Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 16
16 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. i Greta Garfoo áttræð Greta Garbo varð áttræð á miðviku- daginn var. Nafnið Garbo þekkja víst flestir eða allir en hver hún raun- verulega er er erfiðara að segj a til um. Hún er af Blekingegötunni í Stokk- hólmi, varð á sinni tíð frægasta kvik- myndastjaman en hætti að leika þegar hún var innan við fertugt og hefur í fjörutíu og fjögur ár lifað inn- an þeirra múra sem hún sjálf hefur reist kringum einkalíf sitt. Greta Gustafsson var af fátæku fólki komin. Faðir hennar var ösku- karl en nú rölta bandarískir ferða- menn gjama um Blekingegötuna í leit að húsinu sem hún fæddist í. Reyndar er búið að rífa húsið fyrir nokkru en grunnurinn blasir við. Stundiun skilur fólk eftir blómvönd þar í forinni - og fer svo og fær sér í glas á veitingahúsinu sem ber nafh hennar og er neðar í götunni. „Sflnxlnn” Enn em til ljósmyndarar sem dreymir um að ná mynd af Gretu Garbo hlæjandi beint inn í myndavél- ina. Og það em til skríbentar sem dreymir um að ná löngu og ítarlegu viðtali við þennan „sfinx” sem virðist búa yfir svo merkilegu leyndarmáli. Blöðin kölluðu hana „sfinx” þegar á þeim tíma þegar hún hélt blaða- mannafundi. Aldraðir blaðamenn muna eftir blaðamannafundum sem hún hélt um borð í Ameríkuskipinu utan við Stokkhólm þegar hún var að koma heim í leyfi. Hún sagði ekki sérlega mikið þá heldur. En 1932 kom hún í heimsókn og daginn eftir blaða- mannafund birtist heilsíða um hana í Dagens Nyheter. Þar var eftirfar- andi haft eftir henni: „Ég veit að mönnum finnst ég afundin við blöðin. En mér finnst bara að mest af því sem um mig er skrifað sé svo ónauðsyn- legt.” Múrlnn Seinna byggði hún múr kringum líf sitt. Og sá múr var bæði hár og þykk- ur. Hún hefur fengið að vera í friði innan hans, rétt stöku sinnum að bíræfinn ljósmyndari hefur séð hana á einni af sínum löngu gönguferðum um götur New York og smellt af- og svo hafa blöðin birt óljósa mynd. En það er sjaldan, kannski aldrei, að útsmognir og frekir fréttamenn leggi leið sína á hennar fund og krefjist viðtals. Ekki lengur. „Það stóð kona í pels og með gler- áugu við hliðina á mér í Nyborg og Nelson-versluninni á Annarri breið- götu þegar ég var þar að kaupa síld og reykta skinku. Það var Garbo,” sagði sænski sjónvarpsmaðurinn Áke Wilney sem gerði þátt um Garbo sem sænska sjónvarpið sendi út í tilefni afmælisins á miðvikudaginn, þann 18. sept. sl. I sænskum blöðum hafa stöku sinn- um birst frásagnir af því að fólk hafi séð Garbo, kannski í rúllustiga í stór- verslun í New York, ellegar í lyftu - en fólk hefur ekki vikið sér að henni. Hún nýtur virðingar og vilji hún vera í friði í sínum einmanalega heimi vogar fólk sér ekki að þrengja sér inn íþannheim. Fréttamaður Dagens Nyheter í New York sagði einhvem tíma frá því að hann lenti við hliðina á Garbo í lyftu. Hann ávarpaði hana og segist enn muna hvemig hún sneri upp á sig, svaraði ekki. „Það var eins og hún vildi bíta mig,” sagði hann. Llv Ullmann og Garbo Liv Ullmann hefur sagt sögu af því þegar hún sá Garbo á götu í New York. Ullmann lék þá gamalt Garbo- hlutverk, Anna Christie, í leikhúsi í New York. Dag nokkum kom hún auga á Gretu Garbo á götu skammt frá leikhúsinu. Hana langaði þessi ósköp til að hitta Garbo og tala