Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Blaðsíða 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Elísabet Englandsdrottning og Díana tengdadóttir hennar voru virkilega hneykslaðar i garö- velsiu sem haldin var í garðinum við Buckingham höliina nýiega. 1 veislunni voru um 8000 gestir en einn af starfsraönnum hallarinn- ar sást í sólbaði á nærbuxunum einum fata. Þetta þótti þeim stöllum alls ekki við hæfi i svona miklu f jölmenni og voru, eins og fyrr segir, virkilega hneykslað- ar. _______ Þær sögur gengu fjöllunum hærra fyrir Live Aid hljómleik- ana að Bítlarnir mundu koma fram með Julian Lennon í stað föður hans. Paui mun hafa verið upphafsmaður að þvi að reyna að fá Ringo og George til að koma fram á Live Aid. Þeir neituðu báðir og er Paul æfur út í félaga sína fyrir vikið, svo reiður er hann að hann segist efast um að hann tali nokkurn tima við þá framar. Ástæðan fyrir þvi að George vildi ekki spila var að hann var hræddur um að á sig yrði ráðist. Ringo sagðist hins vegar vera orðinn of ryðgaöur í trommuleiknum til að berja trommurnar fyrir framan miilj- ónir. Fyrir nokkru sögðum við frá því að Linda Evans, Dynasty leikkonan góðkunna, ætlaði að troða upp sem söngkona á hóteli i Atlantak í Bandaríkjunum. Nú höfum við frétt að bún hafi bætt við allt saman einfaldlega vegna þess að henni fannst hún ekki syngja nógu vel. Núna er Linda kófsveitt í söngtímum og reynir að ná tökum á sönglistinni því að hún vill endilega taka tilboði hót- elstjórans. Gestir hans verða hins vcgar að bíöa enn um sinn með að fá að heyra „Krystal” syngja nema hún gráti því að af því gerir hún töluvert í þáttunum að því er við best vitum. Rick Springfield hélt hjónabandi sínu leyndu í ár — óttaðist að tapa vinsældum Rokkstjarnan Rick Springfield gekk í hjónaband fyrir tæplega ári, brúð- kaupiö fór fram með mikilli leynd og hefur Rick viöurkennt að ástæðan hafi verið sú að annars óttaðist hann aö missa kvenaðdáendur sína. Eiginkona Ricks heitir Barbara Porter og fylgir hún honum þegar hann fer í hljómleikaferðir vítt og breitt um Bandaríkin. Hún mun vera ófrísk þannig að nú tekur hún lífinu með ró og er hætt að vinna á snyrtistofunni þar sem hún vann áður. Þeim hefur tekist vel aö varna því að f jölmiðlar fjalli um hjónaband þeirra. Aðalástæðan fyrir leyndinni var, eins og fyrr segir, að Rick óttaðist að stelpurnar, sem fylla aðdáendaklúbba hans, mundu verða honum andsnúnar. Hann sagði sjálfur: „Ég gæti eyðilagt ímyndina sem ég hef skapaö mér meðal stúlknanna sem eru stór hluti af milljónum aödáenda minna.” Þegar þau Barbara og Rick gengu í það heilaga í fyrrahaust voru aðeins nánustu ættingjar viðstaddir og lofuðu þeir að segja engum frá. BrúMijónin flugu síðan heim til Bandaríkjanna hvort í sinni flugvélinni, en Rick er frá Ástralíu og þar fór brúðkaupið fram. Rick hótaði að reka hvern þann úr starfsliöi sínu sem mundi kjafta frá því i lausu lofti. DV-myndir PK. Takið ykkur stöðu. Stelpur stinga sér Á góðviðrisdögum er jafnan líf og fjör í sundlaugum borgarinnar, sumir fara bara i sólbað, aðrir i pottana og sumir fá sór sundsprett. Ljósmyndari DV bró sór i Laugardalslaugina, fór samt ekki ofan í en fylgdist með mann- lífinu þar. Hann tók þessar myndir af ungum sunddrottningum sem sefðu sig í að stinga sór sem fagurlegast. Árangurinn sjóum við ó meðfylgjandi SJ. tiflfn *** tf* *,i*r -»•» mmmm- Rick Springfield ó sviði. Stelpurnar reyna að komast sem næst goðinu. Hvað ætli þær segi nú þegar í Ijós kemur að hann er harðgiftur maður. 9 Barbara, eiginkona Ricks. I að hann væri kvæntur maður. Umboðs- maður Rick hefur neitaö því alfarið að Rick væri kvæntur og sagði hann m.a. í viötali við bandarískt tímarit síðast í júlí að Rick hygöist alls ekki ganga í hjónaband á næstunni. Sannleikurinn hefur hins vegar komiö í ljós eftir öðrum leiðum og vinir Barböru hafa sagt að þetta sé eins og í ævintýri. Unga, fátæka stúlkan hittir stjörnu, þau verða ástfangin, giftast og eignast síðan barn og lifa hamingjusöm þar til yfir lýkur. Það er ekki hægt annað en að vona það besta, enda engin ástæða til annars. Splash. Komnar ofan í eftir vel heppnaða tilraun Frá Tónlistarskólanum f Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennsludeild verða fimmtudag- inn 29. ágúst kl. 13.00 í Skipholti 33. Nánari upplýsingar um nám og inntökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skólans. Skólastjóri. .l/ll/IAai/IAV T8Y3J HUT3Ð VO í OUIS8ÝJÐUA-ÁM8 blidbBgniaylguBBmS T7 SSOYS imia -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.