Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Side 15
DV. MIÐVKUDAGUR17. JULl 1985.
15
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
BLOÐ, SVITIOGTARÁ HUÓM-
LEIKVM HJÁ BLVES CONCEPT
Kristján Kristjánsson, meðlimur hljómsveitarinnar, tekinn tali
Kristjðn Kristjánsson, söngvari og munnhörpuleikari í sœnsku hljómsveit-
inni Blues Concept. DV-mynd S.
Þaö er ekki víst að margir hér á
landi kannist við sænska hljómsveit
sem heitir Blues Concept. DV barst
nýlega úrklippur úr sænskum blöðum
þar sem hljómsveitinni er hrósað fyrir
sköruglega sviðsframkomu og góða
tónlist.
Kristján Kristjánsson, sem er íslensk-
ur eins og nafnið gefur til kynna,
er meðlimur í Blues Concept og er
hann staddur hér á landi í sumarfríinu
sínu. Við tókum hann tali og spurðum
fyrst hvers konar tónlist Blués Concept
flytti. „Það má líklega kalla hana
rythm and blues þó stundum sé hún
nær því að vera rokk,” sagði Kristján.
„Við flytjum mikið af frumsamdri tón-
Ust auk þess sem við göngum i smiöju
til gömlu meistaranna eins og t.d.
Robert Johnson, Muddy Waters,
Johnny Winter, Johnny Copland og
Albert Collins. Þegar fólk hlustar á
okkur viljum við að þaö dansi og þess
vegna er engin lognmolla í tónlistinni
hjá okkur,” bætti Kristján við. Blues
Concept hefur aðeins gefið út eina litla
plötu en líklega gefa þeir út stóra plötu
í haust, fleira er í bígerð hjá þeim
félögum eins og hljómleikaferð til
austantjaldslanda. En hvað með
Island? „Okkur langar til að koma til
Islands en það er mjög dýrt svo það er
óvíst hvort við getum það nema með
styrk góðra manna,” sagði Kristján.
Hann er söngvari hljómsveitarinnar
auk þess sem hann leikur á munnhörpu
og semur lög ásamt Michael
Gudmundsson, gítarleikara Blues
Concept, sem er ekki íslenskur þó
nafnið bendi til þess. Aðrir hljóm-
sveitarmeðlimir eru Jonas Ryberg á
bassa, Kent Lenander á trommum og
Jacob Nyman á gítar. Blues Concept
hefur starfað í tvö ár og aðailega leikið
á heimaslóðum i Lundi, en nýlega fóru
þeir félagar i hljómleikaferð og brugðu
sér yfir landamærin til Noregs þar sem
þeim var vel tekið að sögn Kristjáns.
I úrklippunum sem við fengum að
utan er talað um blóð, svita og tár á
hljómleikunum hjá Blues Concept. Við
spurðum Kristján hvort það væri það
sem fólk vildi í Svíaríki frekar en
diskóið. „Við spilum af tilfinningu og
reynum að ná til fólksins. Það eru fáar
svona grúppur í Svíþjóð en ein hefur
verið ráðandi þar í mörg ár; við erum
nýir og fólk hefur tekið okkur mjög vel.
Vinsældir bluesins eru alltaf að aukast
enda eru ræturnar í bluesinum, hann
kemur alltaf í gegn,” sagöi Kristján
Kristjánsson, en hann hefur hug á aö
hóa saman í hljómsveit hér heima áður
en hann fer út aftur i lok ágúst. -SJ.
Svlvester Stallone og nýja
vinkonan Brigitta Nielsen en
hún kemur til meö að leika I
Rocky IV.
RockylVí
uppsiglingu
Sylvester Stallone lætur ekki
deigan síga og er nú kominn af staö
með fjórðu myndina um hnefa-
leikakappann Rocky. Sylvester fer
að sjálfsögðu áfram með hlutverk
Rocky en kvenmótleikari hans í
myndinni er ný vinkona Stallone.
Hún heitir Brigitte Nielsen og er
dönsk og hefur starfað sem módel.
Þau eru farin að búa saman og seg-
ir Brigitte að það sé alvöru
sambúð.
Rod Stewart vill kannski vera
Elton John, a.m.k. notaði hann
nafnið hans þegar mikið lá við.
VissiRod
Stewartekki
hvað hann
hét?
Poppgoðið Rod Stewart var á
dögunum stoppaöur af lögreglunni
í Hollywood fyrir afglöp í umferð-
inni. Eftir að hann var stoppaður
þyrptist að múgur og margmenni
sem vildi fá eiginhandaráritun hjá
goðinu.
Að því loknu var hann fluttur á
lögreglustöðina þar sem löggan
lét taka blóðprufu úr honum.
Síðan þurfti hann að skrifa undir
eitthvert plagg hjá þeim á stöö-
inni og hvaða nafn haldið þiö að
hann hafi sett undir skýrsluna?
Ekki sitt eigið, nei, takk, hann
skrifaði skýrum stöfum Elton
John. Ekki vitúm viö hvort Elton
veit af þessu né hvort löggan tók
þessa undirskrift góöa og gilda.
i3nKW
Á blaðsölustöðum
Spárnar eru
alltaf
að batna
— viðtal við
Trausta Jónsson
veðurfræðing
Rússnesk rúlletta
- garðveisla hjá Armanni Réynissyni
Lífsreynsla:
Ef maður fær stuðning
— spjallað við einstaeða móður
Jökull, gullsandur og góður matur
— punktar um ferðalag á sunnanverðu Snæfellsnesi
6000 kílómetra eftir
,,Gammelt rustent skrammel"
— vitnisburður um heiftarlega bíladellu
Fordkeppnin