Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985. Útlönd 9 Utlönd Bretland: Atlaga gegnlRA —16 manns verið handteknir í tengslum við fyrirhugaða sprengiherferð á ferðamannastöðum Lögregla í Bretlandi hefur hand- tekiö fjóra menn til viðbótar grunaða um þátttöku í áætlun Irska lýðveldis- hersins (IRA) að hefja sprengiherferð á vinsælum ferðamannastöðum á austurströnd Bretlands. Þá hefur lögregla alls handtekið 16 manns í tengslum við hina fyrirhuguöu sprengiherferð. Lögregla leitaði að tímasprengjum í hótelum í 12 bæjum viö sjávarsíöuna en þó er ekki búist við að IRA hafi plantað neinum sprengjum enn. Gert er ráð fyrir að ætlunin hafi verið að hefja sprengiherferðina í júli. Lögregluaðgerðimar hófust á laugardag með árás á íbúöabyggingu í Glasgow. Þar segist lögregla hafa fundið lista yfir skotmörk. Daginn eftir fannst sprengja í hóteli nálægt Buckingham Palace. 1 handtökum undanfarinna daga telur lögregla að hún hafi náð í skæru- liða IRA sem tóku þátt í sprengingunni í Brighton, þar sem reynt var að ráða Margaret Thatcher af dögum í október ífyrra. Lögregla heldur einnig aö hún hafi náö að brjóta upp hóp sem stóð aö sprengingu i Harrods stórversluninni í London í desember 1983. Sex manns dóu í þeirri sprengingu og 94 særðust. Myong-dong? Myong-dong hverfið í miðborg Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, er þekktast fyrir glæsilegar verslanir og ilmandi veitingastaði. Myong-dong er á sama hátt og Ginza hverfið í Tokýo sá borgarhluti sem ferðamenn sækja hvað helst til og eru mest áberandi. Eitt er það þó sem ruglar margan feröamanninn á ferð um Myong-dong hverfið. Borgarhlutinn á sér margar útgáfur í framburði þeirra Kóreu- manna og þar af leiðandi mismunandi stafsetningu líka. Á myndinni kemur þetta hvergi betur í ljós, glæsihverfið í mörgum stafsetningar- og fram- burðarútgáfum. öll segja skiltin það sama, hér er Myong-dong hverfið. m úom Ihowng MPVHMA nON8 BHOPPINQ CENTEP 10 farast í Suður-Afríku Tíu manns fórust í ofbeldi í Suður- Afríku í gær. Aukning á ofbeldinu þar í landi kom skyndilega, eftir nokkurt hlé á fréttum af bardögum. Lögregla sagði að átta hefðu farist og sjö særst alvarlega í röð sjö sprengjuárása nálægt Jóhannesar- borg. Lögregla sagöi að hægri hönd vantaði á sex fórnarlambanna sem gæfi til kynna að þau hefðu látist á meðan þau voru að fikta viö sprengjurnar. Flestar sprengjuárásirnar voru gerðar rétt eftir miðnætti. Lögregla segist vera að rannsaka þann mögu- leika að samhæfð hafi verið sprengju- herferö gegn opinberum byggingum og svörtum lögreglumönnum sem margir svertingjar sjá sem samstarfsmenn hinnar hvítu minnihlutastjómar. Lögregla sagði að hinir tveir sem hefðu farist hefðu verið skomir niður í Port Alfred bænum þar sem óeirðir hafa verið undanfarið. Ofbeldi magnaðist skyndilega í Suður-Afriku i gær. adid;r,, SPARTA LAUGAVEGI49 SÍMI23610 SÍM112024 Fyrir sumarleyfið. Glæsilegt gallaúrval. Henson Le Bon bómullargallar, gulir og bleikir, nr. 32 - 34 - 36- 38, kr. 1.998. Hummel glansgallar I mildum past- ellitum, nr. 38-46, kr. 2.853. H20 gallar, 100% bómull, I frábær- um litasamsetningum, nr. XS-XL, frá kr. 2.385. Henson glanshettugallar, nr. 22 — 36, margir litir, kr. 2.747 - 2.999. , Markmannstreyjur, (markmannsbuxur, i stuttar og síðar, I markmannshanskar, öll númer. VISA Opið laugardaga. Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavegi 49, sími 23610. Don Cano glansgallar, nr.6-8, kr. 3.315, nr. 10-12, kr. 3.520, Inr. XS-XL, kr. 3.720. Nýtt, nýtt, Don Cano bómullarhettugallar, nr. 6-8, kr. 2.112, nr. 10-12, kr. 2.412, nr. XS-XL, kr. 2.822. þessir gallar eru með upphleyptu prentl. Adidas Mississippi, 3 litir, (franskur). nr. 102-156, kr. 1.523, nr. 162-192, kr. 1.792. Adidas New York, nr. 34 — 52, dökkblár, og Ijósblár, kr. 3.734. Adidas Wembley (franskur), j nr. 126-156, kr. 1.637, j.nr. 162-192, kr. 1.907. i ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.