Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Qupperneq 28
28
DV. MIÐVIKUDAGUR17. JULI1985.
Andlát
Hörður Felixson loftskeytamaður lést
10. júlí sl. Hann fæddist í Reykjavík 17.
nóvember 1933. Foreldrar hans voru
hjónin Felix O. Sigurbjarnarson og
Sigríöur Jónsdóttir. Höröur lauk prófi
frá Loftskeytaskólanum áriö 1954 og
hóf skömmu síöar störf hjá Landssíma
Islands og vann þar til dauðadags, eöa
í rúm 30 ár, lengst af viö fjarskipta-
stööina í Gufunesi. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Ragnheiöur Hjálmars-
dóttir. Þeim hjónunum varö fimm
barna auðið. Utför Haröar veröur gerö
frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Arnlin Árnadóttir, Laugarásvegi 24
Reykjavík, andaöist 15. júlí í Hafnar-
búöum.
Jóhanna Kristjánsdóttir, Aðalstræti
39 Patreksfiröi, andaöist á heimili sínu
14, júlí.
Bjarni Jónsson, Drápuhlíö 30,
andaöist í Landspítalanum að morgni
16. júlí.
Jason Sigurðsson lést á Hrafnistu
aöfaranótt mánudagsins 15. júlí.
Rútur Hansson frá Hóli í Köldukinn
andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 14. júlí.
Jón Sigurðsson, Stóra-Lambhaga,
andaðist aöfaranótt 15. júlí.
Jónína Jónsdóttir, Aifheimum 16,
veröur jarösungin frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 18. júli kl. 13.30.
Sigurbjörg Bjarnadóttir, Álftagróf,
veröur jarösungin frá Skeiðflatar-
kirkju föstudaginn 19. júlí kl. 14.
Elínborg Magnúsdóttir, Rauöarár-
stíg 42, verður jarösungin frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 18. júlí kl.
10.30.
Einarbjörg Böðvarsdóttir, Mark-
landi, 10 sem andaðist í Borgar-
spítalanum þann 12. júlí, verður jarö-
sungin frá Fossvogskapeliu föstudag-
inn 19. júií kl. 13.30.
Kristján Einarsson, rafvirkja-
meistari, Grettisgötu 48, sem andaðist
miövikudaginn 10. júlí, veröur
jarösunginn frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 18. júli kl. 15.
Tilkynningar
Sædýrasafnið
er opiö alia daga frá kl. 10—19. Um
helgar eru sýningar á tamningu á há-
hyrningi á klukkutíma fresti frá kl.
13-17.
fellM
Bilbeltin skal aö
sjálfsögöu spenna
í upphafi ferðar.
Þau geta bjargaö iífi í
alvarlegu slysi og
hindrað áverka í minni
háttar árekstrum. Hnakka-
púðana þarf einnig að stilla
í rétta hæð.
jJUf^FERÐAR
Bók Vöku um gróskuna
í listalífi íslendinga
komin út
Ot er komin hjá Bókaútgáfunni Vöku stór og
glæsileg bók um gróskuna í nútimalistum á
Islandi. Efniö hefur Sigurður A. Magnússon
rithöfundur tekið saman en bókina prýða um
170 ljósmyndir af íslenskum listamönnum eft-
ir heimskunnan ljósmyndara, Vladimir
Sichov.
Bókin er á ensku, heitir Iceland Crucible
eða I deiglunni á Islandi og ber undirtitilinn A
Modern Artistic Renaissance sem þýða mætti
vakning á sviði nútímalista. Henni er ætlað að
kynna víða um lönd þá grósku sem ríkjandi er
í öllum listgreinum hér á landi og kemur hún
út í tengslum við átak á þessu sviði sem kynnt
er á Kjarvalsstöðum í Reykjavík þessa dag-
ana.
12. alþjóðlegi textílbiennall-
inn
Textíl/skúlptúr
Föstudaginn 14. júní sL opnaði 12. alþjóðlegi
textílbiennallinn í Musée Cantonal des Beaux-
Arts í Lausanne, Sviss og stendur til 16. sept.
1985. Textílbiennallinn er miðdepill þeirra
sem vinna með þráð (þræði) í einhverri
mynd.
Dómnefnd sem skipuð er af Citam (Centre
internation de la Tapisserie Ancienne et
Moderne) velur verk inn á sýninguna. Að
þessu sinni sýna 52 listamenn þar af 2 gestir,
þær Magdalena Abakanowicz, Póllandi og
Claire Zeisler USA. Engum listamönnum
hefur áður verið boðin þátttaka í sýningunni.
