Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Síða 28
28 DV. MIÐVKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið • „Drottning elds og vatns” var bún kölluð eftir frækna för í úrslitakeppni i fegurðarsam- keppninni ungfrú alheimur er haldin var á dögunum. Það rigndi nefnilega eidi og brennisteini heima á Puerto Rico nóttina er hún kom heim og heljarinnar eidsvoði braust út sama kvöld í nágrannahverfi. Dagblöðin í San Juan, höfuðborg Puerto Rico, voru því ekki í vand- ræðum með að finna nafn á meyna. Hún þykir nokkuð snotur hún Deborah Carthy-Deu og aðeins fulira átján vetra. Nú er meyjan að komast á kaf í nám og lestur við rikishá- skólann i San Juan og ku iesa sálarfræði. Margt er gert sér til ánægju og yndisauka en mestur er áhuginn á hestamennskunni, sagði meyjan nýlega í viðtali. • Vestur-þýskar götudrósir, öðru nafni meyjar, er selja blíðu sína á strætum borga og bæja landsins, eiga nokkuð bágt þessa dagana. Lögregluyfirvöld hafa stóraukið baráttu sína gegn vændi og öllum þeim dólgshætti sem því er talið fylgja. Madonnur vændishúsa og stúlkurnar á göt- unni í háhæluðu skónum og stutta pilsinu eiga því erfitt núna og dregið hefur úr viöskiptum. Kúnninn er nú hræddari að bíta á en áður og eitthvað segja kunn- ugir að fáklæddum meyjum með verömiða á milli læranna hafi fækkað á götum. • Rock gamli Hudson hefur aldeilis verið í sviðsljósinu aö undanförnu eftir að uppgötvaðist aö leikarinn gengur með hinn hættulega sjúkdóm ónæmistær- ingu. Stjörnuhrap Hudsons í Hollywood varö algert þegar gamlir samstarfsmenn í ótal sen- um og á leiksviði þyrptust í tuga- tali til læknis og létu athuga sig. Óðagotið varð algert og hneisa aumingja Hudsons mikil. Sumir sögðu að nú væru sannanir komn- ar á gamlan oröróm um kynvillu kappans, gamli kvennasjarmör- inn hefði alla tíö verið hinum megin við línuna. Hér er Hudson með gamalli vinkonu sinni, Doris Day, í hléi frá ti9cum í sjónvarps- þáttum er fjölluðu um hunda sem húsdýr. 1000 TONN AF HUNDA- SKÍT DAG- LEGA Frá Ketilbirni Tryggvasyni, fréttarit- ara DV í Vestur-Berlín: Á seinasta ári komst Island inn á landakort fjölmargra Þjóöverja vegna hinnar frægu tíkar fjármálaráöherra okkar Islendinga. Skrif um hunda- málin á Islandi voru mörg og má sem dæmi nefna að eitt mest lesna dagblaö í Vestur-Berlín, BZ, birti á árinu 1984 einar 9 greinar um mál þetta sem eiga það allar sameiginlegt að fjármála- ráðherra og náttúrlega tíkar hans var getið. En nú á allra seinustu mánuðum hafa hérlend dagblöð sótt minna og minna norður í höf í leit frétta sem þessara en hafa þess í stað snúið sé að málefnum sinna eigin hunda. Þjóðverjar eru mikið fyrir gæludýr og eiga hátt í 14 milljónir slíkra af hinum ýmsu tegundum. Hundar eru þar stærsti flokkurinn og teljast vera um 5 milljónir. Uppi eru háværar raddir fólks sem vilja benda á þá staðreynd að í stærri borgum landsins séu tugir þúsunda hunda sem eiga sér einungis götur og stræti sem útivistarstað og dvelja innanhúss meiri hluta dagsins. Einnig er bent á að á tímum hungurs- • „Þú segir ekki, 1000 tonn af hundaskit?" neyðar á mörgum stöðum í heiminum éta hundar í Þýskalandí fyrir jafnvirði 2 milljarða þýskra