Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Síða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd LAGT A RAÐ UM SKODANA- MYNDUN í WASHINGTONI Bandaríkjastjóm stendur í ströngu þessa dagana viö aö sann- færa þingið og bandarískan almenn- ing um eöli marxistastjómar sandin- ista í Nicaragua og ógnun hennar viö öryggishagsmuni Bandaríkjamanna í heimshlutanum. Reagan Bandaríkjaforseti hefur sem kunnugt er lengi átt í erfiðleik- um meö að fá þingiö til aö sam- þykkja fjárveitingar til svokallaöra „contra” skæruliöa er berjast gegn ríkisstjórn sandinista. Fram aö þessu hafa stöðvar skæruliða aöal- lega verið í nágrannaríkjum Nicara- gua, Hondúras og Costa Rica, en nú eru þeir farnir aö færa sig upp á skaftið innan landamæranna og eiga hermenn sandinista í sífellt meiri erfiðleikum viö aö sporna viö vexti samtaka þeirra. Ríkisstjórnin í Washington hefur faliö tvenns konar deildum innan stjómkerfisins að sannfæra hinn al- menna Bandaríkjamann um rétt- mæti harðlínustefnu stjómarinnar í málefnum Nicaragua. Inntak áróö- ursherferðarinnar er aö sandinistar séu ekki annað en leppar Kúbu- manna og Sovétríkjanna og hljóti þaöan fjármagn, vopn og herþjálfun. önnur deildin er sérstakur vinnu- hópur innan Hvíta hússins er komiö var á fót fyrir ári og fjallar um mál- efni Mið-Ameríku. Hin deildin er skrifstofa almannatengsla í utanrík- isráöuneytinu sem látin hefur veriö einbeita sér aö Nicaragua i auknum mæli. Til að byrja með var hljótt um þessar stofnanir en nú viröist árang- urinn vera aö koma í ljós. „Þaö er nú orðið erfitt aö skáka ríkisstjóminni í málefnum er varöa Mið-Ameríku,” sagði einn demókrati er starfar viö utanríkismálanefnd þjóöþingsins, „herferö þeirra í almannatengslum hefur sýnt sig aö vera mjög áhrifa- rík.” Verkefni deildanna eru mis- munandi en beinast helst aö því aö efna til reglulegra blaöamannaf unda þar sem mismunandi málaflokkar er varða heimshlutann eru teknir fyrir og skýröir og útgáfa upplýsingarita um ástand mála í Miö-Ameríku. Mik- il áhersla hefur veriö lögö á að ná til hins almenna borgara, kynna mál- Mölefni Mið-Ameríku eru ofarlege ö baugi i höfuflborg Bandarikjanna um þessar mundir. Þar keppist Reagan-stjórnin vifl afl sannfæra al- menning og þingmenn um róttmætl stefnu sinnar i heimshlutanum. staöinn ýmsum grasrótarsamtökum fólks í viðskiptalífi, verkalýðsstétt og ýmsum öðrum borgarasamtökum. Á þessum fundum er reynt að gefa rétta mynd af ástandi mála í Miö- Ameríku og stefna stjómvalda skýrö og rakin. Oft er einnig boðið upp á fyrirlestra ýmissa þekktra persóna, t.d. foringja andófsmanna er berjast gegn yfirvöldum í Managua. Mikilvægi fjölmiðlatengsla Skrífstofa almannatengsla i utan- ríkisráðuneytinu leggur aöaláherslu á aö koma á sterkum tengslum viö bandaríska f jölmiöla sem eru áhrifa- miklir í allri skoöanamyndun í því landi. Fulltrúar stjórnvalda hafa löngum veriö ósáttir meö umfjöllun fjölmiöla um ástandiö í Mið-Amer- iku, hafa taliö hana of vinstrisinnaöa og hygla málstað sandinista um of. „Mest umfjöllun um málefni Nicara- gua í fjölmiðlum kemur frá aðilum er beinlínis styöja sandinistastjóm- ina,” segir Otto Reich, yfirmaður upplýsingaskrifstofunnar, „þaö er hlutverk okkar að koma þarna á ein- hverju jafnvægi.” Otto