Einn Islendingur, Ragna Róbertsdóthr, er
meðal sýnenda. Er þetta í fyrsta skipti að Is-
lendingur kemst inn með verk sitt á þessa
eftirsóknarverðu sýningu síðan fyrsti bienn-
allinn var haldinn 1962 að frumkvæði Jean
Lurcat.
Sýningin mun einnig verða sett upp í Ala-
borgarsafninu í Danmörku og Liljevals-
safninu í Stokkhólmi í apríl—maí 1986.
Fréttatilkynning.'
27. fjórðungsþing Norð-
lendinga verður haldið að
Laugum í Reykjadal
29.-30. ágúst 1985.
Á fjórðungsþingi Norðlendinga, sem
jafnframt er aðalfundur Fjórðungssambands
Norðlendinga, eiga rétt til setu fulltrúar allra
sveitarfélaga á Norðurlandi, 66 að tölu, og
sýslufélaga, sem eru 6 talsins. Þessir 72 aðilar
kjósa 94 fulltrúa til setu á fjórðungsþingi.
Þingsetning verður fimmtudaginn 29. ágúst
nk. kl. 13.30 í íþróttahúsinu að Laugum. Þing-
slit verða síöari hluta föstudags.
Meginmál þessa þings verður: Skipulags-
og starfshættir Fjórðungssambands
Norðlendinga.
Skóiamálefni á Norðurlandi. Rætt verður
um háskólakennslu á Akureyri, rekstur
framhaldsmenntunar og kostnaðarhlut
sveitarfélaga í rekstri grunnskóla.
Á þessu árí er 40 ára starfsafmæli
Fjórðungssambands Norðlendinga. Það var
stofnað 14. júlí 1945 i samkomusal kirkjunnar
á Akureyri.
Angling in lceland
Ferðamálaráð hefur nú gefið út á ensku lit-
prentaðan átta síðna bækling, Angling in
Iceland, þar sem í máli og myndum er vakin
athygli á hinum margvíslegu möguleikum á
fiskveiði hér á landi, öörum en laxveiði. I
bæklingnum er einkum fjallað um silungs-
veiði, en einnig er vikið að möguleikum á
sjóstangaveiði.
Þessi bæklingur er gerður í samráði við
Landssamband veiðifélaga, sem lét gera sér-
stakan fylgibækling, þar sem sagt er frá
silungsveiði á sjö tilteknum stöðum, Brúará,
Hreðavatni, Vatnsdalsvatni, Hnausatjöm,
Höfðavatni, Laxá í Aðaldal, ofan brúar, og
Eiðavatni. Þessum fylgibæklingi er ætlað að
gefa sýnishom af þeim möguleikum sem
bjóðast í silungsveiði hér á landi.
í gærkvöldi____________í gærkvöldi
BEINT FRÁ BISLETT
Virkur dagur og sjónvarpið
byrjaði klukkan fimm, hvað var
eiginlega að gerast og það sama er
upp á teningnum í dag, er allt aö
verða vitlaust? Eins og Jón Olafsson
á rás 2 myndi segja rólega og yfir-
vegað. Vonandi ekki, en í gær og í
dag sýnir sjónvarpið það ágæta
framtak að sýna frá frjálsíþrótta-
keppni á Bislett-leikvanginum í
Noregi þar sem fjórir Islendingar
keppa. Það var sannarlega kominn
tími til að sjónvarpið sýndi beint frá
einhverjum öðrum íþróttaviðburði
erlendis en knattspyrnu. Sem sagt,
ágætt að mínu mati, vona bara að
Islendingunum gangi vél í dag.
öðrtun dagskrárliðum sjónvarpsins
í gærkvöldi sleppti undirrituö þar til
kom að þættinum um flóttafólk í
Afríku. Við verðum sennilega seint
minnt nógu rækilega á það
hörmungarástand sem ríkir hjá
flóttafólkinu í Afríku. Þátturinn
fannst mér ágætur en þar lýsti flótta-
flókið sjálft þeim hörmungum sem
það hafði þurft að þola vegna
hernaöarátaka sem höfðu hrakiö það
frá heimilum sínum. Fram kom að
hjálparstarf á vegum opinberra
aðila og annarra hefur og getur gert
mikið gagn á þessum slóðum. Þess
vegna verður að halda því áfram og
stuðningur eins og frá popptónlistar-
mönnum um síðustu helgi á að vera
öðrum hvatning til að leggja sitt af
mörkum.
Sigrún Jónsdóttir.
Angling in Iceland er prentaður í 50 þús.
eintökum. Hluta upplagsins, rösklega 20 þús.
eintökum, hefur þegar verið dreift í samvinnu
við Iceland Review. Var þessum hluta
upplagsins dreift sem fylgiriti með síðasta
tölublaði Iceland Review. Að öðru leyti
veröur Angling in Iceland einkum dreift fyrir
milligöngu sportveiðifélaga og klúbba á
meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum.
