Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Qupperneq 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR17. JULI1985. Merkur fundur á Dagverðarnesi við Breiðaf jörð: KELTNESKAR RÚSTIR FRÁ SJOUNDU ÖLD rætt við Þorvald Friðriksson jarðfræðing Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur við hlið steinsins sem gœti hafa verið notaður sem sólúr. DV-myndir VHV Við hina fornu höfn á Dagverðar- nesi viö Breiðafjörð hafa nýlega fundist rústir mannabústaöa sem taldir eru vera frá því á sjöundu öld. Það gæti þýtt að Island hafi verið numið um tveimur öldum áður en hingað til hef ur verið talið. Það er Þorvaldur Friðriksson fom- ieifafræöingur sem rannsakað hefur þessar rústir, en hann vinnur nú aö doktorsritgerð við háskólann í Gautaborg um keltnesk menningar- áhrif á Islandi í ljósi fomleifa. DV fór í gær vestur á Dagverðames, ásamt Þór Magnússyni þjóðminjaverði, til að kynna sér aðstæður og ræða viö Þorvald. Keltneskar rústir „Rannsóknir eru skammt á veg komnar,” sagði Þorvaldur, „en margt bendir til þess aö hér sé að finna fornar leifar kristinna- keltneskra manna.” Þorvaldur sagði aö í Dagverðar- nesi hefðu fundist rústir um 30 húsa af ýmsum gerðum, bæði skálar og smáhýsi. Sum húsin eru af borg- hlaðinni gerð, sem er alþekkt á menningarsvæði kelta á Bretlands- eyjum en nær óþekkt í Skandinavíu. Borghlaðin hús eru þannig að veggirnir dragast inn að ofan þannig að þakið hleðst saman efst — eins konar kúluhús. „En það sem vekur mesta athygli er fundur tveggja ofna sem eru að heita má nær óþekktir hér á landi,” sagði Þorvaldur. „Auk þess eru þeir fullir af birkikoli, en það er allra trjáa best til aldursgreiningar með C-14 aðferðinni. Birki verður sjaldan Þór Magnússon þjóðminjavörður og Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur skoða leifarnar af tveimur ofnum sem nýlega fundust. Ofnarnir voru í smáhýsum sem voru byggð utan i klettinn til að fð skjól | fyrir norðanáttinni. enn hefur ekki verið unnt að ráðast í uppgröftinn af fullum krafti, „en vonandi er að styrkir fáist svo að unnt verði að byrja á næsta ári,” segir hann. En Þorvaldur gerði meira í sumar en taka sýni. I fjörukambinum yst á Dagverðarnesi fundust nokkrir út- höggnir steinar, meðal annars einn, um 1 m á hæð og 1 m á breidd, sem virðist vera hluti af steinkrossi. „Steinninn er því miður nokkuð veðraður,” segir Þorvaldur, „og því erfitt að segja fullum fetum að um steinkross sé að ræða. Um það verður hver að dæma fyrir sig.” Aðrir merkilegir steinar liggja þarna í fjörunni neðan við rústa- þyrpinguna, til dæmis einn sem er pýramídalagaður. „Þetta er örugglega mannaverk,” segir Þor- valdur. „Erfitt er að segja til hvers steinninn hefur veriö notaöur, en hér gæti verið um sólúr að ræða. Slíkir steinar eru þekktir í öðrum löndum, svo sem í Skotlandi.” Þorvaldur gekk með okkur um svæðið dágóða stund og útskýrði það sem fyrir augu bar. Undir lokin sagði hann: „Þegar á heildina er litið bendir ýmislegt til þess að hér sé um að ræða leifar kristinna-keltneskra manna. Auövitað hljóta hér einnig að vera rústir frá mismunandi tímum, höfnin og verslunarstaðurinn voru við lýði það lengi, en á móti kemur að keltnesk menningaráhrif virðast hafa verið geysimikil á Breiða- fjarðarsvæðinu í upphafi byggðar í landinu.” Það gæti því þurft að endurskrifa Islandssöguna. EA Fornleifafræðingurinn og þjóðminjavörður skoða hár le ifarnar af þvi sem Þorvaldur telur að gæti verið brunnur. Þorvaldur og Þór skoða stein með dýramynd í fjörunni. Á Dagverðarnesi er meðal annars að finna skálarústir af þekktri 10. aldar gerð með bogadregnum langveggjum. Sumar skálarústirnar eru allt að því 23 metra langar. eldra en 100 ára gamalt, þannig að misvísun í greiningunni verður mjög lítil.” Það var í maí á þessu ári sem Þorvaldur fékk niðurstöðurnar úr C- 14 greiningu á birkikolum úr ofnunum á Dagverðarnesi og benda þær til þess að rústimar á svæðinu séu frá árinu 680, að viðbættum eöa frádregnum eitt hundrað árum. Aldursgreiningin var gerö í Þránd- heimi í Noregi, en nú stendur til aö senda fleiri sýni á aðra staði tii að fá nánari staðfestingu. Að sögn Þor- valdar er þó ekkert sem bendir til þess að ártalið 680 sé rangt. Skortir fé til frekari rannsókna Á Dagverðarnesi var aðal- verslunarstaður Breiðafjarðar- svæðisins á þjóðveldisöld. Rústirnar sém þar eru fundust fyrir tveimur árum og hefur Þorvaldur veriö að rannsaka þær meira eöa minna síðan. Hann var í tvær vikur við rannsóknir í sumar og var megin- verkefnið að halda áfram for- rannsóknum og ná fleiri sýnum úr rústunum til aldursgreiningar. Fjár- magnsskortur hefur valdið því að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.