marka og ÖU gæludýr fyrir um ca 5 milljarða, f járhæð sem myndi geta framfleytt þúsundum hungraðra í marga mánuði. Reyndar er þaö svo að framleiðendur gælu- dýrafóðurs eru einu matvæla- framleiðendurnir hérlendis sem geta hreykt sér af meira en 10% aukningu eftirspurnar árlega, tölu sem fer vaxandi. En eitt er það sem öll umræða snýst meira eða minna um og er og verður stærsta vandamálið í sambandi við hunda í stórborgum. En það er hunda- skíturinn! Talið er að samtals lendi á gangstéttir, götur og í garða hér í Þýskalandi um 1000 tonn af hundaskít daglega. Stærst er vandamálið í Vestur-Berlín, í hinni svokölluðu hundaparadís Þýskalands, en þar sjá 90.000 hundar hreinsunarliöi borgarinnar fyrir um 16 tonnum af þessari vellyktandi framleiðslu sinni. Yfirvöld í hinum mismunandi borgum hafa reynt mikið til að bæta þetta vandamál en sjaldnast haft árangur sem erfiði. Hvern langar svo sem til að láta hund sinn losa við sig í plastpoka? Nýjasta hugmyndin sem upp hefur komið hjá hinum hugmyndaríku stjórnmálamönnum, sem þora ekki að skerða hundahald af ótta viö kjósenda- missi, er hundaklósett með öllu tilheyrandi. 85 ára og eldhress • DrottningarmóOirin 85 ára fyrir miðju með barnabörnum sínum. Frá vinstri prinsarnir Karl, Edward og Andrew auk Önnu prinsessu. Breska drottningarmóöirin átti 85 ára afmæli nú á dögunum. Auðvitað var mikið um dýrðir í höllinni og breskur almenningur fylgdist grannt með afmælispartíum konungsfjöl- skyldunnar. Sú gamla átti sér eina ósk heitasta á stórafmælinu og þaö var að komast í flug með hinni fullkomnu og hljóðfráu Concord þotu er Bretar og Frakkar smíðuðu í sameiningu fyrir nokkrum árum. Drottningarmóðirin var reyrð niður í sæti fyrir aftan flugmennina hátt yfir Irlandshafi og stöðugt nálgaðist þotan hljóöhraða. Þegar komið var vel yfir hljóðhraöa og hraðinn orðinn tæpir 2000 kílómetrar á klukkustund, var af- mælisbarnið fengið til að láta í ljós álit sitt á ferðalaginu. „Otrúlegt, ótrú- legt,” muldraði sú gamla og er þegar farin aö hlakka til næstu Concord ferðar. Amerísk hetia eefur út bók . — Hver kannast ekki við tilraunaflug- manninn Chuck Yeager? Amerísk há- loftahetja og víðfrægur um veröld alla. Flugkappinn er lengi búinn að vera í sviösljósinu í heimalandinu, Bandaríkjunum, fyrir dirfsku og þróaöa flugtækni. Yeager er sko engin plathetja hjá þeim í Ameríkunni. Kappinn skaut niður 13 þýskar óvinaflugvélar í seinni heimsstyrjöld, þar af fimm á einum og sama degi. Hann skaut niður þýska í stríðinu og var fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóð- múrinn á flugvél og lifa af. Nú hefur bókaforlag eitt í New York gefiö út æviminningar flugkempunnar, skrifaðar af honum sjálfum og Loe nokkrum Janus. Chuck Yeager er aöeins 62 ára að aldri og enn í fullu fjöri. Hann er að vísu ekki tilrauna- flugmaður lengur en þess í staö orðinn heimilisvinur bandarískra sjónvarps- áhorfenda í alls konar auglýsingum þar sem vélar og tæki eru boðin til sölu. • Tilraunaflugmaðurinn Chuck Yeager er vel kynntur um víða veröld. Kappinn er aðeins 62 ára gamall en er búinn að gefa út sjálfsævisögu er selst grimmt i Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.