Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 13
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
13
Síðust
í gálgann
Ný bresk
kvikmynd
um f rægt
morðkvendi
Miranda Richardson: „Það sem óg bæli innra með mér."
„Dansað við ókunnugan” (Dance
with a Stranger) nefnist kvikmynd
sem nýlega var lokið við að gera í Bret-
landi. Myndin er byggð á atburðum
sem áttu sér stað á sjötta áratugnum í
Bretlandi: segir þar frá Ruth Ellis sem
hélt skandalblaðamönnum í önnum
kringum 1954 þegar hún myrti ást-
mann sinn, kappaksturskappann
David Blakely, og var svo send í
gálgann, síðust kvenna til að fá lífláts-
dómíBretlandi.
Það er 27 ára gömul leikkona sem fer
með hlutverk Ruth Ellis. Sú heitir Mir-
anda Richardson og hefur ekki áður
fengið stórt hlutverk í kvikmynd. En
allt í einu er hún orðin stjarna, ásjóna
hennar blasir við á forsíðum viku-
blaða. Og hún er hálfvegis undrandi á
öllu tilstandinu.
Kaldlynt skass
Richardson sýnir Ruth Ellis sem
kjaftfort skass, málað eins og skurö-
goð, varir eldrauðar, neglur langar og
augabrúnir kolsvartar, dregnar niður
á kinn. Reyndar segja sérfræðingarn-
ir að hún minni nokkuð á Marilyn
Monroe, enda er ætlunin að Ellis nýju
myndarinnar passi beint inn í tísku og
strauma sjötta áratugarins.
„Fólk skilur mig víst ekki,” segir
Miranda Richardson — „en hefði ég
vitað að það var aðalhlutverkið sem
þeir vildu fá mig í þá hefði ég forðað
méráhlaupum.”
Hún nam leik í Bristol Old Vic og lék
á sviði í Norður-Englandi, hafði hlut-
verk í leikriti sem nefnist „Líf Ein-
steins”. Þá var það að umboðsmaður
hennar í London hringdi, sagðist hafa
klófest handrit sem væri eins og skrif-
að fyrir hana.
Skrifað fyrir hana? — Miranda
Richardson er að sögn kunnugra langt
frá því að geta talist skass. Hún er
einkar blíðlynd, hefur stór, blá augu —
en, eins og hún segir sjálf: „Ruth Ellis
var haldin ástríöufullri þrá eftir þess-
um manni og varð að bæla tilfinningar
sínar. Ég hugsa að ég hafi fengið hlut-
verkið vegna þess sem ég bæli innra
með mér. Eg er ekki opin. Og þegar ég
lék fyrir þá til prufu þá var ég stíf af
hræðslu, öll í keng. Ætli ég hafi ekki
fengið hlutverkið út á það? ”
Taugaveiklað morðkvendi
Richardson segist ekki lifa sig inn í
hlutverkin. „En þeir hafa verið að
segja að hlutverkið hafi tekið af mér
völdin. Hefði það gerst þá hefði ég
áreiðanlega fallið saman, reynt að
drepa einhvern, ekki satt? ”
Hún segist lítið hafa vitað um Eilis-
málið á sínum tíma, enda varla fædd
þegar það var á forsíðum. „En ég hafði
víst heyrt um hana. Já, rétt, hún var
taugaveiklað morðkvendi, eða það
héldu flestir. Núna segi ég bara að hún
hafi verið „manneskja”. Flókin mann-
eskja einsogviðöll.”
Leikstjóri „Dansins” er Mike New-
ell. Handritshöfundur er engin önnur
en Shelagh Delaney. Og myndin á fyrst
og fremst að f jalla um það hvað getur
gerst þegar fólk verður altekið af ein-
hverju, hugmynd eða tilfinningu —
fremur en að lýsa því nákvæmlega
hvað gerðist á einhverjum tilteknum
tíma. „Og,” segir Richardson — „svo
snýst myndin lika öðrum þræði um
dauðarefsinguna. Eg tók ekki hlut-
verkið af neinum pólitískum ástæöum.
En eftir að hafa leikið þetta hlutverk
þá veit ég það fyrir víst að dauðarefs-
ing er ekki lausnin á öllum okkar
vandamálum.”
Gagnrýnin
Til þess að búa sig undir aö takast á
við hlutverkið horfði Miranda Richard-
son á ótal kvikmyndir sem gerðar
voru á sjötta áratugnum. Og hún fór og
ræddi við systur Ruth Ellis. Hún segist
vera ákaflega gagnrýnin á eigin verk
og reyndar ekki fyllilega ánægð með
„Dansinn” eins og hann á endanum
varð.
— En hvað með lofsamlega dóma, öll
blaðaskrifin?
„Það er rétt. Varla hafa allir á röngu
aðstanda.”
Lœrið að fljúgu
Við getum bætt við okkur nemendum í flugnám. Góðar
kennsluvélar og fín aðstaða. Eldri nemendur okkar, rifjið
upp flugið og náið fyrri réttindum.
Einkaflugmannsnámskeið hefst mánudag 30. sept-
ember.
«7
FLUGSKÓLI
HELGA JÓNSSONAR,
Reykjavíkurflugvelli, sími 10880
/
Húsgagnasýmng
Til sölu
BLIK
&8B477
Mercedes Benz 350 SLC
árg. '79 (80), 8 cyl., 2 dyra, dökkgrár, sanseraður, rafmagn í
rúðum, centrallæsingar, útvarp, kassettutæki, sumardekk,
leðuráklæði, litað gler, álfelgur o.fl.
Datsun 280 ZX
árg. '83, 2 dyra, 6 cyl., 5 gíra, svartur, rafmagn í rúðum, T-
toppur, bein innspýting, útvarp, kassettutæki, beinskiptur.
Verð kr. 980.000. Skipti á ódýrari.
Nissan Patrol (dísil)
árg. '83, 4 dyra, rauður, 6 cyl., útvarp, vetrardekk, bein-
skiptur, aflbremsur, veltistýri.
Verð kr. 850.000.
Skipti á ódýrari.
Opið
laugardag
kl. 10-19.
BÍLASALANBUK
Skeifunni 8 Sími 68-64-77.