Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 27. JONI1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNJSON og INCÖLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. Sl'MI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., Sl'PUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverðá mánuði 360 kr. Verð í lausasölu 35 kr.
HelgarblaðáOkr.
Hverjir felldu bjórinn?
Margir þingmenn létu í vetur stuðning við bjór í veðri
vaka og greiddu honum jafnvel atkvæði á einhverju stigi í
meðferð málsins á Alþingi. En í raun stuðluðu þeir að falli
hans, þegar að lokastigi kom. Hinir staðföstu bjórvinir
reyndust vera í miklum minnihluta.
í efri deild reyndust þeir einir vera bjórsinnar, sem
bæöi studdu vilja neðri deildar í orði og höfnuöu þjóðarat-
kvæðagreiðslu á borði. I neðri deild reyndust þeir einir
vera bjórsinnar, sem studdu vilja efri deildar um þjóðar-
atkvæðagreiðslu, úr því sem þá var komið.
Þetta virðist í fljótu bragði undarleg flokkun. En hún
var rækilega rökstudd í leiðara DV í gær. Þar var bent á,
að ofangreind afstaða stuðlaði ein að því, að bjórinn kæm-
ist í einhverri mynd fyrir horn í hinu mikla tímahraki,
sem einkenndi þingstörfin undir lokin.
Þannig reyndust aðeins sextán af sextíu þingmönnum
styðja bjórinn. Tuttugu voru honum kerfisbundið andvíg-
ir. Eftir eru 24 þingmenn, sem felldu bjórinn með því að
vera fjarverandi, sitja hjá, en einkum þó með því að taka
önnur atriði fram yfir sjálft málefnið, bjórinn.
Við getum tekið Eið Guðnason sem dæmi. Hann sagðist
styöja bjórinn. Hann greiddi hins vegar atkvæði með
málsmeðferð, sem ljóst var að setja mundi allt á annan
endann og hindra afgreiðslu málsins fyrir þinghlé. Hann
hefur tæpast gengið fram djúpt í dul um þetta.
Eiður vildi ekki, að Islendingar fengju bjór, nema það
væri í samræmi við þá tæknilegu útfærslu málsins, sem
hann taldi rétta. Alveg eins og hann vildi ekki að Snæfell-
ingar og Borgnesingar fengju löglegan kapal, nema það
væri í samræmi viö tæknilega útfærslu Eiðs.
Sennilega hafa sumir neðri deildar þingmenn verið
svipaðs sinnis, þeir sem studdu bjórinn í fyrstu atkvæöa-
greiðslu, en höfnuðu þjóðaratkvæðagreiðslu í hinni
þriðju. Þeir voru Þorsteinn Pálsson, Páll Dagbjartsson,
Eggert Haukdal, Halldór Ásgrímsson og Halldór Blöndal.
Annars vegar er um að ræða neðri deildar menn, sem
vildu afgreiðslu Alþingis á málinu og hins vegar efri
deildar menn, sem vildu vísa því til óbundinnar skoðana-
könnunar, sem þeir kalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Og
hvorug sérvizkan gat sætt sig við bjór á grundvelli hinn-
ar.
Samtals eru þetta bara sex þingmenn, sem tóku sér-
vizku sína fram yfir bjórinn. Hinir voru miklu fleiri, sem
fengu sér frí, stálust í burtu, sátu hjá eða rugluðu atkvæði
sínu á annan hátt en framangreindir þingmenn. Þetta
voru þeir, sem engan kjósanda vildu móðga.
Þeir vita, að þjóðin skiptist nokkurn veginn í 60% með
bjór og 40% móti bjór. I fljótu bragði gæti virzt vænlegt
þingmanni að leggjast á sveif með fyrri hópnum, þar sem
hann er stærri. En þingmenn vita líka, aö hættulegt er að
vera á móti f jölmennum og ákveðnum minnihluta.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Al-
þingis, sagði í blaðaviðtali eftir úrslitin, að hugleysi hefði
ekki ráðið þingmönnum í máli þessu. En líklegra er samt,
að það hafi einmitt ráðið gerðum hans og hinna sautján,
sem engan kjósanda vildu móöga.
