Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 4
4
DV. MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER1985.
ST. JÓSEFSPÍTALI,
LANDAKOTI
LAUSARSTÖÐUR
Fóstra
óskast til afleysinga í vetur á dagheimili fyrir börn á
aldrinum 3ja til 6 ára. Einnig vantar starfsmann á dag-
heimilið. Upplýsingar í síma 19600-250 milli kl. 09.00 og
16.00.
Hjúkrunarfræðingar
óskast á lyflækningadeildir l-A og ll-A, handlækninga-
deildir l-B og ll-B, barnadeild, svæfingardeild og gjör-
gæslu. Boðið er upp á aðlögunarkennslu fyrstu vikurnar.
Sjúkraliðar
óskast til starfa á allar vaktir við eftirtaldar deildir:
Lyflækningadeild ll-A, handlækningadeildir l-B og ll-B.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í
síma 19600-220-300, alla virka daga.
Reykjavík 20/9, 1985.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I
Rauðarárstíg 7, þingl. eign Haralds Halldórssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimunnar í Reykjavík, Veödeildar Landsbankans, Sigríöar
Thorlacius hdl. og Arna Vilhjálmssonar hdl. á eigninni sjálfri þriöju-
daginn 24. september 1985 kl. 11.45.
Borgarfógetaembaettið í Reykjavík.
Útvarpshúsið saltað á f járlögum:
Fær um 55 milljónir
í stað 170 milljóna
I fjárlögum næsta árs er gert ráö
fyrir því aö um 55 milljónir fari til
framkvæmda viö hiö nýja útvarps-
hús. Hins vegar er áætlað að það
þurfi minnst 170 milljónir á næsta ári
viö framkvæmdirnar til aö halda
áætlun. Niöurskuröurinn á þessu
sviði er u.þ.b. 70 prósent.
Að sögn Harðar Vilhjálmssonar,
fjármálastjóra Rikisútvarpsins,
veröur næsta ár f járfrekasta árið frá
upphafi framkvæmda miðaö viö
byggingaráætlun hússins. Ráðgert
hefur veriö að ljúka við stóran hluta
hússins svo að nær öll starfsemi
Rikisútvarpsins, sem nú er á Skúla-
götu 4, geti flutt í ársbyrjun 1987. Ef
þessi áætlun næði fram að ganga
myndi hljóðvarpið flytja í húsið í árs-
byrjun 1987.
Hörður segir að ef rétt sé að skera
eigi framlög ríkisins til byggingar-
innar niður muni það að sjálfsögðu
seinka framkvæmdum mikið.
„Það yrði að mínu mati dýrt spaug
fyrir ríkið vegna þess að nú þegar er
búiö að leggja mikið í þessa bygg-
ingu. Ég tel að það sé léleg f jármála-
pólitík aö ljúka þessum framkvæmd-
um ekki á eðlilegum tíma,” sagði
Hörður.
APH
Ingolf heitir i höfuðiö á Ingólfi Arnarsyni. Frá Akureyri hélt skipið til Danmerkur. Það hefur aö mestu
stundað strandgæslu viö Grænland. Skipið tók eitt danskra skipa þátt i heræfingum Nato nýlega.
DV-mynd JGH.
Bless við brottför
Danska herskipið Ingolf „lúðraði” Akureyringa
Danska herskipið Ingolf kvaddi
Akureyringa að sjómannasið síðast-
liöinn laugardag er það þeytti lúðra.
Skipið gerði að þessu sinni stuttan
stans á Akureyri, staldraöi við í tvo
daga.
Ingolf er eftirlitsskip í danska flot-
anum og hefur mest fengist við strand-
gæslu við Grænland. Það heitir í
höfuðið á ekki ómerkari manni en
fyrsta landnámsmanni Islendinga,
Ingólfi Amarsyni.
Frá Akureyri hélt skipiö til Dan-
merkur, Frederikshavn. Þar verður
skipt um áhöfn og síðan haldiö í
norðrið aftur. Hver áhöfn er í þrjá
mánuði á skipinu í senn.
