Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 36
36
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Pylsuveisla í porti
slökkvistöðvarinnar
Slökkviliðsmenn í Reykjavík efndu
til mikillar pylsuveislu í porti slökkvi-
stöövarinnar síðastliöið mánudags-
kvöld. Hátt á annað hundrað manns
tók þátt í gleðskapnum þegar mest
var og var stemmingin eins og best
veröurákosiö.
Tilefni veislunnar var aö slökkvi-
liðsmenn höfðu nýlokið við að smíða
tvo sumarbústaði fyrir Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar. Þeir unnu
viö smíöina í frístundum í vetur og
ætla að nota ágóðann til að f jármagna
samnorrænt brunavarðamót sem
haidið verður í Reykjavík sumarið
1988. Þótti við hæfi að slá upp veislu
áöur en bústaðirnir yrðu fluttir upp á
Úlfljótsvatni þar sem þeim verður
komið fyrir í landi borgarstarfs-
manna.
Sveinn ljósmyndari staldraði við í
veislunni í góðviðrinu á mánudaginn
var og tók þá meðfylg jandi myndir.
Magnús Th. Magnússon, brunavörður, kokkur og sundgarpur, stjórnaði
pyslumatreiðslunni eins og hershöfðingi. Þeir segja að pyslurnar brenni
aldrei hjá Magnúsi.
ii;SÍ!
I . i
■
Sumarbústaðirnir tveir sem slökkviliðsmenn hafa unnið við að smiða i vetur — eldtraustir bústaðir segja þeir
i slökkviliðinu.
Vandamál með
vangadansinn
Chris Greener og Samantha Fox
hafa líklega átt í erfiðleikum meö aö
dansa vangadansinn góða þegar þau
hittust á diskóteki í London fyrir
skömmu. Hann er nefnilega 2,35
metrar á hæð og jafnframt hæsti
maður í Englandi en hún er 1,45
metrar á hæð, líklega svolítið meira
á pinnahælum.
Þaö fylgir sögunni að það hafi
ekki komið að sök þó dansinn hafi
ekki gengið sem best hjá þeim því
þau hittust
bara af
tilviljun
og voru að
spjalla saman
eitt augnablik.
Pylsusólgnir slökkviliðsmenn og fjölskyldur þeirra raða sér upp við langborðið i porti slökkvistöðvarinnar
i Öskjuhiið. Mörg þúsund pylsum var sporðrennt þetta kvöld.
Vel gekk að ráða niðurlögum svengdarinnar þetta kvöld og slökkva þorsta þeirra sem tóku þátt í veisl-
unni. Hér gantast menn við langborðið.