Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985. — hvflir sig með því að ganga Sólheimahringinn sem er 24 km „Þaö er nú ágætt aö vera kominn heim en ég get ekki neitað því aö ég sakna hringvegarins,” sagöi Reynir Pétur Ingvarsson, göngugarpurinn frækni, þegar DV heimsótti hann að Sólheimum í gær. „En eitt finnst mér skrýtiö,” sagöi Reynir, „aö þaö skuli vera svona rigning strax daginn eftir.” — Hvemig hefur þessi dagur liöiö hjá þér? ,,Eg ætti nú eiginlega ekki aö gefa þaö upp. Þetta hefur nefnilega veriö svokallaður frjáls dagur. Reyndar hef ég voöa lítiö gert en viö skulum ekki hafa þaö í flimtingum. Hins veg- ar ætla ég að Iabba mig niður núna eftir hádegiö. Eg ætla aö labba Sól- heimahringinn sem er 24 kílómetr- ar.” — Nú var slegið upp dansiballi á Selfossi þegar þú komst þangaö. Dansaöiröu mikið? „Nei, ég dansaöi ekki nema bara soldiö. Ég var hálfdasaöur eftir þetta allt. Þaö var svo mikill hávaöi. Svo tók maður svo mikla kjaftatörn. Ég fór því nokkuö snemma af ballinu til ungra hjóna sem buöu mér heim upp á ís og keyrðu mig svo hingaö heim á eftir.” — Léttistu ekki á þessari miklu göngu? „Jú, eitthvað. Eg er núna þetta 65 til 67 kíló. Áöur var ég alltaf 67 til 70 kíló en þaö má ekki gleyma því í þessu sambandi að ég hef alltaf gengiö mikiö og hreyft mig.” — Haföirðu ekki marga skó til skiptanna á göngunni? Gekkstu ein- hverja þeirra alveg niöur? „Þaö er mesta furöa aö þaö sér varla á skónum, sem ég var í. Þegar ég lagöi af staö fór ég meö þrjú pör af skóm og gekk í þeim til skiptis þar til ég kom á Homafjörð aö mér voru gefnir skór, þessir hvítu sem ég var svo alltaf í eftir þaö. Þaö eru mér ein- Reynir og Hanný fyrir utan húsið sem Reynir býr í. Hann sagðist vona að Hanný gœti flutt inn til hans fljótlega. Reynir heldur á bikurum sem fólagasamtök á Sel- fossi veittu honum. hverjir þeir bestu skór sem ég hef átt.” — Og á nú að hella sér út í bygg- ingu íþróttaleikhússins? „Já, já, ég er búinn aö bjóða fólki viö opnunina í haust. Þá á húsiö aö vera tilbúiö. O, ég hlakka svo til,” sagði Reynir Pétur Ingvarsson. _rþ „Reynir gaf mér þetta fallega hálsmen þegar hann kom heim," sagði Hanný Haraldsdóttir, vinkona Reynis. y (DV-myndirS) REYNIR PETUR LABBAR SIG NIÐUR Jarðgöngin í Ólafsf jarðarmúla: Þau jarðgöng sem komast næst því að skila arði segir Jón Rögnvaldsson hjá Vegagerð ríkisins „Þaö er öruggiega útilokaö aö fá út arðsemi jarðganga í Olafsfjarðarmúla meö sömu aöferðum og viö reiknum til dæmis út arðsemi bundins slitlags,” sagöi Jón Rögnvaldsson, verkfræð- ingur hjá Vegagerö ríkisins. „Eg held þó að þessi jarðgöng í Olafsfjarðarmúla komist næst því aö skila arösemi af þeim jarðgöngum sem rætt hefur verið umaðgera.” Jón sagöi ennfremur aö meta yröi félagslegu þættina í þessum fram- kvæmdum; samgöngur yröu greiðari og komiö yrði í veg fyrir skriðu- og snjóflóðahættu. „En í okkar útreikningum leggjum viö ekki mat á þætti sem þessa,” bætti Jónvið. Þegar rætt er um arðsemi fram- kvæmda í vegagerð er átt viö ávöxtun þess fjármagns sem lagt er í veginn, hvaö þaö gefur mikiö af sér. Sú aðferö er notuð að spamaður, sem verður vegna viökomandi verks, er veginn upp á móti stofn- kostnaðinum. Sé umferð um ákveöinn veg mikil eru alltaf meiri líkur á því aö dýr framkvæmd skili arði. — En eru þær dýru brýr sem verið er að leggja hingað og þangað í af- skekktum héruöum með nokkra arö- seml? „I flestum tilvikum er það vafalaust ekki, sé okkar reikniaöferö notuð til aö finna út arösemi. En ég endurtek aö viö leggjum ekki mat á félagsleg sjónarmiö eöa hvort viökomandi kafli veröur öruggari yfirferöar.” Rætt er um að jarðgöngin í Olafs- fjaröarmúla komi til meö aö kosta á milli tvö og þrjú hundruð milljónir króna. -JGH Jarðgöng: Þessi haf a verið rædd Þrátt fyrir aö ákveöiö hafi veriö aö gera jarögöng í gegnum Olafsfjarðar- múla, hefur gerö fleiri jaröganga verið rædd. Þau helstu eru; jarðgöng á milli önundarfjaröar og Isafjarðar, jarö- göng frá Reyðarfirði til Fáskrúðs- f jarðar og jarögöng í gegnum Fjaröar- heiöi, þaö er „leysa Seyðisfjörð” eins og sagt er á fagmáli. Sem sé, mest er rætt um gerö jarö- ganga á Vestfjöröum og Austurlandi. Jarðgöng eru mjög dýrar fram- kvæmdir. Jarðgöngin í Olafsfjarðar- múla kosta til dæmis á milli tvö og þrjú hundruömilljónirkróna. _jgh Bundið slitlag: „10 til 50% arðsemi” — bundið slitlag á 180 kflómetra