Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Side 3
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
3
ÞRIÐIUNGUR MEXIKO-
BORGAR EYDILAGDUR
— talið að mörg þúsund manns haf i látist f mesta skjálf ta f Mexíkó á þessari öld
Nú er vitaö aö 1000 manns aö
minnsta kosti létust í jarðskjálftanum
mikla í Mexíkóborg. Fyrri fréttir
sögöu þó aö líklega væru allt aö 3000
manns látnir. Mexíkanskir embættis-
menn segja aö líklegt sé aö talan veröi
jafnvel enn hærri.
Þungamiðja skjálftans var í Kyrra-
hafinu, suövestur af Mexíkóborg.
Eyðileggingin var ekki bara í
Mexíkóborg heldur um allt landiö, frá
Kyrrahafsströndum til Atlantshafs-
strandarinnar. Skjálftinn mældist 7,8
stig á Richterkvarðann.
Einn fréttamaður giskaöi á að
skjálftinn hefði eyöilagt um þriðjung
Mexíkóborgar. Áöur en þrjár mínútur
voru liönar frá því skjálftinn byrjaöi
höföu háhýsi hruniö og einnig skólar,
hótelogdómkirkja.
Miðbærinn leit út eins og bardaga-
svæði. Jaröýtur voru notaðar viö leit-
ina aö fómarlömbum jarðskjálftans
sem mörg eru enn grafin undir rústun-
um.
Samúöar-
kveðjuralls
staðarað
Samúöarkveðjur hófu aö berast til
Mexíkó strax í gær. Jóhannes Páll páfi
annar sendi samúðarkveðjur til fjöl-
skyldna í Mexíkó og blessaöi verk
björgunarmanna. Páfi sagðist hafa
fyllst dapurleika viö fréttirnar af land-
inu sem væri svo nálægt hjarta sínu.
Hann sagöist myndu biöja fyrir sálum
hinna látnu.
Fidel Castro Kúbuforseti skoraði á
lánardrottna Mexíkó að vera ekki óbil-
gjarnir nú á tímum neyðarinnar. „Öll
lönd ættu aö sýna samstöðu meö bróö-
urlandi okkar á þessum tíma,” sagöi
hann á efnahagsráöstefnu.
Forseti allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna, Spánverjinn Jaime de Pini-
es, sendi samúöarkveöjur sínar þegar
allsherjarþingið kom saman í gær.
Hann sagðist einnig vona aö lönd
heimsins sýndu samstöðu með Mexíkó.
Saidiherra Mexíkó á þinginu þakk-
aöi fyrir og sagði að mikið tjón heföi
oröið. Hann sagöi einnig aö engar frétt-
ir heföu borist af því aö nokkurn hinna
150 starfsmanna Sameinuðu þjóðanna
heföi sakað.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
sendi líka samúöaróskir sínar til for-
seta Mexíkó og bauöst til aö hjálpa.
-ÞóG
Sjónvarpsstöðvar sögöu frá miklum
skemmdum á vegum og járnbrautum.
Erfitt er aö komast á milli.
Flugfélögum hefur veriö sagt að
fljúga ekki yfir borgina. Menn óttast
að ókyrröin í loftinu, sem fylgir flug-
vélum, geti orðið til þess aö byggingar,
sem enn standa, hrynji.
Björgunarmenn báöu fólk aö tala
ekki hátt til að þeir gætu heyrt hróp
þeirra sem kynnu aö vera lokaðir niðri
í rústunum. Her og lögregla eru um
alla borg og hafa lokað aögönguleiðum
aö borginni til að koma í veg fyrir
rupl.
Spánskur táningur, sem var í hjóla-
stól eftir uppskurð á fæti, sagði frá því
hvemig hún heföi neytt sig til aö
hlaupa upp úr stólnum og niöur sjö
hæðir á hóteli sinu eftir að hún fann
fyrir jarðskjálftanum.
Annar Spánverji lýsti því hvernig
hún heföi bjargaö sex ára gömlum syni
Peningar eru þegar farnir aö
berast til hjálparstofnana víðsvegar
um heiminn. Rauöi krossinn í Genf
sagði að 20 milljónir króna hefðu þegar
komið inn frá deildum hans í ýmsum
löndum.
Evrópubandalagiö hefur tilkynnt að
það muni gefa um 15 milljónir króna til
fórnarlamba skjálftans. Breska
Þúsundir manna eru nú heimilis-
lausar í Mexíkóborg vegna skjálftans.
Yfir borginni hvilir nú þykkt ský reyks
og ryks. I skýjunum má sjá á stöku
stað eldglæringar koma upp. Þær
koma frá byggingum sem enn brenna.
Bandarískur ferðamaður í borginni
sagði: „Sem við keyrðum til flugvall-
arins til aö ná vél út þurftum viö allt i
einu að vara okkur á hæðarhryggjun-
um, sem voru á stærð viö bíla, og hús-
um sem komu veltandi niður fjöllin.”
