Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Page 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR17. JÚLI1985.
Forsetinn á Austf jörðum:
STAÐNÆMST
í ÁLFASTEINI
I fyrradag staðnæmdist forseti Is-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, á
Borgarfiröi eystra í Austf jarðaheim-
sókn sinni. Víða var komið við og
heimamenn tóku vel á móti forsetan-
um.
I Vatnsskarði tók hreppsnefnd
Borgarfjarðarhrepps á móti for-
setanum, farið var m.a. í Álfastein
og aldamótatómthús skoðað.
Fyrirtækið Álfasteinn í Borgarfirð-
inum er tiltölulega nýtt fyrirtæki en
blómstrar með,ótrúlegt úrval steina.
Þar var Vígdísi færður einn steinn
aögjöf.
Á leið sinni um Borgarfjarðar-
hrepp leit forsetinn inn hjá hjónun-
um Elísabetu Sveinsdóttur og Skúla
Ingvarssyni. Þau búa á sumrin í
tómthúsi sem byggt var um aldamót-
in. Þau eru Kópavogsbúar á veturna.
I félagsheimili staðarmanna,
Fjarðarborg, var boðið upp á veiting-
ar og þar hélt oddvitinn, Magnús
Þorsteinsson, tölu.
I gær snæddi forsetinn hádegisverð
á Eiðum og fór þaðan til Seyðis-
fjarðar.
APH.
í Álfasteini var frú Vigdisi Finnbogadóttur færður einn fagur steinn að
gjöf.
Forsetinn og fylgdarlið heimsóttu hjónin Elísabetu Sveinsdóttur og
Skúla Ingvarsson en þau búa i gömlu tómthúsi.
L1NDAR8AKKI
Hér er forsetinn í hópi staðarmanna og oddvitans, Magnúsar Þorsteins
sonar, i Borgarfiröi eystra.
Rokkguðinn gleymir
ekki þegnum sínum:
Megas rokkar
í Austur-
bæjarbíói
Meistari Megas heldur tónleika í
Austurbæjarbíói í kvöld klukkan níu.
Lýkur rokksöngvarinn hljómleikaferð
um landið sem borið hefur tónlist hans
í ein tíu samkomuhús á landsbyggðinni
undanfarið.
„Þetta er byggt upp eins og venju-
legt rokkprógramm,” sagði Megas í
samtali viö DV. „Gömul lög eftir mig í
nýjum búningum og svo glæný.
Nokkur önnur lög eftir aðra, sem ég
fíla vel, slæðast meö.”
Með Megasi á tónleikunum verður
harösnúin sveit. Haraldur Þor-
steinsson leikur á bassa, Björgvin
Gíslason, á gítar, Ásgeir Oskarsson á
trommur og Jens Hansson blæs í saxó-
fón.
Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir
klukkan níu og er aðgangseyrir 450
krónur. Reykvískir rokkunnendur
hafa ekki verið spilltir af eftirlæti það
sem af er sumri en nú færir rokkguðinn
þeim Megas. -ás.
Vigdísarhret
gengiðyfir
— heimamenn undir-
búa forsetakomuna
Frð Emil Thorarensen, fréttaritara
DV á Eskifirði:
Nú er gott sumarveður á Eskifirði,
15 stiga hiti í forsælu og telja veöur-
glöggir menn að svokallaö Vigdísar-
hret sé að fullu gengið yfir. En um
miðja síðustu viku, þegar forsetinn
heimsótti Múlasýslur, gerði hið versta
veöur sem lengi verður í minnum haft,
norðangarri, snjókoma og fleira til-
heyrandi.
Er nú allt útlit fyrir að seinni hluti
heimsóknar forsetans fari fram í
góðviðri.
Forsetinn er væntanlegur til Eski-
fjarðar nk. föstudag, en ekki verður
lokið við að bera olíumöl á Bleiksár-
hlíðina eins og að var stefnt. Að sögn
Jóhanns Klausens bæjarstjóra hefur
ýmislegt óvænt komið til og tafið fram-
kvæmdir. Vonaðist hann tQ að verkinu
lyki um mánaðamótin og verður þá
55% af gatnakerfi Eskifjarðar komið
með bundið slitlag. Bleiksárhlíðin er
fjölmennasta gata bæjarins og er 1 km
á lengd. -SigA.