og félagar í utanríkisráðu- neytinu hafa veriö duglegir aö mata fjölmiöla á ýmsum upplýsingum um málefni Nicaragua. „Auðvitaö er ýmislegt athugavert viö þær upp- lýsingar er viö fáum frá Otto Reich,” segir Roy Gutman, blaöamaöur bandaríska blaðsins Long Island Newsday, en þar er einnig aö finna handhægar upplýsingar inn á milli er auðvelda okkur vinnslu fréttaskýr- inga um ástandiö i heimshlutanum.” Auk upplýsingamiölunarinnar hef- ur Otto Reich töluvert kvartaö til fjölmiðla yfir ósönnum fréttum um Nicaragua er að auki væru um of hliöhollar sandinistum. Þaö er mat margra aö höfuðtilgangur deildanna tveggja sé aö skapa þá ímynd meðal bandarísks almennings aö þeir sem taka málstað sandinista og vægir hafa verið í gagnrýni sinni um ástand mála í Nicaragua séu linir í afstöðu sinni til kommúnisma. Það er bjargföst skoöun stjómar- innar í Washington aö stjóm sandin- ista sé ekkert annað en marxísk- lenínisk einræðisstjórn, handbendi Kúbumanna og Sovétríkjanna sem miöi aö því aö breiða út byltingar- kenndan óróa í Mið-Ameríku er bein- línis stefni öryggishagsmunum Bandaríkjanna í hættu. Þessi skoöun er ekki eingöngu bundin við allra herskáustu repúblikana, hugmyndin á sér æ sterkari hljómgrunn á meðal bandarísks almennings og hjá full- trúum beggja flokka. Andstæðingar Reaganstjómarinnar í málefnum Miö-Ameriku gera sér fulla grein fyrir þessari þróun mála. „Reagan stjóminni hefur með sálfræöihernaöi tekist að koma aö sínum herskáu skoðunum hjá almenningi með því aö tyggja sömu klisjuna um kommún- istahættuna aftur og aftur, svo oft aö fólk er farið að halda að hér sé um heilagan sannleika að ræða,” segir Heather Foote hjá samtökum frjáls- lyndra í Washington er tengjast kirkjunni og kirkjulegu hjálparstarfi í Mið-Ameríku, ,,ef fram fer sem horfir eru allar líkur á að íhlutun okkar í Mið-Ameríku aukist til muna á næstu mánuðum. ’ ’ Sólsetur hjá Thateher? Tölurnar úr síöustu skoðana- könnunum í Bretlandi spá ekki ýkja góðu fyrir Margaret Thatcher og thaldsflokkinn um fylgi ef efnt yröi til þingkosninga á næstunni. Gn Thatcher hefur tvö ár til stefnu og getur því haldið áfram aö láta sig dreyma um þriöja kjörtímabilið ef henni tekst á þessum tíma aö snúa fylgishruninu viö. Andstreymi í pólitíkinni Þetta ár hefur veriö Thatcher and- snúið i pólitíkinni. Einkanlega síðustu vikur þingsins, þar sem hún haföi nær lotið í lægra haldi í neöri málstofunni og tapaði í atkvæöa- greiðslu i lávarðadeildinni um stjórnarfrumvarp sem fól í sér hækkun launa háttsettra embættis- manna, dómara og herforingja. Varð Thatcher af því máli óvinsæl. Stjómarandstæöingar lýstu. hækk- ununum sem ósanngjörnum og brotthlaupsmenn úr þingliði Ihalds- flokksins, sem brutust undan flokks- aganum í atkvæðagreiðslunni, töldu óviöurkvæmilegt aö hækka laun hærra launaöra á meðan launum lægra settra opinberra starfsmanna væri haldið niðri. Fengu þar byr undir báða vængi skoöanir sem Roy Hattersley, varaformaöur Verka- mannaflokksins, orðaði þannig þegar hann lýsti stjómarstefnu Thatchers: „Hinir ríku skulu verða ríkari og fjandinn hiröi hina sem á eftirlenda.” Aldrei minna fylgi en nú Síöustu skoöanakannanir geröar < eftir þessar umræður benda til þess aö fylgi Ihaldsflokksins sé ekki nema 