Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Síða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SfMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA33. SlMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsinqar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SlMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Áskriftarverð á mánuöi 360 kr. Verð f lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. Hættuleg staða Nú stefnir í mikinn halla á ríkissjóöi í ár, Forsendur fjárlaganna eru gjörbreyttar frá því þau voru samþykkt í vetur. Þessi tíöindi vekja ótta um, að ríkisf jármálin eitri efnahagsmálin, leiði til meiii verðbólgu og síðan gengis- fellingar og kaup „sprengingar” upp úr áramótum. Miklar sveiflur hafa verið í ríkisfjármálunum. I fyrra varð 1,6 milljarða afgangur, en 1,4 milljarða halli í hitti- fyrra. Gert var ráð fyrir 700 milljón króna halla í ár. Nú segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, að stefni í halla upp á 2—2,5 milljarða króna. Hvemig á að mæta þessum halla? Það er brennandi spurning. I svörum við henni mun koma í ljós, hvert stefnir í efnahagsmálum almennt. Ein leiðin væru skattahækkanir. Það yrðu þá skattar, sem skiluðu ríkissjóði tekjum strax á þessu ári. Albert Guðmundsson segist nú „helzt ekki” vilja skattahækkanir. Þar dregur Albert úr fyrri andstöðu við nýja skatta. Áður minnast menn þess, að fjármálaráðherra hafi talaö um að segja fremur af sér en samþykkja skattahækkanir. Landsmenn eru þegar of skattpíndir. Skattar, lagðir á síðla árs, eru auk þess oft óheiðarleg aðferð við innheimtu ríkistekna. Tökum til dæmis hugsanlegan „skyldusparn- að á hátekjur”, sem mun ein sú leið, sem stjórnarliðum kemur fyrst í hug. Sá skattur yrði þá lagður á síðustu mánuði ársins til viðbótar þeim tekjuskatti, sem greið- endur eiga ella að borga. Þarna yrði komið aftan að fólki. Þessir skattar tíðkuðust nokkuð í tíð Matthíasar Mathies- en sem fjármálaráðherra. Skyldusparnaður á hátekjur lenti þá gjarnan á fólki með miölungstekjur. Eftir tals- verðar umræður um þessa skattheimtu urðu flestir þeirr- ar skoðunar, einkum sjálfstæðismenn, að slíkum skatti væri ekki bót mælandi. Ríkisstjórnin á ekki hægt um vik að hækka enn sölu- skatt, ofan á nýlega hækkun hans. Verðbólgan stefnir nú þegar framyfir „rauðu strikin”, sem síðustu kjarasamn- ingar miðuðust við. Ölíklegt er, að launþegar teldu það sér til bóta að auka verðbólguna til að minnka halla á ríkissjóði. Að öllu athuguðu verður að fara aðra leið en skatta- hækkanir. Skatta á að lækka. Ríkisstjórnin verður að standa við fyrirheit um að afnema tekjuskatt af almenn- um launatekjum á næstu tveimur árum. Önnur leið væri erlend lántaka til að mæta hallanum á ríkissjóði. Nýjar aðferðir við útreikning þjóðarframleiðslu hafa lækkað hlutfall erlendra skulda af framleiðslunni. En þetta er bara leikur með tölur. Erlendar skuldir eru alltof miklar og horfir í óefni. Sú kynslóð, sem nú ræður, má ekki leggja meiri slíkar byrðar á komandi kynslóðir. Fjármálaráðherra telur, að hluta af hallanum nú megi mæta með afganginum, sem varð í fyrra. En í fyrra ætl- aði ráðherrann að mæta hallanum í hittifyrra með af- ganginum í fyrra. Sama krónan verður ekki notuð til hvors tveggja. Albert segir í DV, að með einhverjum hætti verði „að brúa bil upp á 1—1,5 milljarða króna.” Svarið er, að bezta leiðin til að brúa bilið er með niður- skurði ríkisútgjalda. Þá þarf ekki nýja skatta og unnt er að hafa hemil á erlendum lántökum. Sjálfstæðismenn fá enn tækifæri til að skerða „báknið”. Haukur Helgason. RAÐHERRANN Á AÐ VÍKJA Fyrsta skrefið Hjá öðrum siðuðum þjóðfélögum, þar sem gerðar eru kröfur til þeirra sem til forystu veljast, hefði ráð- herra, sem framið heföi slíkar gerðir, verið látinn víkja sam- stundis. En slíkt er ekki til siðs á Is- landi. Það er nærri því sama þó ekkert standist af því sem þessir ráðamenn segja eða lofa. Þeir geta setið eftir sem áður. Eða hver man ekki orð Alberts um erlendu skuld- irnar, um stöðu ríkisfjármálanna í ársbyrjun 1984 og svo mætti lengi telja. I dag standa ríkisfjármálin verr