Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985. 3 Luktirnar ð þessum splunkunýju Skodum fengu að finna fyrir heim- sókn skemmdarvarganna eins og glöggt má sjá á þessari mynd. DV-mynd S Skemmdarvargar á ferð í Hafnarfirði: Spörkuðu í bfl- ana og trömp- uðu á þeim Einhverjir óprúttnir nóungar stór- skemmdu nokkra splunkunýja bíla aö- faranóttsl. sunnudags. Bílarnir, sem eru af Skoda-gerö, stóöu í geymslu sem Hafskip hefur á leigu hjá fyrirtakinu Dvergi í Hafnar- firöi. Aö sögn Guömundar Tryggva- sonar h já Hafskip lítur helst út fyrir aö skemmdarvargamir hafi klifraö yfir girðingu sem umlykur bílageymsl- una. Réöust þeir síöan aö bílunum, spörkuðu í þá, brutu luktir og fram- rúður. Þá báru einhverjir bilanna merki þess aö trampað heföi veriö á þaki þeirra. Guömundur kvaöst ekki vita nákvæmlega hversu margir bílar hefðu verið skemmdir á þennan hátt. Tryggingamar væm nú aö meta tjón- iö. Hann sagði aö ekki heföi náöst til skemmdarvarganna en málið hefur verið kært til lögreglunnar. -JSS — FJÁRPTESTINGAR- SJCÐSTUIjÖG Frádráttur frá skattskyldum tekjum af atvinnurekstri. Frestur til að leggja fjárfestingarsjóðstillög inn á bundna reikninga vegna tekna ársins 1984 hefur verið framlengdur til 1. j úlí n. k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum og hagdeild Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir Aðstandendur sjúklinga íHafnarbúðum: MÓTMÆLA BREYTINGUM ÁREKSTRI Tæplega tvö hundruö manns hafa skrifaö nöfn sín á lista þar sem fólkið mótmælir því að nokkur breyting verði gerö á rekstri Hafnarbúöa. I formála aö undirskriftalistunum segir: „I Hafnarbúöum dvelja nú að- standendur okkar, gamalt fólk, sem er orðið húsi og starfsfólki vant, líður þarna eins vel og kostur er en þolir illa allar breytingar og röskun á högum. Viö leggjum áherslu á, af mannúðar- ástæðum, að ekki verði farið að flytja fólk þetta milli stofnana. Hafnarbúöir eru aö okkar mati afburöagóö stofnun, starfsfólkið hefur flest verið lengi og þekkir því sjúklingana vel og heimilis- bragur er allur hinn notalegasti. Viö vonumst eftir aö ekki verði breyting á rekstri Hafnarbúða.” -KÞ Takmörkunum mótmælt DV hefur borist bréf, undirritað af 28 smábátaeigendum á Siglufirði, þar sem mótmælt er takmörkunum á veiðum smábáta í sumar og farið fram á aö reglugerð um helgarfrí veröi endurskoöuö hiö fyrsta. Einnig segir orörétt. „Stjórnun veiða þessara báta hefur valdið mikilli mismunun miili landshluta, þar sem. veiðar á þessum bátum héðan hefjast ekki fyrr en í byrjun júní, þegar búiö er aö veiða mikinn hluta þess kvóta sem bátum undir tíu tonnum er úthlutað. ” EA f Stórlækkað verð Höfum nú stórlækkað verð á okkar PUSTKERFUM Lækkunin gildir út júlímánuð til að byrja með. Meira að segja ál-séruðu kerfin okkar höfum við lækkað niður fyrir þá sem smíða pústkerfi úr svörtu járni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.