Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 34
34
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
,,Tja. líkaminn fer oní jöröina og sál-
in til gu's .” Þetta er okkur kennt sem
bömum. Annaö mál er hvort allir trúa
á síðartalda atriöiö, þ.e. framhaldslíf-
iö. Hitt er aftur á móti öraggt aö líkam-
inn er grafinn ofan í jöröina og venju-
lega er það gert meö nokkurri viöhöfn.
Þá er það sem sagt á hreinu. Líkam-
inn fer í jörðina en einhverjir veröa aö
koma því í verk. Þeir menn sem hafa
þann starfa í lifinu aö sjá um greftrun
eru kallaðir grafarar. I Tíöaranda í
dag kynnumst við þessum mönnum.
Jafnframt fáum viö aö vita hvað
veröur um okkur eftir
andlátsstundina, a.m.k. þangaö til viö
erum grafin í margumrædda jöröu.
Leiðin í gröfina
Hvað verður um okkur
Einar Jónsson útfararstjóri: „Að meðaltali er 2 útfarir hjá okkur á dag, alla daga ársins."
Líkkistulagerinn er stór. Þarna eru
kistur í öllum stœrðum, allt frá 70
cm uppí 2,10m.
Búið að taka gröfina og tjalda hana
af. Líkaminn fer ofan í kistunni en
sálartetrið væntanlega eitthvað
annað.
þegar við deyjum?
Þaö er Einar Jónsson, útfararstjóri í
Fossvogskirkjugarði, sem segir frá
störfum grafaranna.
,,Það er oftast hringt í okkur. Við er-
um meö bíla sem við notum til að flytja
líkið frá dánarbeöi og í líkhúsið. I sum-
um tilfellum flytjum við einnig lík frá
spítulum í Rannsóknastofu Háskólans.
Svo náum viö í það aftur eftir aö krufn-
ing hefur farið fram.
Þaö eru langflestir sem hafa kistu-
lagningarathöfn fyrir fjölskyldu og
vini. Þaö liður mislangur tími þangaö
til þessar athafnir fara fram, allt frá
einum degi til fjögurra eða fimm daga.
Þetta fer allt eftir hvernig stendur á
hjáaðstandendum.
Síöan fer útförin fram á hefðbundinn
hátt aö nokkrum dögum liðnum. Hún
getur farið fram frá hvaöa kirkju sem
er í prófastsdæminu (Reykjavík, Sel-
tjamarnes, Kópavogur). Aöstandend-
ur velja tímann í samráði við mig. Viö
útvegum það sem til þarf, kransa,
söngfólk, orgelleikara og annað sem
fólk óskar eftir. Flestir eru jaröaöir í
kistum, þaö er einungis í 10—12% til-
fella sem lík eru brennd og þá yfirleitt
aðóskhinslátna.”
6 útfarir
sama dag
— Hvenær er mest aö gera hjá ykk-
ur?
„Það er erfitt aö nefna einhvem sér-
stakan tíma ársins í því sambandi. Þó
er algengt aö fyrri hluta vetrar, jafn-
vel allan veturinn, sé annasamt hjá
okkur.”
— Hvaö eru margir jarösettir hér á
ári?
A síðasta ári fóru fram um 1800 at-
hafnir, hér og í öörum kirkjum í pró-
fastsdæminu. I flestum kirkjum er
þokkaleg aöstaða en þaö má segja aö
þægilegast sé fyrir okkur ef jarðaö er
héöan frá Fossvogi. Kirkjan er byggö
sem útfararkirkja og hér eru líkhús-
in.”
— Hvað eru þau stór?
„Þau eru nokkuð stór. Það er ósjald-
an sem 30 kistur eru þar í einu.”
— Er einhver bið eftir jarðarför?
„Vildi prófa
eitthvað nýtt”
„Dauöinn er vitaskuld óumflýjan-
legur. Manni finnst bara sárast þegar
ungt fólk er tekiö í burt í blóma lífs-
ins,” sagöi Olafur Beinteinsson þegar
hann var spurður álits á þessum
örlögum okkar mannanna.
„Annars fellur mér starfiö vel þó
þaö sé oft á tíðum bæöi erfitt og
krefjandi. Viö líkmennimir verðum
alltaf aö vera í föstum skorðum, á
hverju sem gengur. Fólk er í sárum
eftir lát ættingja og vina og þaö verður
aðtakatillittil þess.
— Hvað hefur þú unnið lengi viö
þetta?
„Eg byrjaði 1979. I ágúst nk. veröa
nákvæmlega 6 ár síðan ég byrjaöi.”
— Hvers vegna valdir þú þetta
starf?
„Eg var búinn aö vera viö
verslunarstörf í 53 ár og langaöi að
breyta til, prófa eitthvað nýtt. Og
þegar mér bauðst þetta starf þá ákvað
ég aö slá til. Eg sé ekki eftir því,” sagði
Olafur Beinteinsson, fyrrum verslun-
armaður.
„Þurfti að sækja kunningja minn”
,,Eg vann nokkur sumur hér í
garöinum. Síðan fór ég að vinna viö
þetta í framhaldi af því, mest af for-
vitni,” sagði Sverrir Einarsson
þegar hann var spurður að því hvers
vegna hann hefði valið sér þessa at-
vinnu.
„Og mér líkar starfið vel. Hér
vinnur gott fólk og starfsandinn er
góður.”
— Hvemig er að vinna alltaf í
nálægð við dauðann?
„Þetta er mikil lífsreynsla, maöur
hefur séð ótrúlegustu hluti. En eins
og með önnur störf þá venst þetta.
Maöur hefur sjóast mikið í þessu og
þó manni bregði oft má maður ekki.
látaáneinubera.”
— Hvað finnst þér sjálfum um
dauðann?
,,Ég hræðist hann ekki, alls ekki.
Ég trúi á framhaldslíf. Dauöinn er
enginn endir.”
„Útköllin verst”
— Hvað finnst þér verst við
starfið?
„Mér finnst verst þegar við erum
kallaðir út til þess að ná í lfk í heima-
hús. Maður veit aldrei að hverju
maöur gengur. Eg hef t.d. lent I því
að þurfa að sækja kunningja minn.
Eg á ekki orð til að lýsa því hvemig
mérleið.”
Eins og flestum ætti að vera
kunnugt er Sverrir fyrirliði Fram-
liðsins í knattspyrnu. Hann lenti
aftur í svipaðri reynslu og sagt var
frá hér á undan, fyrir nokkrum
árum.
„Eg var á leið úr vinnunni í leik
þegar útkall kom. Nafnið passaði við
einn félaga minn úr liöinu. A
fundinum fyrir leikinn er okkur svo ■
sagt aö þessi ákveðni leikmaöur geti
ekki leikiö vegna meiðsla. Þá var ég
viss um að hér væri um hann að ræða
en það ætti ekki að segja okkur frá
þvi fyrr en eftir leikinn.
Þetta var örugglega erfiðasta
eina og hálfa klukkustundin sem ég
hef lifaö. Síöan skeöur það rétt fyrir
leikinn að pilturinn kemur haltrandi
inn í klefann. Gleðitilfinningin var
hreint ólýsanleg.”
Sverrir Einarsson, starfsmaður kirkjugarðanna, stendur hór i fallegum
garfli bak vifl Fossvogskirkju. „Þafl versta vifl starfifl eru útköllin. Þá
veit maflur aldrei hverju maflur á von á."