I atkvæðagreiðslum Alþingis kom í ljós, að sextán þing-
menn voru eindregið meö bjór, tuttugu voru eindregið á
móti honum og 24 létu stjórnast af einhverju öðru, svo
sem sérvizku sinni eða hræðslu við kjósendur. Þessi
flokkun sýnir, að bjórinn hefur sáralítið fylgi á þingi.
Jónas Kristjánsson.
1200 og langt fram á 19. öld, og munnmæli herma, aö Hallgeröur langbrók liggi þarna undir grænni torfu.
ER ENN HÆGT AÐ
BJARGA LAUGARNESINU?
Fólksfjölgun í heiminum og sam-
þjöppun byggðar valda því, að hvar-
vetna eru náttúruvætti og sögulegar
minjar í hættu fyrir ágangi manns-
ins. Maöurinn þarf vissulega at-
hafnarými, en hann sést oft harla lítt
fyrir, hvar hann ryður frá sér. I
öllum svokölluðum menningar-
löndum reyna yfirvöld að forðast
stórslys í þessum efnum og hafa lág-
marksvit fyrir athafnamönnum, þótt
mis jafnlega gangi.
Við Islendingar höfum yfir
óvenjumiklu landrými að ráða,
u.þ.b. hálfan ferkílómetra á hvert
mannsbarn. Okkur ætti því að vera
kleift, meö skipulagi og dálítilli fyrir-
hyggju, að hlífa þeim stööum viö á-
gangi, sem enn geta talist sérstæðir
vegna náttúrufars eða sögulegs
gildis.
Hulinn vemdarkraftur?
Laugarnesið hefur í öndveröu
sjálfsagt ekki veriö neitt sérlega frá-
brugðið mörgum öðrum bletti á
Reykjavíkursvæðinu. En nú er svo
komið, að þaö er orðið að einstæðri
vin rétt utan við húsamörkina. Fyrir
einhverja röð af tilviljunum eða æðri
yfirsjón hefur Laugarnesiö að miklu
leyti sloppið við útþenslu bygginga
og gatnakerfis frá stríðslokum. Því
er þama t.d. eina ósnortna fjaran,
sem eftir er í Reykjavík. Rannsóknir
sýna, að lífið í henni er næstum því
hið sama og um aldamótin.
Auk þess eru þarna sögulegar
minjar eins og kirkjutótt með kirkju-
garði, sem var í brúki a.m.k. frá því
um 1200 og langt fram á 19. öld, og
munnmæli herma, að Hallgerður
langbrók liggi þar undir grænni
torfu. Einnig eru enn óbyggðir
grunnur biskupsstofunnar frá 19.
öld, þar sem Jón Sigurðsson forseti
var skrifari um tvítugsaldur, og
grunnur spítalans mikla, sem stóð
frá 1898-1943.
Hið litt snortna Laugarnes er ekki
ýkjastór blettur. Það eru ekki nema
300 m frá Kleppsveginum niður á
tanga og 600 m frá Suðurkotsvör að
Norðurkotsvör. Það er minna svæði
en sá hálfi ferkílómetri, sem eitt
mannsbarn álslandiættiaðhafatil
ráðstöfunar. Samt er maður ótrúlega
fljótt staddur í nokkuð öðrum heimi,
þegar komið er niður að sjávar-
bakkanum. Enda eru þangað
stöðugar mannaferðir allan ársins
hring, hvort sem það fólk er í and-
legum þönkum, líkamsrækt, tilhuga-
lífi, sólbaöi eða annarri náttúru-
nautn.
Laugarnesið í stórhættu
Nú steðja hins vegar hremm-
ingar að þessum litla bletti á Laugar-
nesinu. Athafnamenn í viðskiptum
vilja láta leggja trukkaveg þvert
gegnum túnið svo að vöruflutningar
til og frá Sundahöfn, í og úr Tollvöru-
geymslunni, geti gengið hraðar.
Þeim finnst umferðin ekki ganga
nógu greitt eftir Kleppsvegi, Héðins-
götu, Sundagörðum, Vatnagörðum
og Elliðavogi. Auk þess vilja þeir
láta stækka Tollvörugeymsluna
vestur á Laugarnestúnið, svo að
ÁRNI BJÖRNSSON,
ÞJÓÐHÁTTAFRÆÐINGUR OG
fulltrúi í útvarpsráði.
hægt sé að hafa stærri lager og af-
greiðslan geti orðið hraðari. Hver
minúta er dýrmæt, þegar þarf að
selja vöru.
