Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 1
__Gróðavænlegt að vera ráðgjaf i eða sérfræðingur hjá ríkisstjórnum á Islandi:
Tveir lögmenn eiga
tekjumet ráðgiafanna
Lögmennimir Ragnar Aðalsteins-
son og Eiríkur Tómasson eiga tekju-
met þeirra ráðgjafa og sérfræöinga
ríkisstjóma síöustu fjögur árin, sem
upplýsingar liggja nú fyrir um.
Ragnar hefur fengið rúmar 3,3 millj-
ónir á núvirði á þessu árabili. Eirík-
ur rúmlega 1,6 milljónir á tveim ár-
um.
Þetta kemur fram í fréttaljósi DV í
dag þar sem saman em teknar þær
upplýsingar sem lagðar hafa verið
fram um greiðslur til nefndar-
manna, ráðgjafa og sérfræöinga á
vegum iönaöarráöuneytisins 1981—
1984 og i sjóðanefnd sem starfaöi í
nokkra mánuði í vetur. Þar em allar
greiðslur reiknaðar til núvirðis.
Næstur þeim methöfum kemur
Tryggvi Sigurbjamarson með 1,4
milljónir á tveim árum, síðan Guð-
mundur G. Þórarinsson með rúm-
lega 1,1 milljón á tveim árum. Þeir
eru báðir verkfræðingar. Lögmaður-
inn Hjörtur Torfason fékk 980 þúsund
á tveim árum. Síðan kemur hagfræð-
ingur í Seðlabankanum, Garðar
Ingvarsson, með 860 þúsund og þar-
næst lögmaðurinn og þingmaðurinn
Gunnar G. Schram með 826 þúsund á
tveim árum.
Hagfræðingurinn og seðlabanka-
stjórinn Jóhannes Nordal fékk 750
þúsund á tveim ámm og Ingi R.
Helgason 670 þúsund á tveim árum
en hann er lögmaður. Þá tölu hefur
Ingi vefengt og talið nokkru lægri.
Þetta em hæstu greiðslurnar, allar
þó utan greidds ferðakostnaðar en
umreiknaðar til núviröis eins og fyrr
segir. Viömiöunin var launaþróun og
byggð á upplýsingum frá K jararann-
sóknarnefnd.
HERB
—sjá Fréttaljós á bls. 2
Það er ekki á hverjum degi sem
Davið Oddsson borgarstjóri fer á
hestvagni í vinnuna. Það gerðist
þó i morgun. Ók borgarstjórinn,
ásamt fríðu föruneyti, frá heimili
sinu á Lynghaganum niður í Póst-
hússtræti í nágrenni við borgar-
skrifstofurnar. Þessi óvenjulegi
atburður átti sór stað í tilefni af
því að fjórðungsmót hestamanna
hófst á Viðivöllum í morgun.
Stendur mótið fram á sunnudag.
-JSS/DV-mynd KAE
Vesgu, eitt
stykki verk-
smið ja um borð
— það erfylgst
grannt með fyrir
tækinu Trausthf. á
m
alþjoðamarkaðnum,
enda ekkert skrítið
— sjá viðskipti á
19
bls
18
I hestvagm
til vmnu sinnar
larðgöngin
í Ólaf s-
fjarðarmúla:
Jarðgöngin í Olafsfjaröarmúla
munu kosta á bilinu 2 til 3 hundruö
milljónir króna, samkvæmt upplýs-
ingum Jóns Rögnvaldssonar verk-
f ræöings hjá Vegagerðinni í gær.
Kostnaðurinn dreifist á nokkur ár.
Á þessu ári fara 5 milljónir i verkið.
Litiö það næsta en 1987 er áætlað aö
10 milljónir fari í það og 5 milljónir
1988. Meginkostnaðurinn verður síð-
an 1989 og 1990.
KOSTA TVO TIL ÞRJU
HUNDRUÐ MILUÓNIR
„Þaðerörugglega útilokaöaðfá út
arösemi jarðganga í Olafsfjarðar-
múla með sömu aðferðum og við
reiknum til dæmis út arðsemi bund-
ins slitlags,” sagöi Jón.
„Eg held þó að þessi jarðgöng í
Olafsf jarðarmúla komist næst því að
skila arðsemi af þeim jarðgöngum
sem rætt hefur verið um aðgera.”
Jón sagöi ennfremur að meta yröi
félagslegu þættina viö gerö jarð-
ganga íOlafsfjarðarmúla; samgöng-
ur yrðu greiðari og öruggari, komiö
yrði í veg fyrir skriðu- og snjóflóða-
hættu.
„I okkar útreijmingum leggjum
við ekki mat á öryggis- og félagslega
sjónarmiðiö,” sagði Jón.
En hvað kosta jarðgöngin í Olafs-
f jarðarmúla á hvern íbúa Olafsfjarö-
ar? Samkvæmt uppl. frá Hagstof-
unni voru íbúar í Olafsfirði þann 1.
desember síðastliöinn um 1160 tals-
ins.
Jarðgöngin kosta samkvæmt
þessu frá um 173 þúsund krónur til
258 þúsund krónur á hvem íbúa
Olafsfjarðar. Fyrri talan miðast við
200 milljónir krónur sú seinni 300
milljónir.
-JGH
— sjáeinnigbls.4