Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Síða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. I Stuölanna þrískipta grein F»M*T Af> Vi-D Æ-TTUM \£> TAKA UPP KVÓTAKéePi r/ÆSTU KoSAfir/GUM. Eg held að það næstleiðinlegasta sem ég var látinn gera í æsku hafi ver- ið að læra ljóð og því betri sem skáld- skapurinn var þeim mun erfiðar gekk mér að læra hann utanað og var það meðal annars vegna þess að góð kvæöi voru svona að meðaltali þrjátíu og sex erindi. Á þessum árum var hins vegar alveg bannað að læra ekki ljóð og þar að auki þurfti að læra þau alveg rétt., Það mátti til dæmis ekki segja sólkerfi himnanna falla i trans þegar þau áttu að hnýta þér krans eða tala um Eiva ráð þar sem í kvæðinu stóð skýrt og greinilega Ei var áð, og ekkert strá þeirfengu. En það sem mér þótti einna verst var hvað ég skildi sáralitið brot af því sem ég lærði og gekk þetta svo langt að á tímabili hélt ég að ég kynni alls ekki íslensku og væri þar aö auki kannski mesti hálfviti á landinu og fannst mér það síðamefnda satt að segja ekkert sérlega uppörvandi. Svo var það einu sinni þegar verið var að hlýða mér yfir Gunnarshólma, þar sem meðal annars blikar í laufi birkiþrasta sveimur og hofgang þann ei hefta veður blíð, að mér var öllum lokið og ég tilkynnti að ég gæti alveg eins reynt að læra Njálssögu utanað með gömlu stafsetningunni eins og þetta helvítis bull. — Guð hjálpi þér að tala svona bam, sagði amma min þá því að henni líkaöi ekki talsmátinn en síðan sagði hún mér að þaö væri ekkert undarlegt þótt ég skildi ekki allt sem þjóöskáldin ortu á meöan ég væri svona ungur, hins vegar fullyrti hún að ég myndi skilja þetta þegar ég yrði stór. Eg efast ekki um að amma mín hefur haft á réttu að standa í þessu efni en þegar ég var orðinn stór hafði mér tekist að gleyma megninu af því sem ég hafði lært með ærinni fyrirhöfn forðum daga og farið létt með það og þess vegna er kenningin ósönnuö eins og svo margar aðrar. Atómljóð Svo liðu árin og skáld hættu aö aga sitt mál við stuölanna þrískiptu grein og sneru sér þess í stað að órímuöum kveöskap sem þótti mjög ómerkilegur fyrir þá sök að enginn gat lært hann aö sögn þeirra sem vit höfðu á og þá var það sem ég óskaði þess að ég væri orðinn ungur aftur því að ljóð sem enginn gat lært hlutu aö vera að mínu skapi. Eg keypti atómljóöabók og las hana og skildi ekki nokkurn skapaöan hlut enda var þá búið að finna upp þá kenn- ingu aö ljóð ætti ekki að skilja heldur skynja en ef menn vildu endilega skilja ljóðin var þeim bent á aö það hugsuðu ekki allir eins og þvi væri hægt að skilja eitt ljóð á marga vegu og færi það til dæmis eftir fjöldanum sem læsi það. Þetta fannst mér ekki svo vitlaust og þegar alls konar fólk tók að lýsa þvi yfir að hér eftir gæti hver sem væri ort, þetta væri ekki meiri vandi en að mála ódauðlegt listaverk, fór ég að yrkja. Ég reyndi auövitað eins og ég lif- andi gat að hafa ljóðin myrk og dulúöug og óskiljanleg eins og kvæðið um prestinn. Aumingja strákurinn. Þig langaði alltaf SIGURSÆLL SJÚKUNGUR Miles efstur í Tilburg ásamt Timman og Kortsnoj, þrátt fyrir heiftarlegan bakverk Enski stórmeistarinn Tony Miles tefldi við óvenjulegar aðstæður á stórmótinu í Tilburg sem lauk á miðvikudag. I upphafi mótsins fékk hann heiftarlegan bakverk og varð aö læknisráði að fresta skák sinni við Polugajevsky í 6. umferð. Um tíma leit út fyrir að hann yrði að hætta þátttöku en hann beit á jaxlinn og sjúkrarúmi hans var rúllað inn í skáksalinn í upphafi hverrar skákar. Þannig tefldi hann, liggjandi á grúfu, en reisti sig upp í rúminu til þess að hreyfa mennina. Það