Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Thatcher nær lent íflug- slysi Margaret Thatcher, forsætisráö- herra Bretlands, er sögö hafa veriö mjög hætt komin í síöasta mánuöi þeg- ar þyrla, sem flutti hana til Heathrow- flugvallar, haföi nær orðið í vegi far- þegaflugvélar, Boeing 757, sem var að byrja flugtak. Boeing-vélin var á leið til Frankfurt meö 126 farþega þegar flugstjórinn tók eftir þyrlunni og sá að hverju mundi stefna. Meö því aö nauðhemla og hætta við flugtak afstýröi flugstjórinn árekstri og náöi þó aö halda vélinni á flugbrautinni. Thatcher var meö 6 manna starfsliöi sínu á leið til flugvallarins til þess að taka þaðan þotu td Washington. — Bresku blöðin segja aö henni hafi ekki veriö kunnugt um hve tæpt hafi þarna staðið. Útlend- ingum vísað Hér stekkur einn djarfhuginn fram af Tröllaveggnum. Fallhlífin brást og hann stökk beint út í dauðann burt úr Líbýu Hinir fyrstu úr hópi 100 þúsund egypskra farandverkamanna, sem vísað hefur veriö brott frá Líbýu, eru komnir heim tU Egyptalands. 830 Egyptar komu til Alexandríu fyrir helgi. Þeir komu sjóleiðina. Aðrir 500 komu meö vörubílum yfir landamærin. Það hefur verið grunnt á því góða mUli Egyptalands og Líbýu allar götur frá því í striðinu við Israel 1973 (tU átaka kom á landamærum þeirra 1977) og hefur ekki lagast við þetta. Stjórnin í Trípólí hefur vísaö 10 þúsund verkamönnum frá Túnis burt úr Líbýu og um þúsund Malíumönnum á síöustu mánuðum. Hin opinbera fréttastofa Líbýu segir að afráðið hafi verið aö bjóða útlendum verkalýð að gerast líbýskir rUíisborgarar en ella verði þeir að fara úr landi. — Stefnt sé að því að Líbýa veröi minna háð erlendu vinnuafli. Fjórtán þúsund prósent verðbólga Þjóðhagsstofnun Bólivíu í höfuö- borginni La Paz sagði í gær að verð- bólgan í landinu hefði aldrei verið hærri en í síöasta mánuði, aUs 14.173 prósent. Þarf ekki að taka fram að bóUvísk verðbólga er sú mesta í heimi. Á ársgrundveUi hefur verðbólgan verið um 8.926 prósent. Nýr forseti Bólivíu, sem eiðsvarinn var fyrir tíu dögum, Victor Paz Estenssoro, hefur í boðskap sínum sagt að viðfangsefni ríkisstjórnar hans verði baráttan viö óðaverðbólguna. „Við verðum að ná verðbólgunni niður tU að afstýra algerum glundroða í efnahagsmálum,” segir forsetinn. Nítján ára gamall Gautaborgarpilt- ur, Jörgen Hákonsson, hrapaöi til bana þegar hann ætlaði að reyna fallhlífar- stökk fram af Tröllaveggnum í Noregi. FallhUf hans opnaðist ekki. Hrapaði hann þúsund metra áður en hann kom niður í björgin og valt síðan niður 700 metra háa urð. Ásamt þremur öðrum sænskum fé- lögum úr Fallhlífarstökksklúbbi Tröllaveggurinn i Noregi fyrir miflju. Krossarnir sýna göngu- leiðina upp ó tindinn. Þarna hafa orflifl slys oftar en einu sinni áflur. Gautaborgar ætlaöi Hákonsson að stökkva af TröUaveggnum sem fleiri djarfhugar hafa gert en ekki alUr sloppið heilskinna frá. Einn félaganna, Andreas Collin, fór fyrstur og að hætti þeirra sem stökkva í fallhlífum fram af björgum, lét hann sig falla nokkur hundruð metra áður en hann opnaði falUUifina. Lending Andreasar gekk vel. Jörgen fór næst og sjónarvottar sáu að hann lét sig sömuleiðis faUa mörg hundruð metra án þess að opna fallhUf- ina. Þegar hann loks opnaði hana voru snúrur greinilega flæktar svo að hlífin breiddist aldrei út. AUir fjórmenningarnir eru þraut- reyndir fallhlífarstökkvarar sem hafa stundað þessa háskaíþrótt í nokkur ár. Dóttirin bjargaði móðurinni f rá því að missa meðvitund Kona, sem missti eiginmann sinn og tvö böm í flugslysinu í Japan á dögunum, segist hafa komist af vegna þess að dóttir hennar Utla hafi haldið henni vakandi á meðan hún beið hjálpar. Hiroko Yoshizaki (35 ára) og 8 ára dóttir hennar Mikiko eru tvær þeirra f jögurra, sem komust Ufs af úr slysinu þar sem 520 manns fórust með JALþotu. Það tók björgunarsveitir 15 klukkustundir að komast á slysstað og finna þessar fjórar, en þær höfðu aUar setið aftarlega í flugvélinni. Hiroko braut í sér þrjú rif og kjálka, en dóttirin vinstra mjaðmarbein og eitt rif. „Nokkrum sinnum var ég að því komin að tapa rænu, en Mikiko sagði jafnan: „Móðir, ef þú sofnar þá deyrðu. Hún hélt mér vakandi með skrafi,” sagði móðirin við fréttameim. Það er haldiö, að fjögur til viðbótar úr flugvélinni hafi verið lífs, eftir að vélin var lent á fjalUnu, en þeim hafi borist björgunin of seint. Sérfræðingar, sem vinna að rann- sókn slyssins, eru nú orðnir vissir um að stélhluti hafi brotnaö af. Þeir segja óUklegt að flugstjórinn eða áhöfnin hafi getað vitað hvað að var þegar þeir í hálfa klukkustund börðust við að reyna að fljúga vélinni, eftir að stélið vantaði. Flugstjórinn hélt að bilun væri í afturhurð vélarinnar, en hún reyndist vera á hjörum í brakinu. Reyna að koma Rainbow Warrior aftur á flot Floti Nýja-Sjálands segist ætla að freista þess að koma Rainbow Warrior, skipi grænfriðunga, aftur á flot. Hafist var handa við að dæla úr skipinu í nótt og ætlunin að reyna að ná því upp á seinna flóðinu í dag. Kafarar flotans hafa komið þrettán flothylkjum fyrir í skipinu en skipið „er aUt í götum” að því er talsmaður flotans sagöi og vildi ekki lofa árangri. Björgunarmenn hafa unnið á vöktum 24 stundir sólarhringsins við að undirbúa björgun Rainbow Warrior síðan honum var sökkt í höfninni í Auckland á Nýja-Sjálandi með sprengingu. — Grunur leikur á að það skemmdarverk hafi verið unniö að undirlagi frönsku leyniþjónustunnar. Rainbow Warrior átti að sigla í fararbroddi mótmælaflota sem ætlaði til Mururoa-eyja tfl að andmæla kjama- vopnatilraunum Frakka þar. — Dráttarbáturinn Greenpeace mun fara ístaöinn. Skipstjóri Rainbow Warrior hefur sagt að vonlaust sé að ætla sér að reyna að gera skipið sjóklárt aftur svo skemmt sem það sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.