Þessir athafnamenn eöa peninga-
menn meta hluti nefnilega fyrst og
síðast eftir verðgildi á markaði.
Jafnvel þótt þeir séu í sjálfu sér
hlynntir náttúruvemd, húsavemd,
varðveislu fomleifa og annarra
sögulegra minja, þá verða þau
sjónarmiö að víkja, ef ágóðavon er
annarsvegar.
Það eru víst þegar tiltækar sjö
milljónir kr. á fjárlögum borgar-
innar ,,til framkvæmda í Laugar-
nesi” í sumar. Og verktakar bíða
spenntir eftir þeim búhnykk að
leggja tmkkaveginn og stækka Toll-
vörugeymsluna. Það er þegar búiö
að stinga niður hælum. Málið kemur
að öllum likindum fyrir borgarstjórn
4. júlí nk. Og sennilega er þegar búið
að ákveða á æðstu stöðum, hvað
verður framkvæmt í sumar, þótt for-
stöðumaður borgarskipulags segi
réttilega, að ekkert sé búið að
ákveða formlega. Menn eru famir að
venjast því, aö búið sé aö ákvaröa
framgang mála, áður en þau em lögð
fyrir borgarstjóm. En þangað til er
almenningi ævinlega sagt, að málið
sé á umræðustigi.
Vanmáttur stjómmála-
manna
Það er nefnilega reginmisskiln-
ingur, aö kjömir fulltrúar ráði endi-
lega einhverju, sem máU skiptir í
reynd, jafnvel þótt þeir beri titU
borgarstjóra eöa ráðherra. Sæmi-
lega greindur atvinnustjómmála-
maöur á vegum Sjálfstæöisflokksins
veit t.d., að póUtískur frami hans er
brátt á enda, ef hann styggir
sterkustu peningamennina í
flokknum. Þeir eiga m.a. málgagniö.
Þess vegna beygir hann sig ætíö fyrir
þeim, þegar á herðir, en fer að horfa
út um gluggann, ef aðrir minnast á
vemdun náttúru eða sögulegra
minja, sem rekast á hagsmuni hinna
sterku. Hann gæti að vísu líka farið
að óskum almennra kjósenda, ef
nógu margir þeirra létu að sér
kveða. En það gera þeir sjaldan.
Beiðni um frestun
Listasafn Sigurjóns Olafssonar í
Laugamesi hefur hrundið af stað
undirskriftasöfnun til að fara þess á
leit viö borgarstjóm, að hún fresti
a.m.k. um sinn formlegri ákvörðun
um framkvæmdir í Laugarnesi.
Þann frest ætti að nota til að kanna í
samráöi viö landvemdarmenn,
minjasöfnin og sögunefnd Reykja-
víkur, hvort ekki sé unnt að hlífa
þessum litla, fallega bletti við stór-
slysi, sem myndi fæða af sér önnur
slys. Vegur í gegnum túnið er nógu
slæmur út af fyrir sig. En aö sjálf-
sögðu þætti athafnamönnum brátt
nauðsynlegt, aö viö hann risu banki
og aðrar þjónustustofnanir. Og þá
yrði fljótlega fátt eftir af hinu lítt
snortna Laugamesi.
Ef svo vel skyldi vilja til, að ekki
væri enn búið aö taka endanlega
ákvörðun um framkvæmdir í
Laugamesi, og vilji einhverjir
borgarbúar stuðla aö þvi að Laugar-
nesið fái í framtíðinni að vera sem
mest í upprunalegri mynd, ættu þeir
að snúa sér til Sigurjónsvöku í Lista-
safni ASI fram til 30. júní eöa ekkju
Sigurjóns, Birgittu Spur, á Laugar-
nestanga. Nú er nefnilega hver
minúta dýrmæt. Og kannski væri
hægt að nýta þessar sjö milljónir til
að snyrta Laugamesið og auðkenna
sögulegar minjar i stað þess að spilla
því.
Árni Björasson.
a „Listasafn Sigurjóns Ölafssonar í
^ Laugarnesi hefur hrundið af stað
undirskriftasöfnun til að fara þess á
leit við borgarstjórn, að hún fresti
a.m.k. um sinn formlegri ákvörðun um
framkvæmdir í Laugarnesi.”