er ekkert grín að tefla þannig á sig kominn en Miles náöi engu að síöur stórgóðum árangri, varð efstur ásamt Hiibner og Kortsnoj, einum og hálfum vinningi fyrir ofan næsta mann. Að sjálfsögðu voru andstæðingar hans á mótinu ekki par hrifnir af því aðtefla undir þessum kringumstæö- um og þar var Þjóðverjinn Robert Hiibner fremstur i flokki. Hiibner, sem sjálfur lét nudda á sér hálsinn í einvígi við Kortsnoj hér um árið, hót- aði að hætta á mótinu ef hann þyrfti aö tefla við þetta viðundur. Deilan var leyst á þann hátt að Hiibner og Miles sömdu fyrirfram um jafntefli í skák sem þeir áttu að tefla í 12. um- ferð. Þar með gat Hiibner einbeitt sér að taflinu og allt féll í ljúfa löð. I síðustu umferð lagði Miles júgóslavneska stórmeistarann Ljubojevic að velli, Hiibner vann Romanishin og Kortsnoj vann Timman. Teflt af krafti í Tilburg þar til yfir lauk, enda fengu jafnteflisvél- arnar að sitja heima eins og sagt var frá í siðasta þætti. Miles, Hfibner og Kortsnoj hlutu allir 8,5 v. en Ljubojevic kom næstur með 7 v. í 5.-7. sæti komu síðan Romanishin, Timman, og Polugajev- sky með 6 v. Dzindzihashvili, sem var með efstu mönnum framan af, lét undan siga i lokin og hafnaði í neösta sæti með 5,5 v. Litum á fjöruga skák frá mótinu, þar sem „eitraða peðs afbrigðið” af Sikileyjarvöm, sem Fischer gerði frægt á sínum tíma, er í deiglunni. Timman hefur nokkrum sinnum mætt þessu afbrigöi á árinu og hefur sitthvað til málanna að leggja. Nýj- ung í 15. leik og endurbót á skák hans við Portisch fyrr á árinu (þar lék hann 15.Bh5+) slær júgóslavneska fléttumeistarann út af laginu. Hvítt: Timman Svart: Ljubojevic Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7.Í4 Db6 8. Dd2 Dxb2 Afbrigði eitraöa peðsins nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda. 9. Hbl Da310. f5 Rc611. fxe6 fxe612. Rxc6 bxc613. Be2 Þannig hefur Timman teflt nokkrum sinnum á síðasta ári, m.a. gegn Sunye á ólympíuskákmótinu og í æfingaeinvigi við Portisch. I augna- blikinu er taliö að svartur haldi sínu í flækjunum sem upp koma eftir 13. e5 dxe5 14. Bxf6 gxf6 15. Re4 o.s.frv. en það gæti auðvitað breyst. 13.-Be714. Hb3 Eftir 14. 0—0 0—0 15. Hb3 leikur svartur 15. -Dc5 og svarar 16. Be3 De5 17. Bd4 Da5 18. e5? dxe5 19. Bb6 með 19. -Bc5+ og sleppur. Án hrókunarinnar myndi svartur tapa drottningunni í þessu afbrigði. 14. -Da515.0—0 Ha7? Valdar 7. reitaröðina en skilur þá 8. eftir óvarða. Svartur má gæta sín á 15. - 0—016. Rd5! Dxd217. Rxe7+ Kf7 18. Bxd2 Kxe7 19. e5! meö betri stöðu en 15. -Dd8!? er athyglisverð tilraun. 16. Bxf6 gxf6 17. Hb8 0—0 18. Hf3 De5 19. Dh6 f5 20. Hh3 Bf6 Anthony Miles 21. Bxa6! Dd4+ Biskupinn er friðhelgur vegna máts í leiknum. 22. Khl Df2 23. Hf3 Del+ 24. Hfl Dxc3 25. Hxc8 Haf7 26. exf5 exf5 27. Hxf8+ Hxf8 28. Bd3 De5 29. Bxf5 De7 30. a4 Eitt peð hefur hvítur haft upp úr krafsinu en það er fjarlægur frelsingi sem ekki er lamb að leika við. Kóngsstaða svarts er einnig opin og mislitir biskupar auka ekki jafn- SVEIT ÍSAKS ARNAR SIGURDSSONAR VARD BIKARMEISTARI1985 Sveit Isaks Arnar Sigurðssonar varð bikarmeistari þegar hún sigraði sveit Haröar Steinbergssonar frá Akureyri í úrslitaleik um síöustu helgi. I sveit Isaks spiluðu auk hans Sturla Geirsson, Hermann Lárusson, Olafur Lárusson, Júlíus Snorrason og Sigurö- ur Sigurjónsson. Þetta var heldur ójafn leikur því sveit Isaks vann allar lotumsu- með miklum yfirburðum og einvígið með 237 gegn 64. I upphafi hefðu ef til vill fáir spáð því að þessar sveitir lentu í úrslitum en þær unnu báðar glæsta sigra þar til sigurganga Akureyringanna var stöðvuö. Hins vegar þarf engan