Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Síða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985. 13 Heygarðshom kratanna — svar til Sighvats Björgvinssonar Grein þín hefst á eftirfarandi orðum. „Fyrir nokkrum árum átti ég tal við kunningja minn sem veitti forstöðu meðalstóru fyrirtæki. Talið barst að málefnum þess og spurði ég meðal annars hvernig reksturinn gengi. Hann gengur alveg ljómandi vel svaraði kunninginn, það eru bara þessi eilífu vandamál með fjármálin, sem eru að verða óyfirstíganleg. ” Við lestur á grein þinni kom mér önnur saga í huga, og er hún svona. „Fyrir nokkrum árum átti ég tal við kunningja minn sem var framar- lega í Alþýðuflokknum. Talið barst að málefnum flokksins og spurði ég meðal annars hvernig gengi, það gengur alveg ljómandi nema fólk er hætt að kjósa flokkinn.” Svona geta vandamál verið lík þó ólík séu. Þú segir í grein þinni að við séum við sama heygarðshomið og reynir jafnframt að gera lítið úr Landssam- bandi sauðf járbænda. Hræddur er ég um að slíkur málflutningur hafi orðið )ess valdandi að hér í Vestur-Skafta- fellssýslu, að minnsta kosti, hafa kratar ekki þurft að halda fundi á liðnum árum. Jafnframt telja menn hér aö hefðu verið haldnir fundir hefði jafnvel tapast þaö eina atkvæði sem hér í sýslu er talið vera. Niðurgreiðslur og kjarnfóðurskattur Varðandi niðurgreiðslur og kjarn- fóðurskatt er þaö að segja að niöur- greiðslur eru hagstjórnartæki og koma þvi fólki til góða sem þú þykist vera að berjast fyrir. Kjarnfóöurskattur er til stjórn- unar framleiðslu og leiðréttingar á niðurgreiddu kjarnfóðurverði. Spurningin er hvort við ætlum að reka hér landbúnað eða ekki, ef ekki þá á Alþýðuflokkurinn að segja slíkt án allrar hálfvelgju en ekki vera að villa á sér heimildir og etja saman stéttum. Með slíku einangrast Alþýðuflokkurinn og verður Faxa- flóaflokkur um stund en eyðist svo. Þú gerir grín að vöruþróunarþætt- inum. Heimilishald og ýmislegt „Afhverju étur fólkið ekki bara kökur?” —hugleiðingar í tltefni af útvarpsviðtaii Kjaliarirm SIGHVATUH BJÓRGVINSSON 'vi'JtvfhANW • „Varðandi kjallaragrein þina hafa tveir menn úr þínum fiokki hringt og beðist afsökunar og frábiðja sér slikar skoðanir er þar koma fram." fleira hefur breyst. Vöruþróun og markaðssetning eru þeir þættir sem í mestum ólestri hafa verið og munum við þrátt fyrir þínar úrtölur reyna að bæta þar um. Jafnframt kom fram á stofnfundi Landssamtaka sauðfjár- bænda að stefnt yrði að lækkun á verði kindakjöts eftir því sem við getum haft áhrif á. Bæði heima á búunum og á öllum stigum vinnsl- unnar.. Markaðurinn er til Þetta er hægt og nægir þar að benda á útboð á fjárflutningum í Borgarnesi. Varðandi Bandaríkja- markaö er það að segja að eigi fyrir alllöngu sendu fjárbændur tvo menn þangað. Þær upplýsingar, sem þeir félagar komu með, lofa góðu við fyrstu athugun. Við erum nú að leggja drög að nánari athugun á þessum upplýsingum og er von okkar að í Bandaríkjunum megi ná markaði fyrir kindakjöt sem lúxus- vöru á mjög háu verði. Það sem styður þetta einna helst er vaxandi andúö sem á sér stað á verksmiðju- framleiddu kjöti og sívaxandi ótti við lyf og hormóna. Reynist þetta rétt getum við boðið upp á það sem aðrar þjóðir geta ekki það er fé sem vex í villtri ómengaðri náttúru. 