j dag mælir Dagfari______________j dag mælir Pagfari___________í dag mælir Dagfari
Karlalaus kvennaráðstefna
Meiriháttar kvennasamkoma er
haldin þessa dagana í Nairobi á veg-
um Sameinuöu þjóðanna. Að sögn
eru þar mættar á fjórða þúsund kon-
ur frá hundrað og tuttugu löndum en
í framhjáhlaupi kemur einnig fram
að þar er haldin önnur ráöstefna,
líka fyrir konur, og á þeirri ráðstefnu
eru á milli tíu og tólf þúsund kven-
fulltrúar. Ekki er þess getið hver
munurinn er á þessum tveim ráö-
stefnum, enda er það sjálfsagt auka-
atriði. Þó má þess geta að meðan
fimm íslenskar konur sækja ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna er
aðeins ein á þeirri síðarnefndu, en
hún mun ekki vera þar sem fulltrúi
íslands, heldur á vegum Alþjóðlegra
ungmennasamskipta. Ferðalag
hennar er styrkt af Kvennalistanum,
Rauða krossinum og Kvenfélaga-
samtökum. Oþarfi er hinsvegar aö
taka fram hver kostar fimm manna
sendinefndina. Hún þarf ekki á nein-
um styrkjum að halda. Ríkið hefur
eflaust greitt undir þær ferðalagið og
það telst auðvitað ekki styrkur.
Islensku fulltrúamir segja gott
skipulag á ráðstefnunni. Þær hafi
ekki þurft að bíöa nema í tvær
klukkustundir eftir hótelherbergi og
vopnaður vörður er á hverri hæð á
hótelum ráðstefnugesta.
Ekki fara neinar spurnir af um-
ræðuefnum en hinsvegar hefur aðal-
lega veriö sagt frá því að konurnar
hafi komið sér saman um að koma
sér ekki saman. Israelskonur hafa
mótmælt arabakonum og öfugt, og
sendinefnd Bandaríkjanna hefur
heimtað að fá að ráða einhverju, án
þess aö fram sé tekið hverju.
Islenska sendinefndin segir að engin
formleg samþykkt verði gerð á ráð-
stefnunni, og er það talinn mikill
ávinningur fyrir ráöstefnuna.
Af öllu þessu sést að þetta verður
merk ráðstefna. Það er fremur sjald-
gæft að konur fái að funda út af fyrir
sig og þar að auki ánægjulegt, ekki
síst fyrir karlmenn, sem ekki þurfa
að vera viðstaddir.
Enginn þarf að hlusta á þær nema
þær sjálfar, enginn þarf að taka
mark á þeim nema þær sjálfar og
enginn veit hvaö þær eru að tala um,
ekki einu sinni þær sjálfar. Islend-
ingar hljóta að vera fullkomlega
sammála þeirri ákvörðun að senda
fimm íslenskar konur á slíka ráð-
stefnu. Það er þá að minnsta kosti
friður fyrir þeim hér heima á meðan.
Ekki spillir það fyrir að vopnaður
vörður skuli gæta kvennanna á
meðan á ráðstefnunni stendur. Það
fylgir að vísu ekki fréttinni hvaöa
hlutverki verðimir gegna, en þar sem
engir karlmenn eru sjáanlegir á
svæðinu hlýtur hinn vopnaði vörður
að eiga gæta kvennanna og
er auðvitað ekki ráö nema í tíma sé
tekið. Þegar þúsundir kvenna safn-
ast saman á einn stað í Kenya dugar
ekki minna en vopnuð gæsla aö mati
þeirra sjálfra og segir þaö aö sjálf-
sögðu sína sögu um hvaða álit kon-
urnar hafa hver á annarri.
Það segir líka sína sögu að Rauöi
krossinn skuli sjá ástæðu til að
styrkja einn ráðstefnugestinn, þann
sem er á vegum alþjóölegra ung-
mennasamskipta. Rauði krossinn
hefur tekið þátt í söfnun fyrir
hungrað fólk og bágstatt í Afríku, og
þar sem hluti af því fé sem þannig
safnast er varið til þátttöku í óskil-
greindri kvennaráðstefnu í Kenya,
hlýtur það að vera í liður í líknar-
starfinu. Undir það má taka. Konur á
alþjóöaráðstefnum flokkast undir
mannúðarstarfsemi og þá einkum
fyrir karla sem eru lausir við þær á
meöan.
Vonandi er aö ráðstefnan í Nairobi
takist vel. Islenska sendinefndin
mun flytja eina ræöu á ráðstefnunni
og er ekki að efa að sú ræða mun full-
komlega standa undir farareyri
nefndarinnar, jafnvel þótt enginn
hlusti á hana. Það má þá allténd
birta hana í blööunum hér heima.
Dagfari.