vatni halda af ánægju með borgarstjórann sinn og framtakssemi þá má ég til meö að sýna eina almennilega göfuga hlið á þessum hógværa og lítilláta manni. En fyrir heittrúaða aðila málsins, eins og t.d. Berg H. Olafsson strætó- vaktaformann og aðrar tegundir Morgunblaðsdýrkenda er víst best aö vera ekkert aö lesa lengra. Það myndi ekki gera neitt annað en bölv- un. Því það eru nú takmörk fyrir því hvað hægt er aö leggja á mannlegt fólk. Lengilifi framtakssemin En það var þetta með framtaks- semina hjá keisaranum, Davíð. Það er nú þaö sem allt stendur og fellur með. Reyndar fellur aðallega núna upp á síökastiö. En það eru smámun- ir sem okkur Reykvíkinga munar ekkert um að líta yfir meðan fram- takssemin stjómar hér annars ferð- inni. Eg átti þess kost að verða vitni að vinnubrögðum keisarans einu sinni sem oftar reyndar og horfa tilsýndar á þegar hendur voru látnar standa almennilega fram úr ermum. Seint koma sumar afsakanir en koma þó Þetta var í nóvember 1983. SIS hafði loks heppnast að opna stór- markaö í Reykjavík eftir ca 40 ára stanslausar leyfisumsóknir til borg- aryfirvalda Reykjavikur (les: Sjálf- stæðisflokksins). Og með jafnmörg- um neitunum. En sem sagt, verslun- in Mikligarður hafði verið opin þama í aðeins nokkrar vikur og gekk bara ljómandi vel þegar og allt í einu vinnugallaklæddur herlýður keisar- ans mætti á tveimur ökutækjum hiröarinnar með iðnaðaráhöld sín og furðusmiðaverk meöferðis. I fyrstu héldu menn að borgaryfirvöld væm svona óformlega að biðjast afsökun- ar á þessarí töf og þessum mistökum i afgreiðslu umsóknanna undanfama áratugi með því aö reisa listaverk úr timburbjálkunum þama við inn- keyrsluna að stórmarkaðnum. Sér- staklega vegna þess að salan hafði farið fram úr björtustu (les: svört- ustu) vonum sumra manna fyrstu vikurnar þama i sjoppunni. Og nú myndi bara gróa endanlega yfir all- an þennan mlsskilning sem tafiö hafði þetta annars brýna mál meö þessu mannlega framtaki nú. Smíðuðu alveg óvartfyrir innkeyrsluna En viti menn. Venjulegt fólk (?) ætlaði ekki að trúa sínum eigin aug- um. Þeir keisarastarfsmenn smíð- uðu óvart fyrir aðra innkeyrsluna að stórmarkaðnum. Menn skildu bara ekkert í þessum mistökum þarna rétt fyrir hájólaösina. Það eina sem annars hafði skyggt á verslunarfyr- irkomulagið þarna var hve erfitt var aö komast að búðinni í þessu afkasta- litla gatnakerfi er hannaö hafði verið að versluninni af borgaryfirvöldun- um. En þetta hlutu einnig að vera ein- hver mistök í borgarkerfinu. — Og símtölin hófust. — En það er nú stundum svona á þessum óhappa- dögum. Maður hittir bara engan sem getur leyst vandamál manns. Hlýju og innilegu samtölin Og eftir geysilega mörg hlý og innileg samtöl við embættismenn borgarinnar var ákveðið að kippa þessum misskllningi bak við hurð og allir yrðu glaðir á ný. Viö þetta yrði nú ekki búið. En til málamynda þurfti aöeins aö kikja á þetta forms- ins vegna í umferðarnefnd Reykja- vikur og skipulagsnefndinni. En það tæki enga stund. Þetta yrði allt kom- ið í lag löngu fyrir jól. En vegna ófyrirsjáanlegra anna fór hið formlega erindi verslunar- stjórans ekki frá borgarstjóranum til umferðamefndarinnar fyrr en þann 18. janúar næsta ár. Og því mið- ur ekki heldur til skipulagsnefndar- innar fyrr en 23. janúar sama ár. Því vegir borgarkerfisins eru stundum grýttir eins og kunnugt er. Eftir að jólaerindið hafði ruggað á milli nefnda og stjórna keisarans all- nokkrar vikur var loksins samþykkt orðsending á borgarstjórnarfundi þann 3. febrúar til verslunarinnar þess efnis að ekki væri hægt að verða við þessari umferðartengingu á ný af umferðarástæðum — þó að reyndar umferöarnefndin sjálf, sem sérhæfð- ust er í þessum málum, hafi enga hættu séð í þessu. En sérfræðingun- um getur aÚtaf orðið á mistök sem borgarstjóranum ber auðvitað aö leiörétta strax. Það varð jú eitthvað að sjást eftir umferðaröryggisárið Svo að ákveðið var að hafa bara þessar traustagrindur þama fyrir innkeyrslunni framvegis. Það er nú ekki hægt að brjóta skipulagsupp- drættina. Þó að það hafi að vísu óvart hent núna um daginn þegar fjölbýlishúsalóðinni var úthlutaö á róluvelli íbúanna við Stangarholtiö. Kjallarinn MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON FYRRV. VAGNSTJÓRI SVR En það kemur sem betur fer ekki oft fyrir. Bara einstaka sinnum. Og jólaverslunin varð því miður mun minni i markaðnum en til stóö vegna umferðaröryggis. Þetta var jú norræna umferðaröryggisárið. Það varð nú að gera átak í umferöarör- yggismálum sem bragð væri að. Búið að steypa upp í innkeyrsluna Mér datt svona í hug að segja ykk- ur þetta. Því haldiö þið ekki að núna um daginn, þegar ég hjólaði þarna framhjá, hafi verið búið að steypa þarna fyrir sem trégrindumar voru áður! Hér í borg Davíös láta menn nú ekki deigan síga frekar en á dög- um Abrahams forðum. En eins og ég segi og hef alltaf sagt: Það þýðir ekkert annað en af- greiða vandamálin fljótt og vel sem upp kunna að koma hér í Reykjavík- urborg. Annars gætum við fengið allt lýðræðisfarganið yfir okkur aftur. Helstu heimildir: Bréf verslunarstjóra Miklagarðs til borgarstjóra þ. 9. desember 1983. Fundargerð umferðamefndar Reykjavíkurþ. 18. janúar 1984. Bréf skipulagsnefndar til borgarráðs þ. 23. janúar 1984. Bréf borgarstjóra til umferðarnefnd- arþ.3. febrúarl984. Ogfl. Magnús H. Skarphéðinsson. „En viti menn. Venjulegt fólk (?) œtlafli ekki afl trúa sínum eigin augum. Þeir keisarastarfsmenn smiðuðu óvart fyrir aflra innkeyrsluna afl stórmarkaflnum." Um skólaskyldu Alþingi Islendinga, því lengsta sem háð hefur verið, er loks lokið. Því lauk meö meira fumi á af- greiðslum en á flestum undan- gengnum þingum. Þegar komið var . fram í júní var enn allt í vandræðum og ekki samkomulag um þing- lausnir. En þá voru hin stærri málin hespuð af eftir takmarkaða um- fjöllun. Hafi einhver ju verið áfátt um virðingu fyrir störfum Alþingis þá eru slíkir starfshættir ekki til að bæta um. Meira að segja á erlendri grund eru menn farnir að hafa í flimtingum afgreiðslu þingheims á sumum málum. Eitt þeirra mála sem tekið var til afgreiöslu á síðustu dögum þingsins var breyting á grunnskólalögum þess efnis að skólaskylda yrði 7 ár í stað 9 eins og lögingeraráðfyrir. Skyldunámsskóli I lögum um grunnskóla, sem tóku gildi 1974, segir svo m.a i 88. gr. „Stefnt skal að þvi, að ákvæði laganna um síöustu ár skólaskyldu komi til framkvæmda samtímis á öllu landinu 6 árum eftir gildistöku laganna.” Síðastliðin f jögur ár hefur þessari gildistöku verið frestað en nú ákvað menntamálaráðherra að þetta ákvæði laganna skyldi taka gildi fyrir næsta skólaár. Gert hafði verið ráð fyrir því á f járlögum að mæta þeim kostnaði sem af því leiddi. Fyrr á þinginu hafði Páll Dagbjartsson flutt tillögu um að skólaskylda yrði 7 áristað9. Þegar lög um grunnskóla voru sett var við það miðað að um skyldu- námsskóla væri að ræða. Skólastigin skyldu vera þrjú: grunnskólastig, KÁRI ARNÓRSSON, SKÓLASTJÓRI framhaldsskólastig og háskólastig. Viö lokapróf úr grunnskóla skyldu nemendur öðlast rétt til inngöngu i framhaldsskóla. I öllum löndum Evrópu, svo og í Bandaríkjunum og Kanada, hefur verið að því stefnt að lengja skóla- skylduna. Þau viðhorf hafa ráðið að nútímasamfélag byggist upp á því