í sumar Bundið slitlag veröur lagt á alls 180 kilómetra í sumar. Vegagerðin sér um mestan hluta lagningarinnar en auk þess eru um 3 til 4 verktakar sem annast þetta. „Lagning bundins slitlags er yfir- höfuö mjög arðsöm,” sagöi Jón Rögn- valdsson, verkfræðingur hjá Vega- geröinni. Þaö hefur komiö fram áöur hjá Jóni í viötali viö DV aðarðsemi „teppanna” er nokkuö mismunandi, hún er algengust á bilinu 10 til 50%. Mismunandi arösemi bundins slit- lags liggur mest í því hversu mikiö er búiö aö byggja undir slitlagiö. „Þegar búiö er að leggja mikið fé í ákveðinn vegarkafla er lítill viöbótar- kostnaður viö að fullgera hann, leggja á hann bundið slitlag.” Þeir 180 kílómetrar sem lagt veröur bundiö slitlag á í sumar eru um allt land, kaflar hér og þar. JGH í dag mœlir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Seint og um síðir hafa borist um það fréttir sunnan úr ttaliu aö þar hafi Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra haldið merka ræöu á ráðstefnu sem þar var haldin um ný- sköpun í atvinnulífi ttala. Sam- kvæmt frásögn Morgunblaðsins var forsætisráðherra vor skorinorður i tölu sinni. Sagði sem satt er að Evr- ópa hefði dregist aftur úr Bandaríkj- unum og Japan í tækniþróun. Ef ekk- ert yrði að gert mætti búast við að Evrópulönd myndu tilheyra vanþró- uðum hluta heims innan nokkurra ára. Lauk Steingrímur ræðu sinni með hvatningarorðum um að menn brettu nú upp ermar og glímdu viö vandamálin því vilji væri allt sem þyrfti. Þaö er sama hvaðan gott kemur og þessi Italíuferð hefur svo sannarlega ekki orðið til einskis ef hún hefur orö- ið til þess aö opna augu forsætisráð- herra fyrir því aö það er ekki nóg aö tala og tala heldur þarf lika að bretta upp ermar og gera eitthvað. Gallinn er bara sá að hér á heima- slóðum er ráðherrann ekki eins víg- reifur i þessum efnum. Að vísu skort- ir ekkert á að hann tali og tali og ástæðulaust að amast við því enda sjaldan sem þetta tal vekur nokkra Ný útflutningsgrein athygli eða viðbrögð miðað við magnið. En það er ekki nóg að belgja sig út suður á ttaliu og hvetja aöra tU dáða ef aUt er látið sitja á hakanum hér heima. Þau eru orðin mörg tækifærin sem Steingrimur og raunar Þorsteinn lika hafa notað tU að ræða nauðsyn á „nýsköpun atvinnuveganna”. Þetta er orðin ein af þessum þægUegu kUsjum sem gott er að grípa til þegar sussa þarf á óþoUnmóðan lýðinn, en mikið skeUing ætlar að verða djúpt á framkvæmdum. Samt segir Stein- grímur þarna suöur frá aö vUji sé aUt sem þurfi og kannast aUir lands- menn mætavel við það orðtak frá Gunnari heitnum Thoroddsen þótt tt- alarnir hafi kannski ekki heyrt þetta áöur. Þegar litiö er á staðreyndir um ný- sköpun atvinnuveganna kemur i ljós að þar er fátt um fína drætti. Bænd- urnir eru að bisa við kanínur og refi og margir ætla I fiskirækt en aö ööru leyti bólar iitið á nýsköpun. Ástæðan er meöal annars sú aö kerfiö hér á landi er afskaplega tregt tU að viöur- kenna þörf á breytingum eöa frum- kvæði af nokkru tagi. Og ekki bara hiö opinbera, heldur fjöldi einstakl- inga og einkafyrirtækja líka. Upp- finningamaður stóls gekk hér mllll Þjóðverji tók hann upp á arma sína Péturs og Páls án árangurs þar tU og rakar saman fé á þessari íslensku uppfinningu. Og þetta er ekkert eins- dæmi, síður en svo. Því væri það ekki svo gaUö ef Steingrimur vUdi láta svo Utið að flytja ttaUuræðuna á fundum hér heima í staö þess að tönglast á sömu kUsjunum um nýsköpun atvinnuveg- anna. Hann var svo miklu ákveðnari þarna á ItaUu og við verðum ein- hvern vegbin að peppa manninn upp hér heima. Kannski að ráðið væri að boða tU alþjóðaráðstefnu í Reykjavík um nýsköpun atvinnuvega Vestur- Evrópu. Þá er viðfangsefnið orðið hæfUega stórt fyrir Steingrím og rík- isstjórnina þvi það er ljóst að stjóm- arhemmum lætur ekki vel að hugsa um Utlu málin og kjósendur hugsa auðvitað aUtof smátt fyrir þessa menn. En ef rétt er á haldið gæti Steingrímur oröiö talandi tákn þeirra sem berjast fyrir endurreisn Evrópu á sviði visinda og tækni, jafn- vel forstjóri Rannsóknaráðs Evrópu þegar hann missir stólinn. Fyrst viö getum ekki þróað tækni tU að flytja út gætum við þróaö frýjunar- og eggjunarorð um nýsköpun Evrópu í þeim mæU að áUtlegur hópur manna fengi þar atvinnu við að semja og flytja ræður um efnið undir leiðsögn núverandi forsætisráðherra. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.