Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
UM MEGRUN
I framhaldi af grein minni um hitaeiningar ætla ég
aö fjalla um helstu ráðleggingar varðandi megrun.
Einnig mun ég fjalla örlítið um megrunaraðferðir sem
hafa ekkert að segja í baráttunni við aukakílóin.
Blekkingar
Heit böö, nuddtæki, heilsudrykkir
o.s.frv. hafa oft ranglega veriö álitin
fyrirtaks megrunaraöferöir.
En heit böö auka ekki grunnefna-
skiptin, gufuböö bræða ekki fituna af
líkamanum og nuddtæki, t.d. nudd-
belti, hafa engin áhrif á fitulagiö.
Ástæðan fyrir því aö þessar
aðferðir hafa engin áhrif á orku-
eyösluna er sú aö þær hafa ekki í för
meö sér neitt erfiði fyrir vöðvana.
Aö vísu getur vigtin sýnt léttingu
eftir gufuböö. Þaö er heldur ekki
vegna þess aö fitan hafi runniö burt
heldur vegna þess að líkaminn hefur
tapaö vatni.
Lífseig er þjóðsagan um aö fitu-
lagi likamans sé skipt í reglulega fitu
og cellulite (hörö og óregluleg fita).
Cellulitið á aö vera hægt að brjóta
niöur ef notað er til þess nudd, nudd-
tæki eöa þá aö slegið sé létt á þá staði
semcellulitiðáaðveraá.
En þaö er bara ekkert til sem
heitir cellulite á líkamanum.
Megrunaraðferðir
Þeir þættir sem veröur aö hafa í
huga til þess aö ná árangri í megrun
til frambúðar er mataræöi, hreyfing
og breyting á neysluvenjum sem
einstaklingurinn hefur tamiö sér og
orsakað hafa óhóflega fitusöfnun.
Megrun er einstaklingsbundin.
Eftirfarandi atriöi eru því aðeins vis-
bendingar fyrir fólk til aö auövelda
því leiðina aö settu marki.
Mataræði
Mikilvægasti þáttur megrunar er
rétt fæðuval. Til þess aö ná árangri
þarf að breyta fæðuvali, ekki bara í
viku eöa hálfan mánuö heldur þarf
fæðuvaliö aö breytast til frambúöar.
Yfirleitt má rekja rangt fæðuval
til venja sem einstaklingurinn hefur
tamið sér frá barnsaldri.
Einstaklingur þarf aö vita nokk-
urn veginn hversu margar hitaein-
ingar hann boröar daglega til aö viö-
halda núverandi þyngd. Ef hann þarf
2400 hitaeiningar á dag er nægilegt
að minnka neysluna um 1000 hitaein-
ingar á dag. Ur 2400 he. í 1400 he. Á
þennan hátt á einstaklingurinn aö
brenna 1 kg af fituvef á viku.
Ekki er æskilegt aö boröa færri
hitaeiningar en 1200—1000 hitaein-
ingar á dag. Ástasðan er sú aö mjög
erfitt er að fullnægja næringarefna-
þörf likamans með svo fáum hitaein-
ingum. Lítil hitaeininganeysla kallar
á þaö aö einstaklingur kynni sér hita-
einingamagn og næringargildi sem
flestra fæöutegunda. Hann þarf að
temja sér aö lesa á allar vörumerk-
ingar. Vörumerkingarnar eru til
þess að gefa neytandanum upplýs-
ingar um innihald matvæla.
Mikilvægt er aö einstaklingur
boröi úr öllum fæðuflokkum til þess
aö tryggja sér öll næringarefni.
Hann veröur að leggja áherslu á aö
auka neyslu á grænmeti, kommat,
grófum brauöum og ávöxtum (hafa
verður þó í huga aö ávextir geta gef-
iö þónokkuð af hitaeiningum, svo
betra er að boröa þá í hófi) en forðast
fitu og sykur.
Breyting á venjum
Til þess aö árangur náist þarf aö
sigrast á slæmum venjum.
Mikilvægt er aö boröa reglulega
og áöur en maöur verður mjög
svangur.
Þaö skilar litlum árangri að
svelta sig allan daginn og boröa
síöan eins og hestur um kvöldiö
vegna þess aö þá er maður oröinn
svo svangur.
Gott ráö til þess aö fylgjast meö
því sem boröaö er er aö skrá allt sem
borðað er og fylgjast á þann hátt meö
neysluvenjunum. Oft tekur fólk ekki
eftir því hvaö þaö borðar fyrr en það
fer aö skrifa þaö niður.
Aðeins á að vigta sig einu sinni í
viku. Þaö er vegna þess aö sveiflur
milli daga orsakast yfirleitt af mis-
munndi vatnsmagni í líkamanum.
Þaö er mjög góö regla að boröa
- MATUR OG
HOLLUSTA-
Gunnar Kristinsson
matvælafræðingur
skrifar
aöeins á sama stað, t.d. í eldhúsinu,
en vera ekki aö boröa í öllum
herbergjum. Ráðlegt er að boröa
ekki þegar veriö er aö lesa blöö eða
horfa á sjónvarp.
Létting —
þyngdaraukning
Léttingin er alltaf hröðust fyrst
vegna þess aö viðkomandi tapar
vatni úr iikamanum.