Fréttamenn Reuter-fréttastofunnar
lýstu því hvernig háhýsi hefðu hrunið
sínum þar sem hann var um það bil að
detta út um glugga á sjöttu hæö á sama
hóteli.
„Eg greip Alexandro þegar hann var
að falla út um hótelgluggann. Eg trúi
þessu ekki ennþá,” sagði hún.
Læknir sagði að spítalar hefðu orðið
að flytja sjúklinga á læknastofu sína
stjórnin lofaði að gefa rúmar þrjár
milljónir króna.
Talsmaður Rauða krossins sagði að
hjálparlið væri á leiðinni til Mexíkó.
Það myndi leggja mat á stöðu mála í
borginni.
Hann sagði að blóð og sjúkragögn
væru af mjög skomum skammti í
borginni.
en önnur hallast geysilega. Fréttastof-
an er á 10. hæð í einni byggingunni.
Reuterfréttamaður, sem hafði nýopn-
að stofuna, hljóp niður stigana á með-
an bjálkar og steinar hrundu allt í
kringum hann. Hann rétt komst út á
götuna áður en byggingin hrundi.
Þaö var lán í óláni aö jaröskjálftinn
kom klukkan 7.19, áður en flestar skrif-
stofur eru opnaðar. Skrifstofurnar í
hinum gömlu háhýsum miðborg-
arinnar voru því fáliðaðar.
Þetta er versti jaröskjálfti sem kom-
ið hefur í Mexíkó á þessari öld.
eftir að margir spítalar hefðu hrunið.
Hinir særðu hefðu byrjað að streyma
inn strax eftir skjálftann. „Þetta var
hræðilegt, hræðilegt,” sagði hann.
„Það var svo mikill reykur að það var
ekki hægt að sjá í hvaða byggingum
hafði kviknað.
Rauði krossinn í Noregi, Svíþjóð,
Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og Nýja-
Sjálandi hafði þegar lofað peningum í
gær og búist var við að fleiri bættust
við.
Svissneska flugbjörgunarsveitin
var send af stað með 30 manna lið til
Mexíkóborgar, auk níu blóðhunda og
16 tonna af neyöarútbúnaöi. -Þ6G.
Islendingarí
Mexíkóborg
Simasambandslaust var til
Mexíkó í gær og í fyrradag. DV hef-
ur reynt aö hringja til Islendinga
sem vitaö er til að séu í Mexíkó-
borg.enekkitekist.
Vitað.er um fjóra Islendinga í
borginni. Vel hugsanlegt að þeir
séu fleiri. Þrír þeirra, Jónas Gísla-
son, bróðir hans Guðmundur Gisla-
son og unnusta Guðmundar, Guðný
Jensdóttir, búa í norðurhluta borg-
arinnar. Skaðinn var hins vegar
mestur í miðborginni og í suður-
hlutanum.
Ættingjar hafa elnnig reynt
árangurslaust að hafa samband til
Mexíkó. Konsúll lslands i Mexíkó
er David N. Wiesley. Síminn hjá
honum er 5891329. Konsúll Mexíkó
á Islandi er Jón Armann Héðins-
son. I Mexikóborg búa um 18 millj-
ónirmanna.
-ÞóG
Óttastum
23 skip
Ottast er að fjögur kaupskip og
19 togarar hafi sokkið út af Kyrra-
hafsströnd Mexíkó í jarðskjálft-
anum. Ekkert hafði heyrst frá
þessum skipum í gær, einum og
hálfum sólarhring eftir skjálftann.
Skipin voru um 120 mílur vestan
viðAcapulco.
Jesus Ferreira, sem er yfir-
maður loftskeytastöðvar, sagði að
skipstjóri spánsks togara hefði
sagt sér að sjórinn hefði skyndilega
soöið upp og komið æðandi að sér i
20metrabylgjum.
-ÞóG.
Ekkert ákveðið
með heims-
meistara-
keppnina
Enn er ekki búiö að ákveða
neinar breytingar á fyrirhugaðri
heimsmeistarakeppni i knatt-
spyrnu í Mexíkóborg árið 1986.
Alþjóða knattspyrnusambandið
sagði að upplýsingar frá borginni
væru enn of óljósar til aö hægt væri
að taka slíka ákvörðun.
Slíkar upplýsingar koma
kannski á mánudag þegar keppnis-
nefndin frá Mexíkó fundar með
FIFA. Sá fundur hafði verið
áætlaður fyrir löngu.
Keppnisnefndin sagði í
sjónvarpsútsendingu að skjálftinn
hefði etói skaddað neinn hinna 12
leikvanga þar sem keppnin ætti að
fara fram milli 31. maí og 29. júní.
-ÞópG.
-ÞóG
Fyrir og sftir: Mexíkóborg eins og hún leit út fyrir jarflskjálftann, sem lagði þriðjung borgarinnar i rúst, og
eins og hún leit út i fyrradag.
HUÓP UPP ÚR HJÓLASTÓL
-ÞóG
PENINGAR ÞEGAR FARNIR
AÐ BERAST í HJÁLPARSJÓÐI
Pottþéttar perur á góðu verði!