Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Frjálst útvarp stendur
sig vel i Bandaríkjunum
Óskar Magnússon skrifar frá Washington
Bandariskum útvarpsstöövum
hefur tekist aö verjast innrás sjón-
varpsins á heimili hér í Ameríku.
Fyrir 1950 hafði útvarpið sterk ítök
orðið á hverju heimiii. Fjölskyldur
bjuggu sig undir önn dagsins á
meöan útvarpið sendi út fréttir og
tónlist. Þegar á daginn leið hlustuðu
húsmæður á síðdegissögumar og
aðrar frásagnir. A kvöldin var ekki
óalgengt að fjölskyldur söfnuðust
saman og hlustuöu á útvarp.
Upp úr 1950 hófst svo innrás sjón-
varpsins. Þá var almennt álitið að
dagar útvarpsins væru taldir. Annað
hefur komið á daginn. Utvarpið ætl-
ar að sigrast á þessari miklu sam-
keppni.
Eftir þeim upplýsingum sem
blaðamaöur DV hefur aflaö sér
hlusta nú um 95 prósent bandarísku
þjóðarinnar á útvarp. Meðal-
amerikaninn er talinn hlusta á út-
varp að meðaltali þrjár og hálfa
klukkustundádag.
8500 STÖÐVAR
Skráðar útvarpsstöövar eru nú
um 8500,' það eru þrisvar sinnum
f leiri stöövar en árið 1955.
Spámenn gera ráö fyrir að um
aldamótin verði stöövarnar orðnar
um ellefu þúsund, það þýðir að ein
útvarpsstöö veröur fyrir hverja 25
þúsund íbúa Bandaríkjanna. Litlar
en vaxandi útvarpsstöðvar eru hvar-
vetna í Bandaríkjunum. Byggðarlög
meö tvö til þrjú þúsund íbúa búa oft
svo vel að geta valið úr tveim stað-
bundnum útvarpsstöðvum. I fimm-
tíu stærstu borgum Bandaríkjanna
er hins vegar algengt að hægt sé að
velja á milli 25 útvarpsstöðva. I Los
Angeles og New York eru um
hundrað útvarpsstöövar.
Fyrir 1970 var einkum hlustað á
AM stöðvar, upp úr því varö gífur-
leg aukning á FM stöðvum, einkum
vegna betri hljómgæða og annarra
tækninýjunga. Nú er svo komiö að 64
prósent hlustenda vilja frekar FM
stöðvar.
Auglýsingaútvarp
Langflestar amerískar útvarps-
stöðvar byggja allar sínar tekjur á
auglýsingum. I litlum stöövum
kostar auglýsingaminútan oft ekki
meira en 85 krónur íslenskar, stærri
stöðvar taka aftur á móti allt aö 17
þúsund krónur fyrir mínútuna. Þrátt
fyrir ágæta frammistöðu útvarps-
stöðva hér í Bandaríkjunum er ekki
þar meö sagt að þær skili allar
miklum hagnaði. A árinu 1982 var til
dæmis tap á einum þriðja hluta
stöðvanna. Meðalhagnaður hinna
stöðvanna var um 8 prósent sem
þykir ekki mikiö hér. Nær allar út-
varpsstöðvamar sem afla tekna með
auglýsingum eru í eigu einkaaöila.
Flestar eru mjög litlar og jafnvel
reknar af einni f jölskyldu. Hvorki al-
ríkisstjómin né stjórnir einstakra
ríkja hafa heimild til að reka út-
varpsstöðvar.
Stórfyrirtæki eiga aðeins um 10
prósent af öllum auglýsingaútvarps-
stöövunum.
Sex milljónir
Litlar útvarpsstöðvar í fullum
rekstri má kaupa hér fyrir um sex
milljónir íslenskra króna. Uppsetn-
ing nýrrar stöðvar er enn ódýrari.
Því er litið svo á að fólk úr ýmsum
stéttum þjóðfélagsins og með mis-
munandi áhugamál geti með nokkuð
hægu móti komið sér upp útvarps-
stöð. Aðeins um tíu prósent stöðv-
anna hér hafa ekki framfæri sitt af
auglýsingum.
Þess í stað reyna þær að afla fjár
frá stjórnvöldum og með framlögum
einstaklinga. Slíkar stöðvar eru
venjulega í eigu skóla, áhugamanna
um fræðslu- og uppeldismál og
ýmissa trúarhópa. Eöli málsins sam-
kvæmt er dagskrá þessara stöðva í
mjög mörgu frábrugðin dagskrá
þeirra stöðva sem eru fjármagnaöar
með auglýsingum.
