Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Síða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1985. Spurningin Finnur þú fyrir sjóveiki á skipsfjöl? Bjarni Sölvason sjómaður: Nei, ég er aldrei sjóveikur. Ölafur Páll Sölvason nemi: Já, ég finn fyrir sjóveiki ef það er vont í sjó. Hlíf Garöarsdóttir sjúkraþjólfari: Eg hef einu sinni farið á sjó og það var fyrir 15 árum. Eg man ekki til þess að hafa verið sjóveik þá, en maður gleymir líka alltaf því sem er slæmt. Vignir Már Þormóðsson nemi: Nei, ég feraldreiásjó. Sigríöur Fossdal bóndi: Nei, ég hef aldrei fundið fyrir sjóveiki. Grétar J. Guðmundsson verkfræðing- ur: Nei, ég hef ekki orðið sjóveikur svo égviti til. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þingmenn eni hug- lausir í bjórmálinu Bjórunnandi skrifar: Þetta er mesta hneisa í sögu þjóðarinnar: þingmenn þora ekki að ganga fram fyrir skjöldu í bjórmál- inu, þeir eru hræddir. Mér þykir þaö stórfurðulegt af Olafi Þ. Þórðarsyni og öðrum þing- mönnum aö vilja ekki þjóðarat- kvæðagreiðslu um bjórinn. Þetta er hræðsla við kjósendur og ekkert annað. Við þurfum að fara að losa okkur viö þessa gömlu þingmenn því þeir eru tíu til tuttugu árum á eftir tímanum. Jón Baldvin finnst mér vera farinn að bregðast tilvonandi kjósendum sínum sem eru aö stórum hluta ungir og allir fylgjandi bjórn- um. Mér þykir sterkt áfengi vont og verð veikur af því en þegar ég hef komist í bjór þá hefur hann farið mjög vel í mig. Einnig er hann góður og ég fatta ekki af hverju þessir menn vilja leyfa sölu á bjórlíki og sterku áfengi almennt sem er þó miklu meira gutl en alvöru-bjór. Nú vil ég skilyrðislaust aö þaö verði grafiö upp hverjir þessir 22 í neðri deild þingsins eru auk þeirra í efri deild sem mótfallnir eru bjórnum og þau 70—80% kjósenda í landinu sem eru með bjórnum taki til greina hvem þeir eru að kjósa næst þegar gengið verður að kjörborði. Þiö eruð hræddir og viljið refsa kjósendum með því að samþykkja ekki þjóöarat- kvæðagreiðslu. Nú vil ég að þeir sem eru á móti bjómum í þingi samþykki tillögu Stefáns Benediktssonar um að banna bjórlíki. Einnig verði farmönnum svo og ferðamönnum bannaö að koma með bjór inn í landiö. Annaö- hvort er það allt eða ekkert, athugiö það. Svo sjáum við bara hvort þiö þoriö að samþykkja hana. Fyrst lýð- ræðið er ekki meira en svo að leyfa ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um hinn umdeilda bjór þá vitið þið hverju þið megið eiga von á í næstu kosningum. Bjórunnanda finnst alþingismenn vera huglausir i bjórmálinu. OA-samtökin eru enn við lýði Heiðrún Jóhannesdóttir, forsvars- maður OA samtakanna, svarar fyrir- spum á lesendasiðunni 14. júní sl.: „Samtökin eru enn við lýði og við auglýsum af og til í dagbók DV. Við erum með fundi tvisvar í viku að Ingólfsstræti la, þriðju hæð (beint á móti Gamla bíói). Fundimir era kl. 20.30 á miðvikudögum og kl. 14.00 á laugardögum. Upplýsingar um sam- tökin eru veittar í síma 71437. Allir sem telja sig eiga viö þetta vandamál að stríða eru velkomnir á fundina, félagsgjöld og inntökugjöld emengin. HVAÐ VARD UM OA SAMTÖKIN? Breiður skrlfar. Endur f yrir löngu rskst ég ó sug- lýsingu i Dagblaöinu (mig minnir að það hafl verið rétt áður en Dagblaðið og Visir voru sameinuö). Var það auglýsing frá samtokum sem nef ndu sig OA, en skammstöfunin kemur frá enska hugtakinu „Overeaters anonymus”. Þessi samtök starfa, að ég held. á sams konar gnindvelli og AA samtökin en munurinn er sá að OA aðstoðar fólk sem á við offitu- vandamál að striða. Nú, eins og gerlst og gengur lét ég þessa auglýs- ingu lönd og leið en er farinn að sjá eftir þvi núna. Nú spyr ég hvort ein- hver geti veitt mér upplýsingar i gegnum blaðið um hvar h*gt sé að kcsnast i samband við OA ef sam- tökin cru þá enn viö lýöL OA-sam- tökin auglýstu örugglega i áöur- nefndu blaöi og það oftar en einu sinni. Mig langar til að vita hvort OA-samtökin starfa enn eða lognuöust út af við fæöingu vegna lélegrarþátttöku. Óbætt tjón Jóna Hall hringdi: Fyrir nokkru var stolið dýrri flík frá dóttur minni á sólbaðsstofu. Trygging- ar manna bæta ekki svona tjón og sól- baösstofan tekur ekki þátt i að bæta það. Engu aö síöur er ekki neins staðar tekið fram í húsakynnum stofunnar að hún taki enga ábyrgð á flíkum og eign- um viðskiptavina sinna meðan þeir liggja á sólarbekkjum. Mér finnst aö það þurfi tvímælalaust að standa ein- hvers staöar. Illa greitt fyrir gull Þórarinn Björasson, hringdi: Fyrir nokkru tók ég eftir smáaug- lýsingu í DV þar sem auglýst var eftir gulli og silfri sem verslunin Katel vildi kaupa. Eg fór og seldi þeim einn gull- hring en fékk mjög litið verð fyrir hann, liklega aðeins einn tíunda hluta af verömæti hringsins. Nú hef ég tekið eftir aö verslunin auglýsir á hverjum degi í smáauglýsingunum og langar mig að spyrja hvernig á því stendur að hún getur það en borgar svo smánar- verð fyrir hlutina sem fólk kemur með. Þama kemur fólk með skínandi gull- og silfurhluti en fær svo lítið fyrir þá að minu mati að ferðin borgar sig varla. Haft var samband við Þóranni Guðmundsdóttur, eiganda Katel, og sagði hún að fólki væri gerð grein fyrir því hvaða verð það mundi fá fyrir hlutina sem það kemur með. „Ef fólk er óánægt getur þaö að sjálfsögöu sleppt því að selja hlutina til okkar og snúið sér annað,” sagði Þórunn. Ofhlaðnar hendur af skarti en Þórarinn Björnsson er óánægður með hversu litið er greitt fyrir gullhring sem hann seldi. Vörurnar í fríhöfninni eru nú verðmerktar i Bandarikjadollurum. ÍSLENSKT VERD í FRÍHÖFNINA Annie Helgason hringdi: A undanförnum áram hefur það aukist að eldra fólk ferðist til út- landa. Eg hef heyrt margt af þessu fólki kvarta yfir því að vörur í frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli eru einungis merktar verði í dollurum en ekki í íslenskum krónum. Gam- alt fólk á oft erfitt með að reikna og sérstaklega í miklum Ðýti. Sumir hafa jafnvel sleppt því að kaupa þama vegna þessa. Mig langar því til að fara fram á þaö að íslenskt verð sé sett á vörurnar, allavega þær sem mest eru keyptar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.