Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn •
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985.
Kjötmálið ílausu lofti:
Líklega rætt
í dag á ríkis-
stjórnarfundi
Samkvæmt heimUdum heldur kjöt
áfram aö streyma til Keflavíkurflug-
vallar flugleiöina enda í samræmi
við þá skoöun utanríkisráöuneytisins
aö heimilt sé að flytja inn ferskt kjöt
til varnarliðsmanna. Eins og kunn-
ugt er hefur Albert Guömundsson og
hans menn í fjármálaráðuneytinu
veriö á ööru máli. Geir Hallgrímsson
segir að unnið sé aö lausn þessa máls
á milli ráðuneytanna. Talið er líklegt
aö þetta mál verði til umræðu á ríkis-
sjórnarfundi í dag.
-APH
Hesturinn
drukknaði
Hestur, sem leitað var í gærkvöldi
á bát undan Geldinganesi, fannst
drukknaður á rifi í nótt.
Haföi hesturinn slitiö sig lausan og
farið í sjóinn með öll reiðtygi. Synti
hann siðan út í hafsauga og hvarf
sjónum. Lögreglan var koliuð til
aðstoðar og hófst leit að hestinum á
gúmbát. Allt kom fyrir ekki og varö
dýrinu ekki bjargað.
-EH.
Hætt kominn
íKrossá
Þýskum ferðamanni var bjargað
úr Krossá í gær. Reyndi maðurinn að
fara yfir ána fótgangandi en missti
fótfestu og barst með straumnum.
Langferðabíll sem var að fara yfir
ána ók fram á manninn og bílstjóran-
um tókst að bjarga honum úr ánni.
Maðurinn var aðfram kominn þegar
honum var bjargað. Var farið meö
hann niður á Hellu og honum komiö
undir læknishendur.
-EH.
LOKI
Var Jón hræddur
um að fá bjórvömb?
Jón vill blanda bjór-
líkið á barborðunum
— en bjórlíkissalan hefur minnkað um helming síðustu mánuði
Eftir 15. september mega vínveit-
ingahús og krár ekki selja blandað
bjórlíki. Þau mega hins vegar selja
öliö og viniö óblandað upp á barborö-
in og blanda bjórlíkiö fyrir augum
viðskiptavinanna. Þetta er aðalefni
reglugerðar Jóns Helgasonar dóms-
málaráöherra. Á síðustu mánuðum
hefur sala á bjórliki hins vegar
minnkað á helstu kránum um allt að
helming.
Samband veitinga- og gistihúsa
hefur mótmælt þessari breytingu.
„Þetta var eina svar húsanna við
kröfum neytenda, þótt veitingamenn
séu hreint ekki hrifnir af því að selja
gervibjór. Þetta varð vinsælt en eftir
að mesta nýjabrumið er fariö af hef-
ur neysla bjórlikis minnkaö mikið.
Enda er þetta ekki bjór,” segir Erla
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
sambandsins.
Dómsmálaráðherra hefui sagt
opinberlega af þessu tilefni aö
reynslan af sölu bjórlíkis sé svo slæm
aö orðið hafi að grípa í taumana. Eft-
ir lögreglu hefur hann að ölvunar-
akstur hafi aukist í kjölfarið og að
umhverfi staðanna sé heldur ömur-
legt. „Þetta álit kemur mér alveg á
óvart og stangast algerlega á við orð
þeirra lögreglumanna sem ég hef
rætt við,” segir Þorsteinn Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Duus-húss.
Hann segir að bjórlíkið sé vissu-
lega enn vinsæll drykkur hjá ýmsum
viðskiptavinum, en hvað sem því líði
sé með öUu fráleitt að ætla að st jórna
neyslu fólks með reglugerðum.
„Ráðherrann er greinilega ekki í
takt við tímann og ekki er hann i at-
kvæðaleit, hvorki hjá fólki almennt
né veitingamönnum. Ég get ekki
ímyndað mér að hann hafi skoðaö
þetta mál með eigin augum.”
Erla Hauksdóttir sagði aö sá stutti
frestur sem ráðherra gæfi veitinga-
húsum tU þess að breyta sölu á bjór-
líkinu væri gagnrýnisverður út af
fyrir sig. Hugsanlegt væri að ein-
staka veitingamenn yrðu fyrir tíl-
finnanlegu tjóni með þessum vinnu-
brögðum.
HERB
KÚLUBÍÓ í LAUGARDAL
Allsérstæður kvikmyndasýningar-
salur er á leið tU landsins. Hefur
hann hlotið nafnið kúlubió og verður
settur upp í sambandi við sýninguna
HeimiUð ’85 er hefst í Laugardalnum
fimmtudaginn 29. ágúst.
Kúlubíó heitir það vegna þess aö
sýningartjaldiö spannar hálfa kúlu, í
hinum helmingnum standa svo
áhorfendur. I kúlubíóum eru undan-
tekningarlaust sýndar kvikmyndir
sem teknar eru á ferð, úr bUum, lest-
um eða flugvélum og hefur áhorfand-
inn það á tilfinningunni að hann sé
staddur í farartækinu. Tjaldið nær
yfir höfuð áhorfenda svo og tU hliöar
við þá og er algengt að þeir falU um
koU vegna þeirra áhrifa er sýningin
veitir.
Kúlubíóið er tekiö á leigu i Bret-
landi og verður skilað tU síns heima
að sýningu lokinni.
-EUt.
Verslun Nonna pg Bubba íKeflavík:
Kassadama grun-
uð um fjárdrátt
Ung stúlka, rúmlega tvítug, er
grunuð um að hafa dregiö að sér fé
hjá verslun Nonna og Bubba í Kefla-
vík.
Stúlkan var úrskurðuð i 10 daga
gæsiuvarðhald síðdegis í gær. Hún
hefur unnið á kassa hjá versluninni í
rúmfjögurár.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar í
Keflavík eru yfirheyrslur í fullum
gangi. Ekki vildi lögreglan tjá sig
um hvernig stúlkan hefði komist yfir
féð hjá versluninni. Hafði grunur
vaknað hjá eigandanum að ekki væri
allt með felldu og hann kært til lög-
reglunnar. Málið væri enn á mjög
viðkvæmu stigi. Alls ekki væri hægt
að segja nákvæmlega tU um upphæð-
ina sem heföi horfið, aöeins að þaö
væri ljóst að um töluvert fé væri að
ræða. Ekki lægi heldur fyrir á hvaða
tímabili peningar hefðu horfið úr
kassanum.
Verslun Nonna og Bubba er mat-
vöruverslun og ein þeirra stærri
sinnar tegundar í Keflavík. Þar
vinnaumtuttugumanns. -EH.
Vélstjórar í Svartsengi:
Boða til
verkfalls
Vélstjórar frá Hitaveitu Suður-
nesja í Svartsengi hafa boðað verk-
fall frá og með 1. september. AUs eru
þetta sex menn og vilja þeir ítreka
kröfur sínar um nýja kjarasamn-
inga, en þann 1. september verður
launaliður samnings þeirra laus.
Ríkissáttasemjari boðar til fundar
með deiluaöilum á næstu dögum.
-JKH.
Björgáðshlíöarvegi
Risastór björg féUu á Oshlíöarveg-
inn í gær. Engin umferð var á vegin-
um og enginn slasaðist í grjóthrun-
inu.
Að sögn lögreglunnar á Isafirði féU
grjótskriðan á um 100 metra kafla og
voru sum björgin mannhæðar há eða
meira. -eh.