Þessi útgáfa er á ensku, en Ferðamálaráð
hefur til athugunar aö láta einnig prenta
þennan bækling á þýsku og dönsku, norsku
eða sænsku.
Talið er að liklegt sé aö auka megi talsvert
tölu þeirra ferðamanna erlendra sem hingað
koma með því að vekja sérstaka athygli á
þeim möguleikum sem hér gefast á silungs-
veiöi og sjóstangaveiði. Slíkur veiðiskapur er
í senn fjölbreytilegur og tiltölulega ódýr. I
tengslum við veiði af þessu tagi gefst
erlendum ferðamönnum einnig færi á að
komast í nána og beina snertingu við náttúru
landsins.
Ferðamálaráð gerir sér vonir um að sú
athygli, sem vakin er á þessu á erlendum
vettvangi, verði til þess að auka tekjur
þjóðarinnar af erlendum ferðamönnum og
veiti þeim jafnframt aukna ánægju af dvöl-
inni hér.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
2. 19.—27. júlí (9 dagar): Lónsöræfi. Farar-
stjóri: Þorsteinn Bjarnar.
3. 19.—24. júlí (6 dagar): Landmannalaugar
— Þórsmörk. Fararstjóri: Asgeir Pálsson.
4. 19.—24. júlí (6 dagar): Hvanngil—Hólms-
árlón—Hólmsá—Hrífunes. Gönguferð með
viðleguútbúnað. Fararstjóri: Sigurður
Kristjánsson. ATH: Ekki rétt dagsetning í
áætlun.
5. 23.-28. júlí (6 dagar): Norðvesturland.
Skoðunarferðir í Húnavatnssýslu og Skaga-
firði. Gist 1 svefnpokaplássi. Fararstjóri:
Baldur Sveinsson.
6. 24.-28. júli (5 dagar): Landmannalaugar
— Þórsmörk. Uppselt.
Tryggið ykkur far i sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins. Upplýsingar og farmiðasala
á skrifstofu Fl, öldugötu 3.
Helgarferðir 19.—21. júlí:
1. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Þar er
þægileg aðstaða fyrir ferðamenn, eldhús
m/öilum áhöldum, svefnaðstaða stúkuð
niöur, setustofa, sturta. Sumarleyfi í Þórs-
mörk er eftirminnilegt.
2. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í Sælu-
húsi FI í Laugum. Gengið á Gjátind og að
Ofærufossi.
3. Álftavatn (Fjallabaksleið syðri). Uppselt.
4. Hveravellir—Þjófadalir. Gist í sæluhúsi Fl
á Hveravöllum.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu
Ferðafélagsins, öldugötu 3.
ATH. 17. júlí er miðvikudagsferð í Land-
mannalaugar fyrir þá sem vilja dvelja í Land-
mannalaugum til sunnudags eða lengur.
Ferðafélagsferðir um
verslunarmannahelgina,
2.-5. ágúst
1. Alftavatn — Hólmsárbotnar — Strútslaug.
Gist í sæluhúsi við Alftavatn (Fjallabaksleið
syðri).
2. Hveravellir — Blöndugljúfur — Fagrahlíð
— Jökulkrókur. Gist í sæluhúsi á Hveravöll-
um.
3. Landmannalaugar — Eldgjá — Hrafntinnu-
sker. Gist í sæluhúsi í Laugum.
4. Skaftafell og nágrenni — stuttar/langar
gönguferðir. Gist í tjöldum.
5. Skaftafell — Kjós — Miðfellstindur. Göngu-
útbúnaður.
6. Sprengisandur — Mývatnssveit — Jökuls-
árgljúfur — Tjömes — Sprengisandur. Gist í
svefnpokaplássi.
7. a) Þórsmörk — Fimmvörðuháls — Skógar.
b) Þórsmörk, langar og stuttar gönguferöir.
Gist í Skagfjörðsskála.
Laugardag 3. ágúst: kl. 13. Þórsmörk.
Ferðist í óbyggðum með Ferðafélaginu um
verslunarmannahelgina. Pantið tímanlega.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I.,
öldugötu3.
Ferðafélag Islands.
2. Núpsstaðarskógar — Súlutindar o.fl. Tjald-
að við skógana. Fallegt svæði vestan Skeiðar-
árjökuls.
3. Kjölur — Kerlingarfjöll. Gist í húsi. Gengið
á Snækoll o.fl. Hægt að fara á skíði.
4. Eldgjá — Landmannalaugar. Gist í góöu
húsi sunnan Eldgjár. Hringferð um Land-
mannaleið.
5. Dalir — Breiðafjarðareyjar. Gist í húsi.
6. Þórsmörk. Brottför föstud. kl. 20.00.