við hana um hlutverkið. Hún fór að hlaupa á eftir þeirri gömlu sem tók þá einnig til fótanna. Ullmann hætti eftirförinni fljótlega - en kannski hefur Garbo hlaupið alla leið heim. Það er ekki erfitt að hafa uppi á Garbo í New York. Hún býr í East 52 Street. Þangað fór blaðamaður frá Sydsvenska Dagbladet einhvem tíma á síðasta áratug - og hafði með sér blóm handa þeirri gömlu. Það var á afinælisdaginn hennar það árið. En dyravörðurinn vék ekki hænu- fet. Blaðamanninum var ekki hleypt inn fyrir dyr. í því húsi virðist ríkja þegjandi samkomulag um að þangað eigi enginn erindi sem spyr um Gretu Garbo. Dyravörðurinn var þó ekki alveg ómennskur, sagði blaðamaðurinn seinna. Hann benti nefnilega á lítinn hvutta, sem þama var á vappi, og sagði að þennan hund ætti gamla stjaman. Og blaðamaðurinn gaf seppa blómvöndinn. Upplýst og myrkvað Kannski þarf maður að vera frægur, búinn til úr goðsögn og umtali, til að geta byggt kringum sig slíkan múr. Fræðimaður einn hefur sagt um ein- angmn Gretu Garbo að hún hafi bmgðið fyrir ásjónu sína sérkenni- legri Janusargrímu: „í senn upplýst og myrkvuð, í senn sigri hrósandi og niðurlægð í ósigri.” Menn hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé trúlegast að Garbo sjálf hugsi til eigin frægðar og þeirrar goðsagnar, sem hún strax varð, með ásthatri. Sagt er að fyrr á árum hafi hún oft farið í kvikmynda- deild Nútímalistasafnsins í New York til að skoða í næði gömlu myndimar sínar. Við þau tækifæri kallaði hún kven- hetjur myndarinnar, þ.e. sjálfa sig, jafnan „hana”: „Sjáið bara hve heimskuleg hún er! Ojbara, að sjá háriðáhenni...!” Rýfur hún þögnlna? „Garbo er ákaflega ögrandi,” segir kvikmyndafræðingur einn í Stokk- hólmi. „Maður vill skilja hvað það er sem heillar fólk. Ég hef ekki svar á reiðum höndum. En ég held að lausn gátunnar felist m.a. í því hve sér- kennilega hún hreyfir sig. Ég er ekki viss um að hún hafi fagrarhreyfingar. Ekki einu sinni á bíódúknum. En þegar hún gengur, t.d. niður stiga, þá er eins og hún taki völdin í þessum stiga, ráði yfir umhverfinu...” Þennan prófessorí kvikmyndaffæðum dreym- ir um að Garbo opni sig einhvem tíma. „Ef ég væri hún,” segir hann, „þá myndi ég segja við sjálfan mig: Allt í lagi, nú skal ég halda kjafti í 40 ár, en svo skal ég gera eitthvað snið- ugt. Ég læt hafa við mig viðtal, leik í örstuttri kvikmynd og segi þar eina setningu - bara til að losa um þessa spennu...bara til að höggva á þennan hnút.” Garbo varð bandarískur ríkisborg- ari 1951. Hún fjárfesti skynsamlega eftir að hafa haft miklar tekjur í Hollywood. Hún giftist aldrei en átti ástarævintýri með ýmsum ffægurn: Maurice Stiller (sænskur leikstjóri, sá sem uppgötvaði hana), John Gil- bert, Leopold Stokowski, Gayelord Hauser, George Shlee og Cecil Bea- ton. Margir þessara vom kynhverfir eða hneigðust að báðum kynjum jafnt. Hún á enn ættingja á lífi í Svíþjóð en hefur ekki reglulegt samband við það fólk. Gamlir vinir fró því á æsku- ámnum hafa ekki séð hana lengi. Greta Gustafsson Greta Gustafsson fæddist 18.sept- ember 1905. Hún bjó með foreldrum sínum og tveimur eldri systkinum í einu herbergi og eldhúsi á Söder í Stokkhólmi sem var og er verka- mannahverfi. Eftir að faðir hennar lést, árið 1920, varð hún að hætta skólagöngu. Hún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.