Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985. Bylting ólíkleg í Suður- Afríku - Yf irvöld enn nógu máttug til að berja niður svarta stjórnarandstæðinga Þrátt fyrir ofbeldi og morð, fjölda- mótmæli og kúgun minnihlutastjóm- ar hvítra á blökkumönnum, er Suður-Afríka enn ekki á barmi bylt- ingar, eins og kannski mætti halda af fréttum. Þetta er sameiginlegt álit sérfræð- inga um málefni landsins. Á yfirborðinu eru sum sömu ein- kennin og hafa sést áður. Fjöldamót- mæh gegn yfirstétt sem bælir niöur lýðinn. Efnahagsörðugleikar koma niður á öllum þorra landsmanna. Þetta virðast vera sannprófuð merki þess að bylting sé í nánd, merki sem sáust í Rússlandi og Iran og fjöld- anum öllum af öörum löndum. Hví ekki í Suður-Afríku? Ekki heilsteypt þjóð Eftir 19 mánaöa óeirðir og dauöa 670 manna á þessum 19 mánuðum, er enginn félagsfræöingur í Suður- Afríku reiðubúinn að halda því fram að bylting muni aldrei verða í Suöur- Afríku. En stjórnmálafræðingurinn Robert Schrire við háskóla Höfða- borgar segir: „Við vitum ekki um neina stjórn sem hefur fallið einfaldlega vegna þess að hún er slæm. Hún verður aö tapa viljanum til að halda völdum, eins og gerðist með keisarann í Iran til dæmis.” Einn munur er á ástandinu í Suður- Afríku frá löndum þar sem fólk hefur snúist gegn stjórnvöldum. I Iran var það ein og heilsteypt þjóð sem átti í kreppu, en í Suður-Afríku er engin slík eining. I Suöur-Afríku búa margir mismunandi hópar fólks sem einungis framgangur sögunnar hefur dæmt til að búa á sama land- svæði. Ekki veik ríkisstjórn Múslímskir byltingarmenn náðu völdum í Teheran undir leiðsögn Ayatolla Khomeini eftir að keisarinn flúði land áriö 1979 í skugga fjölda- uppreisnar. „I Iran kom í ljós aö það er ekki • Suður-Afríka brennur, en bylting tr ekki likleg, segja sérfræðingar. hægt að ganga mjög langt í því að skipa herjum og lögreglu að skjóta á isitt eigið fólk,” sagöi Schrire. Hann sagöi að suður-afríska lögreglan hefði hingaö til ekki sýnt neitt hik við að skjóta óvopnaða blökkumenn. Schrire, sem hefur fylgst mjög náið meö ástandinu í Suður-Afríku, sagði að til að gera velheppnaða bylt- ingu þyrfti samspil tveggja þátta: mjög alvarlega aðför að ríkisstjóm- inni frá stórum hluta þjóöarinnar og veika ríkisstjórn. „Byltingin er ekki handan við horniö, en annar þessara tveggja þátta er þegar til staöar,” sagði Schrire. Andstaðan væri fyrir hendi, enda væru fjölmennari hópar en nokkru sinni áður farnir að mótmæla opinberlega. Halda fast í valdataumana En Schrire segir aö hinar 4,7 millj- ónir hvítra borgara Suður-Afríku haldi enn fast um valdataumana og séu líklegar til að gera það í fyrir- sjáanlegri framtíð. „En valdahlut- föllin hafa breyst geysilega,” bætti hann við. Schrire telur að stjórninni stafi hætta af lélegu efnahagsástandi, flótta hvítra faglærðra manna og því að hvítir innflytjendur eru orðnir nær engir. Kynþáttaóeiröir undanfarinna mánaða hafa orsakað gjaldeyris- kreppu, sem nú síöast olli því að stjórnin frestaði í fjóra mánuði af borgunum á erlendum lánum. Sambandsleysi Félagsfræðingurinn Lawrence Schlemmer, sem kennir við Natal háskólann, sagði nýlega að ástæðan fyrir kynþáttaóeirðunum undanfariö væri sú að blökkumenn og lögreglu- menn litu ekki á sig sem hluta af sömu þjóð. „Það er alvarlegt sam- bandsleysi sem hrjáir þetta land. Það er ómögulegt að segja hvað getur gerst á meðan andstæð- ingarnir eru svo gersamlega ókunnugir hver öðrum,” sagði hann. Schrire segir að stjórnir hvítra í Suður-Afríku hafi alltaf verið leiknar við að „sundra og sigra” — að etja andstæðingum sínum saman. Þriggja alda vera hvítra manna í Suður-Afríku hefði verið saga banda- laga milli hvítra og hinna ýmsu hópa svartra. Barátta fyrir tilverurétti Margir hvítir Suður-Afríkubúar sjá kynþáttaóeirðirnar í landi sínu sem baráttu fyrir tilverurétti sínum. Jafnvel sem baráttu upp á líf og dauða. Það hvernig stjórnin hefur tekið á stjórnarandstöðunni sýnir berlega að hún er reiðubúin að nota hvaða aðferðir sem þarf til að bæla niöur andstöðu. Hún er jafnvel tilbúin að berja hana niður með hervaldi til að viöhalda kynþáttaaðskilnaði. Schrire sagði að keisarinn í Iran hefði sjálfur komiö sér frá völdum með því að breyta allt í einu um aðferðir, frá hreinni kúgun á allri stjórnarandstöðu til linkindarstefnu og málamiðlana. Hann sagði að ólíklegt væri að stjórnin í