Ahöfnin er 71 maður, þar af 13
foringjar. Skipperinn í þessum túr
heitir O. Lichtenberg. Þess má geta að
Ingolf tók þátt í hinum umfangsmiklu
heræfingum Nato nýlega, eitt danskra
skipa.
-JGH.
Fjör i brekkunni fyrir neðan leikhúsið á Akureyri. Það er heldur engin
furða, þetta eru leikendur i Jólaævintýrinu eftir Dickens. Leikritið verður
frumsýnt um miðjan nóvember. ,
Leikfélag Akureyrar á fullum dampi:
Sextíu böm reyndu
sig í leik og söng
— Jólaævintýrið, Silfurtunglið og
Fóstbræður verða sýnd í vetur
„Það má segja að starfsárið hjá
Leikfélagi Akureyrar hafi byrjað þann
19. ágúst þegar 60 böm stormuðu inn í
leikhúsiö til að reyna sig í söng og leik
fyrir fyrsta verkefni félagsins,” sagði
Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri á
Akureyri.
Signý sagði að umrætt leikrit væri
Jólaævintýrið, Christmas Carol, eftir
Charles Dickens. Sextán börn úr áður-
nefndum 60 barna hópi æfa nú fyrir
leikritið, auk þess sem ellefu leikarar
og sex dansarar hafa bæst í hópinn.
Reiknað er með að Jólaævintýrið
verði frumsýnt um miðjan nóvember. 1
leikritinu fer nirfillinn Scrooge á
fleygiferð fram og aftur í tíma á jóla-
nótt.
Að sögn Signýjar verður Silfur-
tunglið eftir Halldór Laxness sýnt hjá
Leikfélagi Akureyrar í vetur. Gert er
ráð fyrir að það verði frumsýnt seinni
hluta janúar. Silfurtungliö hefur veriö
sýnt í Þjóðleikhúsinu. Það var einnig
sýnt í sjónvarpinu fyrir nokkrum
árum.
Loks verður leikritið Fóstbræður,
Blood Brothers, eftir Willy Russell
frumsýnt í lok mars. Leikstjóri er Páll
Baldvinsson.
Leikritið f jallar um „tvíburabræður
sem alast upp í ólíku umhverfi, gerast
perluvinir án þess að vita um uppruna
sinn. En örlögin spinna þeim ævintýra-
legan vef”.
Hvaðagrein
er„fjár-
frekusi”
— styrkir vegna
nýsköpunar
Umsóknir um styrki til
Rannsóknaráðs ríkisins vegna ný-
sköpunar í atvinnulífinu voru fleiri
en menn áttu von á. Til úthlutunar
eru 50 milljónir króna en heildar-
upphæð umsókna reyndist 204,1
milljón króna. Styrki þessa skal
veita til rannsókna- og þróunar-
starfa í þjóðfélaginu. Sérstök mats-
nefnd hefur verið skipuð og á hún
að úthluta styrkjunum fyrir
októberlok, svo sem greint hefur
verið frá í DV.
Alls bárust 122 umsóknir.
Þaö hefur helst heyrst á máli
manna, þegar nýsköpun í at-
vinnulífinu hefur borið á góma, að
vaxtarbroddurinn liggi í loðdýra-
rækt, fiskeldi, líftækni og
upplýsinga- og tölvuiðnaði. Það er
athyglisvert að skoða flokkun um-
sóknanna, sem bárust til
Rannsóknaráðsins, og hvaða grein
er „f járfrekust”. Flestar umsóknir
bárust frá aðilum varðandi upp-
lýsinga- og tölvutækni. Helmingur
umsókna er til þróunar hug-
búnaðar og hinn helmingurinn til
þróunar vélbúnaöar á tölvusviöinu
eða samhæfðs vélbúnaðar og hug-
búnaðar. Þeir 38 umsækjendur,
sem sækja um styrki á þessu sviði,
biðja um 52,3 milljónir króna.
Vegna fiskeldis og skyldra
verkefna bárust 28 umsóknir, að
upphæö 36,7 milljónir króna.
Stærsta upphæöin var vegna líf-
efna- og líftækniverkefna, 61
milljón króna í 10 umsóknum.
Samanlagt eru umsóknir til áður-
nefndra greina 150 milljónirkróna.
-ÞG.
-JGH.