Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
7
Neytendur Neytendur Neytendur
Er marmelaði
ódýrara en sulta?
Raddir neytenda
Neytandi hafði samband:
„Hvernig getur staðið á því að sulta
virðist dýrari hérna heldur en
marmelaði? Dóttir mín var lengi
búsett í Danmörku og keypti þar sér-
staka tegund af marmelaði og sultu
sem er í bláum fötum. Þar voru báðar
tegundir seldar á sama verði. Hérna
heima má fá þessa sömu tegund í bláu
fötunum, en í Miklagarði er
marmelaðið ódýrara heldur en sultan. ■
Hvað er að gerast þarna? Varla getur
verið á þessu einhver munur í innkaup-
um? Mér þætti fróðlegt að vita hvað
ræður þessum verðmun og hvort þetta
þarf að vera svona í framtíöinni. ’ ’ baj
Nótulaus viðskipti geta virst hagstæð við fyrstu sýn.
En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt
er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki.
Taktu nótu - það borgar sig
Samkvæmt lögum og reglugerðum
um söluskatt og bókhald er öllum
sem selja vöru og þjónustu skylt
að gefa út reikninga vegna
viðskiptanna. Reikningar eiga að
vera tölusettir fyrirfram og
kaupandi á að fá eitt eintak. Sé
um söluskattsskylda vöru eða
þjónustu að ræða á það að koma
greinilega fram á reikningi.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
"Hvað heitir
hann aftur þessi
garðyrlqutæknir?”
Sjúkrahúsið
Patreksfirði
Sjúkrahúsiö Patreksfirði óskar aö ráða hjúkrunarfræöing
og sjúkraliða til starfa sem fyrst eöa eftir samkomulagi,
einnig vantar hjúkrunarfræöinga og Ijósmóður til sumar-
afleysinga. Gott húsnæöi fyrir hendi. Nánari upplýsingar
veitir Sigriöur Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri i síma 94-1110
eöa 94-1386.
Happdrætti
Sjálfstæðisflokksins
Dregið 6. júlí.
Sækjum — sendum.
Sími 82900.
Sjálfstæðisflokkurinn.
Til söíu
Citroen GSA Pallas
Ekinn: 32.000 km
Verð: 285.000
Kjör: 105.000 út. Eftirst. 6—7 mán.________
Upplýsingar í síma: 687121 og 74191.
Sumarferd Varðar
29.júníl985
Ekið verður um
Borgarfjörð
og áð á fögrum stöðum
Sumargleðin skemmtir
í Borgarnesi
Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu Valhöll kl. 8.00.
Ekið verður fyrir Hvalfjörð, yfir Geldingadraga og niður aö
Skorradalsvatni. Morgunkaffi verður drukkið á bökkum
Skorradalsvatns. Ekið niður Andakílshrepp — Fossaveg og
Vatnshamraveg niður að Hvítá og sem leið liggur að Brekku-
áreyrum vestan Grábrókar við Bifröst. Þar verður hádegis-
verður snæddur ífögru umhverfi. Á heimleið verður staldrað
við í Borgarnesi þar sem Sumargleðin skemmtir Varðarfé-
lögum í Hótel Borgarnesi. Áætluð koma til Reykjavíkur er kl.
19.30.
Ávörp flytja: Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, Valdimar Indriðason al-
þingismaður og Jónas Bjarnason, formaður
Varðar.
Verð aðeins kr. 950,- fyrir fullorðna, kr. 400,- fyrir börn
4—12 ára og frítt fyrir börn yngri en 4 ára.
Innifalið í verði: Ferðir, hádegisverður frá Veitingahöllinni og
skemmtun Sumargleðinnar. Komið til Reykjavíkur um kl.
19.30.
Pantanir í síma 82900. Miðasala í Valhöll kl.
9—21 frá miðvikudeginum 26. júní.
Fjölmennum í Varðarferð! Ódýr og góð skemmt-
un fyrir alla fjölskylduna.