Opinbert eftirlit
Þótt opinberir aðilar hafi ekki
leyfi til aö eiga og reka
útvarpsstöðvar er grannt fylgst með
rekstri stöðvanna. Frá 1934 hefur
verið starfrækt sérstök eftirlitsnefnd
í þessu skyni. Hlutverk nefndarinn-
Umsjón:
Talíð er að jafnan séu 20 prósent bandarisku þjóðarinnar að hiusta á útvarp. Á myndinni sjáum við vinsælan plötusnúð, Norman Jagolinzer, í
útvarpsstöð sinni á Rhode Island í Bandarikjunum. DV-mynd Þórir Guðmundsson.
Þórir Guðmundsson
og Hannes Heimisson
Nú munu vera um 8500 útvarpsstöðvar í Bandarikjunum og algengt að menn tali um „sína" útvarpsstöð.
ar á að vera að gæta þess að út-
varpsstöðvar séu reknar í þágu al-
mennings, almenningi til upplyfting-
ar og hægðarauka. Nánari útfærsla á
þessu hlutverki nefndarinnar er um-
deild. Flestir eru þó sammála um að
nefndinni beri að fylgjast með leyfis-
veitingum og gæta þess að ekki veröi
árekstrar í loftinu þegar sent er út,
gerðar eru ákveðnar gæðakröfur til
hverrar útvarpsstöövar í þessu sam-
bandi. Háværar deilur rísa svo þegar
eftirlitsnefndin vogar sér að skipta
sér af dagskrá stöövanna. Utvarps-
stjórar eru ekki vanir því að þeim sé
sagt fyrir verkum og verjast harð-
lega allri opinberri íhlutun.
Eftirlitsnefndin er almennt fylgj-
andi frjálsræði í útvarpsrekstri og
vill jafnvel auka það enn frá því sem
nú er, þannig gætu nær allir rekið út-
varpsstöð.
Á hinn bóginn myndi samkeppnin
aukast til muna með þeim afleiöing-
um að margar stöðvar myndu gefast
upp í baráttunni.
Höfðar til ákveðinna hópa
Þegar sjónvarpiö kom til sögunn-
ar var einokun útvarpsins úr sög-
unni. Utvarpsstöðvar gátu ekki
lengur höföaö til þess breiða fjölda
sem þær höfðu áöur höföað til.
Afleiðingin af þessu varð sú að
stöðvamar einbeita sér nú að af-
mörkuöum hópum hlustenda. Út-
varpsstöðvarnar taka fyrst og
fremst mið af áhugamálum mismun-
andi aldurshópa. Hlustendum er
skipt í þrennt. Tólf ára til 24 ára, 25
til 44 og yfir 45 ára aldri.
Meginuppistaöa allar dagskrár er
hljómlist, hún er síðan mismunandi
eftir því til hvaða aldurshóps við-
komandi útvarpsstöð kýs að höfða.
Einnig eru sérstakar stöðvar er
senda út fréttir og hljómlist er höfðar
sérstaklega til blökkumanna eða
fólks af spönskum uppruna.
Fréttir
Flestir hlusta á útvarp vegna
hljómlistarinnar, en næst í rööinni
eru fréttir og fréttaskýringarþættir.
Utvarpsstöðvar leggja því mikla
rækt við þann þátt starfseminnar.
Flestar hafa fasta fréttamenn til að
sinna staðbundnum fréttum, síöan er
treyst á fréttaflutning stærri útvarps-
og sjónvarpsstöðva af viðburðum um
öll Bandaríkin og frá öðrum löndum.
Meö þessu móti geta litlar útvarps-
stöðvar boðið upp á nægilega breidd
og fjölbreytni án þess mikla kostn-
aðar sem er því samfara að fram-
leiða allt efniö á eigin vegum. Á þétt-
býlissvæðum eru ennfremur út-
varpsstöðvar er senda eingöngu út
fréttir.
Mín stöð
Utvarpinu hefur tekist að halda í
við sjónvarpið hér með þessum
þætti. Utvarpsstöövar eru mun
persónulegri nú en áöur var, algengt
er að menn tali um „sína”
útvarpsstöð, þá hafa menn valið sér
þá stöð er sendir út þá tegund hljóm-
listar sem þeim er að skapi eða
meðhöndlar fréttir á þann hátt er
viðkomandi líkar. Talið er að jafnan
séu um 20 prósent bandarísku
þjóöarinnar að hlusta á útvarp.
Þetta er ekki síst því að þakka að út-
varpiö er mjög hreyfanlegt tæki,
menn geta hlustað á útvarp í bílnum
á leiöinni í vinnuna og jafnvel í vinn-
unni. Auk þess hefur upp á síðkastiö
mjög færst í vöxt að menn gangi meö
lítil útvarpstæki í vasanum og hlusti
gegnum heyrnartól á götum úti.
Blaðamaður DV er til dæmis sam-
ferða mörgum harðvirðulegum
mönnum í lestinni á hverjum
morgni. Þessir menn sitja prúöir
með heyrnartól á höfði og þeir eru
bersýnilega engin diskófrík.