Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Síða 13
DV. MIÐVHÍUDAGUR17. JULI1985. 13 MATTHÍAS RÁÐHERRA OC MÁLEFNIRAFEINDAVIRKJA Með reglugerð frá 25. ágúst 1981 voru sameinaðar tvær iðngreinar í eina eftir miklar og ítarlegar um- ræðu. Það var útvarpsvirkjun og skriftvélavirkjun ásamt með sím- virkjun, en símvirkjun taldist ekki til löggiltra iðngreina. Nú er þetta allt saman rafeindavirkjun. Aðalfor- sendur fyrir sameiningu rafeinda- virkja í einu félagi er hin hraöa tækniþróun og örtölvubyltingin — og sú mikla nauðsyn, sem því fylgir, á að eftirmenntun og símenntun sé í góöu lagi. Við þessu hafa sveina- og meistarafélögin brugðist með stofn- un eftirmenntunarsjóðs, en því mið- ur liggur eftir í þessu efni hlutur tveggja þriðjunga stéttarinnar, þ.e. hlutur rafeindavirkja hjá ríkinu. Unnið að sameiningu stéttarinnar Rafeindavirkjar hjá Pósti og síma hafa flestir gengið i Sveinafélag raf- eindavirkja og hefur ötullega verið unnið í aö fá ríkið til samninga um framkvæmd sameiningar stéttarinn- ar. Otal bréf hafa verið skrifuð til póst- og símamálastjóra og ráöherra og einnig gengið á fund þeirra. Ekki hafa þeir virt starfsmenn sína viðlits auk þess sem við höfum heyrt því fleygt að við værum taldir „óábyrg- ir starfskraftar”. Þessir rafeinda- vírkjar hafa unníð allan sinn starfs- tíma, margir 20 til 30 ár, hjá Pósti og síma. Tilbúnir í viðgerðir og vinnu hvenær sem þörf er á. Allt sem við förum fram á er að við okkur veröi talað svo úrlausn fáist á okkar mál- um. Ráðherra og yfirmaður Pósts og síma þurfa ekki aö láta sér detta í hug að við stefnum starfsemi hjá ríki endilega í upplausn, t.d. með verk- föllum og öðru sliku. Frá þessum málum yrði auðvitaö gengið t.d. svipað og hjá Rafveitunum og aðilar hafa skyldum að gegna hvor við annan eftir sem áður. Ekki er ég samt bjartsýnn á stöðu mála nú eftir að hafa heyrt haft eftir samgönguráð- herra, Matthíasi Bjarnasyni, í út- varpi 1.7. ’85 aö hann ætli ekki „að taka þátt í að létta undir meö þessum mönnum að kljúfa sig út úr Félagi íslenskra símamanna” (les: samein- ast í einu stéttarfélagi). Sýnist mér aö Matthías og póst- og símamála- stjóri hlusti aðeins á annan aðila að málinu þ.e.a.s. BSRB og FIS. BSRB og FIS vilja eðhlega halda öllum sínum félögum, en auðvitað er alltof langt gengið þegar farið er að beita alls konar þvingunum og bola- brögðum. Hvaö póst- og símamálastjóra varðar held ég að hann telji að þagnarskyldusjónarmiðin setji niður ef rafeindavirkjar eru ekki í FlS. Þetta er óþörf hræðsla því þessi atriði er auðvelt að festa t.d. í reglu- gerð um f jarskipti. Matthías Bjama- son sem víða hefur komiö við um ævina hefur ekki verið sakaður um brotthlaup þó hann hafi farið milli starfa og e.t.v. félaga, enda væri það fráleitt. Hann getur því varla sakað okkur um klofning þó við teljum okk- ur eiga heima í Sveinafélagi raf- eindavirkja frekar en í FlS eftir að Kjallarinn ÞÓRARINN ÓLAFSSON SVÆÐISUMSJÓNARMAÐUR PÓSTS OG SÍMA Á HÚSAVÍK. aöstæöur hafa gjörbreyst. Og ekki leysir hann málið með því aö hlusta bara á annan aðilann; það ætti hann vel að vita, alþingismaðurinn sjálf- ur. Fjöldi rafeindavirkja hótar að segja