að undra þessi úrslit því sveit Isaks hefur á að skipa reyndum spilurum sem oft hafa háð ágætum árangri á seinni ár- um. Hér er eitt spil frá úrslitaleiknum. Vestur gefur/n-s á hættu. Norðuk * 108652 V 82 O 1075 * KD2 Vestik Austuk * AG + D97 V D65 ^ G1074 OÁD862 O 43 * 987 SUÐUR * K43 V AK93 0 KG9 + A103 + G654 I opna salnum sátu n-s Hermann og Ölafur Lámssynir, en a-v Pétur Guð- jónsson og Ölafur Ágústsson. Sagnir gengu þannig: Vestur Noröur Austur Suöur 1 T pass 1 H dobl 2 T 2 S pass 3 G pass pass pass Ölafi var engin vorkunn að stökkva í þrjú grönd eftir frjálsa sögn frá Her- manni þótt sögnin virðist ekki eiga mikla möguleika. Vestur spilaði út litlu hjarta og Olaf- ur drap tíu austurs með ás. Utlitið virt- ist engan veginn bjart. Jafnvel þótt spaðinn gæfi þrjá slagi voru aöeins átta slagir í sjónmáli. En ölafur beit á jaxlinn, spilaði laufi á drottningu til þess að spila spaða úr blindum. Vestur fékk slaginn á gosann og spilaöi nú hjartadrottningu. Ölafur gaf og þegar vestur spilaði meira hjarta var spilið unniö. Olafur þurfti einungis að spila litlum spaða frá kóngnum og þar með voru spaðarnir góöir. Eins og sést er auðvelt fyrir vestur að hnekkja spilinu þegar hann er inni á spaðagosa. Hann spilar einfaldlega laufi og þar með eyðileggur hann inn- komuna á spaðalitinn. Og raunar er ekki svo erfitt fyrir hann að finna þessa vöm. Af hverju? Makker hans lét hjartaníu í fyrsta slag og þar með veit hann að sagnhafi á hjartaníuna og banvænt er að spila þriðja hjartanu. Bikarkeppni Bridge- sambands íslands 1985 Sveit Isaks Amar Sigurðssonar, Reykjavík, varð bikarmeistari Bridge- sambands Islands. Sveitin sigraði sveit Arnar Einarssonar, Akureyri, í úrslitaleik með 237 stigum gegn 64. Urslit einstakra lota f óru þannig: 1. lota: 28—9 Sigurftur-Júlíus Ísak-Sturla 2. lota: 65—14 Hermann-Úlafur tsak-Sturla 3. lota: 76-18 Hermann-Ölafur Sigurftur-Júlíus 4. lota: 68—23 Sigurður-Júiíus tsak-Sturla 237 gegn 64. I sveit Isaks eru ásamt honum Sturla Geirsson, Hermann Lárusson, Olafur Lárusson, Sigurður Sigurjónsson og Júlíus Snorrason. Þetta er fyrsti titill sem þeir félag- arnir ávinna sér fram að þessu. Urslitaleikurinn var aldrei verulega skemmtilegur á að líta, svo miklir voru yfirburðir sveitar Isaks. Þó er hægt að hrósa frammistöðu sveitar Akur- eyringanna sem er besti árangur sveit- ar utan Reykjavíkur í mótum Bridge- sambandsins í mörg herrans ár. Þá sveit skipuðu: Öm Einarsson fyrirliði, Dísa Pétursdóttir, Soffía Guðmunds- dóttir, Höröur Steinbergsson, Olafur Ágústsson og Pétur Guðjónsson. 40 sveitir hófu keppni í upphafi bikarkeppni. Eftir undankeppni (1. umferð) stóðu eftir 32 sveitir og var síðan spilað eftir útsláttarfyrirkomu- lagi þar til ein sveit stóð uppi sem sigurvegari í mótinu. Sveit Isaks spilaði við eftirtaldar sveitir í mótinu: I 2. umferð við sveit Zarioh frá Akur- eyri, í 3. umferð við sveit Jóns Hauks- sonar, Vestmannaeyjum, í 4. umferð viö sveit Þórðar Sigfússonar, Reykja- vík, í 5. umferð við sveit Jóns Hjalta- sonar, Reykjavík, og, eins og áður sagði, í úrslitum við sveit Amar Einarssonar, Akureyri. Bridgesamband Islands þakkar keppendum fyrir þátttökuna í sumar í bikarkeppninni. Um leið er minnt á að enn eiga nokkrar sveitir ógreitt keppnisgjald fyrir þátttöku sína. Þær sveitir, sem hafa ferðast í keppni og skulda enn þátttökugjaldið, þurfa ekki að hafa áhyggjur því sú upphæð verður dregin frá. En hinar (og þær eru nokkrar), sem engan ferðakostnað hafa, eru vinsamlega beðnar um að gera skil hið fyrsta svo hægt sé að gera mótiöupp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.