en nokkru sinni og skuldasúpa ríkisins hefur aldrei verið meiri. Viðskiptahallinn er gífurlegur og talið að 500 milljóna gat verði á f jár- lögum þó skorið verði niður um 2 til 3 milljaröa. Er sjálfstæðismönnum ekki farið að blöskra? Það minnsta sem þeir gætu gert væri að veita Al- „Hjé öðrum siðuðum þjóðföiögum, þar sam gerðar aru kröfur til þeirra bert lausn frá stöðu fjármálaráð- sem til forystu veljast, hefði róðherra, sem framið hefði slikar gerðir, herra. Það gæti orðið fyrsta skrefið. verið látinn vikja samstundis." Kári Arnórsson. Fátt hefur borið meira í orð síðusti dagana heldur en sala fjármálaráð herra á hlut ríkisins í Flugleiöum Þar var réttilega um fjármála hneyksli að ræða. Það vekur reyndai furðu hve fjármálaráöherra hefui tekist aö halda sér á floti miðað vifi að í hans ráðherratíð hefur verið meiri óstjóm á fjármálum ríkisins en í tíð nokkurs annars er farið hefur með þau mál. Salan á hlutabréfum ríkisins er eitt dæmið enn til að sýna hvernig ráðherrann fer með þá fjár- muni sem honum er trúað fyrir. Salan hneyksli Fram til þessa hefur það þótt sjálf- sagður hlutur að ríkið ætti hlut í stærsta flugfélagi landsins, ekki síst vegna þess hve það hefur verið háð stuðningi ríkisins. Einnig hefur verið litið til þess aö Islendingar eru mjög háðir fluginu um allar samgöngur við útlönd og Flugleiðir höfðu til skamms tima einokunarstööu á þessu sviði. Hjá fjöldamörgum þjóðum er það taliö eðlilegt aö riki eigi hlut að slíkum stórrekstri í samgöngum. Þar er þaö taliö trygg- ing en ekki trafali. En hvaða skoðun sem menn hafa á eignarhlut ríkisins þá er sala nefndra bréfa hneyksli, hvernig sem á er litið. Þegar ákveöið var að selja bréfin var ábyrgur aðili fenginn til að Að gæta fjármuna ríkisins Flugleiðamenn sáu það fljótt í hendi sér að hér var um gjafverð að ræða, aöeins 30 milljónir króna þegar dæmið hafði verið reiknað til enda. Þeim var því mjög í mun að kaupin gengju sem fyrst fyrir sig svo aðrir kæmust ekki í spilið. Birkir hafði haft ákveðinn frest á sínu til- boði. En nú var komið annað tilboð sem var hærra svo ráðherra lá því ekki á með söluna þó tilboð Birkis rynni út. En þess skyldi ekki beöið að fleiri kæmust í málið og ávísunin var skrifuð og bréfin seld. Sem betur fer var þetta hneyksli allt filmað sem verður vonandi öðrum til viðvörun- ar. Þegar menn líta á eignir Flugleiða í flugvélum, skrifstofuhúsnæði og búnaði og hótelum (Loftleiðir, Esja) geta menn gert sér í hugarlund hvort slíkt muni ekki vera meira en 150 milljóna króna virði. Jú, svo sannar- lega. Fimmti hluti af eignum Flug- leiða fyrir 30 milljónir er gjafvirði og ófyrirgefanlegt af ráðherra, sem treyst er fyrir eignum ríkisins, að fara þannig með þær. Það hlýtur því að vekja furðu aö Haukur Helgason skuli í leiðara DV siðastliöinn fimmtudag verja þessar gerðir ráðherrans eða skyldi það vera tilviljun að slík varnarræða skuli koma fram um leið og tvær harðorðar kjallaragreinar birtast um málið. Var einhvers staðar kippt íspotta? gH „Fimmti hluti af eignum Flug- w leiöa fyrir 30 milljónir er gjafvirði og ófyrirgefanlegt af ráöherra, sem treyst er fyrir eignum ríkisins, að fara þannig meö þær.” Kjallarinn KÁRI ARIMÓRSSON SKÓLASTJÖRI leggja á þau mat. Niðurstaðan varð sú að þau skyldu seld á niföldu nafn- verði eða kr. 63 milljónir. Flugleiða- menn létu hafa eftir sér að þetta verð • væri alltof hátt en f jármálaráðherra sat við sinn keip enda trúlegt að þetta verð sé sanni nær. Svo gerist það sem alþjóð veit að boð kemur í bréfin með þessu heildarverði og takmarkaðri útborgun og afgangur- inn vaxtalaus og óverðtryggður til átta ára. Fjármálaráðherra gefur strax í skyn aö hann muni taka þessu boði og þá eru Flugleiðamönnum veittar upplýsingar um tilboðsskil- mála svo þeim sé unnt að bjóða betur og raunar buöu þeir þrem milljónum meira en upp var sett. Allur þessi framgangsmáti hefur verið rækilega ræddur af öörum og sýnt fram á hversu gersamlega siðlaust þetta er og skal ekki endurtekið hér. Um hitt hefur verið minna rætt hve lítið fékkst fyrir hlut ríkisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.