26—27% en fylgi Verkamannaflokks- ins um 40% og Bandalags frjáls- lyndra og jafnaöarmanna um 33%. Og yfir 60% spuröra voru þeirrar skoðunar aö Margaret Thatcher ræki trippin illa í forsætisráðherra- stólnum. — Svo lágt hefur persónu- fylgi járnfrúarinnar aldrei verið á forsætisráðherraferli hennar. Kurr innan flokks Innan Ihaidsflokksins hefur vaxiö kurr meöal þingmanna og óbreyttra flokksfélaga sem braust út í þvi aö nær hundrað þingmenn Ihaldsflokks- ins svikust undan flokksmerkjum í atkvæöagreiöslunni, sem aö ofan var getiö. Þessi óánægja hefur raunar verið aö grafa um sig í flokknum allar götur frá því eftir kosninga- sigurinn 1983 þegar Thatcher fékk stjómarumboð kjósenda til annars kjörtímabils. Thatcher túlkaöi 140 þingsæta meirihluta Ihaldsflokksins sem um- boö til róttækra breytinga í efna- hagslífi, eins og sölu ríkisfyrirtækja til einkaaðila, breytinga á al- mennum tryggingum og velferðar- •málum og fleiri. Margar þessar breytingar hafa reynst miður vin- sælar meðal kjósenda sem sam- kvæmt skoðanakönnunum hafa mestar áhyggjur af atvinnuleysinu og hinu aö opinberri þjónustu viö almenning hraki. Þingmenn Ihaldsflokksins uröu þess fljótlega áskynja hjá kjós- endum sinum aö þeim mislíkaöi aö Thatcher hafði ekkert gengiö viö aö draga úr atvinnuleysinu, og aö þeim sárgramdist ætlun hennar aö hækka laun hálaunafólks. Því er þaö aö Thatcher finnur meira á sér þrýsting eigin flokksbræðra til þess að lag- færa stjórnarstefnuna. Miðar lítt að settu marki Á ferli sínum hefur iárnfrúin sýnt aö hún er föst fyrir og hleypur lítt eftir dægurvinsældum. Eru og væntanleg á næsta þingi ýmis frum- vörp sem ekki geta talist sniðin til aö efla vinsældir stjómarinnar. Þar á meðal er frumvarp um endurbætur á félagslegri aöstoð þess opinbera, meira meö sparnaö í huga á út- gjöldum ríkissjóös. Annað frumvarp er í deiglunni sem gerir ráð fyrir aö afnema veröbætur ungs fólks i lág- launastörfum. Thatcher hafði sett sér það mark á ööru kjörtímabiiinu aö draga svo úr opinberum útgjöldum að lækka mætti skatta. En það hefur fariö á annan veg. Utgjöld hafa aukist. Ekki síst vegna atvinnuleysisstyrkjanna. Gripiö hefur þá verið til þess aö hraöa áætlunum um að koma ríkis- fyrirtækjum í einkarekstur meö sölu þeirra svo aö söluféö gæti bætt stöðu ríkissjóðs og opnað möguleika til skattalækkana. Á næsta ári kemur röðin að hinu aröbæra gasfyrirtæki ríkisins. Vindáttin snýst Framan af stjómarferli Thatchers sýndu kjósendur að þeir mátu festu hennar og hikleysi gagnvart lands-; málum eins og i efnahagslifinu og síðar í Falklandseyjastríöinu. Sami ósveigjanleikinn í verkfalli kola- námumanna, sem stóð eitt ár, og sigur hennar yfir verkalýösleiö- togunum orkuöu þó ekki eins á al- menning. Viöbrögö þeirra benda til aö þeim finnist runninn upp tími málamiölunar og sátta i staö stríö- lyndis og ósveigjanleika. Má vera aö Thatcher eigi eftir aö veröa fyrir því eins og annar fyrirrennari hennar í forsætisstólnum, leiötogi, sem hún hafði mikið dálæti á, nefnilega Win- ston Churchill. Hann naut óskoraðs trausts kjósenda á striösárunum, en þeir veittu honum hins vegar ekki umboö til áframhaldandi ríkisstjóm- ar í fyrstu þingkosningunum eftir stríö. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.