1 DV fimmtudaginn 22. ágúst er vitnað í þekktan mann úr viðskipta- heiminum. Hann kallar þetta „mál málanna i íslensku viðskiptalifi þessa stundina”. I sama blaði á sömu síðu er viðtal við kjötiðnaðar- mann sem leiðir að því getum að hægt sé að selja kg af kótelettum á kr. 970. Væri þér nú ekki sama, Sighvatur, þótt við reyndum fyrir okkur með þessu hluti eða er það þér mikiö á móti skapi? Þetta er það sem þú kallar að vera við sama heygarðshornið, en þar máttu sjálfur vera. Enda láta þeir nú verst sem litla sem enga trú hafa á íslenskum landbúnaði né hafa gert sér í hugarlund þær óbeinu afleiðing- ar sem meiri fækkun á sauðfé hefði í för með sér. Varðandi það að læra af reynslunni höfum við gert það og munum gera. Kjallarinn JÓHANNES KRISTJÁNSSON FORMAÐUR LANDSSAMTAKA SAUÐFJÁRBÆNDA Sauðfjárrækt á Islandi er ein sú fremsta í heimi svo eitthvað hafa menn lært. Hinsvegar fóru bændur héöan úr hrepp eigi fyrir alllöngu og skoðuðu leifarnar af búskap krata í Krísuvík, þar sem áttu að vera 100 rauðar kýr en kýrnar urðu aldrei nema 2 eða 3 og þá í eigu bústjórans sem síðan seldi kúabúi krata mjólk. Löngufarin keisaraynja úr Frakk- landi kemur þessu máli ekkert við enda mun hún vart stuðla að kjötsölu á íslensku lambakjöti. Að etja saman stéttum Islenskir fjárbændur munu nú berjast fyrir bættum hag og tilveru sinni, sem hlekkur í þeirri keðju sem íslenskt atvinnulíf byggist á. Reynt verður með öllum mögu- legum hætti að koma til móts við kröfur neytenda og lækka vöruverð. I þeirri baráttu mun ekki veröa leitað ráða hjá Sighvati Björgvins- syni né hans skoðanabræðrum, sem halda að fínt sé að etja saman stétt- um og fyrirlíta landsbyggðarfólk, heldur hjá þeim sem vilja veg íslensks atvinnulifs sem mestan. Varðandi kjallaragrein þina, Sig- hvatur, hafa tveir menn úr þínum flokki hringt og beðist afsökunar og frábiðja sér slíkar skoðanir er þar koma fram. Jóhaunes Kristjánsson „Væri þér ekki sama, Sighvatur, þótt við reyndum fyrir okkur með þessa hluti eða er það þér mikið á móti skapi?” Omenguð villibráð í Kanann „Lax, lax, lax og aftur lax,” söng Guðmundur Jónsson fyrir alllöngu. Nú ætti hann að venda sínu kvæði í kross og syngja: „Kjöt, kjöt, kjöt og aftur kjöt”, því að um annað er ekki talað meira þessa dagana. Bændasamtökin ætla í mál við ríkisstjórnina út af innflutta Kana- kjötinu. Hvernig stendur eiginlega á því að þeir eru ekki búnir að gera það fyrir löngu? Rekstrarhallinn hjá þeim hefur veriö gífurlegur og nú verða þeir að taka því að útflutnings- bætur verða felldar niður hjá þeim í áföngum. Það væri því ekki amalegt aö bændur gætu selt Kananum á vellinum kjöt. Auðvitað yrði að gæta þess velsæmis að skera kjötið niður eftir þeirra geðþótta. T.d. yrði ekki hægt að henda i Kanann niður- söguöum, frosnum kótelettum eins og í okkur mörlandana. Nei, nei, kjötið yrði sko látið hanga, svo sem vera ber. Það yrði svo sannarlega ekki látið beint í frystiklefana eins og enn er að miklu leyti gert. Slátrarar yrðu aö höggva kjötið í kótelettur og annað flott eins og maður sér þá gera í út- landinu. Allt skal gert til þess að koma Kananum á bragðið. Þegar svo Kaninn á Vellinum er orðinn háður íslenska lambakjötinu, þá verður hann lifandi auglýsing þegar hann kemur til síns heima. íslendingar þurfa þá ekki aö leggja í kostnaöar- sama auglýsingaherferö í henni Ameríku. Eins og allir vita er alltaf verið að skipta um lið á Vellinum og þaö kemur alls staðar að. Það er nefnilega svo leiðinlegt að vera á þessu kalda skeri norður í ballarhafi, þar sem nærri því alltaf rignir. Veðurguðirnir hafa þó leikiö sér að sólskini hér sunnanlands í sumar, svo að annað eins er ekki í manna minnum. Kaninn, sem er hérna núna, fer því jafnvel að halda að Island sé einhver paradís á jörðu hvað veðurfar snertir og vill bara vera hér kyrr. Það væri laglegt. En áfram með kjötið. Við