Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Síða 32
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1985. Islandslax og Fiskeldi Grindavíkur • fá ábyrgð „Þaö voru tvær umsóknir sam- þykktar en þrjár liggja fyrir óaf- greiddar,” sagði Gunnar Ivarsson, skrifstofustjóri Fiskveiöasjóös, í sam- tali viöDVímorgun. I gærkvöldi var stjórnarfundur hjá Fiskveiöasjóði og þar ákveöiö aö veita tveimur fiskeldisstöövum ábyrgð fyrir erlendum lánum. Þaö eru Islandslax hf. og Fiskeldi Grindavíkur hf. sem fengu ábyrgðirnar. Þessi samþykkt stjórnar Fiskveiöa- sjóös er í kjölfar ríkisstjórnarsam- þykktar sl. föstudag þar sem ákveöiö var aö heimila fiskeldisstöövum ábyrgö fyrir erlendum lántökum er '~y næmu allt aö 67% stofnkostnaöar. Eigið fé stöövanna þarf aö vera 25% og innlent lánsfé 8%. Norræni fjár- festingarbankinn hefur þegar gefið lof- orö fyrir lánum til stöövanna. -þg Tannlæknar endurgreiða Laun tannlækna hækka um 16,2% frá 1. mars samkvæmt útreikningum Hagstofunnar, en sem kunnugt er höföu tannlæknar hækkaö launin um 42,69% frá þessum tíma. Þeir höföu látið Hagvang reikna út launataxta sína og tilkynnt Tryggingastofnun og Reykjavíkurborg. (Jrskurður Hag- stofunnar nú er bindandi. Eftir þessa niöurstöðu Hagstof- unnar ber tannlæknum að endurgreiöa hluta reikninga, sem þeir fengu borgaða samkvæmt taxtanum, sem þeir létu Hagvang reikna fyrir sig. JGH 117 milljónir til fiskeldis Framkvæmdastofnun ríkisins hefur 117 milljónir króna, sem líklega verður ráöstafaö til fiskeldisstööva í ár. Á fundi sínum í gær úthlutaði stofnunin 92 milljónum króna til 23 fiskeldis- stööva. Ekki fengu þó allir umsækj- endur úthlutun því tæplega þrjátíu um- sóknir lágu fyrir. Stjórnin ákvað á þessum fundi í gær, sem haldinn var á Akureyri, aö lána 50% af fram- kvæmdakostnaðifiskeldisstöðvanna. -ÞG :'-3 TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. ÞRÖSTUR SÍDUMÚLA 10 „Ein skemmtistund og lífsveisla” —segir Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, um Austurlandsheimsókn sína Fimmti dagur heimsóknar forseta Islands til Austurlands er i dag. Heimsóknin hefur verið vel heppnuð fram að þessu. „Móttökurnar hér hafa einkennst af einstökum höföingjabrag,” sagöi Vigdís Finnbogadóttir í víötali viö DV. ,Jlér er höföingjar aö taka á móti gesti sem er mjög velkominn, hvar sem fariö er. Ferðin hefur veriö ein skemmtistund og lífsveisla.” — Veörið hefur ekki dregiö úr feröagleöinni? „Nei, nema síöur sé. Ég skil vel aö heimamenn vilji láta sitt héraö skarta sínu fegursta. En þegar til kastanna kemur eru þessar ferðir farnar til að hitta fólkið. Þær efla trúna á lífið og landið og verða til þess að færa landsbyggðina nær stjórnarsetrinu í Reykjavík.” — Er komin feröaþreyta í forset- ann? „Nei, ég þreytist aldrei þegar mér finnst gaman og nýt lífsins,” sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands. I gær fór forsetinn frá Borgarfirði eystra til Seyðisfjaröar, m.a. með viðkomu á Eiðum. Gott veður var á Austf jöröum í gær. Sól skein á himni og viö komu forsetans til Seyðis- fjaröar var 16 stiga hiti. • 'h/r I dag heldur forsetinn til Hall- ormsstaöar og kveður settan sýslu- mann Norður-Múlasýslu, Þorvald Jóhannesson. Seinni hluta dags tekur forsetinn sér frí frá heimsókninni. Á morgun mun síöan sýslumaður Suöur-Múlasýslu, Bogi Nilsson, slást í för meö forsetanum. Þá veröur far- iö í Mjóafjörö og til Neskaupstaðar. APH/N-Múl. sja einnig bls. 4 Hér tekur forsetinn lagið ásamt börnum i sumarbúðum Þjóðkirkjunnar á Eiðum. Séra Davið Baldursson á Eskifirði leikur á gitarinn. DV-mynd PK. Hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni: ,,VIÐ H0FUM HEIMILDINA” „Við höfum heimildina, annars heföum við ekki lagt tillöguna fram,” sagöi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í viötali við DV. Hann er formaöur íslensku sendinefndarinnar sem situr ráö- stefnu Alþjóöa hvalveiöiráðsins í Bournemouth. Islensk yfirvöld hafa heimild eða1 „ blessun ráösins” til að veiöa 200 hvali árlega. „Viö erum aö vinna eftir ráðum segir Halldór Ásgrímsson Alþjóöa hvalveiöiráðsins með því að leggja tillögurnar hér fram,” sagöi Halldór. Nú fyrir hádegi átti aö vera fundur formanna sendinefndanna og þar átti aö ákveöa hvenær íslensku til- lögurnar væru ræddar á ráðstefn- unni. I gær voru hvalveiðar „frum- byggjanna” í Alaska, Grænlandi og Síberíu ræddar og sagði Halldór að ljóst væri að áfram yröi haldið hval- veiðum af þeim aöilum. Ekki væri samt vitað hversu mikiö þeim yröi heimilaö aö veiða. Sagöi Halldór að gífurleg öryggis- gæsla væri . í kringum ráðstefnusalinn. Hann sagöist ekki enn hafa heyrt andstöðu við tillögur Islendinga nema hjá náttúru- verndarfólki sem væri áheyrnar- fulltrúar. „Það er ljóst aö það fólk hefur haft áhrif,” sagði hann. -ÞG — sjá einnig bls. 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.