Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Síða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST1985.
5
Sigurjón Rist vatnamælingamaður:
VATNSSKORTUR-
INN EKKI
ALVARLEGUR
— en sjaldan hefur gengið jaf nört á birgðimar
Þessi mynd var tekin vifl Korpu i gærmorgun. Hún er nú alveg fisklaus en
í henni er jafnan töluverO veifli. Afl sögn Sigurjóns Rist hafði úrkoman um
helgina sáralitið að segja fyrir vatnsmagn árinnar, sú vœta fór mest öll i afl
bleyta upp algerlega þurran jarðveg og náfli ekki niflur i grunnvatn.
„Vatnsskorturinn er ekki alvarlegur
og það er ennþá langt í það að vatns-
veitur í Reykjavík og Hafnarfirði kom-
ist í vandræði. Grunnvatnsstaðan er
ennþá há en hún er á hraðri leið niður á
við,” sagði Sigurjón Rist vatnamæl-
ingamaður í samtali við DV í gær. Eft-
ir mikla þurrka sunnan- og vestan-
lands í sumar, vegna norðaustlægrar
áttar, er víða farið að gæta vatnsleys-
is, yfirborð vatna hefur lækkað og
snarminnkað í ám.
„Um síðustu áramót var grunn-
vatnsstaðan mjög há sunnanlands en
það er sjaldan sem gengið hefur jafn-
ört á birgðimar. Nú er mjög há vatns-
staða fyrir norðan og austan, en það
snýst svo við þegar grunnvatnsstaðan
er há hér sunnan- og vestanlands,”
sagði Sigurjón. Hann rifjaði upp
í því sambandi sumurin 1983 og
1984 þegar „hér voru stööugar rigning-
ar og allt á floti meðan á Norðurlandi
var sól og 20 stiga hiti alla daga. Þetta
er alveg háð brautum lægða. Þegar
þær fara sunnan og austan við landiö
er þurrt hér og hlýtt en rigning fyrir
norðan.
Ef veðrið verður svona ár eftir ár,
eins og það hefur veriö nú í sumar, í
t.d. þrjú ár, þá fer að veröa veruleg
hætta á vatnsskorti. Og ef þetta verður
svona þurrt áfram sunnan- og vestan-
lands þurfa menn að fara gætilega með
vatnið. Áburðarverksmiðjan þarf t.d.
að fara að gæta að sér í þessu efni, hún
þarf vatn til framleiðslu sinnar og fær
það úr Korpu en í henni er vatnið nú
mjög af skornum skammti. En svo
gætu komið haustrigningar og oft skip-
ast veður líka um höfuödaginn.”
Sigurjón sagði að síöastliöinn vetur
hefði verið mjög úrkomulitill og hefði
það mikið að segja því nær ekkert
bættist við grunnvatnið við Reykjavík í
eina f jóra mánuði. „Við búum að mikl-
um vatnsforða frá síðasta ári en hann
er ekki ótæmandi. Nú hefur ekki bæst
við grunnvatn í heilan mánuð, síðan
um miðjan júii.
Hann bætti við að þessa þróun þyrftu
menn að geta séð fyrir. „Ef við sæjum
fram í tímann hvernig lægöirnar
gengju væri hægt að segja til um rign-
ingarsumur eða þurrviðri. En það er
viðfangsefni veðurfræðinnar,” sagði
Sigurjón Rist.
-pá
• Þessi mynd getur vel átt við sumarið í ár. Þegar
rennsli, vatnsforði í jörðu eða snjósöfnun eykst á
dökka svæðinu og iðulega um leið á hálfskyggða
hlutanum, fer rennslið að öllum jafnaði þverrandi á
auða svæðinu. Þetta gerist þegar lægðir fara austan
við land. Þurrt er suðvestanlands og norðaustanátt
rikjandl.
• Hér sést hið gagnstæða: RennsUð fer vaxandi á
Suður- og Vesturlandi, en þverrandi fyrir norðan og
austan. Lægðir koma suðvestan úr hafi, sveigja til
norðurs eða norðvesturs og fara vestan við land.
Þannig var um sumurin 1983 og 1984, þurrt var jafnan
á Norður- og Norðausturlandi en suðvestanátt var
rikjandi suðvestanlands. Hvíti liturinn á Reykjanesi
stafar af því að þar hverfur vatn niður og rennur
neðanjarðar til hafs. Myndirnar eru fengnar að láni
úr ritinu Islenzk vötn 1 (útg. 1956) eftir Sigurjón Rist.
Stálu bláum Escort
Biáum Ford Escort var stolið frá
Norðurbraut 19, Hafnarfirði, aðfara-
nótt þriöjudagsins 6. ágúst, daginn eft-
ir verslunarmannahelgina. Bíllinn ber
einkennisstafina G-17298. Hann er auð-
þekktur á svörtu frambretti og svartri
vindskeið á skottinu.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um
bílinn vinsamlegast hafi samband við
lögregluna í Hafnarfirði.
-EH.
• Það or litifl í Hólmsá þessa dagana. Ásamt Suflurá, sem rennur úr
Silungapolli, er hún meginuppistaðan i Elliðaánum. Sæmilegt vatn hefur
haldist i Elliðaánum framan af sumri, vegna miðlunar úr stíflunni, en nú
mun farið að minnka i þeim lika. DV-myndir: PK
Breskt smygl
Smygl fannst um borð í togaranum
Beiti frá Neskaupstað um helgina. Alls
fundust 68 kassar af bjór og 39 flöskur
af sterku áfengi i tanki á skipinu.
Togarinn var að koma úr söluferð
frá Bretlandi. Bárust tollgæslunni upp-
lýsingar um að ólögiegur varningur
væri um borð og fóru tollverðir frá
Reykjavik austur gagngert til að leita.
Hefur öll áhöfnin játað að eiga
smyglið. Skipstjórinn er ekki viðriðinn
máUð.
-EH.
Húsavík:
Fór f ram af
sex metra
háum kanti
Bíll af gerðinni Fiat Uno fór tvær
veltur fram af sex metra háum kanti á
Kísilveginum á leiðinni frá Mývatni til
Húsavíkur á sunnudagskvöld. Bíllinn
er ónýtur eftir óhappiö en enginn
slasaðist.
Talið er að bílstjórinn hafi misst vald
á bílnum í lausamöl með þeim afleið-
ingum að hann fór fram af vegarbrún-
inni. Bílstjórinn fékk próf í síðasta
mánuöi og er sennilega reynsluleysi
um að kenna að svona fór.
Tveir aðrir voru í bílnum. Farþegi í
aftursæti, sem kútveltist inni í bifreið-
inni, kvartaði um eymsli í öxl. Þeir
sem sátu í framsæti voru báöir með
öryggisbelti og sakaði ekki.
-EH.