Pretoríu geröi hið sama. Það hefðu yfirlýsingar undanfarinna daga sýnt. Kjarnorkuver varín fyr- ir hryðjuverkamönnum Óskar Magnússon, DV, Washington: Bandaríkjamenn vanda nú meir til varna við kjarnorkuver sín en nokkru sinni fyrr af ótta viö að kjarn- orkuverin verði skotmörk hryðju- verkamanna. Varðmönnum hefur verið fjölgað og starfsmenn þjálfaðir í að ver jast hryðjuverkamönnum. Nú er ekki lengur látið duga að líta lauslega inn í aðkomubila sem erindi eiga til kjamorkuveranna. Hvert farartæki er vandlega skoðað og meira að segja litið undir vélarlokið. Gestir fá ekki að skoða kjarnorku- verin í fylgd eins öryggisvarðar, eins og áður tiökaöist. Nokkrir vopnaðir verðir fylgja aðkomumönnum hvert fótmál. öryggisvörðunum er ekki lengur kennt í kennslustofunum hvernig bregðast eigi við hryðjuverkaárás. Sveitir hersins gera gerviárásir jafnt á nóttu sem degi til þess að þjálfa öryggisverðina í viðbrögðum. Spurður um staðsetningu kjarnavopna Yfirvöld hafa ekki alltaf tekið • öryggisgæsla hefur mjög verið hert við kjarnorkuver í Banda- rfkjunnm. alvarlega þann möguleika að hryðju- verkaöfl kynnu að gera tilraunir til að komast yfir kjarnavopn. Hryðju- verk eru nú orðin mun víðtækari og þróaðri og sérfræðingar telja að á undanförnum árum hafi mátt sjá ýmis teikn þess að hryðjuverkamenn muni ekki láta staöar numið við hefð- bundin vopn. Bandariski herforinginn William Dozier, sem Rauða herdeildin á Itah'u rændi á sínum tíma, segir að hryðjuverkamennirnir hafi spurt sig ítarlega út í staðsetningu kjarnorku- vopna í Evrópu. Uppdrættir af birgðastöðvum bandariskra kjarnavopna hafa fundist í fórum meðlima Rauða hersins í Þýskalandi þegar þeir hafa verið handteknir. Raunar fundust hka uppdrættir yfir þær leiðir sem öryggisverðir birgðastöðvanna fóru í eftirhtsferðum sínum. Tvær sprengjur týndar Mistök og óhöpp auka líka á vanda- máhð. Bandaríkjamenn hafa venju- lega gert allt sem hægt er til aö gæta þess aö týna ekki kjarnavopnum en samt hafa nokkur týnst. Þar af hafa tvær sprengjur ekki fundist. Orrustu- vél með kjarnasprengju rann af hleðsludekki á bandarísku flutninga- skipi í Kyrrahafinu árið 1965. Flug- maðurinn, flugvéUn og sprengjan sukku til botns 500 mílur frá næsta fastalandi og eru þar vísast enn. 1958 var varpað sprengju yfir vatni í Georgíuríki. Sprengjan sökk til botns. Sem betur fer var hún ekki með kjarnahleðsluna en hvellhettan var á sinum stað. Atta aörar sprengjur hafa týnst á hafi úti en náðst aftur í björgunar- leiðöngrum. Á undanförnum tíu árum hefur þrjú hundruö sinnum verið hótað hér í Bandaríkjunum að sprengja kjarn- orkuver í loft upp eöa öðrum viöUka aðgerðum verið hótað. Það mál sem mesta athygli vakti er líklega General Electric-málið. Dreifa yfir stórborg Starfsmaður í verksmiðju General Electric í Norður-KaróUnaríki, þar sem framleiddir eru úraníumkveiki- þræðir, stal tveim tunnum af úrani. Efnið var í duftformi og unnt að sprengja það en ekki með fullum styrk. Starfsmaðurinn krafðist upp- hæðar sem samsvaraði átta mUlj- ónum króna, ella mundi hann dreifa duftinu yfir einhverja stórborg í Bandaríkjunum. Bandaríska alríkis- Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson lögreglan náði manniniun áður en hann náði að koma ætlun sinni í verk. Hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi. Aðstoðarráöherra í orkumálaráðu- neyti Bandaríkjanna segist óttast mest að sá tími komi að einhver steli hættulegra efni en úrani. Á vegum þess ráðuneytis eru kjarnorkuvopn eða efni í kjarnavopn geymd á tólf stöðum. öryggisgæslan þar hefur verið aukin gífurlega. Vörðum hefur verið fjölgað um fimm hundruð á síðustu átján mánuðum. Ramm- gerðar girðingar hafa verið reistar og ýmsum viðvörunarbúnaði komið fyrir. Allur flutningur kjarnavopna fer fram í öflugum farartækjum sem eru betur varin en brynvarðir bílar. Ef kjarnavopn eru flutt með járn- brautarlestum, hvílir tveggja tonna farg á viðkomandi járnbrautar- vagni. Aldrei er heimilt að fleiri en ein sending kjarnavopna sé á ferð í einu á milh áfangastaða. Vakning Bandaríkjamenn telja að þeim hafi tekist að vekja Evrópumenn og Japani til umhugsunar um þá hættu sem stafað geti af hugsanlegri ásælni hryðjuverkaafla í kjarnavopn. Þar í löndum hefur eftirlit sömuleiðis verið hert þótt ekki enn í jafn- öflugum mæU og hér í Banda- ríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.