Ennfremur daglegar ferðir alla helgina.
Brottför kl. 8.00 að morgni. Frábær
gistiaðstaða í Utivistarskálanum Básum.
Uppl. og farmiöar á skrifstofunni, Lækjar-
götu 6a, simar: 14606 og 23732. Sjáumst.
Utivist.
ÚTIVIST
10 Á R A
Útivistarferðir
Helgarferðir 19.—21. júlí. Símar: 14606,23732.
1. Þórsmörk. Gist í Utivistarskálanum góða i
Básum. Fullkomin hreinlætisaðstaða, sturtur
o.fl. Gönguferðir við allra hæfi, bæði norðan
og sunnan Krossár.
2. Landmannalaugar — Eldgjá. Gönguferð á
Landmannalaugasvæöinu. Eldgjá skoöuö:
farið að Ofærufossi, á Gjátind o.fl. Ath. þetta
er hringferð um Fjallabaksleið nyrðri. Brott-
för föstud. kl. 20.00. Mjög góð gisting í skála.
3. Skógar — Fimmvörðuháls — Básar. 2
dagar. Brottför laugard. kl. 8.30. Létt
bakpokaferö.
4. Sumardvöl í skála Utivistar í Básum er
tilvalin fyrir unga sem aldna. Vika eða hálf
vika í Þórsmörk. Brottför föstud. kl. 20.00.
sunnudaga kl. 8.00 og miðvikud. kl. 8.00.
Útivistarferðir
Verslunarmannahelgin 2.-5. ágúst.
1. Hornstrandir — Homvík. Tjaldað í Hom-
vik.
Tapað -fundið
Tík týndist í
Hvalfjarðarbotni
Hundur af poodle-terrierkyni varð viðskila
við fólk sitt í Hvalfirði föstudaginn 28. júní sl.
Síðan hefur verið stöðug leit. Það sást síðast
til hans laugardaginn 29. júní. Hann er 11 ára,
ljósbrúnn, loðinn með R-merki. Fundar-
launum heitið. Hringið í sima 12865 eða 84551.
Kettlinga
vantar heimili
Er með fjóra, 6 vikna gamla kettlinga sem
vantar góð framtíðarheimili. Fást að sjálf-
sögðu ókeypis. Upplýsingar í síma 76522.
Happdrætti
Happdrætti knattspyrnu
ráðs ÍBV
Þriðjudaginn 9. júlí var dregið í happdrætti
knattspymuráðs IBV hjá Bæjarfógetanum.
Eftirtaldir miðar hlutu vinninga:
Fisher videotæki að verðmæti 44.900 kr.
4997, 5344, 10245, 12146, 12955, 13401, 14459,
14832,15936,18756,
Fisher hljómtæki að verðmæti 30.800 kr.
889, 3933, 5122, 7152, 12257, 13678, 16204,
16524,17967,19832.
Fisher hljómtæki að verðmæti 20.000 kr.
5287, 9972, 10432, 13573, 13927, 14298, 14925,
17432,20971.
Vinningshafar eru beðnir að tilkynna sig í
síma 98-1980.
Knattspymuráð IBV þakkar bæjarbúum og
ekki sist hinum mörgu stuðningsmönnum á
fastalandinu fyrir góð skil á heimsendum
miðum.
Tónleikar í Áskirkju
Páll Eyjólfsson gítarleikari heldur tónleika í
Áskirkju í Reykjavik fimmtudaginn 18. júlí
kl. 20.30. A efnisskrá verða m.a. verk eftir D.
Scarlatti, J.S. Bach, I. Albeniz, og Mist Þor-
kelsdóttur.
Páll hóf nám í Bamamúsíkskóla Reykja-
víkur, síðar í Gitarskólanum þar sem kennari
hans var Eyþór Þorláksson. Hann lauk ein-
leikaraprófi þaðan árið 1981 og stundaði síðan
framhaldsnám á Spáni í tæp þrjú ár undir
handleiöslu spánska gítarleikarans José Luis
Gonzalez. Hann starfar nú sem gítarkennari í
Reykjavík.
Tónleikamir á fimmtudaginn eru fyrstu
einleikstónleikar Páls í Reykjavík.
60 ára afmæli á í dag, 17. júlí, Hilmar
Steinólfsson, fyrrverandi vöruflutn-
ingabílstjóri frá Siglufirði, nú til
heimilis að Álandi 9, Reykjavík. Hann
verður að heiman.
70 ára afmæli á í dag, 17. júlí, Júiíus
Ingibergsson fyrrum útgerðarmaður
Vestmannaeyjum. Kona hans er Elma
Jónsdóttir. Hann er í dag í orlofsíbúð
bankastarfsmanna á Akureyri að
Tjarnarlundi 5A.