upp Nú er svo komið eftir allar þessar bréfaskriftir og viðtöl, sem því miður hafa engu skilað, að stór hóp- ur rafeindavirkja hefur sent aðvörun um uppsögn 1. okt. Er þetta gert til aö auka þrýsting á að menn fari nú að tala saman. Ef þetta ber engan árangur stefnir í að stór hópur raf- eindavirkja hverfi frá Pósti og síma og líklega fleiri ríkisstofnunum svo sem Sjónvarpi og Otvarpi. Þetta hlýtur að valda erfiðleikum í rekstri þessara stofnana og mikil er ábyrgð þeirra sem ekki viöurkenna rétt raf- eindavirkja, eins og annara þegna þessa lands, til aö ráða sínum mál- um. Von mín er að víðsýni ráði ferð eins og oft í okkar sögu, menn setjist niður, ræðist við, semji og leysi vandamálin. Oft verða ráðamenn að brjóta odd af oflæti sínu til þess að leysa hnúta og teljast þá menn að meiri. Þórarinn Ölafsson. Tvær ungar kennslukonur hafa fengið leyfi til þess aö reka skóla í Reykjavík og fer þar fram kennsla þriggja efstu bekkja grunnskóla, en jafnframt ýmis önnur kennsla sem ekki er skylt að láta fara fram í reglulegum grunnskólum. Skóla- gjöld verða um 3.500 krónur é mánuði. Reykjavíkurborg hefui léð húsnæði í gamla Miðbæjar barnaskólanum og samkvæmt lands lögum greiöast kennaralaun ai mestu úr rikissjóöi. Ýmsir aðilai hafa rekiö einkaskóla i landinu i svipaöan hátt, — fer þar mest fyrh Samvinnuskólanum í Bifröst o( Verslunarskóla Islands. Nú hefði mátt ætla að kennara- samtökin í landinu fögnuðu þessari nýbreytni. En það er eitthvaö annað. Allir burtreiðarriddarar kennara- samtakanna hafa farið í herklæðin og eru mættir og byrjaðir árásirnar á þennan nýja skóla. Jafnframt hafa vinstrimenn skorið upp herör gegn skólanum og tina allt til. Djöflagangurinn er slíkur að það er eðlilegt að menn spyrji sjálfa sig: Við hvað eru þessir menn eiginlega hræddir? Hvaða hræðilegi sannleik- ur má ekki koma í ljós? Reynslan af verkföllunum En standa kennarar fjarskalega vel að vígi? Hefur kennsla þeirra reynst þannig að óeðlilegt sé að menn vilji leita annaö með kennslu fyrir börn sin? I vetur voru kennarar í verkföllum og féll niður kennsla frá þremur vik- um í allt að tvo mánuði. Þrátt fyrir þaö var hægt að halda próf á svo til sama tíma og prófa í svipuðu náms- efni, meira að segja svo að stúdents- próf voru haldin og brottfararpróf án þess að slaka þyrfti á kröfum. Með öðrum orðum: Það skipti nemendur sáralitlu að missajaf þessari kennslu. Það voru síöur en svo fleiri sem féllu í vor en í fyrra. Lærdómurinn er sá einn að líklega má kenna náms- efniö á mun skemmri tima og stytta þannig skólaárið og gefa börnum og unglingum meiri möguleika til þess að vinna fyrir sér á námstimanum. Það myndi aftur minnka fjárþörf þeirra sjóða sem ætlað er að lána blönkum nemendum og síðan mætti lækka skatta. Jafnframt gætu kennarar unnið í sumarleyfum skólanna og drýgt þannig tekjur sínar. Sem sagt ágóði fyrir alla. Kjallarinn engin hætta er á slíku — að ég tali nú ekki um þá foreldra sem fengu börnin bókarlaus heim af því að kennarar höfðu stolið bókunum af börnunum í byrjun verkfalls. Hjálparkennslan Kennarar hafa á orði að með því að taka skólagjöld sé verið að gera upp á milli ríkra manna bama og fá- ■ tækra. Þetta er mikill misskilningur og vekur efasemdir um hæfni við- komandi kennara til þess að annast uppfræðslu í landinu. Það vita allir aö börn hafa mismunandi aðstööu. Börn Heimis Pálssonar og Kára Þar fyrir utan hafa fjöldamargir kennarar af því drjúgar tekjur að kenna börnum í einkatímum og taka hátt tímakaup, en vafalaust sann- gjarnt. Og hvað kenna þessir kennar- ar í aukatímunum? Þeir kenna ná- kvæmlega það sama og verið er að kenna í skólum landsins. Og gætu foreldrar þeirra bama, sem þurfa hjálparkennslunnar meö, ekki spurt: Af hverju verðum við að greiða svona mikið aukalega fyrir lög- bundna kennslu? Eigum við e.t.v. kröfu til endurgreiðslu úr hendi þess kennara sem hafði reglulegu kennsluna með höndum? HARALDUR BLÖNDAL HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Hins vegar kom í ljós að töluvert margir kennarar hikuöu ekki við að brjóta landslög og var ósárt um að níðast á nemendum sínum til þess að ná fram markmiðum í kjaramálum umfram aðra. Það er eðlilegt að for- eldrar, sem urðu fyrir barðinu á slík- um kennurum, vilji leita þangað sem gH „Kennarar hafa á oröi aö meö því ^ aö taka skólagjöld sé verið að gera upp á milli ríkra manna barna og fátækra. Þetta er mikill misskiln- ingur. Amórssonar hafa betri aöstöðu til náms vegna menntunar feðra sinna. Þessa aöstöðu hafa ekki börn for- eldra sem stunduðu ekki langskóla- nám. Og er þá rangt af þeim for- eldrum aö kaupa eða reyna að kaupa sér þennan mismun? Sleppa t.d. sólarlandaferð til þess aö búa bam sitt sem best undir ævistarfið? Og ég spyr: Hafa kennarasamtök- in fjallaö um aukakennsluna — um hvað valdi því að fjöldamörg börn eru í sérskólum og stundakennslu um allt land, jafnvel svo að stofnaðir hafa verið sérstakir skólar (íslensku- skóli Heimis Pálssonar t.a.m.) til þess að annast þá kennslu sem ríkið heldur uppi? Hver greiðir launin? „Við erum ekki á móti einkaskól- um — en við erum á móti ríkisrekn- um einkaskólum” er sagt af hálfu kennara. Ég benti fyrr á aö bæði Samvinnu- skóhnn og Verslunarskólinn eru ríkisreknir einkaskólar. Laun kenn- ara eru greidd úr ríkissjóði. Og af hverju skyldi þetta vera? Það er ein- faldlega vegna þess að ríkið greiðir öll kennaralaun í landinu. Fjár til þess að greiöa kennaralaunin er afl- að með sköttum. Það mætti vitan- lega afhenda foreldrum ávísun til greiðslu námskostnaðar barna sinna og væri eölilegra. En um slíka tillögu hefur ekki náðst samstaða. Hins veg- ar hafa allir alþingismenn verið sammála um að það eigi ekki að skipta foreldra máh hvar nám sé stundað — lágmarkskennslulaun séu ætíð greidd af ríkisins fé. Ekki er vit- að tU þess að kennarasamtökin hafi nokkru sinni f jallað um greiðslur úr ríkissjóöi til fyrrnefndra skóla. Og heldur ekki von. Andstaðan við Tjarnarskólann er vitanlega byggð á því einu að kenn- arar og vinstrimenn óttast að reynsl- an af skólastarfinu þar verði einka- skólunum í hag. Haraldur Blöndal „En standa kennarar fjarskalega vel að vigi? Hefur kennsla þeirra reynst þannig að óeðlilegt só að menn vilji leita annað með kennslu fvrir böm sín?" Við hvað eru kennarar hræddir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.