Eftir 3—4 vikur getur ailt í einu
komiö fram þyngdaraukning. Þaö er
einmitt á þessum tíma sem mjög
margir gefast upp. Ástæöan fyrir því
aö viökomandi fer aö þyngjast aftur
er sú aö vatn safnast fyrir í líkaman-
um. Þetta vatn myndast vegna
bruna fitunnar. Líkaminn losnar
hægt viö þetta vatn og þess vegna
getur komiö fram þessi þyngdar-
aukning. Þetta ástand breytist á
nokkrum dögum.
Hreyfing
Þeir sem eiga við off ituvandamál
aö stríöa eiga erfitt meö allar hreyf-
ingar. En eftir því sem fleiri kíló fara
af iíkamanum verður auðveldara aö
hreyfa sig.
Þaö er ekki endilega lifsspursmál
að hreyfa sig mikið til aö byrja meö
enda veröur að fara mjög varlega í
þaö.
Hins vegar er nauösynlegt aö
hreyfa sig eftir aö kjörþyngd er náö
til þess aö halda henni, einnig til þess
aö koma í veg fyrir að líkaminn
stirðni.
Lokaorð
Til þess aö einstaklingur nái ein-
hverjum árangri þarf hann aö kynn-
ast eigin neysluvenjum. Hann þarf
aö vera gagnrýninn á sjálfan sig og
þora aö kannast viö vankantana á
eigin neysluvenjum.
Hsuin þarf aö boröa á ákveðnum
tímum, boröa á sama staö. Boröa
hægt og vera sér meðvitaður um
hvað hann er að boröa hverju sinni.
Boröa úr öllum fæðuflokkum.
Leggja þó áherslu á að boröa græn-
meti og kommat.
Á þennan hátt á hann að geta sigr-
ast á vandamáli sínu. Nauðsynlegt er
þó aö hafa þaö í huga að megrun er
langtímaspursmál en ekki eitthvaö
sem hægt er að afgreiöa á einni eöa
tveimur vikum.
SvalahurAarstopparinn er nettur á að líta en getur haldið hurðinni svo
að hún fiúki ekki upp.
DV-mynd VHV.
SVALAHURÐARSTOPPARI
BJARGAR GLERINU
Svala- og garöhuröir eiga það til
aö fjúka upp og stórskemmast og
jafnvel getur farið svo illa aö gleriö
brotni. Hér getur svalahurðarstopp-
ari komið til hjálpar því hann er meö
bremsu sem hindrar aö hurðin fjúki
upp. Einnig er hægt að nota
bremsuna til aö halda huröinni í
öllumstöðum.
Svalahurðarstopparinn fæst í
öllum byggingavöruverslunum og
kostar420krónur. SJ
Upplýsingaseðííí
til samanbuiðar á heimiliskostnaói
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlrga sendiö okkur þrnnan svarseöil. Þannig eruð þér oröinn virkur þátttak-
andi í upplýsini’amiólun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjólskvldu af somu slærð og yðar. Þar að auki eipið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaöur í júní 1985.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaó kr.
Alls kr.
i
Dönsk
útileik-
tæki
— öruggog
endingargóð
Undanfarin fimm ár hefur fyrir-
tækiö A. Oskarsson & Co. ltd. flutt inn
útileiktæki frá danska fyrirtækinu
Kompan A/S, og hefur listamaðurinn
Tom Lindhart hannaö þau. Leiktækin
hafa hlotið fjöldamörg verölaun fyrir
sérkennilegt útlit, gæði og notagildi.
Tækin frá Kompan, sem hafa vakiö
hvaö mesta athygli, eru svokölluö
gormatæki. Gormarnir, sem tækin eru
á, eru úr styrktum málmi og plasthúö-
aðir meö mikilli f jöörun. Ekki er hætta
á að gormarnir falli saman þó svo á
tækjunum séu jafnvel tveir fullorönir.
Sérstök gormatæki hafa veriö hönnuð
fyrir fötluð börn og eru þau með sér-
stökum stuðningi við bak og fætur.
Kompan framleiöir einnig lítil hús
og borö sem hægt er aö nota í sull- og
sandleiki. Húsin eru ekki með hurðum
þannig aö ekki er hætta á aö börnin
klemmi sig þegar leikurinn stendur
semhæst.
öll leiktæki frá Kompan eru úr tré
sem er meðhöndlað á sérstakan hátt til
aö auka veöurþol og styrkleika þeirra.
Mikiö er lagt upp úr öryggi leiktækj-
anna og eru t.d. allar skrúfur og boltar
í þeim plasthúöaðir til aö koma í veg
fyrir slys.
Hér á landi eru útileiktæki frá
Kompan nú þegar í ýmsum leikskólum
og hafa ýmis bæjarfélög keypt svona
tæki í leikskóla sína. Á Noröurlöndum
hafa tækin veriö á markaönum í tiu ár
og eru víöa notuð í almenningsgöröum
og viðstórarblokkir. SJ
Umsjón:
Anna Bjarnason og
Borghildur Anna
Þetta gormatæki er sórhannað fyrir fötlufl börn, mefl sórstökum stuðningi
vifl bak og fætur. Eins og sóst eru gormarnir festir á steinsteypuhellu, en
hana mó líka grafa niflur í jörfl.
Tivoliborð heitir þetta borð en það mó nota til ýmissa hluta, þessir strákar
láta fara vel um sig mefl skóflur og bila ó borflinu.