Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1985.
3
Nýjar reglur um slökkvibúnað í skipum:
Margrét Guðnadóttir prófessor og rannsóknarstofa í veirufrœði á baklóð Landspítalans: — Þurfum nýtt,
sýklahelt hús ef halda á AIDS i burtu.
Ónæmistæring í
tannlæknahúsið?
„Mjög fullkom-
inn búnaður„
— segir siglingamálastjóri
„Það eru að koma nýjar reglur um
slökkvibúnaö í skipum. Þegar þær
verða komnar til framkvæmda á það
ekki að gerast að skip geti brunnið nið-
ur úti á sjó,” sagði Magnús Jóhannes-
son siglingamálastjóri í samtali viö
DV.
I kjölfar bruna Sjóla úti fyrir Vest-
fjörðum á dögunum hefur vaknað sú
spuming hvort slökkvibúnaði um borð
í skipum sé ábótavant.
„Ef við tökum Sjóla sem dæmi þá
var hann með fullgilt haffærnisskír-
teini. Það segir okkur um leið að
slökkvitækin um borð voru í lagi. En
svona hlutir hafa því miður gerst en ég
tel að þar verði breyting á með þessum 1
nýju reglum,” sagöi Magnús.
Hann sagði að reglugerðin væri þeg-
ar komin út en hún tæki gildi um ára-
mótin næstu, fyrst hjá stærstu skipun-
um. Ráðgert væri að árið 1987 yrðu það
lög að öll skip yfir 15 metrum að stærð
yrðu búin þessum tækjum. Meöal þess-
ara tdcja eru til dæmis mjög fullkomin
reykskynjunartæki, þannig að ef eldur
kemur upp einhvers staðar í skipinu
verður hans strax vart í brúnni með
þar til gerðu viðvörunarkerfi.
-KÞ
Lúðrasveit
Hafnarfjarðar:
Fer til Piirg
Lúörasveit Hafnarfjarðar er um
þessar mundir 35 ára. I tilefni afmælis-
ins mun hljómsveitin halda til V-
Þýskalands og Austurríkis um helgina..
35 hljóðfæraleikarar fara þessa ferð og
leika þeir undir stjóm Hans Ploder.
Hljómsveitin mun taka þátt í hátíð-
arhöldum vegna afmælis lúörasveitar
Niederrimsingen, en sú hljómsveit
kom til Islands fyrir nokkrum árum.
Þá mun LH taka þátt í lúðrasveitamóti
í Piirg í Austurríki.
- „Vil halda landinu hreinu en það
kostar 10 milljónir,” segir
Margrét Guðnadóttir prófessor
„Eg skil ósköp vel að sjúkrahúsin
vilji koma sér upp sérstökum rann-
sóknarstofum þar sem hægt verður að
skoða AIDS-sýni og önnur áhættu-
sýni,” sagði Margrét Guðnadóttir,
prófessor og yfirlæknir á rannsóknar-
stofu í veirufræði. „Enþegarkemurað
því að greina allt blóð handa blóðgjöf-
um þá þarf annað og meira til. Eins og
stendur er engin aðstaða til þess hér á
landi og litlar rannsóknarstofur á
sjúkrahúsum leysa ekki þann vanda.
Þetta eru tvö óskyld mál.”
Margrét Guðnadóttir er nýkomin úr-
utanlandsferð þar sem hún sat ýmsar
ráðstefnur um ónæmistæringu og skoð-
aöi rannsóknarstofur þar sem AIDS-
veiran er til skoðunar. Eins og fram
kom í fréttum DV fyrir skömmu eru
ekki nokkur tök á því að taka við
ónæmistæringarsýnum á rannsóknar-
stofu í veirufræöi, húsnæði
rannsóknarstofunar á baklóö Land-
spítalans er einfaldlega ekki sýklahelt.
„Tillaga mín er einfaldlega sú að
byggt verði hús yfir þessar AIDS-
rannsóknir. Við þurfum 1200 fermetra
á tveimur hæðum og þá byggingu
mætti auðveldlega reisa í framhaldi af
byggingu Tannlæknadeildarinnar
héma fyrir neöan Landspítalann. Þar
er meira að segja steypt plata tilbúin
og þó svona hús kosti 10 milljónir er
það lágmarksverð ef við viljum halda
landinu hreinu og AIDS í burtu,” sagði
Margrét Guðna dóttir.
„En það verður að ganga í þetta
strax. Yfirvöld vilja að við rannsökum
allt blóð handa blóðgjöfum og það
getum við ekki fyrr en húsnæðiö er til
staðar.”
-EER.
Jóhannes Pálmason i kjallara Borgarspítalans þar sem ráflgert er afl setja
upp AIDS-stofu: — Viljum hafa vaflifl fyrir neðan okkur þegar ógœfan dyn-
ur yfir.
„AIDS-stofa” íBorgarspftalann:
VIUUM VERNDA
STARFSFÓLKIÐ
—segir f ramkvæmdastjórinn
„Við viljum hafa vaöið fyrir neðan
okkur og vemda starfsfólkið. Þessi
ógæfa á eftir að dynja yfir okkur og
það er ekki annaö forsvaranlegt en
koma þessari öryggisrannsóknarstofu
á fót,” sagði Jóhannes Pálmason,
framkvæmdastjóri Borgarspitalans í
samtali við DV.
Á fundi sínum 18. júní ákvað stjóm
spítalans að ráðist yrði í uppsetningu á
rannsóknarstofu meö sérstökum
öryggisbúnaði. Þar er ráðgert að rann-
saka blóðsýni i áhættuflokki, meðal
annars ónæmistæringarsýni.
„Fjárfestingin er að sjálfsögðu háð
leyfi heilbrigðisráðherra en hann hefur
lýst sig fylgjandi hugmyndinni. Enda
kostar þetta ekki nema tæpar tvær
milljónir króna,” sagði Jóhannes
Pálmason.
„AIDS-stofan” verður til húsa í
kjallara Borgarspítalans, undir slysa-
deildinni.
-EDt.
Opið
a morgun
kl. 1-4.
Hefur þig ekki alltaf langað
aö eignast torfærubíl ...
en ekki lagt í þaö vegna verösins?
jm
hefur okkur tekist aö
Mm
verðið úr 420.000 í aðeins
Standardútgáfa
af Lödu Sport
meö ryövörn
P.S.:
Við bjóðum
að auki
okkar rómuðu
greiöslukjör.
BEFREffiAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF.
TiiitolífN cimrmT nvncnnntm t a c . aaaaa c cái immr n. oi aac
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236
t