Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Síða 1
r'"‘ - * -:;
&M í i 1
38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG.
A
■
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR
187. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985.
0
f
A
Eldar loga enn á
Bergþórshvoli
— Eggert Haukdal á hitaf undi um hreppsreikninga
sem annar endurskoðandinn vill ekki skrifa undir
Eldar loga enn á Bergþórshvoli. I
fyrrakvöld var hitafundur í Njáls-
búð, félagsheimili Vestur-
Landeyjarhrepps. Oddvitinn,
Eggert Haukdal alþingismaður,
var í sviðsljósinu.
Um 40 íbúar hreppsins mættu á
fundinn, sem Eggert boðaði til í
framhaldi af ásökunum tveggja
hreppsnefndarfulltrúa um að við
afgreiðslu hreppsreikninga fyrir
áriö 1984 hefði ekki verið farið að
sveitarstjómarlögum.
Eftir sögulegan hreppsnefndar-
fund 2. júni siðastliðinn rituðu
minnihlutafulltrúarnir Snorri
Þorvaldsson og Brynjólfur Bjarna-
son bréf til félagsmálaráðuneytis. I
bréfinu mælast þeir til þess að
ráöuneytið fyrirskipi oddvita að
veita þeim aögang að gögnum sem
lögö voru fram á fundinum og aö
siðan verði boöað til annarrar
umræöu um hreppsreikningana og
þeir afgreiddir lögum samkvæmt
og að aflað verði uppáskriftar eða
athugasemda beggja kjörinna
endurskoðenda.
Annar endurskoðandinn,
Haraldur Júlíusson, hefur ekki
skrifað undir reikningana vegna
ágreinings viö Eggert Haukdal um
útreikninga á kostnaðarhlutdeild
Ungmennafélagsins og Kven-
félagsins við byggingu félags-
heimilis sveitarinnar.
Ráöuneytið vísaði erindi
minnihlutans til sýslumanns Rang-
árvallasýslu, Böðvars Bragasonar.
Sýslumaður mæltist til þess fyrir
mánuöi aö hreppsnefndin ræddi
sem fyrst um ágreiningsatriöin og
reyndi að ná niðurstöðum sem allir
geti sætt sig við. Oddviti hefur ekki
boðaö hreppsnefndarfundinn.
„Eg var síðast kærður á
föstudaginn langa árið 1984. Frá
þeim tíma hefur veriö hlé á kærum.
Nú hafa ákærendur minir skriðið út
úr fylgsnum og sýnt sitt rétta andlit
þegar þeim er ekki lengur fært að
nota prestinn til að kæra,” sagði
Eggert Haukdal í morgun.
-KMU.
Sigurður Björnsson viö upptökur á flötinni við heimili
hundurinn Sebastian.
sitt á Flateyri. Myndefnið heitir Þórný Hlynsdóttir og
DV-mynd KAE
í
I
i
Það er óvenjulegt úrvalið á mynd-
bandaleigunum á Flateyri. Viö hliðina
á spólum þar sem Jane Fonda, Robert
Mitchum og Strumparnir skreyta
framhliðarnar getur að líta spólur með
handskrifuðum vísbendingum um inni-
haldið: Árshátíð frystihússins, Sjó-
mannadagurinn I og II, Leikfélag Flat-
eyrar/upplestur og söngur, Barna-
heimilið og svo mætti lengi telja. Þess-
ar heimageröu spólur kosta það sama í
útleigu og stjörnufióðin af meginlönd-
unum og eru ekki síður vinsælar.
„Eg er með 10 spólur í útleigu núna,”
sagði Sigurður Björnsson, framleið-
andi myndbandanna. „Þetta eru
helstu uppákomur sem veröa hér i
bænum, jafnvel þrjár til fjórar á einni
spólu. Upphaflega var þetta tóm-
stundagaman hjá mér en svo var fólk
alltaf aö koma til min og fá efniö lánað
þannig að ég skellti mér í útleigu.”
Annars stundar Sigurður Bjömsson
sjóinn og er nú að spara fyrir fullkomn-
ari upptökutækjum en hann hefur yfir
að ráöa þessa stundina.
— En hvaða spóla er vinsælust?
„Upptökur á barnaheimilinu eru
pottþéttar i útleigu. Fólk er alltaf
spennt fyrir aö sjá krakkana sína,”
sagðiSigurður.
-EIR.
Dómsmálaráðherra bannar bjórlíkið
Fæði, húsnæði
ogvasa-
peningar
— neytendurbls.8
Sigurjón
Ristog
vatns-
skorturinn
— sjá bls. 5
DSnsk
vínarbrauðí
Bolungarvík
— sjá bls. 11
•
Handklæði
íBláalóninu
— lesendurbls. 14
Evrópumótið
íhesta-
iþróttum
-bls.2
„Fjarlægur
draumur”
Einar
Vilhjálmsson
íEvrópuúrvalið
— íþróttirbls. 17
sjá baksiðu