seljum það að sjálfsögðu sem ómengaða villibráð. Þegar Kaninn er orðinn vitlaus í þessa villibráð, á alveg himinháum „prís” að sjálfsögðu, verða bændur að fara að nota afréttir meira. Þetta fer vitanlega fyrir hjartaö á landgræðslumönnum og það sem meira er, okkur tekst ekki að koma nytjaskógum til á næstu hundrað árum. Við verðum af þeim tekjum, sem við eygjum þar. Við, sem erum komin til vits og ára, njótum hvort sem er aldrei góðs af því. Spurning um hina, því að kjarnorkan gæti verið búin að út- rýma okkur öllum. Ef ekki í dag, þá á morgun. En einu mega bændur ekki gleyma. Kaninn er alltaf i matarkúr. Þeir eru logandi hræddir við dýra- fitu. Þeir gætu fengiö kólesteról í blóðið og dáið úr hjartaslagi eða of háum blóðþrýstingi við að borða slíkan óþverra. Auðvitað er ekkert sannað um kólesteról því að vísinda- menn greinir á um það eins og ' annað. Ef við færum eftir kenningum þeirra þá væri sennilega bezt að borða ekki neitt nema þá helzt jurta- fæðu. Það væri voða sniðugt hérna á tslandi. Þá gætum við veitt fiskinn og búið til úr honum áburð. Síðan stráum við honum yfir landið. Ræktum alls konar ætileg grös. Bændur gætu hætt kjötframleiðslu, landgræðslan fengi nóg af plöntum og nytjaskógur myndi þjóta upp. Fitan, já. Ef farið verður út í það að selja Kananum kjöt þá yrðu bændur að rækta sauðfé sitt með annaö en fallþunga í huga á siðustu vikum lífs þess. Lítið yrði úr nýtanlégum bitum af kótelettum, ef þeir ætluðu að bjóða Könum upp á það, sem við megum leggja okkur til munns. Við höfum að sjálfsögðu ekki vit á öðru betra, því að eins og allir vita, megum við ekki flytja eina einustu kjöttuttlu inn í landið af hræðslu við gin- og klaufaveiki- veiruna. Kjallarinn ERNA V. INGÓLFSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Flestir vita að Kaninn hefur ekki orðið var við þessa skæðu veiru í 50 ár. Það vita kannski færri að Kaninn flytur inn kjöt frá mörgum löndum. Ætli séu engar skæðar pestir í þeim löndum? Hversu mikið af þessu kjöti kemur hingað, þótt eftirlitið sé auðvitað 99% í Ameríku? Hvað heyrist frá yfirdýralækni? Yfirdýralæknir hefur yfirlýst að hann sé á móti öllum kjöt- innflutningi. Af hver ju heyrist ekkert frá honum? Skúli á Laxalóni, frumkvöðull Islands í fiskirækt, var undir smásjá hjá honum alla tíð. Hann var lagður í einelti bæði af yfirdýralækni og sumum öðrum forráðamönnum þjóðarinnar. Lengi fannst engin sýking í seiðum Skúla. Nýrnaveiki kom svo upp í laxaseiðum hans, vatn frá kerjum laxaseiða fór yfir í ker regnbogasilungs. Haldiö var að silungurinn væri líka sýktur. Flestir drógu í efa að silungurinn væri sýktur. Öllu slátrað, Skúli fékk þó að halda hrognum regnbogasilungsins. Stofninn hans er einhver sá hraust- asti á Islandi. Þaö var ekki það sama uppi á teningnum þegar upp komst um nýmaveiki hjá Laxeldisstöðinni í Kollafirði. Þar var slátrað að hluta. Hvar var yfirdýralæknir þá? Við máttum smakka á túnfiski um daginn. Hvað með eftirlit þar. Það er kominn tími til þess að afnema þessi lög um gin- og klaufaveiki fyrst Kaninn er á samningi um að veiran komi ekki upp hjá þeim. Viö á Fróni fáum þá almennilegt kjöt. Ef hins vegar veiran er enn bráðlifandi þá fær Kaninn kjöt með villibráðar- bragði, en ekki kjöt frá Nýja- Sjálandi með ullarbragði. Það er nefnilega ullarbragð af því. Ég veit það af því að ég hef smakkað það sjálf. Ema V. Ingólfsdóttir. A ,,Þegar svo Kaninn á Vellinum er orðinn háður íslenska lambakjöt- inu, þá verður hann lifandi auglýsing þegar hann kemur til síns heima.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.