að allir þegnar þess hljóti ákveðna lág- marksmenntun og þjálfun og skólarnir eigi að annast þetta verk. Mikill hluti þessara þjóða hefur nú 10 ára skólaskyldu og engin skemmri en 9 ár. Engin þessara þjóða hefur talið það nægilegt að hafa aöeins fræðsluskyldu til handa unglingum 15 og 16 ára. Hagsmunir dreif býlis I umræðum voru þaö einkum þingmenn dreifbýlis sem beittu sér fyrir styttingu skólaskyldunnar. Þeir hafa talið sér trú um að það sé sérstakt hagsmunamál unglinga í sjávarþorpum og til sveita að 9. áriö sé ekki skylda. Hér er að mínu viti um hrapallegan misskilning að ræða Lögfesting á 9 ára skólaskyldu kemur engum betur en einmitt þeim unglingum sem i dreifbýli búa og kemur til með að minnka þann mun „Vifl íslendingar, sem aflrar þjóflir, erum afl sigla inn i nýja veröld. Til afl mæta henni þarf afl leggja höfufláherslu á aukna og góða menntun til handa öllum." • „Lögfesting á níu ára skólaskyldu kemur engum betur en einmitt þeim unglingum sem í dreifbýli búa. . .” sem er á aðstöðu dreifbýlis og þétt- býlis hvað skólahald varðar. Hér er um réttlætismál að ræða, tryggingu fyrir því að séð verði fyrir skólahaldi fyrir þessa unglinga til jafns við aðra. Fræðsluskylda myndi ekki skapa slika tryggingu að mínu viti auk þess sem skiliö yrði eftir gap fyrir þá unglinga sem hættu námi áður en þeir hefðu fengið tilskilin réttindi til framhaldsnáms. I því tilliti var tillaga Olafs Þórðarsonar og Jóns Baldvins rökleysa. Við lögfestingu 9 ára skyldunnar leggur ríkið nemendum til ókeypis námsgögn eins og í öðrum skyldu- námsbekkjum. Hér er um talsverð útgjöld að ræða og því verulegur sparnaöur sem kemur tekjulitlum fjölskyldumvel. Af horfa fram en ekki aftur Um það má að sjálfsögðu deila hvort skólaskylda eigi almennt aö vera eöa ekki. Allar menningar- þjóðir seinni tíma hafa talið skóla- skyldu nauðsyn. Þær telja það hags- munamál samfélagsins á hverjum' tíma og réttlætismál en ekki kvöð. Sé 9. bekkur skyldunáms óbærileg kvöð unglingum þá er við skólann aö sakast og þá aðstöðu sem honum er veitt til að annast sitt hlutverk. Þess er aö vænta að alþingismenn standi saman aö því að bæta hag skólanna svo þeir geti betur annast hlutverk sitt og búið verði betur að því starfs- liði semþarvinnur. Ástæða er til að minna á 49. gr. grunnskólalaga en þar er heimilað að nemendur geti hvílt sig í eitt ár eftir 8. bekk vegna þátttöku í atvinnulífinu og sé sú þátttaka metin til jafns við valnám í 9. bekk þegar nemandinn kemur aftur til aö ljúka námi. Við Islendingar, sem aðrar þjóðir, erum að sigla inn í nýja veröld. Til að mæta henni þarf að leggja höfuð- áherslu á aukna og góöa menntun til handa öllum. Þar verðum við að fylgja öðrum þjóöum eftir. Að hinu þarf ekki síður að gæta að vemda okkar íslenska menningararf í þessum samþjappaöa heimi. Þar hljóta skólamir að hafa mikið hlut- verk með höndum. Slikt nám eiga unglingar ekki aðeins að eiga kost á að sækja heldur á þaö að vera þeim skylt. Það myndi skjóta ansi skökku við þegar horft er til framtíðar ef við færum nú að stytta skólaskylduna f rá því sem lög gera ráð fyrir. Þau ummæli sumra þingmanna aö kennarar séu almennt með styttri skyldu hefur ekki við nein rök að styðjast 9 ára skyldan hefur aDt- af átt fylgi meirihluta fuDtrúa á kennaraþingum en þar eiga sæti fuD- trúar alls staðar af landinu. Sá meirihluti myndi stómm vaxa ef skólum yrðu búin betri skDyrði. Þeir þingmenn eiga miklar þakkir skildar sem forðuðu frá því að 8 ára skólaskylda yrði lögfest svo og menntamálaráðherra fyrir afstööu sinaíþessumáD. Kári Araórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.